Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJIN'N Föstudagur 23. janúar 1981. Verkamannafélagið Dagsbrún 75 ÁRA i tilefni 75 ára afmælis Dagsbrúnar verður opið hús og veitingar i Lindarbæ sunnu- daginn 25. janúar frá kl. 3—6 e.h., fyrir Dagsbrúnarmenn og maka þeirra og vel- unnara félagsins. Stjórn Dagsbrúnar. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i smiði á festihlutum úr stáli fyrir dreifilinur. Útboðsgögn nr. 81001 verða seld á skrif- stofu Rafmagnsveitna rikisins að Lauga- vegi 118 Reykjavik á kr. 50 frá og með föstudeginum 23. janúar 1981. Tilboð verða opnuð á skrifstofu okkar föstudaginn 13. febrúar kl. 14.00 að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Rafmagnsveitur rikisins. Dagkennsla i Fellahelli: Leikfimi, Enska Athugið: Barnagæsia á staðnum. Kvöldkennsla i Breiðholtsskóla Enska, Þýska Upplýsingar i sima 12992 og 14106. LAUSSTAÐA: Staða lektors i tannvegsfræðum i tann- læknadeild Háskóla íslands er laus til um- sóknar. Staðan verður veitt til þriggja ára. Laun samkvæmt iaunakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 20. febrúar n.k. Menntamálaráðuneytið, 19. janúar 1981. Akerrén-styrkurinn 1981 UrBo Xkerrén, læknir i Sviþjóð, og kona hans tilkynntu islenskum stjórnvöidum á sinum tima, að þau hefðu i hyggju aö bjóöa áriega íram nokkra fjárhæð sem ferða- styrk handa islendingi er óskaöi að fara til náms á Norðurlöndum. Hefur stykrurinn veriö veittur nitján sinnum, i fyrsta skipti vorið 1962. Akerrén-ferðastyrkurinn nemur aö þessu sinni 1.500 sænsk- um krónum. Umsóknum um styrkinn, ásamt upplýsingum um náms-og starísleril, svo og staðfestum afritum próf- skirteina og meðmæla, skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 1. mars n.k. I umsókn skai einnig greina, hvaöa nám umsækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlöndum. — Umsóknar- eyðublöö fást i ráðuneytinu. .Menntamálaráðuneytið 20. janúar 1981. Hvernig er hægt að spara rafmagn? Þvottavél og þurrkari 1. Fyllum þvottavélina. 2. Sleppum forþvotti. 3. Tökum heitt vatn inn á vélina ef hægt er. , 4. Veljum lægra hitastig. 5. Kynnum okkur þá möguleika sem þvottavélin býður upp á. 6. Þurrkum á snúru ef hægt er. 7. Notum þeytivinduna. 8. Fyllum þurrkarann hæfilega. 9. Ofþurrkum ekki. 10. Hreinsum siu þurrkarans. 1. Þvottavélin notar svo til jafn mikla raforku hvort heldur hún er full af þvotti eða hálf. Fyllum þvi vélina eftir þvi sem segir i leiðarvisi og þvo- um sjaldnar. 2. Ef þvotturinn er ekki mjög ó- hreinn er hægt að sleppa for- þvotti, við það minnkar raf- orkunotkunin um 20%. 3. A hitaveitusvæðum er hag- kvæmt að taka heitt vatn inn á vélina ef vatnsgæði og vélar- gerð leyfa, þvi þá þarf ekki að hita vatnið með rafmagni i vélinni. 4. Ekki er ástæða til að þvo alltaf á hæsta hitastigi sem þvottur- inn þolir, heldur láta óhrein- indin i þvottinum ráða. Raf- orkunotkun þvottavélar sem tengd er við kalt vatn er við niutiu gráðu heitan þvott um 3 kWh, við 60 gr. C um 2 kWh og við 25-40 gr. C um 1 kWh. 5. Þvottavélar bjóða upp á mjög fjölbreytta möguleika, sem of langt yrði að telja upp hér. Kynnum okkur þvi leiðarvis- inn. Nefna má að sumar teg- undir eru með sparnaðarkerfi sem rétt er að nota þegar vélarnar eru ekki fylltar. 6. Það fer betur með þvottinn að þurrka á snúru. Þurrkari not- ar hverju sinni um 3 kWh. Mikla orku má spara með þvi að þurrka á snúru. 7. Aður en þvottur er settur i þurrkara er best að þeyti- vinda hann vel. Þvi betur sem þvottur er undinn þeim mun styttri verður þurrktiminn og orkunotkunin minni. 