Þjóðviljinn - 03.01.1981, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Qupperneq 14
14S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.—4. janúar 1981 texta, þótt flestum sé liklega skitsama. Sára reynslan er, að þegar ég legg sál mina i textann eru næsta fáir sem taka eftir þvi, helst menn eins og Hjörtur Gunnarsson og Finnur Torfi Hjörleifsson. Þegar hins vegar brúkaður er kjaftur og einhver bitinn á barkann i greinunum, verður grúinn glaður, eins og Grýla forðum, og hólinu linnir seint. Útlit Eitt verð ég aö minnast á að endingu. Mörgum sem skrifa i blöð er sama um frágang og útlit þessara afurða sinna. Mér er ekki þannig farið og vona að Guðjón Sveinbjörnsson útlits- teiknari Þjóðviljans reki smiðs- höggið á minar afurðir eins og oftastáður. Tilraun með myndagetraun Með þessum pistli hefst myndagetraun. Birtar verða fimm myndir frá þekktum ferðaslóðum, en kannske óvenjulegu sjónarhorni sumra. Ef undirtektir verða góðar verður framhald á þessum get- raunum. Ferðafélag Islands veitir verðlaun fyrir réttar lausnir i þessarri fyrstu get- raun, helgarferð að eigin vali, fyrir einn. Fyrsta myndin birt- ist i dag og siðan ein i hverju hinna næstu fjögurra Sunnu- dagsblaða. Frestur til að senda inn lausnir verður auglýstur siðar. Myndirnar sem fylgja greininni eru frá skíðaferð í Landmannalaugar s.l. vor. MYNDIR OG TEXTI Ákveðið hefur verið að taka upp á ný þætti merkta je sem af og til hafa birst i Sunnudags- blaðinu og mest f jallað um útiveru og ferða- mennsku. Þáttur um náttúru þegar hún er frosin og dauð Það kann að virðast undarlegt að hefja slikan þátt um áramót þegar birta er skömm og náttúran frosin og dauð, en ekki er allt sem sýnist. Við höfum i þessu svarta skammdegi heyrt pótintáta þjóðarinnar tala innantómt um farsæld og betri tið, með tveggja milljóna króna mán- aðarlaun i buddu sinni, og glampa i auga sem gefur til kynna að loksins sé von til, að tekist hafi að alfriða láglauna- gallsraus. Ein sérstaklega kær rödd barst mér krókaleiðir þessa skuggalegu daga, rödd Guðrúnar Helgadóttur, sem lýsti betur en brennur og flug- eldar og sólir. I hennar huga er mannhelgin ofar flestum vanda efnahagsmálanna hjá þessari pakksöddu þjóð. Morgunblaðið fordæmir hana fyrir það, en á hinu veltur meir hvernig þjóðin litur á málið. Að vilja eitt en gera annað Reyndar hafði ég ætlað mér i þessum fyrsta þætti, að ræða um fjalla-og skiðaferðir. Ferða- lög og þá ekki sist að vetrarlagi eru i raun forréttindi tekjuhærri stéttanna og þeirra sem ekki strita. Sá sem erfiðar alla daga 10—12 tima telur sig ekki hafa þrek til þess að frilysta sig á fjöllum um helgar. Þetta er þjóðfélagsvandamál. Ég hef Formáli að ferðapistlum manninn. Sósiölsk hugsun gengur raunar útá það þveröfuga, að útrýma þessu kykvendi, en ég veit ekki um það hvort sú barátta er i gangi hér þessa dagana. En þótt stjórnmálamenn kvarti hátt yfir visitölunni, er jafnvel enn sárari tónninn i hin- um skriftlærðu, útaf þvi hve treglega gengur að fá landann að fela sig algóðum föður á vald nema tvisvar á ári, þegar snar- redda á filingunni á skyldugum helgistundum. Hvað geymir þessi þjóð i sálarkimanum, heyrist tóma- hljóð ef bankað er uppá, eða er frjómagn og sköpunargleði i hverju húsi? Freistandi væri að fylgja þessum hugsunum eftir, en ég læt lesendum eftir að fylla uppi skörðin. Reynandi væri að leggja saman hve miklu er hlaðið á lif hvers einstaklings af vinnu, erli, áhyggjum, hávaða, kviða og friðleysi og hve marg- ar stundirhann á aflögu sjálfum sér. Mannleg rödd Ekki á þetta að vera svarta- fengið nóg af predikunum hinna skriftlærðu þessa daga og auk þess er einhver hemla á andan- um sem liklega stafar af ofáti, svo ég geymi þetta efni þar til siöar. 1 stað þess að prédika ætla ég nú að skýra forsendur þessarra þátta og hvernig að þeim verður unnið. Efasemdir Ærið lengi hef ég velt þvi fyrir mér hvort svona pistlar eigi rétt á sér. sem hvetja til ferðalaga um landið. Ég er nefnilega einn af þeim sem álita að landið sé rányrkt af ferðafólki, sérstak- lega hinu bilakandi. Ég hef mér hins vegar til afbötunar, að þessi þróun heldur áfram hvaö sem minum skrifum liður og þeim mun enda stefnt gegn þvi, að litið sé á landið eins og sam- eign i blokk. Innihald og aðferð Ég er að eðli rómantiskur og munu skrifin bera þess merki, en væmni er leið og hana mun ég forðast eins og heitan eld. Alls ekki mun ég beita mér að . H Vj upptalningu örnefna umfram brýna nauðsyn og nota hand- bækur i lágmarki. Fátt er mér leiðara heldur en langar örnefnaromsur með skyldugu ivafi uppúr þjóðsögum Jóns Arnasonar og þeirra kalla. Það efni sem óg fjalla um verður nýtt og mjög stutt ljósmyndum, sem verða jafnréttháar textan- um. Þetta efni kann stundum að verða smátt i sniðum, þvi máske segi ég frá svörtum sniglum sem eiga heima i Esju- hliðum eða rjúpnahjónum i Litla-Kóngsfelli, en ég segi aðeins frá eða skrifa um það sem hefur snert streng i brjósti þess skálds eða broti af skáldi, sem blundar i mér eins og flest- urn mönnum. Ef ekkert slikt efni er handbært mun ég fella niður þátt. Góður ásetningur Ég mun af alúð leitast við að skrifa gott mál og skiljanlegan wmmmmmmmmmmmmmm MYNDA GETRA UN MYND 0

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.