Þjóðviljinn - 19.01.1982, Page 14

Þjóðviljinn - 19.01.1982, Page 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. janúar 1982 Rætt um ný viðhorf í rekstri Þj óðvilj ans Kaöstofna útgáfufélags Þjóö- viljans um rekstur blaösias og ritsjórnarstefnu sl. laugardag var aö mörgu leyti vel heppnuö og þar komu fram ýmis viöhorf í vegar- nesti fyrir forráöamenn blaösins. Kins og vænta mátti vildi þó veröa nokkuö margátta á ráð- stefnunni þcgar rætt var hvaö bæri aö gcra og hvertstcfna ætti. Þjóðviljinn hefur verið traust tapfyrirtæki í 45 ár og það eru flokksmenn Alþyðubandalagsins og forvera þess er hafa haldiö og halda enn útgáfunni á floti með fjárframlögum. A ráðstefnunni var rætt um ýmis ný við- horf i rekstri blaðsins og hlut- verki þess. Fram kom m.a. aö á si. þremur árum hefur Þjóðvilj- inn tapað áskrifendum eftir að hafa verið í sokn fram á seinni hluta siðasta áratugs. Hinsvegar hefur rekstur blaðsins sl. tvö ár gengið bærilega og horfur á að nýliðið ár verði með þeim allra bestu frá upphafi útgáfu Þjóð- viljans árið 1936. Ástæðurnar til þess að sókn blaðsins stöðvaðist voru helst raktar til harðnandi samkeppni og breyttra fjölmiðlunartíma sem Þjóðviljinn hefði ekki náö að aðlaga sig. Þá var talsvert lagt upp úr þvi að hin viðtæka þátt- taka Alþýðubandalagsmanna i risisstjórn og sveitarstjórnum hefði sin áhrif á blaðiö, og það mætti ekki breytast um of i takt viö breytingar á verkefnum Al- þýðubandalagsins, heldur þyrfti það að halda i sjálfstæði sitt. Skiptar skoðanir voru um rekstrarform Þjóðviljans og voru bæöi uppi þau sjónarmið að efla bæri Útgáfu félag Þjóðviljans, safna i það félögum og auka um- svif þess, og aðstefna bæri aö þvi að Alþýðubandalagið yrði Ut- gáfuaöili blaðsins og landsfundur kysi þvi rekstrarstjórn. A ráðstefnunni var greint frá áformum um kaup á setningar- og umbrotstækjum til þess að mæta ákvörðunum Visis og Timans um að hætta eða tak- marka samstarfið i Blaðaprenti. Fram kom að þessa dagna er verið að ganga frá tækja- pöntunum og standa vonir til þess aö hægt verði að hefja setningu Þjóðviljans á neðri hæð Þjóð- viljahússins i vor, en væntanlega mun þaðhafa i för með sér ýmsar breytingar á skipulagi og útliti blaðsins. Þá var og fjallað um þær hugleiðingar sem uppi eru meðal rekstraraðila Blaðaprents um samstarf varðandi filmugerð og prentun. Talsvert var rætt um ýmsa efnisþætti i Þjóðviljanum og um æskilegar áherslur. 1 þvi sam- bandi var það skoðað hvort Þjóð- viljinn ætti fremur að einbeita kröftum si'num að ákveðnum sviðum, eða vera almennt þjónustu- og fréttablaö. Vmislegt fleira bar á góma og verður vaíalaust eitthvað af þvi tiundaö i blaðinu siðar. Framsögu á fundinum höíöu þeir Einar Karl' Haraldsson og Þorbjörn Guðmundsson, en Eiður Berg- mann og Kagnar Árnason skýrðu frá stöðu blaðsins og Blaða- prentsmála. Tveir umræðuhópar störfuðu á ráðstefnunni undir stjórn Alf- heiðar Ingadóttur og Ragnars Árnasonar, og fjallaði annar um rekstur er^ hinn um ritstjórnar- stefnu. Raðstefnustjóri var Vil- borg Harðardóttir, en ráðstefnu- ritarar Sveinn Kristinsson og Jóhannes Harðarson. ÁLÞÝOUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Garðabæ Ariðandi fundur fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.30 i Flataskóla. Dagskrá: 1. Ræddur undirbúningur sveitarstjórnarkosninga. 2. Kosning lulltrúa á lista til bæjarstjórnar. 3. Önnur mál. Ráðstefna um Atvinnumál i Norðurlandi eystra Norðurlandskjördæmi eystra — Atvinnumálaráð- stefna á vegum stjórnar kjördæmisráðsins verður haldin á Húsavik dagana 23. til 24. janúar. Eft- irtaldir málaflokkar verða á dagskrá: 1) Stefna Alþýöubandalagsins i atvinnumálum. 2) Atvinnuástand og horfur I kjördæminu. 3) Möguleikar Iétts nýiönaðar. 4) Stóriönaöur. 5) Iönþróun og verkalýðshreyfingin Frummælendur verða Kjartan Ölafsson, Þröstur Ölafsson, Pétur Eysteinsson og Helgi Guömunds- son. