Þjóðviljinn - 19.01.1982, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. janúar 1982
Hverjir eru hinir horfnu
og hvað verður um þá?
Mannshvörf
sem
Amnesty
International
hefur haft
afskipti af
Vélvirkjaskóli sjóhersins (Escucla Mecáníca de la Armada) I Buenos
Aires, sem hefur verið notaður sem fangelsi fyrir „horfna” fanga.
Ýmsar stjórnir víðs
vegar um heim láta undir-
menn sina framkvæma
mannrán á þegnum eigin
rikis, og eru þeir menn
siðan látnir „hverfa". Frá
sjónarmiði yfirvalda, sem
nota þessa grimmilegu
kúgunaraðferð, eru kost-
irnir augljósir: hún er ein-
föld og óformleg i notkun.
Einstaklingar, sem virð-
ast liklegir til vandræða,
eru fjarlægðir af opin-
berum starfsmönnum, og
er þá komist hjá löglegum
formsatriðum, eins og t.d.
handtöku eða réttar-
höldum. Þegar aðstand-
endur og vinir spyrja, hvað
gerst hafi eða hvar hinn
horfni sé geymdur, mætir
þeim þögn og tómlæti.
Yfirvöld segjast ekki vita
neitt. Fanginn er „horf-
inn".
Raunin er auðvitað allt önnur:
Mennirnir voru gripnir sam-
kvæmtskipunum eða að undirlagi
yfirvalda. Yfirvöld vita sann-
leikann i málum mannanna,
ástand þeirra og dvalarstaö, en
þegja. Með þvi að færast undan
allri ábyrgð og heita allri vit-
neskju, komast yfirvöld hjá lög-
mætri ábyrgð. Þolendur eru
þannig sviptir öllu öryggi og eru
beinlinis á valdi fangavarð-
anna — sem eru fulltrúar þeirra
manna, sem eiga að halda uppi
lögum og vernda þegnana gegn
misrétti.
Breytilegt er frá einu landi til
annars, hvernig staðið er að
„mannshvörfum”, — jafnvel er
aðferðin breytileg innan sama
lands. t flestum löndum er þó viss
háttur haföur á. I sumum löndum
eru þolendurnir teknir með valdi,
barðir og pyntaðir; i öðrum eru
menn handteknir á lögmætan
hátt, en látnir „hverfa” í varö-
haldi. Stundum finnast lik þeirra
á viðavangi, stundum i fjölda-
gröfun; sum rekur á iand. Stund-
um eru fangar látnir lausir. En
mjög sjaldan komast þeir undan.
Mið-Ameríka
t Guatemalahafa mörg þúsund
manns, sennilega 30.000, „horfið”
siðan 1966. Þeir hafa verið gripnir
án handtökuheimildar og hafa
öryggissveitir og aðstoöarlið
þeirra „dauöasveitirnar” staðið
að verkinu. Nærri allir voru lif-
látnir, lik þeirra fundust i giljum
og skorningum, meðfram vegum
eöa grafin i fjöldagröfum. Þús-
undir voru sýnilega pyntaðar.
Næstum 5000 hafa verið liflátnir
á þennan hátt siðan i júli 1978, er
núverandi forseti, Lucas GAR-
CÍA, hershöfðingi, komst til valda
i þessu riki Mið-Ameriku, sem er
litlu stærra en tsland. Meðal
þeirra eru prestar, kennarar og
námsmenn, lögfræðingar, læknar
og verkaiýösleiðtogar, blaða-
menn og félagsráðgjafar. En
meirihlutinn voru snauðir
borgarbúar eða smábændur.
Saga flestra fanganna, en ekki
allra, endar með aftöku. Sem
dæmi um önnur afdrif má nefna,
að bananaverkamenn frá
Pamaxap, handteknir 1979, voru
látnir lausir nokkru siðar, eftir að
beiðnir um staðfestingu á dvalar-
stað þeirra og varðhaldi höfðu
borist viðsvegar að úr heiminum.
Þeir báru merki grófra pyntinga,
en fundust á lifi reyrðir við tré i
afskekktu fjallahéraði.
