Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. janúar 1981. Föstudagur 23. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Fyrir rúmum áratug gekk yfir heiminn bylgja andófs og upp- reisna sem kennd hefur veriö viö stddenta. Nokkru áöur var komin upp i Bandarlkjunum hreyfing fólks sem kallaöi sig hippa, fólks sem vildi lifa frjálst, hlusta á sfna tonlist I friöi, gera þaö sem þvl sýndist og haga llfi slnu á annan hátt en hinn viöurkenndi amerlski draumur sagöi til um. Þessi bylgja var viöbragö viö Viet- namsstriöinu, neyslukapp- hlaupinu og þvl aö ungt fólk vildi ekki vera neinir fyrirmyndar amerikanar I köflóttum buxum eöa meö blómahatt. Eitt einkenni þessarar uppreisnar unga fólks- ins var neysla flkniefna. Allt var prófaö, þaö var svo róttækt aö reykja hass og marihjúana, svo mikil uppreisn gegn kerfinu aö neyta LSD o.s.frv. Neysla cana- bisefna breiddist óöfluga út, ekki aöeins um Bandarikin heldur einnig Evrópulönd. Þvi var haldiö fram af þeim sem létu plp- una ganga aö reykingar canabis- efna væru miklu hættuminni en venjulegar reykingar og miklu skárri en brenniviniö. Reykingar canabisefna aukast stööugt, en jafnframt eru afleiöingarnar aö koma I Ijós, ungt fólk streymir inn á geösjúkrahúsin f Í 1%“« > ■ niöurstööur rannsókna á neytend- um á Vesturlöndum og þær sanna þaö sem löngum var vitaö. Varanleg áhrif á geðheilsu í skýrslu sinni dregur land- læknir saman niöurstööur bandariskra heilbrigöisyfirvalda um hættur þær sem stafa af stööugri neyslu canabisefna. Þar er fyrst upp talið, aö canabisefni hafi varanleg áhrif á geðheilsu fólks. NU leitar fólk á aldrinum 30—40 ára f siauknum mæli til geösjUkrahUsa meö einkenni um geöklofa eöa heilarýrnun sem rakin eru til canabisreykinga. Þá fylgja canabisreykingum breyt- ingar á persónuleika, fólk dregur sig I hlé frá daglegum önnum, tekst ekki á við vandamálin og á erfitt meö aö taka ákvaröanir. Nærminni versnar, m.a. hefur komiö í ljós aö canabisneytendum gengur illa í skólum, ástæöan er sU aö minni versnar og skilningur sljóvgast. Canabisneysla dregur Ur framleiöslu kynhormóna og þar meö minnkar kyngeta. Tlöa- hringur kvenna raskast. Þá inni- heldur canabisreykur meira af krabbameinsvaldandi efnum en tóbaksreykur. I sænska læknaritinu segir aö eitt hiö alvarlegasta viö canabis- reykingar unglinga sé aö þeir þroskast ekki eins og aörir. Þeir svífa hálfsofandi gegnum sin ung- lingsár. veröa áfram barnalegir og ósjálfstæðir. Þá er þvl bætt viö að canabis sé eiturefniog þaö geti veriö fyrsta skrefiö til notkunar sterkari efna. Krakkana langar aö ,,prófa”eitthvaö sterkara og það gefur haft alvarlegar af- leiðingar. „Allir sjUklingar sem koma til okkar vegna neyslu sterkra eiturlyfja segjast hafa Reykingar á canabis- efnum Stórhættulegar heilsunni Inn á geðsjúkrahúsin NU tfu árum siöar hafa heilbrigðisyfirvöld lagt fram staðreyndir sem staöfesta þaö sem löngu var vitaö, reykingar canabisefna aö staöaldri eru stór- hættulegar heilsunni. Unga fólkiö sem taldi sig svo róttækt fyrir tlu árum er aö skila sér inn á geösjUkrahUsin, róttæknin viröist alveg fyrir bl, enda fylgir reyk- ingum aögeröarleysi og sljótt hugarfar, sem aldrei getur orðiö að liöi I baráttunni fyrir betri heimi. Allan þann tima sem liöinn er frá því aö hippar gengu um hamingjusamir og friösamir meö blóm I hári, hafa reykingar veriö aö breiöast Ut. I Bandarikjunum óx fjöldi þeirra sem reykja