Þjóðviljinn - 03.01.1981, Side 23

Þjóðviljinn - 03.01.1981, Side 23
'Helgin 3.-4. janúar 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 23 DÍLLINN HER Reimleikar í kjörklefa Sigurdór Sigurdórsson skrifar um sjónvarp Paradísar- heimt Ég man ekki til þess að hafa verið jafn ánægður með dag- skrá sjónvarpsins og liðna hátiðisdaga um jóla og áramót. Þar var hver þátturinn öðrum betri og kvikmyndir með ágæt- um. Dagskrá hljóðvarpsins var aftur á móti með sama sniði og siðustu 35 árin sem ég man eftir þvi um jól, sálmasöngur og sinfóniur til skiptis frá morgni til kvölds með fréttum inni milli. Nóg um það, en um dag- skrá sjónvarpsins langar mig aðeins að ræða og þá að sjálf- sögðu rúsinuna i pylsuendanum ef svo má að orði komast — Paradisarheimt —. Myndin var flutt i þremur þáttum yfir hátiðarnar og mér er til efs að beðið hafi veriö meö meiri óþreyju eftir ööru sjónvarpsefni frá þvi islenska sjónvarpið byrjaði. Nú er það svo að varla finnst maöur með minni þekkingu á kvikmynda- list frá faglegu sjónarmiöi en undirritaöur. Þvi er hér um að ræða smekk leikmanns á mynd- inni. A sinum tima las ég bókina Paradisarheimt með mikilli ánægju eins og önnur ritverk Halldórs Laxness. Ég gæti trúaö þvi aö fyrir þá sem ekki hafa lesiö bókina sé kvikmyndin allgóö, en sem aödáenda bókar- innar þótti mér margt vanta. Það sem mér þótti lakast við myndina var að Jón Laxdal i hlutverki Steinars bónda náði aldrei að sýna þann Steinar sem Laxness dregur upp f bókinni. Mikiö hefði ég viljað gefa til að fá að sjá annan hvorn þeirra Róberts Arnfinnssonar eða Gisla Halldórssonar i þessu hlutverki. Þegar svo fer að sá sem leikur Steinar bónda nær ekki tökum á hlutverki sinu, þá verður kvikmynd um Paradisarheimt ekki góð. Annaö sem stakk I augun var sá mikli munur á leik, sem var hjá læröum leikurum og ólærðum. Það er furöulegt að láta ólæröan leikara fara með hlutverk Bjöms á Leirum, jafn fyrirferöa mikið og þaö er I sögunni. Vissulega var útlit og gerfi Þórar B. Sigurðssonar gott.en framsögnin gerði meira en eyöileggja það. Friða Gylfa- dóttir i hlutverki Steinu komst best ólærðra leikara frá hlut- verki sinu og gerði að minum dómi margt vel. Framsögn hennar var að visu gölluð,, en svipbrigöi öll vel leikin og útlit hennar hæfði hlutverkinu vel. Þessi mikli munur á lærðum og ólærðum leikurum kom ef til vill best i' ljós I öðrum þætti, þegar ört var klippt á milli, eins og þegar Steinar bóndi var að ræða viö Þjóðrek biskup í Kaup- mannahöfn, sem var sennilega besta sena myndarinnar og svo þegar þau Steina og Jói voru aö tala saman i túninu undir Steinahliðum. Flestir hinna æfðu leikara skiluöu sinum hlutverkum vel, enmér þóttiRóbert Arnfinnsson i hlutverki Þjóðreks biskups bera af öllum öðrum, hann var stórkostlegur. Á árunum kringum 1930 var kosningafyrirkomulag við alþingiskosningar þannig, að flokkarnir buðu kjósendum upp á að velja sér þingmann eftir persónu en ekki eftir pólitiskum stjórnmálaflokki. Þannig var það i Skagaf jarðarsýslu er þeir voru I framboði sem einstak- lingar: Magnús Guðmundsson, sjálfstæðismaður, Jón Sig- urðsson, sjálfstæðismaður, sr. Sigfús Jónsson, framsóknar- maður og Steingrimur Steinþórsson, framsóknar- maður, nú allir látnir. Sá var kjörinn 1. þingmaður, sem flest atkvæði fékk og 2. sá, sem næst flest atkv. fékk. Kosning fór þá fram i hverjum hreppi