Þjóðviljinn - 10.01.1981, Side 13

Þjóðviljinn - 10.01.1981, Side 13
Helgin-lO,— 11. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — StDA 13 Mánaðarlaun Ársæls 5500 s.kr. Mánaðarlaun Erlu 4890 s.kr. Skattar beggja 3640 s.kr. á mán. Húsaleiga 1500 s.kr. á mánuði Ráðstöfunartekjur 5250 s.kr. á mán. að viðbættum húsnæðisstyrk og fjölskyldubótum úm 1000 s.kr. mánaðarlega Magnús litli 4 ára kunni vel aö meta snjóinn. Hann var aö byrja á barnaheimili um þaö leyti sem viötaliö var tekiö. Foreldrar hans geta fengiö leyfi á launum til aö vera meö hon- um fyrstu dagana,og eins geta foreldrar veriö heima meö góöri samvisku vegna veikinda barns I ailt aö 60daga á ári. Vitaskuld á fullum launum. gerist það of oft að ekki er hugað nægilega að skólagöngu barn- anna og þó að slik afstaða sé ævinlega slæm er hún þó tífalt hættulegri þegar verið er að koma sér fyrir i ókunnu landi og börnin verða að tileinka sér nýtt mál og eignast nýja félaga. Að- eins það að skilja við alla vinina og kunningjana heima reynist mörgum börnum mjög erfitt og þvi riðurá að styðja sem best við bakið á þeim i nýja umhverfinu. Viðkvæmastir eru unglingarnir sem geta lent i slæmum félags- skap af einskærum leiðindum . I þessu sambandi vil ég taka fram að móðurmálið verður seint ofmetið þvi að það er grundvöllur að þroskamöguleikum barna. Þess vegna er afar mikilvægt að börn sem flytjast úr sinu heima- landi fái tækifæri til að halda áfram að læra sitt eigið mál. Þvi miður er algengt að foreldrar geri sér þetta ekki ljóst. Margir halda jafnvel að það sé bara betra fyrir barnið að hætta sem fyrst að tala islensku. Þá muni það ná sænsk- unni fyrr. Þessu er þveröfugt farið. Þvi betra vald sem barn hefur á eigin máli, þvi fyrr getur það tileinkað sér annað mál. Hér eiga öll útlend börn rétt á kennslu i móðurmáli sinu en þvi miður eru það ekki öll islensku börnin sem hér búa sem notfæra sér þessa kennslu. Oft stafar það af þvi að þeim leiðist að skera sig úr, en stundum held ég að um sé að kenna skilningsleysi þvi sem ég gat um áðan . Annars gengur islensku krökkunum yfirleitt vel að læra sænskuna vegna skyldleika mál- anna. Samt skyldi enginn van- meta þá félagslegu og sálrænu erfiðleika sem börn mæta við að fara að læra á öðru máli og mér finnst afar mikilvægt að foreldrar fylgist vel með börnum sinum og styðji við bakið á þeim fyrstu árin i nýja skólanum. Og rækti móður- málið heima . Verstaf öllu er þegar fólk með börn flakkar á milli landa. Þá getur farið svo að börnin nái sæmilegum tökum á mörgum málum en kunni ekkert vel. Eign- ist eiginlega aldrei neitt móður- mál.” r Ur verslunar- rekstri í verka- mannavinnu Hjónin Erla Laxdal Gisladóttir og Ársæll Ársælssonbrugðu á það ráð fyrir tveimur árum að flytjast ásamt börnum sinum þremur til Sviþjóðar. Þá höfðu þau um árabil rekið eigið fyrirtæki, Kjöt- kjallarann i Hafnarfirði. Nú vinna bæði verkamannavinnu, 8 stundir á dag, en ekki meira. Hún á sjúkrahúsinu Lillehagan, skúrar þar, en hann á AB Tudor rafgeimaverksmiðjunni. Þau búa i háhýsi i Gárdsten, einu út- hverfanna en þar búa margir Is- lendingar. Vinna i Sviþjóð hefst yfirleitt 1—2 stundum fyrr en á íslandi, þannig að almennum vinnudegi er gjarnan lokið kl. 3 á daginn. Svo er þvi einnig farið um Erlu og Arsæl, hún hættir kl. 3 en hann 18 min. fyrir þrjú á daginn. ,,Það var dálitið erfitt að venja sig á að vakna svona snemma fyrstu vikurnar”, segir Arsæll, ,,en núna finnst mér það hreinn lúxus að byrja svona snemma, verst bara hvað ég hef litið að gera eftir að ég kom heim. Eigin- lega vildi ég helst fá mér aðra vinnu eftir þessa venjulegu, en hér þýðir ekki að tala um slikt. Skatturinn sér fyrir þvi.Milli 75 og 80% af allri eftir- og aukavinnu flýgur beint i skattinn og þú getur rétt Imyndað þér hvor nokkur vill vinna uppá þau býti.” „Já, skattarnir eru býsna háir, lika af dagvinnutekjum”, bætir Erla við. „Skattstigarnir eru fjór- ir og það fer eftir stöðu þinni, tekjum og h júskaparstétt hvar þú lendir. T.d. er mánaðarlega tekið 41% af launum Ársæls i skattinn en 29% af