Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. januar 1981. tiJóÐVlLjlNN — SIÐA 15
frá
Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum
lesendum
Kaupum
sykur frá
Kúbu
Ari Guðmundsson hringdi:
— Nú er talað um að reisa
sykurverksmiðju i Hveragerði,
og er ekki nema gott eitt um það
að segja. En af hverju þarf að
binda sig við að kaupa norður--
evrópskar sykurrófur sem hrá-
efni?
Á Kúbu er ræktaður sykur-
reyr, og þar er lika markaður
fyrir fisk. Væri ekki ráð að taka
upp viðskipti við Kúbu, kaupa af
þeim sykurreyr og selja þeim
fisk?
Með lögum skal
land byggja
Grátt ertu leikinn Gervasoni,
„glæpur” þinn hrellir yfirvöld.
Réttlætiskenndin trúi ég tróni
i turnuni dómsvalds á vorri öld.
A sinum tima það sagt er oss
að sjálfan Jesú þeir hengdu á kross.
Með lögum, það segir, land skal byggja,
ianghrjáðum manni vísa á dyr.
Astkæran Nató ei má styggja,
af einlægni samt ég hirð hans spyr:
er fimmta boðorð þeim fals og spé
sem fjálgir krjúpa við goðsins hné?
Að halda jólin er háðung slikum
sem hermennskugoði lyfta á stall,
þótt klæðist þið laga fögrum flfkum
þið flýið ei smáðra neyðarkall
þótt Kaifashirðar klækjahjörð
kærleiksboðskapinn troði i svörð.
Sk. E.
Væmni
1 morgun-
útvarpi
Guðlaus hringdi:
— Alveg er trúarvaðallinn i
útvarpinu farinn að ganga fram
af mér. Nú hafa þeir sett inn i
morgunútvarpið eitthvað sem
kallast „Morgunorð” og er al-
veg óþolandi fyrirbæri.
Allskonar fólk fær þar aðstöðu
til að áusa yfir mann væmni og
amerikaniseruðu þvaðri um allt
og ekki neitt, en mest um guð.
Þetta fólk hjálpar mér sko ekki
við að ráða fram úr erfiðleikum
dagsins, heldur kemur það mér
i vont skap sem endist fram
eftir degi.
Mér finnst allt i lagi að fólk
hafi sin trúarbrögð, og sama er
mér hvort það trúir á jesú eða
búdda eða múhameð, bara ef
það lætur mig i friði. Ég er viss
um að i þessu landi eru fjöl-
margir trúleysingjar sem
hlusta ekkert siður á útvarp en
annað fólk — af hverju er sifellt
verið að dengja yfir okkur þessi
guðsoröi, morgun kvöld og
miðjan dag? Af hverju fáum við
ekki heldur eitthvað hressilegra
i veganesti út i lifsbaráttuna á
morgnana? Nóg er nú að þurfa
að hlusta á hrútleiðinlega og
ábúðarmikla kalla i Morgun-
póstinum. Maður hugsar meí
eftirsjá til þeirra góðu gömlu
tima þegar Jón Múli og Pétur
skiptust á um að vekja mann
með fjölbreyttri tónlist og nota
legu rabbi um tiðarfarið og út
sýnið úr gluggum útvarpshúss
ins.
Barna-
hornið
Brandarar
Hvers vegna
hvalf iskurinn
Kennari:
gleypfi
Jónas?
Öli. (Hugsarsig lengi um,
en svarar svo): Af því aö
hann var einn af smærri
spámönnunum.
Veistu af hverju Jón er
meö svona klesst og flatt
nef? Er hann byrjaður í
hnefaleikum eða hvað?
Nei, nei. Hann þrifur
gluggana í Kvennaskól-
anum.
Kennari: Ef þú ættir að
skipta 11 kartöflum á
milli 6 manna, hvernig
mundir þú þá gera það,
svo að allir fengju jafnt?
