Þjóðviljinn - 17.01.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.01.1981, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 17.—18. janúar 1981 Ég þekki marin sem er svo svartsýnn, a& hann er eiginlega kominn i hring. Hann er farinn aö gleöjast yfir þvi, hve greiðlega hans svartsýnustu spár rætast. — Það er varasamt, sagði hann um daginn, — að taka of mikið mark á svartsýnustu spám, þvi að það hefur sýnt sig, aö þeir svartsýnu eru yfirleitt ekki nærri nógu svartsýnir. — En nú tekur sól að hækka á lofti. Bráðum förum við að tala um vorkomuna, sagði ég. — Vorið? hnussaði i honum, — það er skammgóður vermir. Hefuröu ekki kynnt þér veður- farsspár sem ná til langs tima. Þaö er i stórum dráttum spáð nýrri isöld. Þar aö auki er pólitik heimsins komin i óleysanlegan hnút og efnahagur alls heimsins að setja mannkynið á kaldan klakann. Það blasir viö hrun. — Ég nenni ekki aö hlusta á svartagailsrausiö i þér, sagöi ég. — Þarna séröu, sagði hann, — rödd skynseminnar er ævinlega kæfð með skætingi. Ég sá I blaði um daginn, og var haft eftir Koivisto, foringja finnskra sosialdemokrata (margir telja vist að Koivisto veröi næsti forseti Finnlands eftir Kekkonen),að þeirri stundu hafi hann orðið feginn, þegar hann slapp úr bankastjóraembætti sem pólitikin dæmdi hann i. — Það er hættulegt hverjum manni, sagði Koivisto, — að fást við peningamál, maður verður soddan ihald af þvi. (Reyndar sagöi hann ekki ihald, heldur „tækifærissinni” sem yfirleitt er notað yfir hægri menn i stjórn- málum i öðrum löndum). Þetta kemur sjálfsagt vel heim og saman viö þá kenningu, að menn verði latir og tækifærissinnaðir af aö sitja of lengi i háum stöðum. Reyndar er til regla, sem svart- sýnismaðurinn, vinur minn, hefur gaman af að vitna til. Það er Pétursreglan, svokallaða, kölluö eftir höfundi sinum, Pétri. Pétursreglan segir aö i embættis- og skriffinnskukerfi þess opin- bera svo og innan einkafyrir- tækja endi menn jafnan feril sinn i stöðum og störfum, sem þeir ráöa ekki viö, hafi takmarkið vit á og jafnvel engan áhuga á að gegna. Þessi kenning er tilkomin af þeirri einföldu reglu um stöðu- hækkun. Góður kennari er eftir nokkurra ára starf gerður að skólastjóra, þótt ekkert bendi til að hann geti verið skólastjóri. Liðtækur og duglegur þingmaöur er geröur að ráðherra, þótt stjórnun sé ekki hans sterka hlið. Skrifstofuþræll lendir i þvi að verða skrifstofustjóri og gerir siðan undirmönnum sinum lifið leitt i mörg ár, þvi að erfitt er aö losna viö menn úr háum stööum. Undir þessa reglu fellur lika sú venja að sparka mönnum uppá- við. Einhver starfsmaöur er kannski of duglegur, of áhuga- samur og ráörikur. Þá er tekið til þess ráös að einangra hann á toppnum, þar sem talið er að hann vinni minni skaða en ella. Þetta er Pétursreglan. Þaö er vegna hennar sem lif hins al- menna, embættislausa atkvæöis er svo dapurlegt. Það er vegna hennar sem gatnakerfið er i rúst, efnahagsmálin i graut, dagblöðin ólesandi, strætó heldur ekki áætlun, brauðið myglað, mjólkin súr, pósthúsið lokað, rafmagniö farið, sjónvarpið bilað, krakkinn grenjar, konan hlaupin að heiman, hækkaö verð á áfengi, bein i fiskflakinu, bækurnar morandi i prentvillum og hvalirn- ir útdauðir. Allt þetta varð mér um- hugsunarefni um jólin og ára- mótin, þegar ofaná bættist aö sólin hafði sig á brott og hafisinn nálgaðist landið. Ég lagðist undir feld einsog dugöi Þorgeiri svo vel forðum og hugsaði og hugsaöi. — Truflið mig ekki, sagði ég við heimilisfólkið, — nema það komi gestir. En þótt Þorgeir ljósvetn- ingagoði hafi getað leyst smámál einsog trúarbragðakrisu forn- manna, meö þvi aö liggja undir skinnfeldi I nokkra klukkutima, þá hefur mér enn ekki tekist aö leysa vanda mannkynsins á nokkrum vikum. Enda á ég engan skinnfeld. Og svo framvegis. LJÓRI Nýtt rit um muni og minja Fyrir áramót hóf göngu sina nýtt timarit um muni og minjar er nefnist Ljóri. 