aö staðaldri, á aldrinum 12—17 ára úr 6% 116% áriö 1977. NU er taliö aö I sumum rikjum bandarikj- anna reyki milli 20 og 30% skóla- nema aö staðaldri. I Danmörku og Svlþjóð er bent á svipaöa þróun. I timariti sænska læknafélagins nr. 48, 1980 segiraökannanirbenditilþess að 25—30% skólanema I Svlþjóö hafi prófaö að reykja og um 17% þeirra 18 ára pilta sem skráöir hafa veriö til herþjónustu hafa einhverja reynslu af neyslu cana- bisefna. I Svlþjóö er lagt hald á um 800 kg. af hassi á ári hverju, en yfirvöld telja fullvist, aö þaö sé aöeins brot af þvi sem berst inn I landið. A siöustu árum hefur ver- iö komiö upp um stóra smygl- hringi og þaö sem meira er: h eroninneytendur fjármagna neyslu slna meö þvl aö selja canabisefni. Veltan 12-20 miljarðar dollara I sænska læknaritinu segir að sú heimspeki sem upphaflega lá að baki reykinganna (eins konar friöarstefna) sé Iöngu horfin, nú sé reykt til ,,að vera meö” og af þvl aö I ákveönum hópum þykir Neysla canabiseina á Islandi flntaö sljóvga sig, ná sér niöur og losna þannig við aö takast á viö vandamálin. Margir fyrrverandi hippar reykja hass þegar þaö er I boöi, það er fyrir þá líkt og þegar öðrum er baðiö I glas. Þaö hefur Niðurstöður frá Banda- ríkjunum og Svíþjóð benda allar í sömu átt sljóvgandi áhrif, en þeir hugsa: Þetta er ekkert hættulegt. Auk -þess „hafa þeir heyrt”, aö þaö eigi aö lögleiöa hass. I Bandarikj- unum hafa yfirvöld horft framhjá vandamálinu, en bar er talið aö veltan I hinni ólöglegu marijuanasölu sé 12—20 mil- jaröar dollara á ári. Talið er aö hassneysla sé viða veruleg hjá fólki á aldrinum 10—30 ára, ekki bara meðal „tötralýösins i drullugu gallabux- unum, meö slöa háriö”, heldur einnig meðal fólks sem dags dag- lega stundar slna vinnu og sker sig ekki Ur á nokkurn hátt. Canabisefni hafa veriö flokkuö Marijuana þótti sjálfsagt I öllum samkvæmum og á rokkhátlöum I Bandarikjunum, nú nær neyslan jafnvel til 10 ára gamalla krakka. meö eiturlyfjum frá þvi I byrjun þessarar aldar og var þaö fyrir tilstilli Egypta sem þau komust á skrá, en I Austurlöndum hafa skaðleg áhrif efnanna veriö þekkt I aldaraöir. NU fyrst liggja fyrir Frá dögum hippahreyfingarinn- ar, I uppreisn gegn hinu venjubundna. Þrjátíu „Ekki varö verulega vart viö canabisneyslu hér á landi fyrr en eftir 1970 og má þvi búast viö aö vananeytendur fari aö berja aö dyrum geösjúkrahúsa.” Þannig kemstlandlækniraðoröil skýrslu sem hann hefur tekiö saman um hættur af völdum canabisefna. Frá því aö flkniefnadómstóllinn var stofnaöuráriöl974 hafa tekist þar 1357 ddmssættir þaraf um 230 dómar á síðasta ári á nýliönu ári. Dómar á sl. ári voru um 30 og hlutu flestir fangelsis- dóma. Hjá flkniefnadómstólnum fengust. þær upplýsingar aö af- greiöslum mála hafi farið jafnt og þétt fjölgandi.aö meðaltali hefðu veriö kveönir upp milli 15-20 dómar á ári, en áriö 1980 fjölgaði þeim verulega. Fyrstu árin komu canabisefni einkum frá Kaup- mannahöfn, en hin slöari ár er Holland oröiö miöstöö dreifingar og þangaö er fariö I innkaupaleiö- angra. Lögreglumaöur sem blaöa- maöur talaöi viö sagöist telja aö þróunin hér á landi væri svipuö og erlendis, neysla canabisefna færi vaxandi og væri aö færast niöur aldursstigann. Canabisefnin ber- ast hingaö jafnt og þétt og þegar á kostnaöarhliðina er litiö þá er byrjað I hassinu”, segir Kerstin Tunving læknir viö Sankti Lars geösjúkrahúsiö I Lundi I grein sænska læknablaösins. Hver er orsökin? 