Þjóðviljinn - 17.01.1981, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 17.01.1981, Blaðsíða 29
rR8» -riitre Helgín \7.'—Í8. janiíár Í981 IIIJÍNN — SÍÐA 29 Kontra-kvartettinn í Norræna húsinu Mánudaginn 19. janúarkl. 20:30 heldur Kontra-kvartettinn frá Danmörku tónleika i Norræna húsinu. Á efnisskrá eru strok- kvartettar eftir Mozart (G-dúr. KV. 387), Carl Nielsen (g-moll, op. 13) og Dvorák (Bandariski kvartettinn). Kontra-kvartettinn var stofn- aður 1973 af fiðluleikaranum Anton Kontra, sem fæddur er i Ungverjalandi, en verið hefur konsertmeistari Sinfóniuhljóm- sveitar Sjálands frá 1965. Anton Kontra starfar einnig sem ein- leikari og hafa ýmis norræn tón- skáld samið verk fyrir hann; nií siðast samdi Vagn Holmboe fiðlu- konsert fyrir hann. Aðrir meðlimir i Kontra- kvartettinum starfa með Dönsku utvarpshljóms vei tinni og Sinfóníuhljómsveit Sjálands. Kvartettinn hefur lagt mikla áherslu á flutning aiístur- evrópskrar tónlistar (Dvorák, Bartok, Tjajkovskij) og nýrri norrænnar tónlistar auk hinnar sigildu efnisskrár. Kontra-kvartettinn heldur tvenna tónleika i Norræna husinu, en aðeins fyrri tónleikarnir eru opnir fyrir almenning. Miðar verða seldir i kaffistofu Norræna hússins og við inngang- Ralf Gothoni í heim- sókn Hinn þekkti finnski pianóleikari Ralf Gothoni heldur tónleika i Norræna húsinu n.k. þriðjudags- kvöld kl. 20.30. Leikur hann þar m.a. sónötu eftir landa sinn EinojuhaniRautavaara, „Myndir á sýningu" eftir Músorgski og svítu eftir Leos Janacek. Ralf Gothoni hefur komið hing- að til lands nokkrum sinnum áður m.a. kom hann fram ásamt finnska barintónsöngvaranum Jorma Hynninen á Norrænu menningarvikunni haustið 1979. Hann er fæddur árið 1946 og stundaði tónlistarnám i Helsinki, Þýskalandi og Sviss. Undanfarin 3 ár hefur hann verið listrænn stjórnandi tónlistarhátiðarinnar i Finnski pianóieikarinn Ralf Got- honi. Savonlinna. Hann starfar sem prófessori pianóleik við tónlistar- skólann i Míinchen. Gothoni er þekktur einleikari og hefur ferðast og haldið tón- leika viða um lönd, en einnig hef- ur hann getið sér góðan orðstir sem undirleikari, m.a. hjá landa sinum óperugöngvaranum Martti Talvela. Miðar á tónleikana verða seldir i kaffistofu Norræna hússins og við innganginn. Einar Olgeirsson gestur Rauðsokka Einar Olgeirsson verður gestur i morgunkaffi Rauðsokkahreyf- ingarinnar i dag kl. 12. Það þarf ekki; að segja Iesendum Þjóövilj- ans hver Einar er, en til siðustu afreka hans má nefna bókina um tsland undir áhrifum heims- valdastefnunnar sem út kom fyrir jólin. Það eru þó ekki heimsmálin sem Einar ætlar að ræða heldur mæðraveldið. Þeir sem kynnt hafa sér sögu mannkynsins hafa að öllum lfkindum rekist á þær kenningar að eitt sinn hafi konur ráðið rikjum i hinu svokallaða mæðraveldi. Friedrich Engels fjallaði um fyrirbærið i bók sinni Uppruni fjölskyldunnar, einka- eignarinnar og rikisins m.a. með tilliti til þess að konur ættu að öðl- ast jafnan rétt á við karlmenn. Siðan hefur margt verið ritað og rætt um mæðraveldið með og á móti Engels. Morgunkaffið er i Sokkholti, SkólavörðusU'g 12 og hefst kl. 12 á hádegi. —ká Námskeið i klipp- ingu kvikmynda Kl. 14 i dag hefst i Alftainýrar- skóla námskeið I klippingu kvik- mynda á vegum Samtaka áhuga- manna um kvikmyndagerð (sak) Aðalleiðbeinandi verður Þor- steinn Jónsson kvikmyndastjóri. Tæki og filmur verða á staðnum fyrir þá sem vilja spreyta sig á mjófilmu (8mm),Þátttöku má til- kynna i sfma 31164 eða 40056. Finnskar og norskar nútímabókmenntir Kai Laitinen prófessor við háskólann i