Þjóðviljinn - 19.01.1982, Qupperneq 12
12 SIDA — ÞJÓDVILJINN Þriöjudagur 19. janúar 1982
lliR
!| t
ÚTBOÐ
R ff I
^ >V>
Tilboð óskast i lögn Elliðavogsæðar 3ja
áíanga fyrir Hitaveitu Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Frikirkjuvegi 3 gegn 1500 kr. skilatrygg-
ingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu
vorri miðvikudaginn 17. febrúar n,k. kl. 11
f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
UTBOÐ
Bygginganefnd Seljaskóla
óskar eftir tilboðum i byggingu iþrótta-
húss við skólann. Húsið er byggt úr for-
steyptum einingum og er hér um að ræða
gerð hússins frá botnplötu og til þess að
vera að mestu tilbúið undir tréverk.
Útboðsgögn munu verða afhent á
Fræðsluskrifstofu Reykjavikur, Tjarnar-
götu 12, frá og með þriðjudegi 19. janúar
n.k. gegn 2500.00 króna skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á sama stað og verða
þau opnuð þar 9. febrúar n.k. kl. 11.00 f.h.
Hjúkrunarfélag
íslands
heidur félagsfund i Átthagasal Hótel Sögu
miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30.
Kynntar verða kröfur um sérkjarasamn-
inga og úrslit atkvæðagreiðslu um aðal-
kjarasamning við Reykjavikurborg.
Hjúkrunarfélag íslands.
Hjúknmarforstjóra vantar
að Hrafnistu i Reykjavik, frá og með 1.
april n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf sendist stjórn
Hrafnistu fyrir 15. febrúar n.k.
Stjórnin.
Ibúð óskast
Iðníræðingur óskar eftir einstaklingsibúð
Skilvisum greiðslum og reglusemi heitið.
Upplýsingar i sima 71886, Kristinn Jó-
hannessoa og á auglýsingadeild Þjóðvilj-
ans simi 81333.
Blikkiðjan
Asgarði 7, Garöabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
teirhnjúkur.
Krafla
«• Snœfellsjökull
Oyngjufjöti
Gmbrók
Kverkfjöit
Grimsvötn
Grimsnes'
f Íl-L*
ELDSTÖÐVAR
gossprunga
ayngja
eldkeila
undir jökli
smœrri eldstöd
HRAUN
p.eykjanesskagi
Nefndarálit um Viðlagatryggingu:
Tryggt fyrir
27 mllliarða
„Komiö hefur i ljós i þau skipti,
seni meiriháttar ofviöri hafa
gengiö yfir einstaka landshluta,
aö þeir eru ávallt margir, sem
ekki hafa hagnýtt sér þá trygg-
ingavernd, sem fáanleg er hjá
tryggingarfélögunum gegn slíku
tjóni. Menn hafa í mörg ár, a.m.k.
frá 1960, átt þess kost að kaupa
sérstaka foktryggingu og auk
þess heimilistryggingu og húseig-
endatryggingu, en aliar þessar
tryggingar bæta tjón af völdum
ofveðurs.”
Svo segir i áliti nefndar, sem
heilbrigðis- og tryggingaráðherra
skipaöi i april 1980 til þess að
kanna möguleika á þvi að tryggja
þjóðina fyrir áföllum af rneiri-
háttar náttúruhamförum og jafn-
framt endurskoða lög um Við-
lagatryggingu Islands. 1 nefnd
þessa voru skipaðir Ásgeir Ólafs-
son, forstjóri, Guðmundur Hjart-
arson, bankastjóri, Pétur Stef-
ánsson, verkfræðingur, og Þor-
leifur Einarsson, jarðfræðingur.
Nefndin hefur nú skilað áliti, og
meðal niðurstaðna hennar er, að
tjón af völdum ofviðra hér á landi
séu yfirleitt ekki af þeirri stærð-
argráðu, sem Viðlagatrygging-
unni sé fyrst og fremst ætlað að
mæta og æskilegast sé, að hinn al-
menni vátryggingamarkaður
annist þessar tryggingar.
Alit nefndarinnar er einnig, að
óviða sé eins viðtæk trygging
starfrækt með öðrum þjóðum
sem Viðlagatrygging Islands nú
er. Sú dtfærsla á tryggingasviði
Viðlagatryggingarinnar, sem
nefndin leggur til i frumvarpi til
laga um breytingu á lögunum um
Viðlagatryggingu, byggir á sömu
grundvallarreglum.
Nefndin leggur til, að auk hús-
eigna og lausafjár, sem nú er
tryggt. verði skylt að tryggja eft-
irfarandi: ræktað land,lóðir hita-
veitur, vatnsveitur, skolpveitur,
hafnarmannvirki, brýr, raforku-
virki, sima og önnur fjarskipta-
kerfi. Einnig er lagt til, að inn i
lögin verði sett heimildarákvæði,
sem geri stofnuninni kleift að
tryggj3 frjálsri tryggingu verð-
mæti af ýmsu tagi.
Nefndin lagði mikla vinnu i að
afla upplýsinga um hugsanlegar
vátryggingarfjárhæöir þeirra
mannvirkjaog verðmæta, sem að
ofan eru talin. Niðurstöður sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
nefndin hefur getað aílað og/eða
látið gera áætlun um, eru þessar:
Áætlað verð 31/12 1980
Milj. gkr.
