Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur ?3. janúar 1981. ÞJÓHVILJINN — SÍÐA 3 Styrkjalisti borgarinnar Reykjavíkurborg úthlutar árlega styrkjum til ýmissa fé- lagasamtaka, og i gær var viö afgreiöslu f járhagsáætlunar samþykktur svonefndur styrkja- listi. Hér aö neöan veröur gerö grein fyrir ýmsu þvi sem á honum er: Bókmennta' verðlaun Norð- urlandaráðs: Úrskurd- ur felldur hér í borg í dag í dag verður kveðið uppúr með það hver hiýtur bók- mennta verðlaun Norður- landaráðs i ár og fer at- kvæðagreiðslan fram i Reykjavik. Af tslands hálfu hafa verið lagðar fram ljóða- bók Snorra Hjartarsonar, Hauströkkur, og Undir kal- stjörnu Sigurðar A. Magnús- sonar. Þrjú ljóðskáld önnur eiga verk lögð fram: Ivan Malin- owski (Danmörku), Olav H. Hauge (Noregi) og Werner Aspeström (Sviþjóð). Fimm skáldsögur eru á dagskrá, höfundar þeirr eru P.C. Jer- sild (Sviþjóð), Idar Kristian- sen (Noregi), Cecil Bödker (Danmörku) og Eeva Joen- pelto og Irmelin Sandman- Lilius (Finnlandi). Fulltrúar Islands i nefnd- inni eru þeir Njörður P. Njarðvik og Hjörtur Pálsson. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra, 100 miljónir til byggingar- framkvæmda, iþróttafélag fatlaðra,2 miljónir, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, bygginga- styrkur 14 miljónir, Félag einstæðra foreldra 18 miljónir, Leigjendasamtökin 1,5 miljón, Risið, Tryggvagötu 4 5 miljónir, Neytendasamtökin 1,8 miljón, Krabbameinsfélag Reykjavfkur 5 miljónir, Torfusamtökin til endurbyggingar Bernhöftstorfu 10 miljónir, Siysavarnafélag Reykjavikur 1,6 miljón, Flug- björgunars veitin 1,5 miljón, Hjálparsveit skáta, bygginga- styrkur lOmiljónir, Hestamanna- félagið Fákur v. reiðskóla 1 miljón, KFUM og K 10 miljónir, Skóli Isaks Jónssonar 5,4 miljón- ir, Skóli Asu Jónsdóttur 2,4 miljónir, Landakotsskóli 5 miljónir, Skátasamband Reykja- vikurtil byggingaframkvæmda á Olfljótsvatni 7 miljónir, Útgáfa safns til sögu Reykjavikur 2,5 miljónir, Lúðrasveitir 5,6 miljón- ir, Pólýfónkórinn 2,5 miljónir, Myndhöggvarafélagið 6 miljónir, Alþýðuleikhúsið, sunnandeild 10 miljónir, Nýlistasafniðl,4 miljón, Taflfélag Reykjavikur 6,1 miljón, Reykjavlkurmótið í skák 2,8 miljónir, Reykjanesfólkvangur, til merkingar gönguleiða 8 miljónir, Skógræktarfélag Reykjavikur 6 miljónir, Galleri Suðurgata 7, 1 miljón, Ferðaleikhúsiö 1 miljón Afreks- mannasjóöur 1S1 1,4 miljónir, islenskir ungtemplarar 1,4 miljón, Bandalag kvenna, 1 miljón, Félag heyrnarlausra og Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra 2 miljónir, SAA kennslustyrkur 2 miljónir, Sjálfs- björg, félag fatlaðra rekstrar- styrkur 2 miljónir, Visindasjóður Borgarspitalans 1,5 miljón. Að auki eru nokkrir fleiri aðilar sem fá styrk sem er lægri en ein miljón gamalla króna og svo iþróttafélögin sem njóta styrkja samkvæmt flóknu kerfi eins og ýmis æskulýðsfélög. Verðhækkanir ekki ieyfðar: Auknar eftirlits- feröir í verslanir ,,A bak við þessa hækkun er sú hugsun að bankarnir selji sina þjónustu á sannvirði og jafnframt vonast til þess aö þeir geti lækkað vextina á móti”, sagði Tómas Arnason viðskiptaráðherra i gær en ávisanahefti hækkuðu um 33% I vikunni. Kostar hvert hefti nú 16 krónur i stað 12 króna. Verð- lagning þessarar þjónustu heyrir ekki undir Verðlagsráð heldur undir viðskiptaráðuneytið og sagði Tómas að hækkunin heföi verið samþykkt fyrir áramót. Þá sagði Tómas að menn hefðu notað ávisanir ansi riflega hér á landi og