1 framhaldi af þessum niður- stöðum segir bæöi i skýrslu bandarlsku heilbrigöisþjónust- unnar og sænsku greininni, aö þaö þurfi aö snUa vörn I sókn, veita auknar upplýsingar og hefja her- ferö gegn canabisreykingum. Þaö er bent á aö refsingarþurfi aö heröa, en þaö er ekki vikið aö þeirri spumingu hvers vegna unglingar leita tildeyfilyfja,hvers vegna fólkleggur út 1 lifsflóttann, enda eru þar á feröinni stór sam- félagsleg vandamál sem ekki er á færi heilbrigöisyfirvalda aö leysa. Þau leiða hugann aö gerö samfélagsins og þvi umhverfi og llfi sem ungu fóltó er boöið upp á. Meöan ungu fólki finnst llfiö tilgangslaust, vinnan leiöingleg og hefur gefiö upp alla von um breytingar á kreppunni og at- vinnuleysinu sem gengiö hefur yfir Vesturlönd undanfarin ár, þá er ekki góös að vænta. Ef raun- verulegum orsökum er ekki gef- inn gaumur og eitthvaö gert, heldur hassreykurinn áfram aö liöast upp I loftiö þar sem ungt fólk er saman komiö. — ká feröakostnaöurinn viö aö sækja efnin aöeins hluti af gróöanum sem fæst ef smygliö heppnast. Þeirri spurningu hvort eitthvaö bærist hingað af sterkari efnum svaraöi lögreglumaöurinn þvl til að aöeins örlaöi á þvi, og ýmsar sögusagnir væru á kreiki sem erf- itt væri aö fá staöfestar. Eftir þvi sem blaöamaöur komst næst hefur ekki veriö gerö nein könnun á neyslu canabisefna hér á landi, en eins og áöur segir telja þeir sem vinna viö rannsókn flkniefnamála aö þróunin hér sé svipuö og annars staöar. —ká á dagskrá Til þess að skapa 4000 atvinnutækifæri í orkufrekum iðnaði þarf því að reisa orkuver sem geta framleitt 8000 gígawattstundir á ári. Orkunotkun ✓ Islendinga á s.l. ári nam um það bil 3000 gígawattstundum Helgi Guðmundsson Akureyri Iðnaður eða út- sala á raforku Um slöustu helgi var haldin á Akureyri ráöstefna um orkubú- skap og orkufrekan iönaö á veg- um Fjóröungssambands Norö- lendinga. Málshefjendur voru ýmsir sérfræöingar úr kerfinu og menn sem nú vinna aö þvi aö undirbúa ákvarðanatöku um staöarval fyrir orkufrekan iönaö. Telja veröur aö á ráöstefnunni hafi veriö saman komiö þaö mannval fyrirlesara sem nægir til þess aö viöfangsefninu hafi veriö gerö allýtarleg skil frá hinum ýmsu hliöum. A hinn bóg- inn er einnig ljóst aö um orku- frekan iönaö var aö litlu leyti fjallaö Ut frá sjónarhóli þeirra sem lagt hafa áherslu á þá fjöl- mörgu vankantasem sllkum iðn- aöi fylgja s.s. mengun, efnahags- lega og félagslega röskun sem stofnun fyrirtækja i slíkum iðnaöi kann aö hafa I för meö sér. Hins ber þó að geta aö ekki voru þau sjónarmiö meö öllu sniögengin þar sem talsmenn staöarvals- nefndar iönaöarráöuneytisins um orkufrekan iönaö, lögöu áherslu á, að þau vandmál vægju þungt þegar meta skyldi gildi staöa fyrir orkufrekan iönaö. NU er auövitaö ljóst aö orku- frekur iönaöur og orkufrekur iön- aöur er ekki eitt og hiö sama. Þar koma fiölmörg atriði til umhugs- unar. Ekki einasta umfang starfseminnar og orkunotkunin, heldur hvaö er framleitt á hverra vegum og til hvers, auk þeirra sjálsögöu atriöa sem lUta aö' mengun og umhverfisvernd. An þess aö talsmenn iönaöar- ráöuneytisins veröi vændir um aö vera sérstakir baráttumenn fyrir orkufrekan iönaö, veröur aö telja aö þeir hafi lagt upp máliö á þann hátt, aö reikna meö aö orkufrekur iönaöur sé I miklu fleiri tilvikum hagkvæm fjárfesting en hitt. Meöal málshefjenda var Jón Sigurðsson forstjóri Grundar- tangaverksmiöjunnar. Hann