Þjóðviljinn - 17.01.1981, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 17.01.1981, Blaðsíða 22
, »r , s f v n r fv., . . *t-^J- 22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.—18. janúar 1981 Ádur en þú byrjar aö byggja Embýlishús, dagheimili, sumarhús eda ibúdir fyrir aldrada Þá er að velja rétta húsið. Hefurðu skoðað Stokkahúsið? Tilsniðinn verksmiðjuframleidd hús úr timbri. Reist á hefðbundinn hátt. Veitum fúslega nánari upplýsingar. Reynsla sem þú getur byggt á 2P — 140 — ÍM Grunnfl. 94.3 + ris og kjallari. TALAÐU VIÐ Stokkahus hf Klapparstígur 8 - Sími 26550 - 101 Reykjavík Bæjarstjóri Starf bæjarstjóra ísafjarðarkaupstaðar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. jan nk. Umsóknir skulu stilaðar til forseta bæjar- stjórnar, Guðmundar H. Ingólfssonar, bæjarskrifstofunum Austurvegi 2, ísa- firði, sem gefur einnig upplýsingar varðandi starfið. Bæjarráð ísafjarðar. By ggingaf ulltrúi Staða byggingarfulltrúa Akraneskaup- staðar er laus til umsóknar. Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri og bæjar- tæknifræðingur i simum 93-1320 og 93-1211. Umsóknarfrestur er til 10. febr. 1981. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrifstofu Akraneskaupstaðar, Kirkju- braut 8, Akranesi. Bæjarstjóri Laus staða Staða styrkþega við Stofnun Árna Magnússonar á tslandi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skyrsluum visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiöar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 14. febrúar nk.. Menntamálaráðuneytið, 14. janúar 1981. Hér er Guðlaugur bóndi rúmlega sextugur árið 1937. Hann hefur stillt klukkunni sinni upp til úti- myndatöku ásamt sér en klukkan og Guðlaugur voru jafngömul. Heimilisfólkið að Seljum 17. júli 1937 ásamt klukkunni og Skafta Guð- jónssyni bókbindara sem tók myndirnar. F.v. Guðlaugur, Elin, Gréta Gunnhildur Sigurðardóttir fósturbarn (hún tók siðan við Guðlaugi I ell- inni og annaðist hann), Kristin vinnukona og Skafti. Myndir er við veljum úr fjöl- skyldualbúminu að þessu sinni eru teknar á árunum 1937—1949. Þær eiga það sameiginlegt að vera allar af litilli kotfjölskyldu að Seljum i Hraunhreppi á Mýr- um. Húsbóndinn heitir Guðlaugur Jónsson (1874—1966) en húsfreyj- anEIin Þórðardóttir (1867—1946). Þá kemur við sögu Kristin Arn- björnsdóttir vinnukona (1859—1948) og Gréta Gunnhildur Sigurðardóttir fósturdóttir þeirra hjóna, siðar bóndakona i Hólma- koti. Ennfremur gullbrúðkaups- gestir á nágrannabæ, Laxárholti. Þau Guðlaugur og Elin bjuggu á Seljum i nær 40 ár en voru afar fátæk. Hjörseyjarbændur áttu jörðina og var landskuldin þungur baggi á þeim. En hvað um það? Guðlaugur var einn af þess- um sikátu, ljúfu og elskulegu körlum en Elin húsfreyja var jafnan heldur þyngri á bárunni, stillt kona og prúð. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp nokkur fósturbörn. Kristin vinnukona var dóttir Arnbjarnar Hrómunds- Hjónin Elln og Guðlaugur uppá- búin árið 1942. sonar á Smiðjuhólsveggjum og Steinvarar Magnúsdóttur frá Sigguseli i Alftaneshreppi. Aður en hún kom að Seljum var hún lengi vinnukona hjá Bjarnþóri á Grenjum (föður Sveins Valfells Kristin Arnbjörnsdóttir vinnu- kona árið 1942: Stundum Var þusugangur i henni. og þeirra systkina). Kristin vinnukona var forkur duglegur, oft þusugangur i henni og fór hún jafnan sinu fram. Gróf var hún i málrómi en ákaflega blið við krakka. — GFr Gullbrúðkaup i Laxárholti 30. júli 1949 ásamt þeim veislugestum sem einnig höfðu sótt brúðkaupið 50 ár- um áður. Brúðhjónin eru Sigurbjörn Jónsson frá Hamraendum i Breiðuvik og Jóhanna Jónsdóttir. Aðrir á myndinni eru Sigurður Þórðarson á Skálanesi, Jóhanna Jónsdóttir frá Viðvik á Snæfellsnesi, Margrét Guðmundsdóttir frá Hundastapa, Guðmundur Jónsson i Hundastapa og Guölaugur Jónsson á Seljum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.