Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJIN.N Föstudagur 23. janúar 1981. MOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Auglvsingastjóri: Þorgeir Ölafsson, úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. l.jósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir, Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Hvaða Sjálfstœðisflokkur? • Margt merkilegt kemur f ram þegar Dagblaðið spyr i 62. skoðanakönnun sinni hvaða stjórnmálaflokki að- spurðir telji sig standa næst um þessar mundir. i fyrsta lagi benda niðurstöður nú og á fyrra ári til þess að kjósendur skiptist á f lokkana í líku hiutfalli og var lögum fyrir kosningarnar 1978. Það f ylgi sem Alþýðuflokkurinn hrifsaði frá Sjálfstæðisflokknum í þeim kosningum stendur nú nær hinu sundraða íhaldsliði, og unga og óráðna fólkið horfir annað. í öðru lagi leiðir af hinu fyrstnefnda að öllum má vera Ijóst að íhaldið á mikil og sterk ítök meðal þjóðarinnar. Þeir sem telja sig standa næst Sjálf- stæðisflokknum eru hins vegar höfuðlaus her. ,,Sundrung Sjálfstæðismanna kom mjög glöggt fram í svörum fólks í könnuninni", segja Dagblaðsmenn. ,,Fjölmargir tóku fram að þeir væru í ,,Gunnars- armi", ,,Albertsarmi" í Sjálfstæðisflokknum, eða væru „Gunnarsmenn" eða „Albertsmenn", sem styddu Sjálfstæðisf lokkinn." Hvaða Sjálfstæðis- f lokkur það er sem getur átt vísan stuðning yf ir 40% kjósenda veitenginn sem stendur, né hvort forystu- mönnum ihaldsliðsins tekst að sundra stuðnigs- sínum endanlega. I þriðja lagi er þegar löngu Ijóst að persónufylgi Gunnars Thoroddsen er afar mikið, og þeir til sem lýsa stuðningi við hann, en segjast ekki styðja Sjálf- stæðisflokkinn. Stjórnarleiðtogar hafa ekki verið sérlega rismiklir í framkomu síðustu tvo áratugi og má vera að Gunnar Thoroddsen njóti þess. i fjórða lagi er það reynsla úr síðustu kosningum sem staðf est er hvað eftir annað í skoðanakönnunum að sístækkandi hópur vill ekki láta eyrnamerkja sig neinum stjórnmálaflokki. Enda þótt margir tali um „alla eins" og „sama rassinn" er það samt sem áður staðreynd að pólitískur áhugi l'slendinga er mikill eins og kosningaþátttaka jafnan sýnir. En verulegur hluti kjósenda bíður þangað til dregur að kjördegi með að gera upp hug sinn. i fimmta lagi er sýnt að Alþýðubandalagið og Fram- sóknarflokkurinn hafa ekki tapað fylgi meðal kjós- enda sinna. Þar við bætist að yf irgnæfandi meirihluti þjóðarinnar virðist vera þeirrar skoðunar að sú stjórnarsamvinna sem staðið hefur í tæpt ár skuli halda áfram. Ekki verður því sagt að þetta séu vís- bendingar til flokkanna tveggja um að þeim beri að hlaupast á brott úr stjórninni hið fyrsta. Flokkur í rúst • Benedikt Gröndal hef ur í kyrrþey lýst yf ir í Alþýðu- blaðinu að einn góðan veður dag í maí ætli hann að mynda nýja ríkisstjórn. Ekki seinna vænna fyrir fyrr- verandi flokksformann og forsætisráðherra með flokk sem virðist á góðri leið með að verða fyrrverandi. Ekki seinna vænna að bjarga sér upp á sker. • Kannanir benda til þess að fylgi Alþýðuflokksins sé svipað meðal þjóðarinnar og á mestu niðurlægingar- tímum hans áður fyrr. Ástæðurnar eru margar. Hver treystir f lokki sem hef ur þann læmingjahátt á að hlaupa brott frá verkum sínum og loforðum í miðju kafi, og steypa þjóðinni í óvissu og stjórnleysi? Hver tekur mark á eilífum hávaða, kokhreysti og upphlaupum, ef mála- fylgjan er litil og úthaldið enn minna? Hver vill vinna með flokki, sem er í rauninni samsuða prófkjörssigur- vegara sem fyrst og fremst bítast innbyrðis? • Siðasti innbyrðis-slagur kratanna er átökin um Al- þýðublaðið. Ritsjóri