Þjóðviljinn - 17.01.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.01.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.—18. janúar 1981 Velvilji í garð ríkisstjórnarinnar EFNAHAGSÁÆTLUNIN MÆTIR SKILNINGI Viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson um viðtökur á jjölmörgum vinnustöðum Þessa dagana kynnir Alþýðubandalagið ef nahagsáætl- un ríkisstjórnarinnar og ræðir stjórnmálaástandið á fundum víða um land, bæði á almennum stjórnmála- fundum og með viðræðufundum á vinnustöðum. Ölafur Ragnar Grímsson formaður þingflokks Alþýðubandalagsins hefur undanfarna daga talað á fjölda vinnustaðafunda, bæði í Reykjavík og einnig í fyrradag á Akureyri, þar sem þeir Stefán Jónsson alþingismaður, sóttu heim stærstu vinnustaði í bænum og höfðu framsögu á fundi Alþýðubandalagsins á Akureyri um kvöldið. „Á vinnustaðafundunum hefur komiö fram mikill áhugi, skiln- ingur og stuðningur launafólks viö efnahagsáætiun rikisstjórnar- innar. I raun mun jákvæðari undirtektir en ég átti von á. A þessum fundum hafa verið mörg hundruð launamanna og fólk er greinilega reiðubúið að taka þátt i þessari tilraun”, sagði Ólafur Ragnar Grimsson þegar Þjóðvilj- inn spurði hann um umræðurnar á vinnustaðafundunum. Jákvæöar undirtektir ,,Ég get nefnt sem dæmi að siðustu daga hef ég haldið vinnu- staðafundi með hafnarverka- mönnum við Sundahöfn, fisk- verkunarfólki i BÚR og iðnaðar- mönnum i Landssmiðjunni, og við Stefán Jónsson vorum á fundum með fiskverkunarfólki á Akureyri, starfsfólki Slipp- Ólafur Ragnar: Mikil reiði út i Kjaradóm á vinnustöðunum. stöðvarinnar og ræddum við starfsfólk i verksmiðjunni Gefjunni. A öllum þessum stöðum hafa undirtektirnar i heild verið mjög jákvæðar, þótt auðvitað hafi heyrst einstaka gagnrýnisraddir. Við höfum kynnt höfuðatriðin i efnahagsáætluninni og siðan ósk- að eftir fyrirspurnum, ábending- um eða gagnrýni.” Vaxtalœkkun og sparijjárá vöx tun — Hvað hcfur verið cfst i huga fólksins á þessum vinnustöðum? Um hvað hefur helst verið spurt? „Fólk tekur vaxtalækkuninni greinilega fagnandiog spyr mikið um framkvæmd hennar og sömu- leiðis opnun hinna nýju verð- tryggðu sex mánaða bankareikn- inga, og aðgerðir i húsnæðismál- um. Ennfremur finnst mörgum furðulegt að tillaga Ragnars Arnalds og ráðherra Alþýðu- bandalagsins i rikisstjórninni um að hnekkja úrskurði Kjaradóms skuli ekki hafa hlotið stuðning annarra flokka. Kjaradómur er mikið gagnrýndur. Einnig komu fram efasemdir um að nægilega vel tækist að framfylgja verðstöðvuninni. Við hvöttum launafólk til að taka eftirlit með verðstöðvuninni i eigin hendur og láta yfirvöld vita, ef það yrði vart við hækkanir i verslunum.” Skilningur á eðli skiptanna — Hvað um kaupgjaldsmálin og frestun 7% verðbóta 1. mars? „Upphrópanir hægri pressunn- ar hafa greinilega engan hljóm- grunn hlotið. Sú aðgerð i efna- hagsáætluninni að launafólk láti af hendi 7% 1. mars en fái i staðinn afnám skeröingarákvæða Ólafslaga, og skattalækkanir og fleiri aðgerðir, á greinilega mikl- um skilningi.að mæta, og satt að segja kom mér á óvart hve fáir, hafa á þessum vinnustaðafundum gagnrýnt 7% skiptin. Ég hélt að öskur stjórnarandstöðunnar hefðu haft meiri áhrif. Greinilegt að skerðingarákvæði Ólafs- laganna hafa verið svo óvinsæl að menn meta mikils að fá þau afnumin, og skattalækkanir fyrir láglaunafólk eru ásamt vaxta- lækkun taldar stór plús. Launa- fólk skilur eðli þessara skipta, og þátt þeirra i að ná verðbólgunni niður. Hinsvegar er mikil reiði út iKjaradóm.” Millifœrslan ekki gagnrýnd — En gagnrýni stjórnarand- stöðunnar og atvinnurekenda á millifærsluna? „bar talar stjórnarandstaðan greinilega fyrir daufum eyrum. Ég fann ekki nokkurn mann sem virðist hlusta á þennan eymdar- söng i Geirsliðinu og Mogganum og Davið uppáhellingarforstjóra. Engin einasta gagnrýnisrödd kom fram á millifærsluaðgerð- irnar.” Að lokum sagði Ólafur Ragnar að þessir vinnustaða- fundir sýndu að rikisstjórnin hefði mikinn byr og að efnahags- aðgerðirnar nytu velvildar. „Við vöktum athygli á þvi ákvæði efnahagsáætlunarinnar að fram eigi að fara viðræður milli samtaka iaunafólks og stjórnvalda um mótun frekari efnahagsstefnu á árunum 1981—2 og hvöttum launafólk til að þrýsta á forystumenn verkalýðsfé- laganna um þátttöku i þeim viðræðum.” — ekh Búvörudeild SÍS: Útflutn- ingur minni - verd- mætid meira Útflutningur Búvörudeildar SIS nam á árinu 1980 8.585 tonnum samanborið við 10.222 tonn árið 1979. Verðmæti þessa útflutnings i islenskri mynt varð hins vegar 8.400 milj. gkr. 1980 á móti 7.500 milj. gkr. 1979. Hafa þvi útfluttar landbúnaðarafurðir minnkað um 16% i magni á milli áranna, en verðmætið samt sem áður aukist .um 11.3% i krónum talið. Leiðrétting I dagskrárgrein Þorsteins Vil- hjálmssonar i Þjóðviljanum i gær varð sú prentvilla að i millifyrir- sögn stóð: — Nám eða vinna. Þetta átti að vera: — Nám er vinna. Við biðjum velvirðingar á þessum mistökum. Litil sjónvarps eftirlitskerfi á sérstöku kynningarverði Fyrír litlar verslanir, fyrírtæki ofL Kerfi i. Kr. 5.700 Innifalið i verði: 1. Sjónvarps-myndavél með linsu. Video Monitor (skjárj, festing fyrir myndavél og 20 m af kapii með tilheyrandi stungum Kerfi II. Kr. 9.300 Innifalið i verði: Tvær sjónvarps-myndavélar með linsum. 1. Video Monitor (skjár) 1. Videoskiptari (milli vélaj 2 festingar og 2x20 metrar af kapli með stungum tilbúin til notkunar ^díóstofan bf. Þórsgötu 14 - Sími 14131/11314

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.