Þjóðviljinn - 19.01.1982, Síða 7

Þjóðviljinn - 19.01.1982, Síða 7
Þriöjudagur 19. janúar 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Flokkunarreglur á hrámjólk island, fram tií 1. flokkur II. flokkur III. flokkur (gerla innihaids siðustu aramóta island, eftir 0 - 500.000 1500.000 - 800.000 800.000 og yfir pr. ml.) á íslandi siðustu áramót.. .0 - 250.000 250.000 - 600.000 600.000 og yfir og í Noregi Noregur . 0 - 100.000 100.000 - 500.000 500.000 og yfir MJOLK I MAL Svar við skrifum Guðna / Agústssonar, mjólkur- eftirlitsmanns Þann 12. janúar s.l. birt- ist hér í blaðinu ritsmíð ein, mikil at vöxtum en minni af gæðum eftir Guðna Ágústsson mjólkur- eftirlitsmann á Selfossi. Bar greinin yfirskriftina „Sjónvarpiðá villigötum", og er þar f jallað um sjón- varpsþátt sem var á dag- skrá sjónvarpsins 9. des- ember s.l. undir heitinu „Mjólk í mál", en þáttur- inn var sá fyrsti í nýrri þáttaröð undir heitinu „Starfiðer margt". 1 þessari grein ræðst Guðni af mikilli heift aö stjórnanda þáttar- ins, Baldri Hermannssyni og und- irrituðum sem þarna kom fram sem fulltrúi Neytendasamtak- anna. Ekki er ástæða til aö eltast við allan þann reiðiflaum sem þarna birtist, en óhjákvæmilegt þó að svara nokkrum atriðum. Gæði mjólkur hérlendis Guðni virðist telja sig sjálfkjör- inn málsvara bænda og er þvi mjög óánægður með, að i þættin- um var örlitill minnihluti þeirra gagnrýndur fyrir að senda of oft i mjólkursamlag lélega mjólk, sem svo aftur vegna fyrirkomulags mjólkurflutninga, blandast ann- arri mjólk og dregur þar með úr gæðum allrar mjólkurinnar. Guðni tekur samt undir þessa gagnrýni i grein sinni, þegar hann skýrir frá þvi að 1,6% framleið- enda mjólkur (13 af 800) „féllu fimm sinnum eða oftar” við gæðamat mjólkureftirlitsins. Er þá ljóst að hann er sammála und- irrituðum um að örlitill minni- hluti skemmi talsvert fyrir hin- um. Stóryrði hans i garð undirrit- aðs hljóta þvi einnig að vera sjálfslýsing. En með tilliti til þeirrar sérkennilegu rökfimi og skarpskyggni sem einkennir grein Guðna, áttar hann sig sennilega ekki á þessari stað- reynd. Ég setti fram þá skoðun i áður- nefndum sjónvarpsþætti að þeir framleiðendur sem itrekaö senda II. og III. flokks mjólk, ættu að hafa lifibrauð af ööru en mjólkur- framleiðslu og að mjólkursam- lögum ætti að vera heimilt að neita móttöku mjólkur frá þess- um framleiöendum. Undir þessa skoðun tók Hörður Sigurgrims- son, bóndi að Holti i Flóa, sem einnig var rætt við i þættinum. Að þvi hafi verið haldið fram i þættinum ,,að bændur væru svona upp til hópa drullusokkar, sem framleiddu vonda mjólk” svo notuð séu orð Guðna, eru að sjálf- sögðu hans eigin imyndanir og hafa hvergi komið fram, nema þá i huga hans sjálfs. Ég er ekki i minnsta vafa um að flestir bænd- ur, sem og forráðamenn mjólkur- iðnaðarins eru sammála þvi við- horfi sem fram kom hjá okkur Herði, að bæta megi hráefnið á Jóhannes Gunnarsson Jóhannes Gunnarsson skrifar þennan hátt og þá um leið hina fullunnu vöru. Enda er mjög óréttlátt, aö örlitill minnihluti framleiðenda skuli þannig geta komið óorði á alla stéttina. Guðni er einnig mjög óhress með að i þættinum vitnaði ég i samanburðartölur á gæðum mjólkur i Noregi og á samlags- svæði I (þ.e. suður og vestur- land), en þessar tölur voru fengn- ar úr skýrslu starfshóps sem heil- brigðisráöherra skipaði s.l. sum- ar, þegar súr nýmjólk var sem al- gengust á borðum neytenda. Vissulega er þaö rétt aðekki gilda sömu gæðakröfur hér á landi og i Noregi. En ef bera á saman tölur, þá verður sá grundvöllur sem að baki talnanna liggur, að vera sá sami. Gæðakröfur á hrámjólk hafa verið mun vægari hérlendis, en i nágrannalöndunum, þ.