fyrir sig og sá þar til kjörin kjörstjórn um kosninguna. Kosning i Haganeshreppi fór fram i gömlu þinghúsi, sem notað var til barnakennslu að vetrinum. En til skýringar þvi, sem hér verður frá sagt á eftir, er nauðsynlegt að lýsa þessu þinghúsi nánar. Einn afþiljaður klefi var i norðvestur horni hússins og var hann notaður sem kjörklefi þegar kjósa þurfti leynilegri kosningu. Þegar skóla var lokið á vorin voru borð og bekkir sett- ir framfyrir i gang, sem náði að þili kosningaklefans, og staflað þar upp undir loft. En þar sem skilrúmið að þessum klefa var farið að gefa sig uppi undir loft- inu mátti hæglega sjá þar i gegn, ef maður klifraði upp á bekkjastaflann. Nokkuð mun hafa verið bolla- lagt um það þá eins og nú og alltaf hvernig hver einstakling- ur mundi greiöa atkvæði. 1 þá daga munu raunar fæstir hafa legið svo mjög á þvi. Þó var það alltaf einn og einn, sem ekkert gaf upp um það og voru þá ýmsar ágiskanir á ferli um það, hvaða flokk eða menn viðkom- andi mundi kjósa. Og nú vissum við um einn slikan. Við afréðum þvi, á okkar Lárus Hermannsson: Ég þoröi ekki aö segja frá þessu prakkarastriki, fyrr en mörguni áruni seinna. ábyrgð, sem auðvitað var engin, *-tveir strákpollar, að reyna að fylgjast með þvi hvað karl gerði i kjörklefanum. Gerðum við okkur litið fyrir og skriðum upp borðastaflann alveg inn að gafli og upp að lofti og sáum við þar gegnum rifu þegar karl var að kjósa. Kosning fór þannig fram þá, að notaður var stimpill með litlum púða á endanum, sem hægt var að setja á blekpúða til þess aö merkingin sæist greini- lega. Þegar nu kunninginn var kominn þarna inn i kjörklefann þar sem allt átti að vera eins leynilegt og frekast var unnt, setti hann stimpilinn á púðann og stimplaði fyrir framan nafn Magnúsar Guðmundssonar. Þvinæst þrýsti hann stimplinum fyrir framan nafn Steingrims Steinþórssonar. En þar sem OG Greinarmerki ástarinnar Einnig í ástum hafa greinarmerki fullt gildi. Ung og saklaus stúlka er aðeins önnur getur þógef ið fyrirheit og báðar eru þær I hjónabandinu mætist oft tvenntólíkt og þar lýkur setningu ástarinnar alltaf með Barnið er föðurnum og móðurinni en ung kona, sem giftist öldruðum manni er Dulið hjúskaparbrot er innan En sá, sem afbrotið fremur, ó blekið I stimplinum var farið að þorna þá var doppan mjög dauf framan við nafn Steingrims. Eg segi þvi, þarna þar sem ég húkti alveg fyrir ofan hann: „Betur! Betur!” Nema hvað, að viðbrögð karls uröu þau að hann hringsnérist þarna eins og skopparakringla, tók bábum höndum um höfuðið og einblindi beint upp i loftið. En ekkert sá hann nema þiljurnar allt i kring. En nú fannst okkur tilgangin- um vera náð og dvöldum þvi ekki stundinni lengur þarna uppi undir loftinu. Ljóst var að við þurftum ekki að eiga von á neinu góðu ef upp um okkur kæmist. Hlupum þvi sem fætur toguðu niður fyrir malarkamb, sem var þarna rétt fyrir vestan, en þaðan gátum við fylgst með rannsókn málsins. Við sáum að allir voru komnir út, ganga hringinn i kringum húsið en koma ekki auga á neinn grunsamlegan. Einn kjör- stjórnarfulltrúanna, sem átti til að vera mjög gamansamur, lét ekki sitt eftir liggja að telja karli trú um að það hefði verið rödd af himnum, sem talaði til hans og viljað benda honum á, að sennilega hafi hann ekki kos- ið sem réttast. Aldrei vitnaðist fyrr en mörg- um árum seinna að ég þorði að segja