Þjóðviljinn - 17.01.1981, Blaðsíða 9
Helgin 17.—18. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
í tilefni bréfs frá
sovéskri fréttastofu
Fyrir nokkru kvartaði
leiðarahöfundur Morgun-
blaðsins yf ir því, að Þjóð-
viljinn talaði óvirðulega
um nýkjörinn forseta
Bandaríkjanna, Ronald
Reagan. Blaðinu fannst
að skrif Þjóðviljans um
„kúrekann í Hvíta
húsinu" bæru svip kalda-
stríðshyggju og var ekki í
vafa um að Þjóðvilja-
menn hefðu tekið upp
þennan tón að fyrirmæl-
um Rússa.
Nú gerðist það á þriðjudaginn
var að birt var hér i blaðinu bréf
frá yfirmanni sovésku frétta-
stofunnar APN, Agarkov, þar
sem hann kvartar yfir grein eft-
ir AB, sem kom i helgarblaði
rétt eftir áramót. Agarkov segir
að sá vandræðamaður ÁB hafi
fjallað á „hlutdrægan” hátt um
Brésjnéf forseta og það sér-
stæða stáss með æðsta mann
Sovétrikjanna, sem iðkað hefur
verið fyrr og siðar og þeir sjálfir
kallaö „persónudýrkun” þá
sjaldan að vandamálið er viður-
kennt.
Aður en lengra er haldið: það
er óneitanlega dálitið skemmti-
leg reynsla að fá aðfinnslur fyr-
ir óviðurkvæmilegt tal um
hátignir úr svo ólikum áttum.
En allt er þetta reyndar eins og
það á að vera — það er vel við
hæfi að fjölmiðlafulltrúar
tveggja risavelda á Islandi,
Morgunblaðið og APN, taki upp
hanskann hvor fyrir sinn mann.
Þagað þunnu
hljóði
En Agarkov ræðir reyndar
ekki persónudýrkunarmálin
Kremlarfræðin-
Þetta skal nú verða tilefni til
að minnast á eitt mikilvægt at-
riði — nefnilega skiining á
Sovétrikjunum, sem er vissu-
lega nauðsynlegur þvi þau eru
fyrirferöarmikil staðreynd i
heiminum.
Svo hlálega vill til, að sá sem
skrifaði óvirðulega um Brésjnéf
hér i Þjóöviljanum og „þegir”
um nýja fimm ára áætlun er
gamall hundur i svokölluðum
Kremlarfræðum. En svo kalla
blaðamenn og fleiri túlkanir á
fréttum úr Sovétrikjunum.
Gildur þáttur þessara fræða er
einmitt að velta vöngum yfir
framleiðslutölunum, þvi bæði
sovéskir og vestrænir talna-
meistarar telja sig geta lesið af
þeim sterkar visbendingar um
kosti og galla sovésks hagkerfis
og þjóðskipulags.
Allsnægtir
árið 1980
Ég kom inn i þennan talnaleik
rétt fyrir 1960 þegar ég var I
Moskvu. Þá var af stað farin sjö
ára áætlun, sem tók mið af þvi,
að sovéskur þjóöarbúskapur
hafði náð drjúgum skriði eftir
að verstu agnúarnir af stjórn-
sýsluaðferðum Stalins höfðu
verið klipptir af. Höfuðmark-
miðið var að fara þegar árið
1965 fram úr Bandarikjunum i
framleiöslu á helstu tegundum
matvæla á hvert mannsbarn og
draga mjög á þau i iðnaðar-
framleiðslu. Svo átti að fara
fram úr Bandarikjunum i iðnaði
árið 1970. Um 1980 átti að vera
lokið við að byggja upp helstu
forsendur kommúnisks alls-
nægtaþjóöfélags. Það var ekki
vel ljóst hvað i þessu fólst, en
það var að minnsta kosti gert
ráð fyrir þvi að þá hefði
almenningur gnægð helstu
Sovéskar framfarir og
talnaleikurinn mikli
neitt nánar. Aðaltilgangur bréfs
hans er aö mótmæla þvi, að
Þjóðviljinn birti efni um Sovét-
rikin þar sem hlutirnir séu
„málaðir eingöngu i svörtum
litum” og þegi um leið „þunnu
hljóði um mikilvæg atriði I lifi
þjóöar vorrar, framfarir hennar
á sviði efnahags, visinda og
menningar”. Akarkov nefnir til
dæmis, að um þessar mundir sé
verið að ganga frá nýrri fimm
ára áætlun i Sovétrikjunum og
feii hún m.a. þetta i sér:
„Rauntekjur þjóöarinnar munu
á næstu fimm árum aukast um
16—18% . Til þess að ná þessu
marki þarf að auka þjóðartekj-
urnar um næstum 20% og iðn-
aöarframleiðsluna um 1/3.”.