Hitaveitur............232.600
Vatnsveitur............68.000
Skolpveitur............93.100
Raforkuvirki
(áður ótryggt)........531.800
| Simi og önnur
fjarskiptakcrfi .........67.100
Hafnarmannvirki.........193.100
Brýr.....................92.000
Ræktað land
oglóðir.................503.500
Samtais
eða
1.689.200
16.892 milj. nýkr.
Á verðlagi i árslok 1981 má
ætla, að þcssifjárhæð gæti numið
27 miljörðum nýkróna.
Helstu hættusvæði
Nokkru eftir að neíndin tók til
starfa kom til umræðu, að hún léti
gera kort, sem sýndu hvar á land-
inu væri helst hætta á náttúru-
hamförum, er valdið gætu eigna-
tjóni. Töldu nefndarmennirnir, að
slik kort gætu gefið betri yfirsýn
yfir hættusvæðin, en löng lýsing i
rituðu máli. Þorleifur Einarsson,
jarðfræðingur, tók að sér þetta
verk ásamt Guðmundi Ó. Ingv-
arssyni, landfræðingi. Kortið,
sem þessari grein fylgir, er tekið
úr nefndarálitinu, og sýnir eld-
stöðvar og hraun á „nútima”,
eins og jarðfræðingar kalla sið-
ustu 10.000 árin.
1 tillögu nefndarmanna um
frumvarp til laga um breytingu á
lögum um Viðlagatryggingu ts-
lands, er lagt til, að stjórn stofn-
unarinnar verði heimilt að veita
fé til rannsókna og til að styrkja
framkvæmdir, sem ætlað er að
varna tjóni af völdum náttúru-
hamfara. Sérstaklega er bent á,
að yfirlitskort um snjóflóð og
skriðuföll séu fá til og aðeins af
einstaka byggðarlagi. Hér þurfi
vissulega að bæta ' úr og kort-
leggja hin hættulegu svæði.
Nefndarálitið er nú til athugun-
ar hjá rikisstjórninni og liklegt,
að heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra leggi fyrir Alþingi
frumvarptillaga um breytingu á
lögum við Viðlagatryggingu is-
lands, sem byggist á starfi þess-
arar nefndar.
— ast
Athugasemd Matvælarannsókna ríkisins:
Skrif um á-
legg leiðrétt
Vegna fréttar i blaði yöar 12.
janúar viljum við vinsamlegast
biðja yður að birta eftirfarandi
athugasemdir:
Tölur þær, sem nefndar eru i
fréttagrein blaðsins um vissar
niðurstöður á gerlarannsóknum á
kjöti eru réttar svo langt sem þær
ná, en skýringar vantar og fyr-
irvara um túlkun niðurstaðna
með tilliti til forsenda sýnatöku,
um þessi atriði er fjallaö i skýrsl-
unni og útdrætti, en þær koma
ekki fram i fréttinni.
Það mat fréttamanna að:
„álegg er yfirleitt mjög léleg
vara”, er hans mat. Hitt er rétt,
að i kynningu á blaðamannafundi
var bent á, aö sumar tegundir
áleggs hafa komið verr út i mati
en aörar, og var sérstaklega bent
á lambasteig-álegg, sjá neðan-
greinda töflu og töflu nr. XXIII.
tskýrslunni á bls. 12 er bent á:
,,að sjá megi greinilega hækkun á
hlutfalli söluhæfra sýna hjá
unnum og soðnum kjötvörum og
áleggi á undanförnu ári, saman-
bereftirfarandi:
hefur verið i meðferð og fram-
leiöslu matvælanna. Matvæli,
sem metin eru ósöluhæf, teljast
þvi hafa litið sem ekkert
geymsluþol og/ eða að hreinlæti
sé mjög ábótavant eða slæmt.
Aðrar sérhæfðar gerla- eða sýkla-
rannsóknir, svo sem prófun fyrir
stafylokokka, clostridia, salmon-
ella o.fl. gefa svo tilefni til mats-
ins óneysluhæft vegna hættu á
matareitrun eða matarsýkingu.
Að lokum viljum við leiðrétta
þær tölur um fjölda heil-
brigðisnefnda, sem sent hafa sýni
árin 1976—1980, en þær eru sem
hér segir:
1. Neysluvatn:
Alls hafa 70 nefndir sent sýni
eitt ár eða fleiri á þessu timabili,
en 20 öll árin.
2. Baðvatn:
Alls hafa 23 nefndir sent sýni
eitt ár eða fleiri á þessu tímabili,
en 5 öll árin.
3. Matvæli:
Alls hafa 42 nefndir sent sýni
eitt ár eða fleiri á þessu tímabili,
en 7 öll árin.
Hlutfall söluhæft:
Matvælategundir:
1) Unnarog soönar
kjötvörur:
2) Alegg
1976: 1977: 1978: 1979: 1980:
68.2%
31.0%
66.7%
54.4%
71.8%
50.9%
70.2%
64.5%
80.5%
64.6%
Samtals:
1976—1980:
77.3%
54.6%
Bent skal á, aö teljist matvæli
gölluð eða ósöluhæf samkvæmt
gerlafræðilegu mati, sem stofn-
unin vinnureftir,er það: llmatá
geymsluþoli matvælanna og/eða
2) mat á hreinlæti, sem viðhaft
4. Mjólk og mjólkurvörur:
Alls hafa 34 nefndir sent sýni
eitt ár eða fleiri á þessu timabili,
en 4 öll árin.
MATVÆLARANNSÓKNIR
« RtKISINS.