á m. Noregi. Þær tölur sem bornar voru saman i þættinum byggjast á þeim kröfum sem Norðmenn gera til 1. flokks mjólkur. A það má benda, að mjólk sem er t.d. með 400.000 gerla pr. ml. er á eng- an hátt betri hér á landi en i Nor- egi, þó svo að -hérlendis hafi slik mjólk til skamms tima verið flokkuð sem I. flokks mjólk, en i Noregi sem II. flokks, gæðin gerlalega séð hljóta að vera þau sömu. Þetta hlýtur jafnvel Guðna að vera ljóst. Þvi ber að fagna, að nú um ára- mótin var gerð breyting á mjólk- urreglugerðinni og kröfur um gerlainnihald hrámjólkur hertar. I töflu hér til hliðar má sjá hvaða reglur giltu hérlendis fyrir og eft- ir áramót og einnig norsku regl- urnar. Vissulega er hér stigið stórt skref fram á viö og benda má á að þessi breyting er i fullu samræmi við þær kröfur sem Neytendasamtökin hafa sett fram, enda verður að ætla að auknar kröfur muni bæta hráefn- ið. Mjólkurgall- arnir á s.l. sumri — Guðni er mjög ósáttur við að i þessum þætti voru vandamál sið- asta sumars rifjuð upp, en ekki eingöngu rætt um „hina glæsilegu stööu landbúnaðarins né hið fjöl- breytta og mikla framboð af úr- valsvöru, sem mjólkuriðnaðurinn færir á'borð neytenda”, svo notuð séu hans orð. Reyndar ber að taka fram, að ég lét einmitt orð falla i þessa veru i lok þáttarins og benti raunar á að mjólkuriðn- aðurinn stæði sig mjög vel, hvað varðar þetta atriði, sérstaklega i samanburði við aðrar matvæla- framleiðslugreinar. Hins vegar er það mikill bjarnargreiði við mjólkuriðnaöinn, að einblina svo á kosti hans að gallarnir sjáist ekki. Það var alls ekki nýtt fyrir neytendur að á s.l. sumri var þeim dag eftir dag boðið upp á gallaða mjólk. Þetta hefur verið árviss viðburður undanfarin sumur og einnig t.d. um páska, þó ekki hafi ástandið verið eins slæmt og nú. Og það verður að teljast takmarkaður fræðslu- og heimildaþáttur ef ákveðnir þrýstiaðilar koma málum svo fyrir, að jákvæðu hliðarnar megi ræða, en alls ekki þær neikvæðu. Það er mikil einföldun að halda þvi fram að ástandið s.l. sumar hafi verið einskær óheppni. Benda má á, að stóran hluta vandans má frekar skoða sem kæruleysi forráðamanna Mjólk- ursamsölunnar. Eða hvernig ber að skilja það á annan hátt, að þessum mönnum var ljóst þegar I marsmánuði s.l., að gerilsneyð- ingartæki þar var bilað, en tækið ekki tekið úr notkun fyrr en 19. júli s.l., eða fjórum mánuðum sið- ar? Einnig taldi starfshópur heil- brigðisráðherra, að hluta vand- ans væri að leita i lélegu hráefni sem berst til mjólkursamlaganna á suður- og vesturlandi. En Guðni Agústsson er greinilega á annarri skoðun, en ég læt lesendum eftir að dæma hvor er trúverðugri, Guðni eða þeir menn sem mynd- uðu þennan starfshóp. Lokaorð Guðni reynir að gera litiö úr menntun minni og starfsreynslu sem mjólkurfræðingur. Rétt er þvi að upplýsa lesendur um, að allt fram til vorsins 1980 starfaði ég samfleytt við þennan iðnað frá þvi ég hóf mjólkurfræöinám haustið 1966. Þar á meðal hef ég starfað i þeim þremur mjólkur- samlögum sem mest komu viö sögu s.l. sumar. Ég tel mig þvi vita nokkuð út frá þessari starfs- reynslu, hvar skórinn kreppir helst hjá islenskum mjólkuriðn- aði. Þótt Guðni teljiað fulltrúi Neyt- endasamtakanna eigi ekki erindi i þátt sem þennan, er ekki vist að allir séu honum sammála. Ég vil leyfa mér enn að vitna i orð Harð- ar Sigurgrimssonar, i þessu sam- bandi, en hann benti einmitt á, að þegar i hlut ættu fyrirtæki sem hefðu einokunaraðstööu, þá væri afar mikilvægt að neytendur og