hækkunin væri einnig til þess ætluð að hvetja menn til að nota sparlegar. „Tékkarnir eru dýrir i prentun”, sagði Tómas, ,,og eftir myntbreytinguna er orðið handhægara að vera með lausafé á sér en áður Sem kunnugt er hækkaði opin- ber þjónusta fyrir ármót um 10% og sagði Tómas að einnig hefðu þá verið samþykktar hækkanir á ýmsum fleiri þjónustugjöldum, þeirra á meðal fyrrgreind hækk- un á tékkheftum. Hins vegar sagði hann að það væri óæskilegt að þessi hækkun kæmi ekki fram fyrren nú þegar engar verðhækk- anir væru leyfðar. Aðspurður um hvort fleiri hækkanir væru á döfinni sagði Tómas, að þegar veröstöðvunar- „strik” væri dregið.eins og gert var um ármót, væru ýmis mál eðlilega óafgreidd og á misjöfnu stigi. Allt væri i fullum gangi og verðbólgan um og yfir 50% og þvi vissum erfiðleikum bundið aö stöðva allar hækkanir. Hvert ein- stakt mál yrði skoðað vandlega og Verðlagsstofnun og rikis- stjórnin yrðu siðan að meta hvort óhjákvæmilegt væri að leyfa hækkun, annars yrði það ekki gert. I efnahagsáætlun rikisstjórnar- innar eru ætlaðar 10 miljónir gamalla króna til eftirlits með að verðstöðvunin verði haldin. Tómas sagðist hafa haldið fund með forystu Neytendasamtak- anna og Verðlagsstofnun um hvernig að þessu eftirliti skyldi staðið og yrði það m.a. gert með auknum eftirlitsferðum i verslan- ir. — AI ® ÚTBOÐfP Tilboð óskast i framleiðslu á einkennisfötum, frökkum, húfum og vinnufatnaði, fyrir starfsmenn Reykjavikur- borgar, þ.e. slökkviliðsmenn, stætisvagnastjóra og hafn- sögumenn. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri á Frikirkjuvegi 3. Tilboð veröa opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. febr. n.k. kl. I4e.hád.. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 rHvað segja þau um ] Gervasonimálið nú? l.oksins er fundin endanleg lausn á máli franska óskar þess. Þjóöviljinn baðnokkra þeirra sem lögöu flóttamannsins Patricks Gervasoni. Honum hefur málstaö Patricks Gervasoni liö, meðan hann verið veitt dvalarleyfi i Danmörku i sex mánuði og dvaldist hér á landi,aö segja álit sitt á þessum ef allt fer eins og áætlað er á ekkert að vera þvi til málalyktum. fyrirstöðu að hann fái að vera þar áfram ef hann Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir: Blygðast múi íyrir landann „Auðvitað gleðst ég yfir þvi að lausn skuli vera fundin á máli Gervasoni”, sagði Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður Starfsmannafélagsins Sóknar, þegar Þjóðviljinn bað hana að segja álit sitt á endalok- um Gervasoni . Aðalheiður var i hópi þeirra fjölmörgu sem hvað eftir annað lagði sitt af mörkum til að stuðla að þvi að Gervasoni fengi landvistarleyfi hér, þó að það kæmi fyrir litið. „Hitt er svo annað mál”, sagði Aðalheiður, „að ég blygö- ast min fyrir landa mina. Það Aðaiheiður Bjarnfreðsdóttir kom fram i sjónvarpsþættinum um flóttafólk nú fyrr i vikunni að sumir töldu eðlilegt að viö værum i NATO. Þaö sýnir hættulegan undirlægjuhátt gagnvart NATO. Danir eru i NATO og hjá þeim er herskylda. Samt kjósa þeir að láta mann- úöarsjónarmið ráða og veita Gervasoni rýmri réttindi en farið var fram á. Þaö hefur viöa komið fram, bæði i nafnlausum greinum i blöðum og þeim sem skrifaðar eru undir nafni, ómengaður fas- ismi, kynþáttafordómar og þjóðernisrembingur. Mér sárn- ar að þessi ungi verkamanns- sonur er látinn gjalda þess að hann er hrakningsmaður. Þaö kom fram i sjónvarpinu að hér eru Frakkar sem eru að vinna til