Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 31
Helgin 10. — 11. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31 DILLINN Eina blaðið sem ekki hefur skýrt frá brottrekstri ólafs Ragnarssonar ritstjóra og lát- unum út af honum er Visir. Ég sem hélt að Visir væri alltaf fyrstur með fréttirnar. HÉR maöur safnaðarins, Byron Gislason, rakti hins vegar ættir sinar til íslendinga. Hann er nú farinn. — Þekkið þiö til i Spanish Fork? — Mjög litiö, þetta er lftið þorp um tveggja tima akstur frá Salt Lake City. Annar okkar (Shawn) var þar á Islendinga- samkomu á 17. júnf i sumar. — Þið kannist viö Eirik frá Brúnum? — Já, já en viö höfum samt ekki lesið sögu hans. — Fylgdust þiö meö Para- disarheimt i sjónvarpinu. — Já og þótti gaman aö þó aö viö skildum ekkiallt sem sagt var i henni. — Hvernig er trúboöi ykkar tekið hér? — Ágætlega, viö erum ekki bundnir eins og Þjóðrekur biskup i myndinni (þeir hlæja). Þaö eru um 65 tslendingar sem hafa látiö skirast,en skirnin er mjög mikilvæg meöal mor- móna. Hún er sáttmáli okkar viö Guö. — Hvernig iökiö þið annars trú ykkar? — Þaö eru sakramentissam- komur á sunnudögum og þar flytja meðlimir safnaöarins rasöur, en engir prestar eru meöal mormóna. —• En biskupar? OG — Já, en söfnuður okkar er ekki oröinn nógu stór hér á landi til aö hafa biskup. Æösti maöur safnaöarins er kallaður greinarforseti. Gunnar ÓSkars- son gegnir þvi embætti núna. — Þiö gangið i hús og boöið trúna. Er ekki svo? — Jú, viö göngum i hús 10 klukkuti'ma á hverjum degi og er viða boöiö inn. — Fjölkvæniö var eitt um- deildasta atriöiö meöal mor- móna á síöustu öld. Eruö þiö enn fjölkvænismenn? — Nei, fjölkvæni er nú strang- lega bannaö meöal mormóna. i Þaö var viö lýöi i 40-50 ár og skapaðist af þvi aö fylgismenn Jósefs Smiths voru ofsóttir og drepnir þ.e.a.s. karlmennimir svo aö konur voru miklu fleiri meöal þeirra. Þaö má þvi segja aö fjölkvæni hafi verið þjóö- félagsleg nauðsyn þá. Einn af spámönnunum fékk siöan opin- berun um aö timi væri til að leggja fjölkvæni niöur. — Þiö iðkiö þaö ekki á laun? — Nei, það er stranglega bannaö. — Mormónar eru meö eitt stærsta ættfræöisafn I heimi. Hvaöa tilgangi þjónar þaö? — Við finnum nöfn forfeðra okkar og reynum að hjálpa þeim sem ekki fengu á hér- vistardögum slnum tækifæri til aö kynnast fagnaðarerindinu. I Viö erum skiröir i þeirra nafni I og þá fá þeir tækifæri til aö | komast til himna ef þeir vilja. — En hvar eru þeir þá núna? — Þeir eru á staö milli lifs og dauöa. —GFr Á slóðum írskrar alþýðu Þaö er liöin tíö aö ég sitji yfir útvarpi eöa sjónvarpi kvöldin löng eins og ég gerði þegar ég var krakki og útvarpiö var eina tilbreytingin sem rauf annars rólega tilveru úti i Eyjum. 1 þá tiö fannst mér leikritin i útvarp- inu hrein unun, nú liggur viö aö ég skrúfi fyrir, hvort sem þau hafa versnað eöa smekkur minn þroskast, nema hvort tveggja sé. Þó bregður fyrir einni og einni glætu i' útvarpinu, góðri sögu á morgnana, tónlist á kvöldin að ónefndum fréttum sem eru okkur blaöamönnum lifsnauösyn. Þaö væri hægt að skrifa heila doktorsritgerð um fréttaflutning i útvarpi og sjón- varpi, en til að gera langa sögu stutta þá vill oft bregöa viö aö I mér hnussi eöa ég skelli fram athugasemdum til fréttamann- anna (sem auðvitað heyra þær ekki) yfir rangtúlkunum, ihald- semi og borgaralegum viöhorf- um, aö ekki sé minnst á kven- fyrirlitninguog kvenmannsleysi i fréttum. Hvaö um þaö, glæturnar eru nokkrar og það kemur fyrir aö ég bregði mér heim i föðurhúsin til aö horfa á sjónvarpsþætti sem mér þykja forvitnilegir. Ekki