1 ritnefndarpistli segir að aillangt sé liðið siöan þeirri hugmynd skaut upp að þörf væri á timariti sem hefði aö geyma styttri greinar og frá- sagnir varðandi safnamál, forn- leifa- og þjóðfræði og það sem væri efst á baugi í þeim efnum hverju sinni. Er ætlunin að Ljóri komi út 1-2 sinnum á ári. Upphaflega var ætlunin að Þjóðminjasafniö yrði útgefandi blaðsins og það var Þjóðminja- vörður sem skipaði ritnefndina á sinum tima. i henni eru þrir starfsmenn safnsins, þau Arni Björnsson, Guðmundur Ölafsson og Lilja Arnadóttir. Þegar á reyndi kom hins vegar i ljós að Þjóðminjasafnið gat ekki orðið útgefandi og mun hafa dregið sig til baka þegar ljós varö sá ásetn- ingur ritnefndar að halda uppi gagnrýni m.a. á Þjóðminjasafnið. Fyrsta tölublaðer36siður i litlu broti. Meöal efnis i þvi er frásögn af safnamannafundi i Arbæ, grein eftir Gunnlaug Haraldsson er nefnist Um safnastofnanir og fjórðungsminjafræöi. Guðmund- ur ölafsson skrifar um Starfs- manna- og fjárþörf Þjóðminja- safnsins. Nanna Hermanson ritar hugleiöingu um safnahús, Kristin H. Sigurðardóttir um forvörslu, Guðný Gerður Gunnarsdóttir um skólaþjónustu, Mjöll Snæsdóttir um fornleifarannsóknir á Stðru- borg, Guðmundur ólafsson um fornleifarannsóknir i Gautavik. Elsa E. Guðjónsson skrifar grein- ina Kannist þið við Kriluð bönd? og Arni Björnsson grein um al- þjóðlega ráðstefnu um munnlega geymd. —GFr Ritstjórnargrein Árni Bergmann skrifar F orsetakvíöi Bandariskir fjölmiðlar, og reyndar ekki þeir einir, hafa nú um stund gert mikiö af þvi að fegra i hugum fólks nýkjörinn forseta, Ronald Reagan, sem senn tekur viö embætti. Hann á að vera svo umburðarlyndur og laginn við val á ráðgjöfum og fús til að hiusta á þá. Hann á að vera gjörólfkur þeim erki- ihaldsgaur sem andstæöingar hans i kosningarbaráttunni i haust vildu láta hann vera. En hvernig sem Reagan kann að reynast sem yfirvald heima hjá sér er það vist, að nágrann- ar Bandarikjanna i Rómönsku Ameriku hafa þungar áhyggjur af þvi sem þeirra kann að biða þegar stjórn Reagans er komin á fullan skrið. Ömurlega saga Saga samskipta Bandarikj- anna og rikja Rómönsku Ameriku er i stórum dráttum hin fræga saga af hákarlinum og sardinunum. Bandarikin hafa stutt eða jafnvel búið til, stjórnir sem hafa reynt að standa i vegi fyrir öllum róttæk- um þjóðfélagsbreytingum, sem hafa, vegna hins mikla djúps sem staöfest er milli rikra og fátækra i þessum hluta heims orðið þar brýnni en viöast ann- arsstaðar. Og þessar stjórnir hafa launað fyrir sig með þvi að tryggja bandariskar fjárfest- ingar og aöra hagsmuni i álf- unni. Það er alkunna að þessi stefna hefur i raun þýtt, að Bandarikin hafa stutt, hernað- arlega og pólitiskt, ýmsar verstu harðstjórnir heims. Stundarfriður Jimmy Carter reyndi á stjórnartíö sinni aö breyta nokkuð um og lágu til þess ýms- ar orsakir. Þegar forsetinn hafði komist að þeirri niður- stöðu að mannréttindamál væru sterkt tromp i glimunni við riki sem kommúnistar stjórna varö það nauðsynlegt að taka þau mál upp einnig á áhrifasvæði Bandarikjanna