Áslaug litla: Ég mundi
búa til úr þeim kartöflu-
stöppu.
Tveir góðglaðir:
,,Á ég að hjálpa þér að
finna skráargatið?"
,,Takk fyrir, nei, það
get ég sjálf ur, bara ef þú
vilt styðja húsið fyrir
mig".
LANP
Hjálpið henni 1 land!
Nú liggur líf ið á að aumingja öndin komist í land —
hákarlinn er alveg á hælunum á henni. Getið þið
hjálpað?
Jack Nicholson i hlutverki sinu i föstudagsmyndinni ,,Af fingrum
fram”.
Af fingrum fram
Myndin sem við fáum að sjá
i sjónvarpinu i kvöld vakti
mikla athygli þegar hún var
fyrst sýnd i Bandarikjunum
árið 1970. Leikstjórinn, Bob
Rafelson, var litt þekktur, en
menn fóru strax aö likja
honum við fræga japanska og
evrópska kvikmyndastjóra.
Bob þessi hafði þó verið við-
riðinn margar frægar myndir,
sem framleiðandi, og má t.d.
nefna Easy Rider og The Last
Picture Show. En svo kom
Five Easy Pieces og gerði
hann frægan. Siðan hefur hann
gert nokkrar myndir, m.a.
4 Sjónvarp
O kl. 22.30
The King of Marvin Gardens
og Stay Hungry.
Five Easy Pieces heitir á
islensku Af fingrum fram.
Jack Nicholson fer á kostum i
aðalhlutverkinu, en aðrir
leikendur eru m.a. Karen
Black, Susan Anspach og
Fannie Flagg. Aðalhetjan er
rótlaus nútimamaður, sem
veður úr einu i annað og festist
hvergi. _jh
Bogi Agústsson og ólafur Sigurðsson eru umsjónarmenn Frétta-
spegils i kvöld.
Manntalið í Fréttaspegli
1 kvöld fáum við i Frétta-
spegli útskýringar á manntal-
inu sem á að fara fram um
mánaðamótin næstu. Ólafur
Sigurðsson fréttamaður ann-
ast innlcnda efnið i þættinum
að þessu sinni, og sagðist hann
ætla að ræða við Klemens
Tryggvasonar hagstofustjóra
og dr. Þórólf Þórlindsson
prófcssor í félagsfræði um
manntalið.
— Við ræðum m.a. um
framkvæmd manntalsins og
tilgang þess, — sagði Ólafur,
— enda er ýmislegt þar sem
•tCJL Sjónvarp
fy kl. 21.20
ekki liggur alveg i augum
uppi. Af innlendum vettvangi
tökum við einnig fyrir hag-
kvæmni og gagnsemi ýmissa
rafknúinna farartækja, en þau
eru fleiri hér á landi en
margan grunar.
Bogi Agústsson sér um
erlenda þáttinn, og sagðist
hann ætla að fjalla um
stjórnmál i tsrael.
Þáttur um heimilisstörf
Sigurveig Jónsdóttir blaða-
maður sér um þáttinn „lnnan
stokks og utan” i dag, og ætlar
að þessu sinni að fjalla um
heimilisstörf.
— f fyrsta lagi verður fjall-
að um Hússtjórnarskóla
Reykjavikur, — sagði Sigur-
veig. — Hann er nú opinn
báðum kynjum og sóttur af
báðum kynjum. Ég ræði við
stúlku sem er nýbyrjuð á 5
mánaða námi við skólann og
karlmann sem er á fimm
Æí| Útvarp
kl. 15.00
vikna kvöldnámskeiði þar i
matreiðslu. Einnig kynni ég
skólann og hvað hann býður
upp á.
t öðru lagi mun ég i þættin-
um ræða við hjónin Andrés
Gestsson og Elisabetu
Kristinsdóttur.
spörum
RAFORKU
£
FRYSTIKISTA
i
spörum
RAFORKU