Þjóðviljinn - 17.01.1981, Blaðsíða 3
Helgin 17,—18. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Hvenær eru myndir ærumeiðandi?
leysa isvandamáliö til aö spara
vatnið i Þórisvatni er að byggja
garða i Þjórsá ofan Búrfells, til að
minnka isskolunarþörfina og þar
með að auka vatn til virkjun-
arinnar. Með þvi að byggja garð-
ana minnkar kæliflötur vatnsins
og um leið isvandamálið. Þessum
grjótgörðum sem kostað hafa
hundruð miljóna fylgir sá galli
að þeir vilja skolast burtu. Um
þessa garða segir Sigurjón Rist i
viðtali við Mbl. 3. mai sl.
„Þetta er tvieggjað. Nokkuð
hefur áunnist, en sá hængur er á,
að hætta er á að i einhverju
gáskafullu vetrarflóði sigli
garðarnir burt að miklu eða nær
öllu leyti. Hraunsteinarnir eru
léttir fyrir i vatninu, þegar is-
skararbrydding er frosin við þá
og vatnsborðið stigur skyndilega.
A þennan hátt flytja ár stóra
steina.”
Nefnir hann siðan dæmi um
hvernig ár flytja stóra steina með
þessum hætti.
Stíflubygging
Það má þvi segja að bygging
þessara garða sé björgun fyrir
horn, hún bætir ástandið nokkuð
en eins og Sigurjón segir, geta
þessir garðar horfið hvenær sem
er i vetrarflóði. Og nú vilja
Landsvirkjunarmenn byggja þá
stiflu við Sultartanga, sem þeim
var bent á i upphafi að nauðsyn-
leg væri.
Halldór Jónatansson aðstoðar-
framkvæmdastjóri Landsvirkj-
unar sagði við blaðamann
Þjóðviljans að hann vonaðist til
þess að stiflubyggingin yrði að
veruleika, hún myndi leysa
vandamál Búrfellsvirkjunar
Lekinn viö
Sigöldu
En hvað með Sigöldu, spyrja
menn. Þar blasir annað vanda-
mál við. Lekinn úr uppistöðulón-
inu við Sigöldu er svo mikill að
hafa verður vatnsborð lónsins 8
m. lægra en gert var ráð fyrir i
upphafi. Ef lónið er fyllt eykst
lekinn svo mikið að nemur meira
magni en þvi sem þarf til að
hækka yfirborðið um 8 m. Nú
renna myndarlegar ár úr lóninu
fram hjá stöðvarhúsinu, eins og
sýnt hefur verið i sjónvarpi.
Sigurjón Rist segir i fyrrnefndu
viðtali i Mbl. að það vatnsmagn
sem þarna lekur úr lóninu nemi
vatnsmagni 4ra til 6 Elliðaáa.
Meðaltalið sum sé 5 Elliðaár sem
fara i súginn. Astæðan fyrir þess-
um leka er sú, að uppistöðulónið
er byggt á hrauni og sérfræðingar
töldu hættuna á leka mun minni
en raun hefur orðið á. Töldu þeir
óþarft að gera neinar stór ráð-
stafanir við að þétta botn lónsins,
þó mun einhverju magni af
steypu hafa verið slétt þar niður i.
O-enn halda þeir þvi fram að hið
gljúpa hraun sem undir lóninu er,
muni þéttast með tið og tima og
má það vel vera. Samt hafa þeir
tekið það til bragðs við Hraun-
eyjarfossvirkjun að þétta botn
uppistöðulónsins þar mörgum
sinnum meira en við Sigöldu.
Landsvirkjun hefur reynt að gera
sem minnst úr þessu lekavanda-
máli, en nú er komið i ljós að um
mjög alvarlegt vandamál er að
ræða i vatnsleysisári eins og nú.
Af þessu má vera ljóst að
mannanna mistök ráða meiru ura
þann mikla vanda sem við er að
glima á þessu virkjunarsvæði en
slæmt árferði. Vissulega myndu
þessi mistök ekki koma i ljós ef
vel áraði til vatnsöflunar á
svæðinu, en þannig erþað nú
reyndar oftast að mistökin koma
ekki i ljós fyrr en kreppir að á
hvaða sviði sem er.
Og vist er um það, að sú
umræða sem átt hefur sér stað
um að hraða beri framkvæmdum
við Hrauneyjarfossvirkjun, bygg-
ing Kröfluvirkjunar á sinum tima
og nauðsyn byggingar orkuvera
hér og þar, væri minni og ekki
eins mikil vitleysa sögð i þeim
efnum og verið hefur, hefðu þessi
hroðalegu mistök ekki átt sér stað
við byggingu Búrfells og Sigöldu-
virkjunar. Ef þá hefði verið hlust-
að á rök kunnáttumanna i stað
þess að flokka þau undir áróður
gegn áli, þá væri orkubúskapur
okkar betur i stakk búinn i dag en
hann er.
Fyrir skömmu birtist hér á
annarri siðunni frásögn af sér-
stæðu meiðyrðamáli i New York:
tveir listamenn fengu þann
þriðja dæmdan i háa sekt fyrir að
setja andlit þeirra á ásjónur
tveggja glæpamanna sem á mál-
vcrki sitja fyrir listgyðjunni og
ætla að myrða hana til fjár. i þvi
tilefni hefur ágætur lögfræðinemi
sent okkur eftirfarandi athuga-
semd, sem hefst á ivitnun i
doktorsritgerð Gunnars Thorodd-
sens um Fjölmæli:
„Myndir geta falið i sér móðg-
un eða aðdróttun, hvort sem þær
eru teiknaðar, prentaðar, út-
skornar, eða málverk, högg-
myndir, ljósmyndir, kvikmyndir
o.s.frv. Mynd af fáklæddri stúlku
i siöspillandi umhverfi getur gefið
i skyn, að hún sé lauslát. I blaði
birtist mynd af þekktum manni
með smyglvöru i hendi. Á mái-
verki Michaelangelos i Sixtinsku
kapellunni i Vatikaninu er málað-
ur tiltekinn kardináli, samtiðar-
maður hans, niðri i helviti. Mynd
kann að sýna mann vera að
fremja ámælisvert athæfi; hún
getur sýnt hann þannig og með
þeim atvikum, að af þvi verði
ályktað eitthvað niðrandi um
hann; hún getur haft hann sem
fyrirmynd að siðspilltri, al-
ræmdri persónu.”
Gunnar Thoroddsen vekur
einnig athygli á þvi að þýsk hegn-
ingarlög leggja þyngri hegningu
við ærumeiðingaraf þessu tagi en
við venjulegar ærumeiðingar (i
orðum), en að islenskum rétti
liggja sömu viðurlög við slikum
ærumeiðingum sem öðrum”.
4
Bílbeltin
hafa bjargað
IFEROAR
,0
Litlu
pakkarnir
fara líka í gáma
fljótt og örugglega
Fimm vörumóttökustöðvar
í Englandi auðvelda ílutninginn
London • Birmingham • Leeds • Felixstowe. Weston Point
Með fimm vörumóttökustöðvum í Engiandi opnar Eimskip leið fyrir smáar en
tíðar vörusendingar til íslands. Um leið verðurflutningurinneinfaldari, vörubirgðir
minnka og veltuhraði eykst.
2 hafnir i Englandi
Vikulega frá Hálfsmánaðarlega frá
Felixstowe Weston Point
-------athugaöu þaó-----
Taktu ný skip og nýja tækni í þína
þjónustu
Alla leið meó
EIMSKIP
SIMI 27100
*