Þetta atvik og önnur gefa
nokkra von i málum hinna 615
einstaklinga, sem skráðir voru á
lista yfir „horfna” menn i Guate-
mala siðan Lucas hershöfðingi
kom til valda. Amnesty Inter-
national gaf út nafnalista þennan
i febrúar 1981. A listanum eru
einnig dagsetning og staður hand-
tökunnar, ef vitað var. Amnesty
hefur haldgóöar sannanir fyrir að
hermenn hafi framkvæmt mann-
ránin, og lýsir Amnesty yfir
ábyrgð á hendur guatemölsku
rikisstjórninni.
Meðal þeirra, sem ekki hafa
komið fram er Alaide FOPPA de
Solórzano, 67 ára að aldri, gift og
fimm barna móöir, velmetinn
listgagnrýnandi, skáld, rithöf-
undur og fjölmiðlahöfundur.
Greinar hennar um iistir birtust
vikulega i mexikönsku dagblaði.
Hún var háskólakennari við
Þjóöarháskólann i Mexikó og
stofnandi mexikanska kvenna-
stefnutimaritsins Fem.Hún haföi
komið til Guatemala-
borgar 13. desember 1980 til að
heimsækja gamla og lasburða
móöur sina. Um hádegi 19.
desember, daginn áður en hún
ætiaði til baka til Mexikó, var hún
numin á brott úr bil móður
sinnar, og voru þar að verki menn
vopnaðir vélbyssum. Þeir voru,
að sögn sjónarvotta úr sveit
guatemalska hersins. Guate-
malastjórn neitaði sendinefnd frá
Mexikó um landgönguleyfi i
Guatemala. Nefnd þessi saman-
stóð af menningarmálafólki i
Mexikó, og ætlaði nefndin sér að
rannsaka „hvarf” frú Foppa.
t nágrannarikinu E1 Salvador
var Alberto ENRIQUES gripinn
9. október 1978 og pyntaður i 10
daga. Svo bar til, að honum var
síeppt úr haldi — en það þakkar
nann þrýstihópum um allan heim,
sem brugðust skjótt við.
Svipað og i Guatemala hafa
flestir þeir sem „horfið” hafa i
E1 Salvador siðan 1972 verið lif-
látnir. Næstum daglega finnast
lik á viðavangi, sem bera vitni
pyntinga og sköddunar. Hörm-
ungar þessar gerast á sama tima
og vopnaviðskipti eiga sér stað
milli skæruliða og stjórnarherja,
og hafa skæruliðar einnig stundað
mannrán og morð. En öryggis-
sveitir stjórnarinnar hafa haldið
uppi eigin kerfi til þessara hluta,
og vinna starfsmenn þess að
pyntingum, „mannshvörfum” og
morðum á fólki, sem flest hefur
engin afskipti haft af skæruliðum.
Engin grein hefur verið gerð
fyrirstórum hópi manna, vonandi
eru einhverjir þeirra lifandi á
óþekktum varðhaldsstöðum. Stór
hluti þeirra eru námsmenn og
kennarar, smábændur og félags-
bundnir verkamenn. Sumir eru
gamlir, aðrir á barnsaldri, sumir
voru teknir með foreldrum
sinum, er þeir voru innan við árs-
gamlir. Stundum var fólk gripið i
heimahúsum, i annað sinn á
vinnustað eða i skóla. Sumir voru
á göngu á götu úti, á ferð i strætis-
vagni, sitjandi á bekk i skemmti-
garði. Aðrir voru teknir úr rúmi
sínu á sjúkrahúsi.
Lil MILAGRO Ramirez, 36 ára
gamall lögfræðingur, var hand-
tekin 26. nóvember 1976 i borginni
Sonsonate. Fyrst var hún geymd
bundin á höndum og fótum i járn-
rúmi, með bundið fyrir augun og
nakin. Þrisvar sinnum var hún
vfirheyrð undir áhrifum pento-
þals („sannleikslyfsins”)
Enda þótt yfirvöld hafi neitað
að hafa Lil Milagro i fangelsi,
sást hún i haldi I stöðvum Þjóð-
varðliðsins að sögn fanga, sem
siðar sluppu. Ekkert hefur spurst
til hennar að öðru leyti.