að losna undan herskyldu, en þeireru með góða menntun og koma að lfkindum frá góðum fjölskyldum, þvi aðrir njóta vart menntunar. Mér finnst sár- ast að þessi hugsunarháttur skuli vera rikjandi hjá fólki sem maður hélt vera gott fólk. Ég vona að baráttan fyrir málstað Gervasoni hér hafi átt sinn þátt i góðum málalokum og vona að unga fólkið sem fékk kannski i fyrsta sinn kalda gusu framan i sig; við sem eldri erum höfum lent i sliku áður; að það taki upp virka baráttu fyrir þá tslendinga sem kunna aö vera i svipaðri stöðu og Gervasoni.” —ká. Örnólfur Thorsson: Mannúð þar en lög- krókar hér örnólfur Thorsson var einn þeirra stuðningsmanna Gerva- soni sem vann að framgangi mála hans allt frá þvi að Gerva- soni kom til Reykjavikur i byrjun september. Þjóöviljinn bað örnólf aö segja álit sitt á þeim úrslitum sem nú liggja fyrir. „Ég er mjög ánægður með þessi málalok, úrslitin verða ekki túlkuð öðru visi en sem fullur sigur fyrir Patrick og málstað hans, þó að Danir hafi ekki viðurkennt hann sem póli- tiskan flóttamann. Það er athyglisvert að Danir láta það ekki aftra sér að þeir eru bandamenn Frakka i NATO og Efnahagsbandalagi Evrópu, Örnólfur Thorsson það hindraði þá ekki i að taka af skarið. Þeir hengdu sig ekki i lagakróka eins og kollegar þeirra hér, ekki heldur það að Patrick hafði dvalið i Dan- mörku ólöglega i langan tima. Þeir lita fram hjá þessum atriöum og afgreiða málið á grundvelli mannúðarsjónar- miða. Ég held ekki að afskipti islenskra stjórnvalda hafi ráöið úrslitum, heidur sá viðtæki stuðningur sem hann hlaut i Danmörku og sem náði langt út fyrir raöir vinstri manna. Hann hlaut stuðning menntamanna, presta og þingmanna. Það er einkar fróðlegt að bera saman viðbrögð kirkjunnar manna i Danmörku og hér. Viö leituðum stuðnings frá islensku þjóð- kirkjunni i fjóra mánuði en fengum ekki, en þaö stóð ekki á þeim dönsku. Eg er ánægður, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Islend- ingar sendu Patrick úr landi eins og hvern annan glæpamann i lögreglufylgd. Þessi málalok ættu að verða mönnum um- hugsunarefni og við ættum ekki að gleyma þeim viðbrögðum sem hér komu fram. Þau voru sum hver angi af útlendinga- hatri, kynþáttafordómum og fasisma. Það var sagt i sjónvarpinu að við hefðum verið i erfiðri að- stööu vegna aðildar að NATO; það virðist ekki há Dönum. Viö mættum gjarnan ihuga það og draga okkar lærdóma af þvi. —ká Guðrún Helgadóttir alþingismaður: / Anægð með lausn málsins Guðrún Helgadóttir alþingis- maður hafði þetta að segja um endalok Gervasonimálsins: Ég lýsi ánægju minni með að IGervasoni skuli loksins vera bú- inn að fá landvistarleyfi. Þetta mál var þess virði að berjast fyrir þvi, en Gunnar Thorodd- sen hafði reyndar áður tryggt að Gervasoni yrði ekki sendur til Frakklands. Mér finnst þessi lausn málsins sýna að það eru greinilega til skynsamir stjórn- málamenn bæði á Islandi og i Danmörku. —ká Guðrún Helgadóttir Alþýðubandalagið: Opnir fundir Alþýöubandalagið heldur opna fundi Á Siglufirði laugardaginn 24. janúar kl. 15. i Alþýðuhúsinu Á Sauðárkróki sunnudaginn 25. janúar kl. 15 i Villa Nova Ragnar Arnalds fjármálaráð- hcrra og Sigurjón Pétursson borgarfulltrúii Reykjavik koma á báða fundina. Fundir verða haldnir á næstunni á tsafirði, Húsavik, Egils- stöðum, Keflavik og Selfossi. Fundartimi og fundarstaðir auglýstir siðar. Ragnar Arnalds Sigurjón Pétursson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.