þess hef ur um skeið setið og búið til stef nu f lokksins f rá degi til dags án samráðs við nokkurn mann og meðærnum útgáf ukostnaði. Of I innan f lokksins vilja setja honum stólinn fyrir dyrnar, en ritstjórinn brýst um hart og telur sig ekki ónýtan áróðursmann f yrir Alþýðuf lokkinn. Sumir samf lokksmanna hans benda á að f lokkurinn sé í rúst og blaðið á hausnum og ástæðan sé ekki síst sú að ritstjórinn haf i límt stef nu blaðsins og flokksins upp að Geirs-arminum i Sjálfstæðisf lokknum. Það kunni ekki góðri lukku að stýra, enda þótt formaður Alþýðuflokksins hafi sést á gönguferð með flokksbrots- formanninum á gamlársdag. —ekh klippi A hraðri leið . til núllsins INú eru kratarnir illa staddir. Fyrir aöeins rúmu ári siöan átti Alþýöuflokkurinn 14 fulltrúa J á Alþingi. Samkvæmt skoöana- I könnun Dagblaösins sem birt I var i gær fengi Alþýöuflokkur- • inn aöeins 6 þingmenn ef kosiö J væri til alþingis nú. I Veröi þróun meö sama hætti I áfram kemst þetta niöur i núlliö I áöur en kjörtimabilinu lýkur. J Sjálfsagt er þaö ekki tilviljun I aö sama daginn og þessi úrslit I skoöanakönnunarinnar birtust • nú i gær, — þá skrifar Benedikt I' Gröndal á forsiöu Alþýöublaös- ins eitt hiö kátlegasta bónorös- bréf sem sést hefur i ilenskri stjórnmálasögu. En Gröndal boðar ! nýja ríkisstjórn í mai IÞar grátbænir hann menn um aö koma nú til samstarfs viö litla Alþýöuflokkinn i baráttunni • viö hinn hræðilega Ikommúnisma. Hann býöur Gunnari Thoroddsen að veröa áfram forsætisráöherra (jafn- • vei ævilangt?) ef hann aðeins Ilosi sig viö kommúnista. Fyrr- verandi formaöur Alþýðu- flokksins virðist i draumórum ■ sinum ekki gera ráö fyrir aö Iflokksbrot Geirs Hallgrimsson- ar heföi neitt viö það að athuga, að Gunnar yröi forsætisráð- • herra i öllum rikisstjórnum sem Imyndaöar verða á tslandi a.m.k. til næstu aldamóta. Reyndar hefur Gröndal aöra • lausn til vara á þeim vanda hver skuli veröa forsætisráðherra i imyndaöri rikisstjórn Aiþýðu- flokksins: — Þaö mætti notast við Jón i Seglbúðum, ef i hart færi! En við spyrjum: Hvers á J bændahöföinginn i Seglbúöum I eiginlega aö gjalda, aö burtrek- I inn formaður Alþýðuflokksins * skuli nú allt i einu bjóöa honum j stól forsætisráöherra i hugsan- I legum forföllum Gunnars I Thoroddsen? Við getum ekki stillt okkur um . aö birta ákall Gröndals i heild I sinni af þvi okkur „þykir lika 1 svo vænt um hann”, og Alþýðu- blaðið kemur fyrir fárra augu. j Ákallið I Ákalliö hljóöar svo: • „Margir velta þvi fyrir sér I hver sé skýring á vinsældum I rikisstjórnarinnar, sem fram I komu i könnun Dagblaðsins. ■ Hallast flestir aö þvi að I kjósendur komi ekki auga á I aðra hugsanlega stjórn, en vilji I ekki hætta á nýja stjórnar- ■ kreppu. Þess vegna sé best að I halda i þá stjórn sem situr. I Þetta er ekki rétt ályktað, þvi I það er hægt að mynda nýja, • mun sterkari og betri rikis- I stjórn — fyrir mitt ár (!). Ættu | forystumenn stjórnarandstöðu I og ýmsir aöilar i núverandi ■ stjórn aö gera sér þetta ljóst, | undirbúa málið i kyrrþey og I skipta um stjórn á einni nóttu i I mai mánuði U). ■ Rikisstjórnin hefur gert efna- I hagsráöstafanir, sem munu I draga úr verðbólgu fyrri hluta I ársins, en siðan mun hún aukast ■ aftur siöari hlutann, ef ekkert I veröur frekar gert. Vitaö er af I opinberum yfirlýsingum, aö ! báöir stjórnarandstöðuflokk- ■ arnir, Framsóknarflokkuriiin I og likiega (!) Sjálístæðismenn i I rikisstjórn, eru allir sammála I um að ráðstafanirnar nái of • skammt. Telja þessir aðilar að ■ nauösynlegt veröi að gripa til I nýrra aögeröa fyrir mitt ár, ef I takast eigi aö koma veröbólg- Fimmtudagur 22. janúar 1981 alþýöu bladid ,,Þa6 er af mörgum ástcðum nauAsynlegt a6 blnda endi á stjórnarbá tt- toku og vo>d Alþyöubandalagsins, og láta hina nýju, austur-þýsku | cSr'l u81"8 Sitja UtangarBs sem Mglr Benedikt isronaal, m.a. i grein sinni. Þessi myndskreyting fylgdi herópi Benedikts Gröndal i Alþýðublaö- inu i gær. Alþýðubandalagsmenn eru einir á annarri skoðun. Þeir telja aö allt leiki i lyndi (jöfn skipti — góö skipti) og ekki muni koma til alvarlegra viö- bótaraögerða. 