Helsinki flytur opin- beran fyrirlestur um finnskar nútimabókmenntir i boöi heim spekideildarinnar Háskóla tslands miðvikudaginn 21. janúai 1981 kl. 17:15 i stofu 422 I Arna- garði. Fyrirlesturinn nefnist: Frftn skogen til staden,"pg verður flutt- ur á sænsku. Þá flytur Leif Mæhle prófessor við háskólann i Osló opinberan fyrirlestur um norska nútima- ljóðlist f boði heimspekideildar fimmtudaginn 22. janúar n.k. kl. 20:30 i stofu 422 i Arnagarði. Fyrirlesturinn nefnist: ,,Opp- blomstring eller litterær inflasion? Glimt fra nyare norsk lyrikk" og verður fluttur á norsku. öllum er heimill aðgangur. Ein af teikningum Carls Fredríks Hills. Fjórar sýningar á Kjarvalsstöðum Fjórar sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum i dag, laugar- dag, hver annarri áhugaverðari einsog fram kom i frétt Þjóðvilj- ans i gær. Mikill fengur hlýtur að teljast að fá hingað sýningu á verkum sænska málarans Carls Frede- riks Hill, mjög sérstæðs lista- manns, sem haldinn var kleyf- hugasýki siðari hluta ævi sinnar, og hafa myndir hans frá þvi tima- bili verið rannsóknarefni sál- könnuða og listfræðinga. Tvær sýningar koma frá Hol- landi, Grafik frá landi Mon- drians.með 36 myndum nútima- listamanna, og skartgripasýning með munumeftir 19 listamenn. unnum úr ýmsu efni svosem áli, silfri, kopar og plasti. Loks sýnir hópurinn Vetrar- mynd i þriðja sinn saman, en hann hefur áður verið i Norræna húsinu. Verk hópsins nú eru 91 talsins, frá siðustu tveim árum, bæði oliumyndir, skúlptúr, kritarmyndir, teikningar og vefn- aður auk mynda með blandaðri tækni. I hópnum Vetrarmynd eru þau Baltasar, Bragi Hannesson, Einar Þorláksson, Haukur Dór, Hringur Jóhannesson, Leifur Breiðfiörð, Magnús Tómasson, Niels Hafstein, Sigriður Jóhanns- dóttir, Sigurður Orlygsson og Þór Vigfússon. Kalda- lóns- tónleikar í Grindavík 1 tilefni þess, að hundraö ár eru nú liðin frá fæðingu Sigvalda Kaldalóns tónskálds stendur Bókasafn Grindavikur fyrir Kaldalónstónleikum i Félags- heimilinu á laugardaginn nk. kl. 14. Garðar Cortes, Ólöf Harðar- dóttir, Sólveig Björling, og Halldór Vilhelmsson flytja lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Einnig koma fram Barnakór Grindavik- ur undir stjórn Eyjólf s Ölafssonar og blandaður kór undir stjórn Sig- valda S. Kaldalóns. Sigvaldi Kaldalóns tónskáld fæddist i Reykjavik 13. janúar 1881. Hann lauk læknisprófi árið 1908 og hélt utan til framhalds- • náms i Kaupmannahöfn sama ár. Arið 1910 er honum veitt Nauteyr- arlæknishérað við Isafjarðardjúp og sat hann að Armiíla, skammt frá Kaldalóni, sem hann kenndi sig siðar við. Hann var héraðs- læknir i Flateyrarlæknishéraði um tima en var veitt héraðs- læknisstaða i Keflavikurlæknis- héraði með setu i Grindavik árið 1929 og sat hann fram til ársins 1945. Kaldalóns andaðist árið 1946. Kaldalóns hefur löngum verið kallaður Schubert Islands. Hann samdi margar af fallegustu söng- perlum, sem við eigum s.s. Ave Maria, Erla góða Erla, Fjalliö eina, svo dæmi séu tekin. $fy 9 japanskra verðmerkivéla Léttar — Sterkar — Fljótvirkar ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ ekpúdar og miðar yrir nýkrónur _ia ára ábyrgð wunseL w' Við höfum margar gerðir verðmerkivéla — en mælum sérstaklega með HALLO 1-Y - því að við teljum hana þá bestu af þeim vélum sem við höfum reynt PLASTPOKAR £2> 82655 1'liisl.os lií FETi FftAMAR PLASTPOKAR <_í 82655 PLASTPOKAVERKSMIÐJAOD0S SIGURÐSSONARí BÍLDSHÖFÐA 10 REYKJAVIK BYGGINGAPLAST ? PLASTPRENTUN * MERKIMIÐAR OG VÉLAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.