sjálfra. annars missti ádrepan i austurátt allan sannfæringakraft 1 annan stað höfðu ýmsir sérfræöingar Carters komist að þeirri niður- stöðu að kúgunin, eins og hún var verst, mundi, þegar til lengdar léti, verða einnig skað- leg efnahagslifi Rómönsku Ameriku. Einnig höfðu þeir menn i tið Carters meiri áhrif en stundum áður, sem töldu það skynsamlegt frá sjónvarmiði bandariskra hagsmuna, að styðja eitthvað við bakið á lýð- ræðissinnum i einræðisrikjum og hafa þá reiknað dæmið út þannig, að eitthvað hagkvæmt Bandarikjunum hljóti að íinnast á millifasista á borð við Somoza i Nicaragua og hinnar rauðu Kúbu. Stefna Carters var ekki sjálfri sér samkvæm hvorki i Rómönsku Ameriku né annars- staðar. En hún hafði sitt að segja i þeirri þróun, að herfor- ingjastjórnir viku frá völdum i Perú, og Ekvador, aö einræði Somozaættarinnar i Nicaragua var hrundið — þau undur og stórmerki gerðust meira að segja að leyniþjónustan CIA varaði við herforingjasamsær- um i Boliviu! Og þegar herfor- ingjar og eiturlyfjasalar svo hrifsuðu völdin i Boliviu reynd- ist Carterstjórnin i flokki þeirra sem ekki vildu viðurkenna þá stjórn. En nú er Reagan að taka við völdum og bersýnilegt að land- eigendaauðvald og heríoringja- klikur álfunnar búast við gullöld og gleðitið. Stjórn Argentinu var orðin svo aðþrengd af alþjóðleg- um mótmælaherferðum gegn þvi grimmdaræði, sem hún ber ábyrgð á og kostað hefur þús- undir manna lifiö, að hún var byrjuð á þvi að reyna að þvo blóðblettina af ásýnd landsins og losa sig viö verstu pynd- ingarmeistarana úr her og lög- reglu. En nú telja ráðamenn Argentinu sig hafa efni á aö láta sem ekkert sé, jafnvel þótt svo ihaldssöm samkunda og OAS, samstarfsráð Amerikurikja, kvarti um mannréttindabrot þar i landi. Hægriöflin i E1 Salvador hafa hert á ofbeldis- verkum gegn þeirri breiðu sam- fylkingu umbótasinna, sem spannar by ltingasinnaða skæruliða jafnt sem sósial- demókrata og hluta kristilegra demókrata — og ber ekki á öðru en að stjórnin þar telji sig eiga von á öflugum stuðningi Reaganstjórnarinnar. Benda ummæli væntanlegs utanrikis- ráðherra, Alexanders Haigs, fyrrum herstjóra Nato, mjög eindregið i þá átt. Sjálfum sér samkvæm- Þessar væntingar eru eðlileg- ar. Reagan hefur alla sina tið verið nátengdur aðilum i Bandarikjunum sem hafa fjár- fest i fyrirtækjum og vináttu við marga verstu harðstjóra Rómönsku Ameriku. Og fulltrúar auðhringa sem fjár- festa i Rómönsku Ameriku jafnt sem væntanlegir talsmenn Reagans i utanrikismálum gefa það óspart lil kynna að nú verði hætt mannréttindahjali og tekið upp þaö „raunsæi” sem virðir „hefðbundna harðstjóra”, sem halda þeim i skefjum sem búa viö „hefðbundna fátækt'' og tryggja viðskiptahagsmuni stóra bróður i norðri um leið. Reagan og hans menn hefðu að likindum hjálpað Somoza til að halda velli i Nicaragua, og menn óttast nú þegar, að Bandarikjamenn reyni nú að efna til gagnbyltingar þar i landi: gæti sú tilraun annað- hvortendað i nýju „hefðbundnu einræði” eða i þróun svipaðri þeirri sem varð á sinum tima á Kúbu, m.a. vegna tilrauna stóra bróður til að koma stjórn Castros á kné. Það getur farið svo að Bandarikin styðji með viðurkenningu sinni „sjóræn- ingjaveldið” illræmda i Boliviu. Og fréttaskýrendur láta nú hver á fætur öðrum uppi ótta við að Bandarikin hlutist til um borgarastyrjöldina i E1 Salva- dor og verði sér þar með úti um nýtt Vietnam — um eigið Af- ganistan. AB. ur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.