Rómanska Amerika hefur orðið
þekkt fyrir óhæfuverk i „manns-
hvörfum”. Guatemala og E1
Salvador skera sig þó úr meðal
landa þar. Þessi lönd voru meðal
hinna fyrstu sem notuðu kerfis-
bundin „mannshvörf” i heimsálf-
unni og stjórnir þar hafa beitt að-
ferð þessari i stórum stil allt fram
á þennan dag, þótt aðrar stjórnir
hafi dregið mjög úr beitingu
hennar, lagt hana niður eða snúið
sér að hefðbundnari kúgunarað-
ferðum. Yfirleitt hafa „horfnir”
fangar i Guatemala og E1 Salva-
dor verið myrtir á fúlmennsku-
legan hátt, og hlutfall hinna lif-
látnu af heildarfólksfjöldanum er
mjög hátt. I Guatemala búa sex
miljónir manna 1976, en þúsundir
hafa horfið.
Ahrif harmleiksins á einstakl-
inginn eru þó næstum þvi þau
sömu hver sem heildartala hinna
„horfnu” er. Þetta er sigilt og
ræður ekki einu sinni timinn bót á
þvi. Réttur fólks til að endur-
heimta ættingja eða a m.k. vita
fyrir vist um afdrif þeirra, dvinar
ekki þótt yfirvöld láti fleiri
„hverfa”.
Til dæmis i Mexikó hafa Amn-
esty borist færri fregnir af nýjum
,,hvarf”-málum siðan 1979. Milli
1972 og 1979 voru til yfir 400 skjal-
fest mál, hámark þeirra á ár-
unum 1974 til 1977. Oftast eru til
skráðar upplýsingar um dagsetn-
ingu, stað og aðstæður „hvarfs-
ins”. Högg, pyntingar og auð-
mýking virðisthafa verið vanaleg
meðferð. Markmið pyntinganna
var sennilega að fá fram upplýs-
ingar um „skæruliða” eða játn-
ingarum virknisem „skæruliði”.
Vitað er að sum fórnarlambanna
voru liflátia I júli 1979 var hópur
manna látinn laus; hafði þeim
verið haldið i einangrun i marga
mánuði — en fyrir flestum hefur
ekki verið unnt að gera grein.
Stjórnvöld neita allri vitneskju
og visa frá sér allri ábyrgð, þrátt
fyrir sannanir um, að opinberar
öryggissveitir hafi átt þátt i
þessum óbótaverkum. Mann-
ránin voru oftast framain af svo-
kallaðri Hvitu herdeild, sem var
talin annexia Niundu hersveitar-
innar. Þeir sem sluppu sögðu, að
þeim hefði verið haldið föngnum i
herbúðum nr. 1. i Mexikóborg.
Einnig skyröu þeir frá að hafa séö
þar allmarga „horfna”.
Eitt óútskýrðra mála er mál
Juan CHAVES Hoyos. Fæddur
var hann 1958, og var verka-
maður i stálsmiðju, einnig var
hann fulltrúi i samtökum iðn-
verkamanna. Sjöunda eða átt-
unda september 1978 var hann
handtekinn i Mexikóborg, og var
sagðurhafa sést i herbúðum nr. 1.
Þrir fangar, sem leystir voru úr
leynibúðum 1979 þá skýrðu frá að
hann væri enn á lifi 5. júli 1979, en
hann var þá fluttur fangaflutningi
til óþekkts dvalarstaðar.
Suöur-Ameríka
Sunnar i álfunni beittu stjórnir
Chile og Argentinu „manns-
hvarfi” á sjöunda áratugnum til
að ryðja úr vegi andófsmönnum,
hvort sem þeir höfðu beitt valdi
eða ekki.
1 Chilevar á siðasta mál skráð i
árslok 1977. Samt sem áður er
t lok desember 1979 gerðu herinn, þjóðvarðsvcitirnar, lögregian I
Hacienda og ORDEN- sveitirnar sameiginlegt átak til að bæla niður
mótþróa iýmsum héruðum E1 Salvador. Mynd þessi sýnir hálfbrotinn
likama bónda nokkurs i fjöldagröf í San Juan de Opice 27. des. 1979.
Hann hafði „horfið” i Hacienda.