ræddi um samstarf viö erlenda fjármagnsaðila um uppbyggingu stóriönaöar I Islandi. Hann skóf ekki utan af meiningum slnum. Þar fór ekkert á milli mála. „Hvert ár sem llöur I aðgeröar- leysi er tapaö” sagöi hann og hvatti til aö öll tækifæri væru notuö til aö koma orkunni I verö sem allra fyrst. Ekkiá aö hika viö aö fórna því, sem hann kallaði skammtímahagsmuni I raforku- veröi, fyrir langtlma ávinning. Hann ræddi einnig Straumsvikur- samningana og fullyrti aö álveriö hafi aldrei veriö annaö en jákvætt innleg Ilslenskt efnahagsllf þó aö ekki sé nein kúnst aö vera vitur eftir á í sllku máli, og benda á gallana. Ætla má af máli Jóns Sigurös- sonar, aö Islendingar veröi aö hella sér úti fjárfestingu I orku- frekum iönaöi nú þegar, og koma raforkunni I verö sem allra fyrst, ella sé hrein vá fyrir dyrum i is- lensku efnahagsllfi. Sllk fjárfest- ing beinllnis forsenda fyrir efna- hagslegum framförum og stööugu verölagi. Fram til þessa hafi nær öll fjárfesting veriö óaröbær en enginn vafi sé hins vegar á aö fjárfesting I orkufrek- um iönaöi sé afar hagkvæm og skynsamleg. Þess skal og getið, aö Jón Sigurösson lagöi rlka áherslu á, aö Islendingar ættu aö eiga sjálfir meirihlutann I fyrir- tækjum I orkufrekum iönaöi öör- um en álverum, og aö fjár- mögnunin ætti fyrst og fremst aö vera meö innlendum sparnaöi. Okkur væri tæpast kleift aö eiga sjálfir álverin vegna hins gifur- lega kostnaöar sem væri viö byggingu þeirra. Allur er þessi málflutningur hinn kostulegasti, séu dregnar saman aörar upplýsingar, sem fram komu á ráðstefnunni og bornar saman við þá dæmalausu tiltrú sem Jón Sigurösson og margir fleiri hafa á hagkvæmni orkufreks iönaöar og sölu á raf- orku til hans. Þaö skal tekiö fram aö ekki er ástæöa til aö vera ósammála Jóni og skoöanabræörum hans um hagkvæmni orkufreks iönaöar, frá sjönarmiöi hinna erlendu fjárfestingaraöila, þaö er áreiöanlega hárrétt sem fram kom I máli hans, aö þeir aöilar meta fjárfestingaráform sln út frá þvl hvar best er boðið. Sé máliö hins vegar skoöaö frá sjónarhóli Islendinga sem litiö geta lagt annaö til þessarar vinnslu (a.m.k. ef um einhvers- konar málmvinnslu er aö ræöa) annaö en orku/landrými og vinnu- afl, þá staöfesta upplýsingar, gefnar á ráöstefnunni, svo sannarlega aö annaö er upp á ten- ingnum. Samkvæmt upplýsingum Finn- boga Jónssonar deildarstjóra I iönaöarráöuneytinu, má gera ráö fyrir aö I orkufrekum iönaöi sé orkunotkunin á hvern starfsmann um þaö bil 20 gigawattstundir á ári, en I almennum iönaöi sé orkunotkunin ekki nema einn hundraöasti hluti þess, eöa 0,02 gigawattstundir. Til þess aö skapa 4000 atvinnutækifæri I orkufrekum iðnaöi þarf þvl aö reisa orkuver sem geta framleitt 8000 gigawattsstundir á ári. Orkunotkun Islendinga á sl. ári hefur numiö u.þ.b.3000 glgawatt- stundum. Þetta þýöir aö orku- vinnslan þarf aö veröa nærri þreföld á viö þaö sem hún var 1980, ef þessi atvinnutækifæri eiga aö fást 1 sllkum iönaöi. Samkvæmt endurskoöaöri mannfjöldaspá sem gerö hefur veriö af byggöadeild Fram- kvæmdastofnunar og Bjarni Einarsson kynnti á ráöstefnunni, veröur aö reikna meö aö á árinu 1988 þurfi atvinnutækifærum aö hafa fjölgað frá þvl sem þau voru 1978 um ca 29000 störL Sam- kvæmt reynslu undangenginna ára, má gera ráö fyrir aö 73% starfanna fari I þjónustugreinar, afgangurinn I framleiðslugreinar Ef viö sföan ákveöum aö liölega helmingurinn af störfunum i