8. Fylgjum leiðarvisinum þegar sett er i þurrkarann. Litill þvottur veldur þvi að heita loftið fer of hratt i gegnum hann. Við of mikið magn þornar þvotturinn ójafnt og hann krumpast. Þannig lengir bæði of mikill og of litill þvott- ur þurrktimann og eykur raf- orkunotkunina. 9. Þurrktimi er háður þvi hvað verið er að þurrka. Benda má á að t.d. hlaupa bómullarföt ef þau eru ofþurrkuð. 10. Munum eftir að tæma siuna i þurrkaranum eftir notkun. Þurrktiminn lengist ef það gleymist. Bókmenntir og tónlist kvenna Kvenréttindafélag ís- lands heldur afmælishátiö að K jarvalsstöðum nk. sunnudag. Slík afmælis- vika er árlegur viðburður hjá félaginu, en tilgangur þessa hátíðahalds er m.a. sá að vekja athygli á f ram- lagi kvenna á sviði bók- mennta, vísinda og lista. Kynnt veröa m.a. visindarit, ljóðlist, skáldsaga, smásaga, smásagnasafn og frumsamið tón- verk. Bókasýning verður enn- fermur i anddyri Kjarvalsstaða á innlendum og erlendum bókum eftir konur og um konur. Höfundar og fleiri lesa úr bók- unum Konur skrifa til heiðurs önnu Sigurðardóttur, 99 ár, ævi- minningabók Jóhönnu Egilsdótt- ur, Hrifsum, ljóðabók eftir Berg- Safnaðarfélög Langholtskirkju hjóða eldra fólki i prestakallinu til samverustundar á sunnu- daginn kl. 3 i Safnaðarheimilinu við Sólheima. Borið verður fram kaffi, tón- listarfólk skemmtir, lesið upp, og svo, auðvitað, spjallað saman. ,,Við höfum áhuga á að kynnast ykkur sjálfum, og högum ykkar, og heitum þvi á yngri granna þóru Ingólfsdóttur, Þetta er ekk- ert alvarlegt, eftir Friðu A. Sig- urðardóttur, island á brezku valdsvæði 1914-1918, eftir Sólrúnu B. Jensdóttur, og llaustviku eftir Aslaugu Ragnars. Elisabet Gunn- arsdóttir mun einnig fjalla um bókina Kvennaklósettið sem hún hefur þýtt. Af tónlist verður flutt verkið Sex japönsk Ijóð eftir Karólinu Eiriksdóttur, en flytjendur verða Signý Sæmundsdóttir, sópran- söngkona, Gunnar Kvaran, selló- leikari, og Bernard Wilkins flautuleikari. Valva Gisladóttir þverflautuleikari og Anna Rögn- valdsdóttir fiðluleikari munu flytja dúett eftir Bach og i lokin mun Signy Sæmundsdóttir syngja lög eftir Schubert við undirleik Guðriðar Sigurðardóttur. Afmælishátið K.R.F.l. hefst kl.14.00 og i verði aðgöngumiða eru kaffiveitingar innifaldar. ykkar að aðstoða ykkur viö að komast i Safnaðarheimilið, og taka þátt i fagnaðinum með okkur,” segir i orðsendingu frá safnaðarfélögunum. Hafi einhver, i prestakallinu, áhuga á að komast á sam- komuna, en vanti aðstoð til þess, þá látið vita i sima 35750 milli kl. 5 og 7 i dag, föstudag. Tónlistarfélag Akureyrar: Zu- kovsky- tónleikar Þriðju áskriftartónleikar Tónlistarfélags Akureyrar verða haldnir laugardaginn 24. janúar n.k. i Borgarbiói kl. 17.00. Flytjendur eru átta manna kammersveit undir stjórn Pauls Zukovskys. Kammer- sveitina skipa Rut Magnússon, söngvari, Anna Málfriöur Sigurðardóttir, pianó, Gunnar Egilsson, klarinett, Bernhard Wilkinson, flauta, Carmen Russel, selló, Helga Hauks- dóttir, fiðla, Rut Ingólfsdótt- ir, fiðla. A efnisskrá verður tón- verkið Pierrot Lunaire eftir Schönberg, samið árið 1912. Rut Magnússon hefur hið vandasama hlutverk að flytja ljóðið, sem er eftir Giraud. Þetta verk var flutt á Listahátið 1980. Siðara verkefni kammer- sveitarinnar verður klari- nettkvintett eftir Brahms (þ.e. fyrir klarinett og strengjakvartett). Þessi kvintett, sem Brahms samdi árið 1891, þykir vera eitt af áhrifamestu kammertón- verkum hans. Einleikari hér er Gunnar Egilsson. Sala aðgöngumiða verður i Bókabúðinni Huld og < ið inn- ganginn. Langholtsprestakall: Eldra fólki boðið til samverustundar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.