Þjóðviljinn - 10.01.1981, Side 32

Þjóðviljinn - 10.01.1981, Side 32
PJÚDVIUINNl Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná I blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins iþessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Helgin 10. — 11. janúar 1981. 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná I af- greiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 nafn* X e § Eitt aðalumræðuefni landsmanna i liöinni viku er úrskurður kjaradóms um laun þingmanna og það fjaðrafok sem út af honum hefur orðið. Oddviti kjara- dóms er Benedikt Blöndal hæstaréttarlögmaður og er hann þvi nafn vikunnar að þessu sinni. Við slógum á þráðinn til hans. — Hefur uppnámið vegna úrskurðarykkarkomiö þér á óvart? — Já.það hefurkomið mér á óvart. Ég bjóst að visu við einhverjum látum en ekki þessum. — Hvað finnst þér um við- brögð þingmanna? — Ég er hissa á viðbrögð- um þeirra þingmanna sem eru að býsnast yfir aftur- virkni laga sem þeir settu sjálfir. — Nú veröur aö telja ykkur alla sem sitjið i kjaradómi til hátekjumanna. Finnst ykkur e.t.v. óviðkunnanlegt aö dæma þingmenn til lægri launa en þið hafið sjálfir? — Ég hugsaði ekkert um min eigin laun i umfjöllun minni i kjaradómi. Ég álit aö þjóðin geri þær kröfur til þingmanna að þeir ræki störf sin og að þeir hafi hæfileg laun miðað við þaö verkefni sem þeim er ætlað að leysa. Ég geri ráð fyrir að flestir þeirra vinni sin verk vel en tek það skýrt fram aö við vorum ekki að meta einstaka þingmenn. — En hvers vegna féll kjaradómur nú, nokkrum dögum eftir efnahagsráð- stafanir rikisstjórnarinnar? Sumir álita aö það sé skemmdarverk. — Viö völdum alls ekki þessa dagsetningu, þaðgerði þingið sjálft. Við höfum heyrt nú eftir á alls konar sögur um hvað hafi verið um laun þingmanna rætt á þing- flokksfundum en i umræðum á alþingi fengum við engar ábendingar t.d. alls ekki þær að viö mættum ekki hækka laun þingmanna. Við mátum eftir bestu samvisku hver væru hæfileg laun þing- manna likt eins og við mát- um laun forseta Islands, ráð- herra og hæstaréttardóm- ara. 011 þessi störf eru mikilsverö og má ekki undir- borga þau. GFr Benedikt Blöndal Kjöri tþróttamanns ársins 1980 var lýst i gærdag og hlaut sæmdarheitið Skúli óskarsson iyftingamaour. Hér ryðst kappinn að striðstertu þeirri sem útbúin var I tilefni kjörsins. Skúla á hægri hönd stendur lngólfur Hannesson, formaður Samtaka Iþróttafréttamanna. Fyrirfram- greiðsla skatta 70% Fjármálaráðuneytið hefur nú ákveöið að fyrirframgreiðsla opinberra gjalda i ár samsvari 70% af álögðum gjöldum siðasta árs. Að sögn Höskuldar Jónssonar ráöuneytisstjóra hefur fyrirfram- greiðslumarkiö verið nálægt 70 af hundraði mörg undanfarin ár. Reyndar hafi verið frávik frá þessu i fyrra. Sveitarfélögin fengu þá 70%, Gjaldheimtan i Reykjavik 68% og rikið 65%. Miðað er viö að menn hafi greitt um helming væntanlegra gjalda sinna á miðju ári. Höskuldur sagði að ljóst væri að það tak- mark næðist ekki að þessu sinni. Til þess væri hundraðstalan of lág, þyrfti helst að vera 75—76% ef ná ætti þvi marki. „Sveitarfélögin hafa borið sig illa út af þessu og viljað fá töluna 75—76%, en það hefur verið mat fjármálaráðuneytisins aö greiðsl- an sé i hlutfalli við laun manna á hverjum tima,” sagði ráðuneytis- stjórinn. „Þau fara að likindum hækkandi eftir þvi sem liður á árið og þvi er afsakanlegt að taka dálitið fleiri krónur af þeim á seinni hluta ársins heldur en á fyrri hlutanum.” —eös Einvígið i Merano : Hiibner gafst upp Vesturþýski stórmeistarinn Hiibner er hættur íinvigi sinu við Kortsjnoj um réttinn til að reyna