samtök þeirra hefðu ennþá meiri möguleika en ella til að hafa áhrif á gang mála, en þegar samkeppni væri fyrir hendi. Undir þessi orð Harðar vil ég taka og undirstrika að litill væri landbúnaðurinn ef ekki væru neytendur til að kaupa framleiðslu hans. Allavega er ekki hægt að skilja orð Guðna á annan hátt en þann að hann telur að neytandinn eigi ávallt að kaupa vöruna gagnrýnislaust og það komi honum ekki við hvort varan sé i lagi. Rétt er að enda grein þessa með einni litilli ráðleggingu til Guðna Agústssonar. Ef hann vill að i framtiðinni verði tekið mark á orðum hans sem einhvers konar sérfróðs aðila um mjólkurfram- leiðslu, verður hann að haga orð- um sinum á málefnalegri hátt en hann gerði i áðurnefndri grein. Ef hann telur sig hins vegar fyrst og fremst vera málpipu þröngsýnna forystumanna i mjólkuriðnaði og sumra félagasamtaka dreifbýlis- ins, vera málsvari þessara heil- ögu kúa sem ekki þola minnstu gagnrýni á nokkuð sem þær telja vera sina bása I sinum fjðsum, þá heldur Guðni áfram á þeirri braut sem hann markaði i grein sinni, það er að nota rangfærslur og persónunið i stað raka. Jóhannes Gunnarsson erlendar bækur Egon Friedell: Kulturgeschichte der Neuzeit. Band l-ll. Deutscher Taschenbuch Verlag 1980 Menningarsaga Friedells kom út á árunum 1927—31. Aöal þessa rits er hvað það er skemmtilegt án þess að vera þunnt. Höfundur- inn er snjall og hugkvæmur og skrifar mjög skemmtilegan stil. Þaö væri hentugt fyrir þá, sem þykir saga leiöinleg, að lesa rit Friedells, ef þeim þætti það ekki skemmtilegt, þá er þeim ekki við- bjargandi. Þetta er persónuleg menningarsaga og hann hefur áreiðanlega haft mjög gaman af að skrifa hana. Gáfur hans og þekking samhæfðust menningar- timabilinu i Evrópu fyrir fyrra strið og ritið ber auðsæ einkenni þeirrar menningar. Þaö er full ástæða til að þýða þetta rit á islensku, það hefur veriö þýtt á flest Evrópumál og viröist alltaf vera jafn eftirsótt. W.G. Moore: The Penguin Dictionary of Geography. Definitions and explanations of terms used in physical geography. Sixth cdition. Penguin Books 1981. Eins og undirtitill vottar, er þetta uppsláttarrit um hin marg- vislegu fyrirbrigði landafræðinn- ar i viðri merkingu. Nokkrar myndasiöur fylgja til skýringar á texta. Hér eru skýrð fjölmörg hugtök, sem snerta landafræði, mótunarsögu landa, veðráttu, haf oghimin. Þetta er ágæt orðabók. Adalbert Stifter: Der Nachsommer. Deutsche Taschenbuch Verlag 1981. Útgáfan er byggð á fyrstu út- gáfunni 1857 og fylgir henni eftir- máli eftir Walther Killy og i bók- arlok er annáll um helstu viðburöi i lifi höfundar og bókaskrár. Þessi langi rómani liður áfram eins og lygn og breiö nióða. Verk- inu hefur oft verið likt við Wil- helm Meister Goethes og höfund- urinn sjálfur, Adalbert Stifter, talaöi um að sagan væri þeirrar dýptar, aö aðeins Goethe hefði betur gert. Þó var Stifter talinn allra manna hógværastur. Bókin er gefin út i flokknum dtv weltliteratur — DOnndruck-Aus- gabe. The Pelican Guide to English Literature. Vol. 7: The Modern Age. Edited by Boris Ford. Penguin Books 1981 Siðasta endurskoðaða útgáfan af þessu riti kom út 1979. Tima- biliö sem bókin spannar er frá þvi nokkru fyrir og um siðustu heimsstyrjöld og fram yfir miðja þessa öld. Fjallað er um Hardy, Virginiu Woolf, Yeats, Shaw, Eliot, Auden, Green, Sylviu Plath ofl. ofl. Þessi bókmenntasaga er nú öll fáanleg og hefur reynst hentugt og handhægt uppsláttar- rit. Bókaskrár fylgja. Útgáfurnar eru orðnar margar og öðru hvoru eru þær endurskoðaðar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.