framleiðslugreinum veröi I orku- frekum iðnaöi þá veröa þaö um 4000 störf. Til þess aö skapa hin- um helmingnum störf i almenn- um framleiösluiönaöi þarf ekki nema einn hundraöasta hluta þeirrar orku sem notuö er i orku- frekum iönaöi. Sé litið á máliö frá sjónarmiöi orkusalans þá er ljóst aö nær útilokaö er aö fá hærra verö fýrir orkuna til stóriöju en sem nemur framleiðslukostnaö- inum einum. Orkuver sem reist er meö orkusölu til stóriöju I huga skilar ekki aröi nema af þeim hluta orkusölunnar sem fer til annarra nota. Þess utan má svo benda á aö veröiö fyrir orkuna til Straumsvfkur er langt undir framleiöslukostnaöarveröinu, og væntanlegir orkukaupendur á þessu sviöi eru haröir i horn aö taka og deila ekki út ölmusum. Þaö er þess vegna alveg ljóst aö staöhæfing Jóns Sigurössonar, um hagkvæmni orkufreks iön- aöar, er ekki annaö en afar illa rökstudd fullyröing sem ekki fær staöist ef máliö er grandskoöaö frá sjónarhóli Islendinga sem orkuframleiöenda. Nú er auðvitað nauösynlegt aö gera upp viö sig hvort orkufrekur iönaöur komi alls ekki til greina af þeim ástæöum sem aö framan eru raktar. Þvl má hiklaust slá föstu og kemurvístengum áóvart aö orku- salatilsllks iönaöar sé firnalega óhagstæö og komi ein sér ekki til álita. Hins vegar getur ýmis- konar orkufrekur iönaöur veriö fullkomlega eölilegur og sjálf- sagöur ef hann er tekinn sem hluti af lausn annarra atvinnumála. Þannig sýnist koma fullkomlega til greina aö stofna til eldsneytis- vinnslu hér á landi þó að hvert starf i slíkri vinnslu kosti óhemju fjárfestingu, einfaldlega vegna þess að meö þvl værum við aö losa okkur viö eldsneytisinn- flutninginn aö öllu eöa nokkru leyti. Þá kemur væntanlega einnig til álita að hefja vinnslu á einhverjum þeim efnum, sem til eru I landinu, og einnig innflutt- um, ef þaö getur aftur leitt til mannfrekari úrvinnsluiönaðar. Aö ekki sé talað um framleiöslu áburöar I landinu, sem allir telja vonandi sjálfsagöa. Þær vangaveltur sem hér hafa verið settar á blaö eru enginn nýr sannleikur um þennan málaflokk, og skiljanlega er fjölmargt ósagt sem ástæöa væri til aö fjalla um. Ráðstefna Fjóröungssambands Norölendinga var hins vegar aö því leyti hin merkasta, aö þar komu fram upplýsingar úr ýms- um áttum sem sannarlega benda ekki til þess aö orkusölupostul- amir og álagentarnir geti stutt áróöur sinn marktækum efna- hagslegum rökum, svo ekki sé nú minnst á aöra þætti. Hlutskipti Jóns Sigurössonar var i reynd næsta kyndugt. Hann hélt vel unna og markvissa ræöu sem innihélt samfelldan lofsöng um ágæti stóriöjunnar. I ráöstefnulok neyddist hann hins vegar til aö viöurkenna aö tapiö á Grundar- tangaverksmiöjunni á sl. ári myndi veröa 2—2,4 milljaröar gamalla króna. Ahyggjur haföi hann ekki stórar af því. Einhvern tlma I framtíöinni mætti vænta betri tlöar í þeim efnum. Innlegg ann- arra sérfræöinga um þennan málaflokk var I reynd rökstuön- ingur gegn fullyröingum Jóns um efnahagslegan ávinning af stór- iöjusamningunum, og slöast en ekki slst komu svo mannfjölda- spár Framkvæmdastofnunar seni afdrifarík staöfesting á þvi aö fjárfesting I stóriöju og orkuver- um tengdum henni leysir aldrei þann vanda sem viö Islendingum blasir á næsta áratug I atvinnu- málum. Til þess er hvert starf i þeim iönaöi einfaldlega allt of dýrt til aö veröa samkeppnisfært viö almenna iðnvæðingu. Ak„ 18.1. ’81.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.