hina stöönuðu og leiðinlegu umræðuþætti, heldur þætti eins og hina itölsku konu (sé sjón- varpið ævinlega blessaö fyrir þá mynd) og nú siöast myndina Vændisborg, sem svo sannar- lega lofar góöu. Saga Plunkets vakti mikla at- hygli þegarhún kom út á sinum tima og þaö er aldeilis munur aö fá svona glænýja mynd upp i hendurnar. Og mikil guðs- blessun er að vera laus við fjöl- skylduvandamál enska aðalsins og fá aö sjá venjulegt alþýöufólk vinna og strita, þó borgara- pakkiö fljóti meö. Þaö er eitt- hvaö alveg sérstakt viö Ira og þeirra sögu, i þessum myndum er veriö aö rekja forleikinn aö páskauppreisninni 1916, þróun verkalýöshreyfingar og sjálf- stæðisbaráttunnar. Viö sjáum þarna fulltrúa allra stétta: borgara.prest og verkafólk, allt til þeirra sem standa neöst ’ þjóöfélagsstiganum og merji fram lifiö meö þvi aö selja eitt- hvaö drasl. Þarna koma viö sögu bæöi kaþólikkar og mót- mælendur hinar tvær striöandi fylkingar sem enn i dag heyja blóöuga baráttu. Þessi mynd sýnir okkur ástandiö á Irlandi I byrjun aldarinnar, en tengist um leið þvi sem er aö gerast á N-lrlandi i' dag. Þaö veröur spennandi aö fylgjast meö framhaldinu. Að lokum. Hvemig stendur á öllu þessu eymdarlega bæna- kvaki i útvarpinu? Sem betur fer sef ég af mér morgunbæn- ina, en nú er komin önnur bæna- stund eftir fréttir á kvöldin. Hvaö á þetta aö þýöa, halda kirkjunnar menn virkilega að einhverjum sé gagn gert meö þessu eymdarvæli? |Cj Kristín Ástgeirsdóttir skrifar um útvarp og sjónvarp „Ekki verið bundnir ennþá” Rætt við tvo mormóna á Skóla- vörðustígnum Efst á Skólavöröustignum er nýbyggt,reisulegt hús og utan á þvf stendur skýrum stöfum Kirkja Jesú Krists hinna siöari daga heilögu. Og hér er á ferö- inni hiö nýja trúboö mormóna á tslandi. Hingaö hafa komiö menn frá Saltsjóborg á nýjan leik og tekiö upp þráöinn þar sem Eirikur frá Brúnum sleppti honum sbr. bis. 16-17 i Þjóö- viljanum i dag. Blaöamaöur og ljósmyndari Þjóöviljans gengu Um ástina Úr skúffunni hennar ömmu Ég er hræddur um aö ömm- min var þegar hún var upp á sitt mynd sem ég dró upp úr skúff- urnar nú til dags séu ekki jafn , besta. Þá var ástin heilög og unni hennar ömmu. rómantiskar og hún amma hrein eins og best séstáþessari l'M SENDING CHESTERFIELDS to all my friends. That’s the merriest Christmas any smoker can have — Chesterfield mildness pius no unpleasant after-taste „Im sending Chesterfields to all my friends’ Nú veröur Ronald Reagan forseti Bandarikjanna eftir nokkra daga. Óhjákvæmilega verða dregnar fram i dagsljósið gamlar kvikmyndir og auglýs- ingar sem hann var I. Hér er eitt sýnishorn, liklega frá þvi um 1950. Reagan forseti lýsir þvi yf- ir að hann ætli að senda Chesterfield sigarettur til allra vina sinna i jólagjöf. ÞAR Mormónarnir Shawn og Mike frá Utah: Þeir hafa hvorki veriö baröir né bundnir. (Ljósm: eik) Þolinmæðinni tekst oft vel að lækna þá meinsemd sem við nefnum ást, — timanum tekst þó betur, en aöskilnaöinum best. Campoamor Ég hef alltaf haft illan bifur á stjórnmálamönnum i siöum kuflum, hvort heldur, sem þaö eru konur eða prestar. Bismarck Þaö eru hin óskiljanlegu öfl, sem ráða heiminum, — hiti, raf- magn og ást. inn i húsiö i vikunni og hittu þar fyrir tvo snyrtilega unga menn frá Utah, þá Mike Deyoung og Shawn Campbell. Báöir tala þeir ágæta islensku þó aö annar hafi aðeins veriö i 6 mánuöi hér á landi en hinn i hálft annað ár. — Eruö þiö afkomendur Islendinganna sem settust að i Spanish Fork á sföustu öld? — Nei, en fyrsti forstööu-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.