minum. Ynni ég ekki úti myndi skattprósenta Ársæls lækka niður i 27%. Hér eru skattar staðgreiddir og allir sem fá laun greiða skatt af launum sin- um, lika giftar konur. Um áramót er svo dæmið gert upp og þá getur maður þurft að greiða eitthvað i viðbót eða fengið endurgreitt, sem mér skilst að séalgengara.” — En svo eru það styrkirnir margumræddu. Eitthvað koma þeir fólki til góða, eða hvað? Þau hjónin segjast fá barna- meðal (barpbidrag) eins og allir foreldrar. Það er ákveðin upphæð sem greidd er móður á þriggja mánaða fresti og er hin sama fyr- ir alla. Þá er til það sem heitir húsnæðisstyrkur en hann er mis- hár eftir tekjum og fjölskyldu- stærð. Aftur á móti er ekki um neinn persónufrádrátt að ræða. Ung- lingar i framhaldsskóla fá smá- vegis námsaðstoð tvisvar á ári um 1000 kr. sænskar i hvort skipti), en um aðra styrki er ekki að ræða. Nema fátækrafram- færslu (að vera á socialnum) ef menn geta ekki séð sér sjálfir farborða. — En hvað olli þvi að þessi hjón, foreldrar þriggja barna 2—15 ára, tóku sig upp i hitteð- fyrra nálægt jólum og fluttust til Sviþjóðar? ,,Það er ofur einfalt mál”, segir Ársæll, ,A>kkur langaði bara að breyta til. Reyndar var allt orðið svo þrúgandi. Maður var farinn að elta skottið á sér.” Erla: ,,Þaðer svo erfitt að reka fyrirtæki á Islandi. Eg var orðin afskaplega þreytt á þessari miklu vinnu og vildi gjarnan hvila mig. Ég vann heldur ekkert úti fyrstu sjö mánuðina hérna.” — Ykkur hefur ekki litist illa á að verða launafólk eftir að hafa verið með fyrirtæki? Arsæll: „Nei, við vildum umfram allt losna við allt stressið heima. Við vorum i fyrstu að hugsa um að fara út á land þar sem rólegra væri en þær hug- myndir strönduðu á skólakerfinu. Þangað sem við vorum að hugsa um að fara var ekki um að ræða góðan framhaldsskóla fyrir börn- in. En þá voru það kunningjar okkar sem sögðu okkur frá Gósenlandinu Sviþjóð.” Ekki gósenland — Og er þetta Gósenland? Ársæll: „Ekki hefur mér fundist það enn sem komið er. Ekki þegar til lengdar lætur. Nema fritimarnir. Þeir eru næst- um of miklir.” Erla: „Mér finnst mjög gott að hann vinnur ekki lengur en þetta. Hann vinnur húsverkin núna næstum eins og ég. Það gerði hann ekki áður. Hann er meira að segja orðinn svo umsvifamikill i minu „riki” að það liggur stund- um við að ég verði afbrýðisöm.” Arsæll: „Þetta er nú kannski of mikiðsagt,en mér lika hússtörfin bara vel. Þvottarnir eru t.d. að mestu leyti á minni könnu. Krökkunum var ég vanur að sinna, þau voru svo mikið með okkur i búðinni.” — Hver eru laun ykkar? Arsæll: „Ég er með um 5500 s.kr. á mán. og af þvi fer 41% i skatt. Þetta er mjög algengt kaup fyrir ófaglærða verkamenn i Sviþjóð. Við greiðum 1500.- kr. á mán. i húsaleigu, sem er algeng leiga fyrir 4 herbergja ibúð.og matur fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu er um 2500 á mánuði sam- kvæmt opinberum útreikningum. Við erum f imm I heimili og f örum þess vegna eitthvað uppfyrir þessa upphæð. Þetta gerir sam- tals liðlega 6000 kr. eða 500—600 kr. meira en kaupið mitt er. Þú sérð þvi að það er alrangt sem oftast er haldið fram heima á Islandi að hægt sé fyrir fjölskyldu að lifa af dagvinnukaupi verka- manns i Sviþjóð. Húsnæðisstyrk- ur og fjölskyldubætur vega ekki upp mismuninn og jafnvel þó svo væri sjá allir að ekki er nóg að hafa bara fyrir matnum. Maður þarf lika að klæða sig og það þarf að hafa fyrir fargjöldum i strætó, — þau eru há hérna i Gautaborg — og börnin þurfa einhverja vasapeninga. Að maður tali ekki um skemmtanir og slikt. Eða að reka bil. Gjörsamlega útilokað. Dýrtiðin hérna er óskapleg.” Konur verða að vinna úti — Hvað gerið þið þá? Erla: „Ég vinn fullan vinnudag og fæ 4891 s.kr. á mán. 27% fara beint i skattinn, það eru 1391 kr. og eftir eru þvi 3500 kr.. Þetta nægir okkur til að brúa bilið. En við getum ekki leyft okkur neinn munað. Bióferð vikulega fyrir alla fjölskylduna er t.d. of mikið fyrir okkar pyngju. Það er mjög dýrt að fara i bió hér, miðinn Framhald á 14. siðu. k 0

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.