aö hafa af Karpof heimsmeist- aratitilinn á næsta ári. Hann er farinn heim! Astæöan er sú aö taugarnar biluöu. begar Hiibner hættir nú einvig- inu, sem háð var i Merano á Norður-Italiu, var staðan sú, aö Kortsnoj hafði 4 1/2 vinning en Hiibner 3 1/2. — Nei, ég veit ekkert frekar um málið, sagöi Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann i gær. Þetta hefur sjálfsagt verið of mikið álag fyrir Hflbner, eins og hann segir. Ég veit ekki til að neinar ýfingar hafi verið milli keppinautanna. Hiibner lék hroðalega af sér I sjöundu skákinni, og slikt fer illa með hvern sem er, sagði Friðrik ennfremur. Svo var önnur af Taugarnar þoldu ekki álagiö þeim tveim biðskákum sem þeir áttu eftir að tefla tapleg fyrir hann. Fjárhagshlið málsins? Ja, ég geri ráð fyrir að þeir i Merano þykist hafa misst spón úr sinum aski, þeir hafa vonast til að þetta stæði lengur og héldi lifi i ferða- mannaiðnaðinum. En ef að ástæður Hifbners eru teknar gildar, þá fær hann sinn hluta af verðlaununum. Annars ekki. Þetta eru mjög sterkir menn. En þótt Kortsjnoj færi illa af stað, þá er hann gamall i hettunni og hefur þykkan skráp. Strax i næstu viku verður að senda tilkynningu út um þessi mál til allra aðildarsambanda FIDE og auglýsa eftir tilboðum i Hiíbner: Ég veit ekki til þess aö neinar ýfingar hafi veriö meö þeim Kortsjnoj, sagöi Friörik Ólafsson. mótstað fyrir heimsmeistaraein- vigið. Tilboðum á að skila innan fimm vikna eftir að undanúrslita- einvígi lýkur, m.ö.o. um miðjan febrúar. Svo getur heims- meistaraeinvigið farið fram eftir sex mánuði. Nei, ég veit ekki mikið um væntanleg tilboð, þótt maður hafi heyrt ávæning af sliku héðan og þaðan úr heiminum, sagði Friðrik að lokum. Hilbner hefur áður hætt einvigi áður en þvi yrði lokið. Það var árið 1971 þegar hann átti i höggi við Petrosjan. Kortsjnoj sagði i gær, aö honum þætti þetta mjög leitt, en hann vonaðist til að koma aftur til Merano næsta sumar og tefla viö Karpof. Sem þýðir, að hann hefur kunnað vel viö aðstæður þar. —áb Alþýöubandalagiö meö opna, almenna fundi um land allt. Efnahagsáætlunin og stj ór nar sains tarfíó Akveðið hefur verið að Al- þýöubandalagið efni nú i þing- hléinu fram að 26. þessa mánaöar til opinna,almennra funda i öllum kjördæmum, þar sem sérstaklega verður fjallað um efnahagsáætlun rikis- stjórarinnar, stjórnarsam- starfiö og verkefni Alþýöu- bandalagsins á komandi mán- uöum. Baldur óskarsson starfs- maður Alþýðubandalagsins tjáði blaðinu i gær að á þessa fundi myndu mæta ráöherrar flokksins og formaður þing- flokksins, þingmenn og forystu- ■ menn úr verkalýðssam- tökunum. Fundir þessir verða Vinnustaöafundir eftir því sem viö veröur komiö nánar auglýstir i Þjóðviljanum á þriðjudaginn kemur, en sá fyrsti vérður á Akureyri fimmtudaginn 15. janúar næst- komandi. Baldur sagði að ráð væri fyrir þvi gert að forystumenn flokks- ins heimsæktu vinnustaði og ræddu við starfsmenn þar eftir þvi sem við yrði komið. „Alþýðubandalagiö leggur á það mikla áherslu að kynna stefnumál sin og útskýra þá efnahagsáætlun sem nú hefur verið samþykkt i rikisstjórninni fyrir stuðningsmönnum sinum um land allt, og öðrum þeim sem áhuga hafa á að hlýða á málflutning okkar Alþýðu- bandalagsmanna. Viö leggjum ennfemur áherslu á að gefa kjósendum kost á aö spyrja forráðamenn flokksins útúr um gang helstu dagskrármála og þá sérstaklega þau verkefni sem ráðherrar flokksins fara með i rikisstjórninni”, sagði Baldur Óskarsson að endingu. —ekh Baldur óskarsson: Opnir fundir og vinnustaöaheimsóknir i öilum kjördæmum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.