Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐvVlJINn' Föstudagur'23. jantiar 1981.
Kærleiksheimilid
Mamma, á lappir með þig! Það er svolítið óvænt yfir
öllu!
(Er ekki orku- sparnaðarvikan?)
Bandarikjamenn burðast
samanlagt með meira en mil-
jarð kilógramma fitu eða yfir-
vigt eins og það heitir á tillits-
sömu máli. Það er jafngildi yfir
5,5 biljarða hitaeininga eða
samsvarar orkunni úr 5 mil-
jörðum litra bensins.
Breytt i eldsneyti mundi þetta
duga til að aka 900 þúsund
bandariskum bilum i heilt ár,
eöa til að raflýsa Boston, Wash-
ington, San Francisco og Chi-
cago.
(Timaritið „Self”)
spörum
RAFORKU
Stórveldin vilja endilega að
allir séu vinir þeirra. Við vcrð-
um svo að sætta okkur við að
sitja mitt á milli tveggja óvina.
vidtalið
Spjallað við
Þuríði Baxter
hjá Máli og
menningu
Allt of
lítið af
frum-
sömdu
efni
Hvernig skyldi ástandið vera i
bókaútgáfunum ^ftir að vertiðin
mikla er afstaðin? Leggjast
menn I leti, eða undir feld til að
hugsa fyrir næstu törn, eða er
starfið samfellt og stöðugt allt
árið? Þjóðviljinn spjallaði við
Þuriði Baxter bókmennta-
fræðing.sem starfar hjá Máli og
mcnningu, um útgáfumál.
— Hvað er að frétta hjá ykkur
i MM, er eitthvað að gerast
svona rétt eftir áramót?
Já, það er að koma út ný bók
hjá okkur, barnabókmennta-
saga eftir Silju Aðalsteins-
dóttur, sem hún hefur verið að
vinna að i nokkur ár. Ég á von á
þvi að bókin verði komin á
markað eftir helgina. Hún
verður kynnt þegar þar að
kemur.
— Hvernig gekk vertiðin hjá
ykkur, svo notað sé sjómanna-
mál?
Ég held að það megi segja að
hún hafi gengið mjög þokka-
lega. Það liggur ekki fyrir neitt
uppgjör, en við vitum að
nokkrar bækurnar seldust mjög
vel,t.d. Pelastikk eftir Guðlaug
Arason og bók þeirra Einars
Olgeirssonar og Jóns Guöna-
sonar: Island i skugga heims-
valdastefnunnar. Nú aðrar
bækur fylgja fast á eftir. Þaö
má koma þvi að hér aö við erum
að fá indiánabókina Heygðu
mitt hjarta við undað hné aftur,
en hún seldist upp fyrir jólin og
okkur tókkst ekki að láta binda
meira inn þá.
— Hvað verður unt þær bækur
sem varð að fresta eftir brun-
ann i prentsmiðjunni Hólum?
Eftir þvi sem ég best veit er
von á bók Brynjólfs Bjarna-
sonar Heimur rúms og tima i
vor, en sennilega biöur ritsafn
Sverris Kristjánssonar fram á
haust.
— Hvað er gert i bókaútgáfu-
fyrirtæki fyrri hluta árs?
Það er verið að reyna að
ganga frá útgáíulista fyrir þetta
ár, en það er enn margt óljóst i
þeim efnum.
— Berst mikið af frumsömdu
efni til ykkar?
Allt of litið. Þaö er helst að
kornung ljóðskáld koma með
verk sin. Við höfum okkar föstu
höfunda, en það eru fáir sem
koma fram.
— Þú nefnir ljóðskáld, halda
ljóðin sinu?
Þau hafa sinn ákveðna les-
endahóp, ég held að þau standi
alltaf fyrir sinu.
— Að lokum, í hverju er þitt
starf fólgið?
Það má segja að ég fylgi
verkunum eítir, þegar búið er
aðákveða aðgefa þau út. Það er
langmest að gera á haustin, en
ég hef verið að reyna aö dreifa
vinnunni yfir ailt árið, að ná þvi
inn sem á að koma út og reyna
aðkoma bókunum i vinnslu sem
fyrst en það vill ailtaf veröa
þannig að allt hrannast á haust-
mánuðina.
—ká
Afmælisár i Aski:
Boðið upp
á nýjungar
í hverjum
mánuði
Pétur Sveinbjarnarson i Aski
bauð blaðamönnum i vikunni að
smakka nýjung hér á landi, sem
hann hefur fengið einkaumboð
fyrir, svokallaða „broasted”
kjúklinga, en það er einungis
fyrsta nýjungin af tólf sem hann
ætlar að taka upp á árinu i til-
efni þess, að Askur er nú 15 ára.
,,Broasted”-kjúklingarnir eru
matreiddir þannig, að fyrst
liggja þeir i sérstökum krydd-
legi i 12 tima, þá er þeim velt
uppúr ákveðnu deigi og loks
djúpsteiktir viðháþrýsting. Með
þessari aðferð á að vera tryggt,
að bragð og safi haldist i kjötinu
og óhætt er að segja, að a.m.k.
viðstöddum blaðamönnum
bragðaðist nýja framleiðslan
vel. Auk kjúklinganna hefur svo
verið tekið upp á að steikja fisk
og kartöflur á sama hátt (án
marineringar þó) og verða
þessir rétir framvegis á boðstól-
um i Aski á Suðurlandsbraut 14,
eingöngu, þar sem Hermann
Ástvaldsson veitingastjóri og
hans samstarfsfólk hefur sér-
staklega þjálfað sig i steik-
ingarlistinni að undanförnu.
Pétur i Aski; Býður uppá nýtt góðgæti á afmælisárinu.— Ljósm.
—gel.
Hægt er að fá matinn sendan út i
handhægum umbúðum.
Sérstakt kynningarverð verð-
ur á réttunum fyrstu vikuna: 14
kr. stykkið af kjúklingunum, 4
kr. fiskstykkið og kartaflan á
krónu. Þá lækkar verðið eftir
þvi sem fleiri stykki eru keypt i
einu og rétt er að benda
partifólki og öðrum á, að væng-
irnir eru boðnir sem snakk-
matur, steiktir með sömu að-
ferð.
----vh.