frá þessu prakkarastriki i góðum félagsskap heima á Ysta-Mói, og var þá mikið hleg- ið. Man ég vel hvað karl faðir minn hló dátt að þessu, enda mundi hann atvikið vel. En það fékk ég að vita seinna, að yngsti kjörstjórnar- maðurinn, sem þarna var og ég hef áður getið um, hafi strax rennt grun i hvers kyns var, þótt hann gengi fastast fram i þvi að glensast við karl um það, að ekkert væri um að villast; hér sæist enginn, enda hefðu yfir- náttúrulegir hlutir gerst fyrr. En þessi kjörstjórnarfulltrúi var enginn annar en hinn bráðsnjalli húmoristi, Jón Guðmundsson, þá bóndi á Mó- skógum og nágranni minn, siðar hreppstjóri á Molastöðum i Holtshreppi. Jón var mörg ár aðstoðarmaður föður mins við Samvinnufélag Fijótamanna, mikill snilldarmaður. Sá gr.unur læddist fljótt að mér að hann einn muni hafa séð i gegnum okkur og talið trúlegt að ég og Stefán nokkur Guðmundsson, sem þá átti heima á Syðsta-Mói, hefðum sett þetta á svið. Hann þekkti okkur nefnilega báða vel. Lárus Hermannsson. Ur koffortinu hans afa Ég lá i koffortinu hans afa uppi á háalofti nú yfir hátiðarnar. Meðal annars dró ég upp þetta forláta póstkort af stórstjörnu aldarinnar i islensku leikhúslifi, frú Stefaniu Guðmundsdóttur. Hún er þarna i 1. þætti I Kamiliufrúnni sem gekk i Ibnó veturinn 1913—1914. Aftan á bréfspjaldinu er listi yf- ir hlutverkin og þar eru að sjálf- sögðu systurnar Guðrún Indriðadóttir og Eufemia Waage I hlutverkum ásamt manni þeirrar siðarnefndu, Jens B. Waage. Þarna er lika sá ógleymanlegi gamanvisna- söngvari Bjarni Björnsson og Jakob Möller, sem siðar var einkum þekktursem þingmaður og ráðherra (kvæmtur frænku Guðrúnar og Eufemiu). Þarna er lika August Jóphsson eins og þaö er skrifað (likiega prentari og jafnaðarmannaleiðtogi). Al- disi Helgadóttur kannast ég ekki við. Sennilega hefur afi verið bálskotinn i frú Stefaniu. Blóöþyrstar mosquitoflugur Á búgarði Stephens Perrys nálægt Galveston i Texas i Bandarikjunum gerðist þaö fyr- ir nokkru að svart ský af skor- dýrum birtist og hvolfdist yfir hjörð af nautgripum sem þar voru á beit. Kýrnar sveifluðu hölum sinum ákaflega til að losna við þennan ófögnuð, en með litlum árangri. Ein kýrin af annarri féll til jarðar og áður en yfir lauk lágu 40 þeirra i valn- um. Visindamenn i Texas áætluðu að skordýrin hefðu sogað allt ab 18 li'trum af blóði úr sumum skepnunum eða um helming af eðlilegu blóðmagni þeirra. Þetta er ekki atriði úr kvik- mynd sem gerð er eftir visinda- skáldsögu, heldur kynlegur eft- irleikur fellibylsins Allen, sem i ágúst orsakaði flóð i strand- héruðum sem lengi höfðu veriö skrufþurr vegna þurrka. Ein af afleiðingunum var offjölgun mosquitoflugunnar sem verpir eggjum sinum i saltmýrum. Þessar litlu flugur sem eru ekki nema centimetri að lengd urðu meiriháttar plága. Fyrir nokkr- um vikum var vitað um a.m.k. 49 stórgripi, kýr og hesta, sem þessi skorkvikindi höfðu drepiö en ekki neina menn þó að vitað væri um nokkra Texasbúa sem lokuðust inni i húsum eba bflum meðan flugnagerið fór yfir. Búist var við að þessum ósköpum linnti um leið og hita- stigið færi niður fyrir 55 gráður á Fahrenheit nokkrar nætur i röð. ÞAR 4 Ymsir álasa Guörúnu Helga- dóttur fyrir aö setja Gerva- sonismáliö ofar efnahagsaö- geröum. Má ekki miklu frekar álasa Friöjóni Þóröarsyni fyrir slikt.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.