Ennfremur segir i bréfinu:
„Þaö er álit vort að óhlutdrægar
upplýsingar um lif sovésku
þjóðarinnar, áætlanir hennar og
framkvæmd þeirra á siðum
blaðs yðar séu mikilsvert fram-
lag til eflingar gagnkvæms
skilnings og góðrar sambúðar
milli Sovétrikjanna og Islands”.
Það þarf ekki mikla lagni til
að snúa þessari siðustu athuga-
semd viö og þá þýðir hún: sá
sem ekkisýnir framfaraáætlun-
um Sovétrikjanna sóma er nið-
höggur góðrar sambúðar rikja
og gagnkvæms skilnings.
Þaö var og.
nauðsynja og nyti viðtækrar
ókeypis þjónustu.
Um þetta skrifuðu blaða-
snápar margir greinar og ég
var i þeirra hópi. Þar sést að ég
hefi tekiö þessum áformum i
fullri alvöru. Og voru fieiri i
þeim sama báti: New York
Times sagöi um þetta leyti, að
nú væru Sovétmenn alveg að ná
Bandarikjunum i efnahagslegu
tilliti. Það vantaði ekki nema
svosem tiu ár upp á það. Igrein
i Rétti setti ég skema eftir
sovéskan hagfræöing. Þar er
sovésk iönaðarframleiðsla áriö
1960 60% af þeirri bandarisku,
en framreiknuö til 1970 er hún
komin upp fyrir og átti þá — fyr-
irellefu árum — að vera 115% af
bandariskri framleiðslu.
Veruleikinn
Nú vita allir að þessar áætlan-
ir stóöust ekki. Sovéskur land-
búnaður náði ekki i skottið á
þeim bandariska hvorki þá né
siðar. 1975 voru Sovétrikin orðin
meiriháttar innflytjandi mat-
væla. Enn i dag er verið að
glima við kjötframleiðslumark-
iö sem sett var fyrir áriö 1965
(15—16 miljónir tonna). Einmitt
sá sem „þekkir vel til” i Sovét-
rikjunum hefur ekki frið fyrir
fregnum um kjötbiöraöir og
ostaskort og grænmetisbiðraðir
og ávaxtaskort og allt i einu er
meira að segja sápa orðin
vandamál og velkomin vinar-
gjöf.
1959 var Krúsjof við völd. A
Brésjnéftimanum hafa menn
ekki tekið jafn stórt upp i sig og
hann gerði. En svipaðir hlutir
verða samt uppi á teningnum.
Ég hefi skoðaö samanburð á
fyrirheitum fyrstu áætlunar
Brésjnéfs fyrir árin 1966—70 og
framkvæmdinni að henni lok-
inni. Ekki verður betur séö en
aö af 47 stórum liðum iönaðar-
framleiðslu hafi ekki tekist að
standa við fyrirheit ársins 1966
nema i þrem-fjórum greinum.
Algengt er að staðist sé við
30—70% loforða og sum alls
ekki. A þessum árum átti að
byggja 640 miljónir fermetra af
ibúöarhúsnæði i landinu, en i
reynd komust 517 miljónir ferm.
i gagnið. Ef menn vilja skoða
„óhlutdrægt” hvað þetta þýðir,
þá lætur nærri að þetta sam-
svari þvi að Islendingar væru að
reisa um 100 þúsund fermetra á
ári. (Við reisum vist 1900 ibúöir
á ári). Og sú áætlun sem nú er
að ljúka hefur veriö skorin niöur
i ýmsum greinum. Enn i dag er
sovésk iðnaöarframleiðsla talin
á við tvo þriðju af þeirri
bandarisku —einsog 1960. Hvað
sem liður bandariskum efna-
hagsþrengingum og undanhaldi
fyrir vesturþýskum og
japönskum keppinautum.
Talnagaldrar
Látum nú vera þótt bjart-
sýnisáform standist ekki, það
kemur fyrir á flestum bæjum.
Hitt er þó lakara þegar Kreml-
arpælarar eru sifellt að rekast á
upplýsingar sem setja stór
spurningarmerki viö allar
sovéskar skýrslugerðir, nema
kannski þeirra sem lúta að ein-
földum beinum magntölum i
iðnaöi — oliutonn, stáltonn
osfrv..Mjög margir áætlana-
#sunnudag
spistill
Eftir Árna
Bergmann
liðir, ekki sist um neysluvöru-
framleiðslu, eru gefnir upp i
rúblum. En það þýðir einmitt að
við vitum litið um það hvaö
prósenturnar þýða þegar þær
snúa aö almenningi i vörullki.