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Sigurði Rúnari Ragnarssyni i sima: 44136 (Reykjahlið) Stjórn kjördæmisráðs. Þorrablót— Húsavík Þorrablót Alþýðubandalagsins á Húsavik verður haldiö laugardaginn 23. janúarog hefst.með borðhaldikl. 19.30.Húsiö opnað kl. 19.00. DAGSKRA: 1) Samkoman sett — Freyr Bjarnason. 2) Alþingismennirnir Guðrún Helgadóttir og Helgi Seljan skemmta með söng og spjalli. 3) Visnasöngur Helga Bjarna og Villa Baldurs. 4) Sigurður Hallmarsson stjórnar fjöldasöng.Veislustjóri er Freyr Bjarnason. Bragi,Siddi og Kalli sjá um fjörið. Félagar úr kjördæminu eru hvattir til aö fjölmenna og taka með sér gesti. Miðapantanir i sima: 41139 — 41761 og 41743 e.kl. 17.00. —Alþýöubandalagsfélagiö Húsávík Þorrablót Akranesi Alþýðubandalgið á Akranesi heldur Þorrablót i Rein laugardaginn 23. janúar n.k. Skemmtunin hefst með borðhaldi kl. 19.45. Húsið opnað kl. 19.30. Veislustjóri verður Sveinn Kristinsson. Fjölbreytt skemmtiatriði: Fjöldasöngur undir öruggri stjórn Jónasar Árnasonar. Diskótekið Disa leikur fyrir dansi. Félagará Akranesiog úr nágrannabyggðum eru hvattir til að koma ogblóta meðokkur Þorra. Miðasala i Rein miðvikudag og fimmtudag frá ki. 20.30—21.30. (Simi 1630) Pantanir einníg i sima 2251 (Gugga). Skemmtinefndin Ólafur Kagnar Grimsson skýrir mál sitt meö tilvitnun I Þjóöviljann I umræöuhóp um ritstjórnarstefnu Liósm. — eik. Úlfar Þormóösson og Ragnar Arnason skýra rekstur Þjóöviljans I umræöuhópi, og af svip þátttakenda verður ekkiráöið að vandamálin séu þrúgandi. — ljósm. — eik. Myndatexti leiðréttur Undir mynd frá forvali Alþýðu bandalagsins i Reykjavik, sem birtist i helgarblaðinu var rangt farið með. Það var ekki Margrét Jónsdóttir sem á myndinni var, heldur Esther Jónsdóttir, vara- formaður og starfsmaöur Sóknar en hún á sæti i kjörnefnd vegna forvalsins. Er beðist velviröingar á þessum mistökum. Afgreióum einangrunar DJast a Stór Reykjavikur, svœdió frá mánudegi föstudags. Afhendum voruna á byggingarst viöskipta ■ monnum aó kostnaóar fausu. Hagkvœmt______ og greiósJuskil málar vió ffestra hœfi. einangrunai ■Hplastið framletdsluvorur p«por«nangrun vkrufbirtar Bor^arneu 1 iimi»j 7370 ' kvökl og hctsartimi 91 7355 Sveinafélag pípulagningamanna Ákveðið heíur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Framboðslistum skal skilað á skrifstofu félagsins, Skipholti 70, fyrir kl. 18.00. Styrkveiting Stjórn Minningarsjóðs Hermanns Har- aldssonar frá Heiöaseli, S.-Þing., hefur ákveðið að veita styrk úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja lömuð og fötluð börn til lækninga og endurhæfingar. Umsóknir ber að senda fyrir 15. febr. n.k. til Sigurðar Magnússonar, framkv.stjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háa- leitisbraut 11-13. Stjórn Minningarsjóðs Hermanns Haraldssonar Útför konunnar minnar, Guðrúnar Steingrimsdóttur Vallargötu 8, Þingeyri sem lést i Landsspitalanum laugardaginn 16. janúar s.l. fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. janúar n.k. kl. 10.30 árdegis. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfé- lag Islands. F.h. vandamanna Ólafur Þ. Jónsson. Alþýðubandalagið á Akureyri Fundir i starfshópum um stefnuákrá vegna bæjarstjórnárkosninga. Miðvikudagskvöld 20. janúarkl. 20.30 verða fundir ihóp um félags-hús- næðis-og jafnréttismál. Formaður Soffia Guðmundsdóttir, og i starfs- hóp um skóla- og menningarmál, æskulýðs og iþróttamál, formaður Sigriður Stefánsdóttir. Fimmtudagskvöld 21. jan. kl. 20.30 halda fund: Starfshópur um at- vinnu- og orkumál, formaður Helgi Guðmundsson, og hópur um skipu- lags- umhverfis- og samgöngumál, formaður Erlingur Sigurðsson. Allir hóparnir eru opnir þeim sem vilja starfa og er skorað á þá til virkrar þátttöku. SPENNUM BELTIN ... alltaf |JUMFERÐAR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.