Þjóðviljinn - 03.01.1981, Side 16

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Side 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. janúar 1981 Rœtt við Jón Lofts- son, skógar. vorð a Hallormsstað Jón Loftsson, skógarvöröur á Hallormsstað. S*-»- - vAfút, Tiiraunir benda til að beitiland i skóginum sé mun verðmætara en utan hans Er unnt að sameina skógrækt og beit? Austur á Hallormsstað voru gerðar tilraunir með það í sumar, að beita sauðfé í skóg. Okkur lék forvitni á að frétta af niðurstöðum þessara til- rauna og höfðum því samband við Jón Lofts- son, skógarvörð á Hall- ormsstað. Samvinnu verkefni — Upphaf þessa máls er eig- inlega að rekja til þess, sagði Jón Loftsson, — að Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins hefur gert mælingar og samanburð á gróðri og beitarþoli hans i skógi og utan hans. Niðurstöður þess- ara athugana benda til þess, aö beitargildi gróðurs væri 4—5 falt meira i skóginum en utan. Þetta voru athyglisverðar niðurstöður og töldum við rétt að kanna þær nánar með frekari tilraunum. Varð úr, að Skógrækt rikisihs og Rannsóknarstofnun landbúnað- arins hefðu samvinnu um þetta verkefni. Segja má, að þessar tilraunir á. Hallormsstað i sumar væru beint framhald, að þeim beitar- tilraunum, sem Rannsóknar- stofnunin hefur staðið fyrir hér og þar um landið og gerðar hafa verið á mismunandi gróðurlendi og i mismunandi hæð yfir sjó. Þær spurningar, sem viö gerðum okkur einkum vonir um að fá svör við með þessum til- raunum voru hvernig gróðurinn breytist við beit* hverfur ein- hver gróður alveg og hvenær, á hvaða tima er hentugast aö beita hólfin, hve margt fé getur verið á hverri flatareiningu lands svo að hún nýtist til fulls án þess að gengið sé of nærri gróðrinum, hve mikill og ör verður þyngdarauki fjárins? Misjafn beitarþungi — Voruð þið með mörg hólf i takinu? — Við girtum af tvö hólf, i há- vöxnum birkiskógi og var hvort þeirra um sig 3 ha. Notuðum rafgirðingar, sem er mun ó- ■ dýrari en þessar venjulegu girð ingar, og reyndust þær alveg öruggar. Beitarþunginn i hólf- unum var mismunandi. 1 öðru þeirra voru þrjár ær með sex lömbum en i hinu sex ær með tólf lömbum. — Hvað beittuð þið hólfin lengi? — Við beittum þau i tvo mán- uði. Settum féð i þau þann 20. júni og tókum það úr þeim 20. ágúst. — Hvernig fór fénu að? — Við vigtuðum féð þrisvar sinnum: Þegar það var sett i hólfin, siðan þegar beitartima- bilið var hálfnað og svo i lok þess. Fyrri mánuðinn þyngdust lömbin um 400 gr. á dag eða 12 kg. yfir mánuðinn. Siðari mán- uðurinn var þyngdaraukinn mun minni. — Og hverjar teljið þið orsak- ir þess? Vekur ýmsar spurningar — Hverjar voru orsakirnar, já? Tilraunin vekur óneitanlega ýmsar spurningar, sem ekki verður svarað afdráttarlaust á þessu stigi. 1 lok beitartimans var enn verulegur gróður i hólf- unum þótt landið væri að visu orðið troðið. Var of þröngt á fénu? Höfðu þrengslin orsakað ormasmit? Ná sér á ný þær plöntutegundir, sem mest létu á sjá? Nær landið sér eftir traðk- ið? Dr þessu og fleiru þarf að fá skorið. — Hafið þið þá hug á að endurtaka tilraunina? — Já, ætlunin er að hún verði endurtekin næstu fimm ár. — Nú beittuð þið á skóglendi. Hvaða trjátegundir voru þar og hvernig voru þær farnar að leikslokum? — I hólfunum voru viðir, birki og greni. Viðirinn reyndist ákaf- lega ofarlega á matseðlinum hjá fénu. Eftir þessa tvo mánuði var hann alveg horfinn, um 80% af birkinu var bitið en við gren- inu hafði ekki veri hreyft. Beitarskógar — Nú hefur löngum verið um það deilt, hvort hagkvæmara væri að nota ákveðin landsvæði til skógræktar eða beitar. Sauðfjárbúskapur og skógrækt hafa verið taldar andstæður. Eru lfkur til að þau viðhorf eigi fyrir sér að breytast? — Mér þykir það ekki ósenni- legt. Er ekki skógi vaxið land mun verðmætara til beitar en skóglaust? Þær tilraunir sem gerðar hafa verið með þetta, benda eindregið til þess að svo sé. En landið má að sjálfsögðu ekki beita fyrr en skógurinn hef- ur náð ákveðinni hæð. Nú hefur verið gerð svokölluð Fljótsdalsáætlun. Hún byggist m.a. á þvi, að landi hverrar jarðar, sem gerist aðili að henni, verði skipt milli almenns búskapar og skógræktar. Skóg- urinn, sem upp vex, verður eign jarðarinnar og lýtur eftirliti Skógræktar rikisins, lögum samkvæmt. Aætlunin gerir ráð fyrir þvi að teknir verði til skóg- ræktar samtals 1500 ha. lands i Fljótsdalshreppi á næstu 25 ár- um. Hafa margir bændur þegar gerst aðilar að þessari áætlun. Við erum að gera okkur vonir um að tilraunir okkar leiði i ljós, að eftir 25 ár frá þvi að trjánum hefur verið plantað njóti bóndinn ekki aðeins afurða af vöxtulegum skógi heldur hafi landið einnig orðið mun verðmætara til beitar en áður. Bóndinn getur þá fækkað fénu án þess að afurðir minnki og hefur um leið komið sér upp aukabúgrein þar sem skógurinn er. Við þurfum smátt og smátt að hverfa frá hjarðmennsku- búskap að ræktunarbúskap, svo sem tök eru á, og þetta er liður i þvi, verði niðurstaða þessara tilrauna okkar sú, sem ástæöa er til að ætla. —mhg Fljótsdalsáætlunin fetar af stað á Viðivöllum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.