Sovéskir talsmenn leggja á það
áherslu að verðbólga sé litil og
þvi séu kauphækkanir nokkurn
vegin jafngildar rauntekju-
hækkun. Þetta er ekki rétt, þvi
miður. Verðbólgan er til, þótt
hálffalin sé. Það er gert með
þvi, til dæmis, að komið er fram
með ný vöruheiti i nýjum
umbúðum og kostar þessi vara
meira en sú sem hverfur af
markaöi. Með þessu móti er
hægt að plata bæöi opinberar
tölur um verðlag og áætlana-
skýrslurnar . Tökum litið dæmi
(sem ég hefi úr þvi ágæta blaði
L i teratúrnaja gazéta).
Verksmiðja sem framleiðir
sokkabuxur breytir einhverju i
gerð þeirra og slær út á þaö 15%
verðhækkun. Hún getur sýnt 7%
framleiösluaukningu i rúblum
og litið prýðilega út á skýrslum
— enda þótt verksmiðjan hafi i
raun framleitt færrisokkabuxur
en áður til almennings. Svipuð
brögð eru af ýmsu að dæma
leikin með húsgögn, unnar mat-
vörur, jafnvel vélbúnað. Auk
þess getur lesandi sovéskra
blaða rekist á hin undarlegustu
dæmi um „pripiski” en svo
nefnast þau brögð sem verða til
þess að vara (jafnvel heil hús)
er komin á skýrslur án þess aö
vera nokkursstaðar til annars-
staðar. Eða þá um feiknalega og
hörmulega sóun — einkum á
matvælum á leið frá fram-
leiðendum til neytenda. Þau
dæmi eru sum svo herfileg aö
jafnvel lifsreyndir menn verða
að taka á öllu til að trúa.
Hógvær ósk
Að öllu þessu sögðu ætti engan
að undra þótt gamlir hundar i
Kremlarfræðum hrökkvi ekki
upp þótt nokkur talnaskruön-
ingur heyrist að austan. Ég segi
fyrir sjálfan mig: mikið yröi ég
feginn ef sovéskur almenn-
ingur fengi þessar 16—18%
rauntekjubætur á næstu fimm
árum, sem nú er búið að setja á
blað. Svo sannarlega á fólkiö
það skilið og meira til. En eins
og rússneskur málsháttur
segir: það er ekki gáfulegt aö
skipta á milli veiðimanna feld-
inum af bjarndýri, sem þeir eru
ekki búnir að skjóta.
Nú geta menn sagt sem svo:
það er þó gott aö Sovétmenn
ígeta áformað einhvern hagvöxt,
ekki treysta vestræn iönriki sér
til aö gera meira en rétt halda i
horfinu. Það er rétt, en þá skal
þvi ekki gleymt, að sovéskur
almenningur þarf svo miklu
meira á ósköp einfaldri fram-
leiösluaukningu aö halda —
vegna þess hve mikið vantar
enn á að það verkefni sé leyst að
sjá fólki þar fyrir ýmsum
nauðsynjum. Þaö er lika hægt
að segja: ekki lifir manneskjan
á hagvexti einum saman, annað
er meira virði.
Satt var orðið. Ariö 1959 höfðu
menn hátt i Moskvu um
kommúnisma ársins 1980, sem
er horfið i aldanna skaut. Nú eru
þeir hógværari, sem betur fer.
En ég segi það satt: ástandiö er
það alvarlegt og kemur það
misjafnlega niður á fólki, að ef
nú væri kominn i landið sá
„kommúnismi” sem þýddi, aö
sovétfólk upp og ofan og hvar
sem er i landinu gæti gengið sig
út og keypt fyrirhafnarlitið i
matinn — án timasóunar,
„sambanda” og óguðlegra fjár-
útláta, þá mundi ég telja ástæðu
til að berja bumbur með nokkr-
um fögnuöi. Vegna þess fólks
sem landiö byggir; vonandi er
það einmitt það sem við erum
að hugsa um? Mér væri meira
aö segja sama þó að forysta
kommúnistaflokksins hirti sér
allan heiður af slikri framför.
Og þetta er i raun og veru
ekki stór ósk til handa sovésku
fólki. Ég hefi ekki minnst einu
orði á æðri munað, eins og það
málfrelsi og prentfrelsi og sam-
takafrelsi og það óttaleysi við
yfirvald, sem höfundar rúss-
nesku byltingarinnar vildu i
hávegum hafa á sinni tið.
AB