1 þessum skilningi á horfum i efnahagsmálum er sýnilega grundvöllur fyrir nýja stjórn allra aöila nema Alþýðubanda- lagsins. Bendir margt til þess að mál stefni i þessa átt, og er spurningin fyrst og fremst, hvort það gerist þegar i sumar, eöa siöar á kjörtimabilinu. Thoroddsen eða Jón i Seglbúðum i forsœti? Vandinn við þessa stjórnar- breytingu er fyrst og fremst persónulegs eölis (!). Einstakir menn i öllum flokkum kunna að reynast andvigir sliku sam- starfi, en fylkingin er svo öflug á þingi, að hún þolir það (!). Erfiöast verður aö ná sam- Gunnar Thoroddsen, — Nú býð- ur Benedikt Gröndal honum for- sætisráöherrastól, ef hann losi sig við kommúnista! Jón Ilelgason I Seglbúðum. — Benedikt Gröndal býður honum lika að verða forsætisráðherra i imyndaðri rikisstjórn, ef Gunn- ar skyldi bregöast. —©a komulagi um forsætisráöherra, I en sú þraut hefur oft reynst tor- I leysthér á landi (t.d. 1944, 1950 < og 1974). Ef til vill gætu menn J sætt sig við Gunnar Thoroddsen, I ef hann losaöi sig við I kommúnista (!), — en einnig ■ kæmi til greina að taka forseta J Sameinaös þings (Jón Helgason I iSeglbúöum) eins og 1950, — eöa I leita út fyrir raöir Alþingis. Þaö er af mörgum ástæðum J nauðsynlegt að binda endi á I stjórnarþátttöku og völd I Alþýöubandalagsins, og láta I hina nýju austur-þýsku forustu- J sveit flokksins sitja utangarös I — sem lengst. Meðal annars má I benda á þessi atriði: ■ Hver var að hlægja? 1) Alþýðubandalagið — með , 19% kjósenda — hefur ■ stöðvunarvald i rikisstjórninni. I Ekki veröur gengiö lengra gegn I verðbólgunni en það samþykkir. , 2) Alþýðubandalagiö stærir . sig af stöðvunarvaldi i utan- I rikis- og varnarmálum. 3) Alþýðubandalagiö reynir J að einangra Island og draga ■ sem mest úr samstarfi þess viö I önnur riki. Þetta er undirbún- J ingur undir stórfelldar þjóö- I félagsbreytingar — að Island I verði ný Kúba (!). 4) Alþýðubandalagiö berst J gegn auknum viðskiptum I íslands við Vesturlönd, sbr. j andstöðu þess gegn oliukaupum • frá öörum en Sovétrikjunum. J 5) Alþýöubandalagiö berst I gegn samstarfi Islands viö I grannþjóðir i efnahagsupp- ■ byggingu, sbr. fjandskap iönaö- J arráöherra viö stóriöju og árás- | ir hans á stórfyrirtæki. 6) Alþýöubandalagsráðherrar • leggja megináherslu á að koma J tryggum flokksmönnum sinum fyrir i rikisstööum, en með þvi | öðlast flokkurinn gifurleg áhrif, ■ sem litiö ber á. (!). Alþýöubandalagiö hefur I aldrei sýnt jafn opinskátt og nú | aö þaö stefnir aö kommúnisma • (!). Landsfundur þess minnist J 50 ára afmælis stofnunar | Kommúistaflokks tslands, hyllti I frumherjana frá þeim tima, og • kaus nýja menn, sem margir J hafa hlotið þjálfun fyrir austan I tjald til forráða yfir flokknum I og blaði hans. Lýðræðisflokkunum ber J skylda til að snúast gegn þessari | þróun og láta ekki persónulegan j metnað (!) hindra það, meðan • Alþýöubandalagsmenn horfa J hlæjandi á”(!). Hér lýkur herhvöt Gröndals I gegn hlátri Alþýöubandalags- ■ ins, — og má vera að einhverjir J brosi ekki siöur en áður. ^.1 skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.