Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. janúar 1981. ÞJÓÐVILJJNN — SIÐA 7 Verð á súráli 1974 Samkv. endurskoðunarskýrslu Coopers &Lybrand (Bandarikjadalir á tonn) mmmmm **£ •-> mm m m u. £ « ■s bJD >i E a ISAL greiddi til ALUSUISSE 137 117 158 Samkvæmt skiptahlutföllum súráls og hrááls 130 146 Alcan (Queensland) Pty 112 117 Samkvæmt innflutningsskýrslum: Bretlands 92 115 Bandarikjanna 92 85 105 Japans Noregs 81 89 105 Vestur-Þýskalands 124 105 139 Kanada 106 92 129 Samkvæmt útflulningsskýrslum: Grikklands 91 117 Astraliu 100 94 105 Skýrsla Oppenheimers Commodities Kesearch Unit 121 93 120 óháður ráðunautur Alit i London 85 ........127 110 160 Mat Coopers & Lybrand 117 105 130 Þessi tafla er birt hér i sama formi og hún stendur f endur- skoftunarskýrslu Coopers & Lybrand 29. ágúst 1975, þó eru upp- lýsingar i siöustu lfnuna teknar úr bréfi þeirra frá 3. öktóber 1975. í meðfylgjandi grein eru frekari skýringar á ýmsum liðum töflunnar, timasetningum og fyrirvara af hálfu endurskoðend- anna. Lærdómurinn frá árínu 1974 Frá vinnu iálverinu: — A árunum 1974-1980 varö 30 miljarða „hækkun i hafi” á súrálinu, sem hingaö er flutt frá Astraliu. A sama tima voru aðeins greiddir 20 miljarðar króna fyrir þann helming allrar raf- orku sem hér er framleidd og álverið kaupir. Yfir 3 milljónir dollara til eigandans A árinu 1974 þurfti ÍSAL að greiða móðurfyrirtæki sinu, ALUSUISSE, 21,3 miljónir doll- ara fyrir innflutt súrál, en endur- skoðendurnir telja, að sann- gjarnar greiðslur hefðu numið 18,1 miljón dollara. Þá tekur auö- hringurinn 3,2 miljónir dollara af dótturfyrirtæki sinu á þessu eina ári með þvi aö framvisa óeölilega háum reikningum fyrir súrál. Og þetta gerist vitaskuld i krafti þeirra algeru yfirráða, sem hringurinn hefur yfir þessu ,,is- lenska” ddtturfyrirtæki sinu, en hann á öll hlutabréf ÍSALs 100%. Þetta er sem sagt hlutlægt mat hinna hlutlausu bresku endur- skoðenda á reikningsskilunum milli íSALs og ALUSUISSE varð- andi sdrálsviöskipti á árinu 1974. Endurskoðunarskrifstofan Coopers & Lybrand i London hefur komið nokkuð við sögu súrálsmálsins. Hún var á sfnum tima beðin um að endurskoöa reikninga ÍSALs fyrir árin 1973 og 1974 með tilliti til þess, hvort skattinneignarkröfur fSALs á hendur rikissjóði væru rétt- mætar. Endurskoðunin leiddi ekki í ljós neitt verulega athuga- vertfyrirárið 1973 (skýrsla dags. 13. ágúst 1974), en annar varð uppi varðandi árið 1974 (skýrsla dags. 29. ágúst 1975 og bréf frá 3. október 1975). Þar var þvi haldið fram að ALUSUISSE heföi selt fSAL súrálið 17,4% dýrar en á þvi hámarksverði sem þó mætti telj- ast innan eðlilegra marka. I vetur voru Coopers & Lybrand beðnir um að yfirfara útreikning iðnaðarráðuneytisins á verð- hækkun súráls ,,i hafi” samkvæmt verslunarskýrslum Islands og Astraliu undanfarin 6 ár. Endurskoöendurnir staðfestu að þar væru tölur rétt upp teknar og töldu ekki ástæðu til að efast um að gögnin, sem á var byggt, væru áreiðanleg og viðeigandi. NU verður gerð grein fyrir þvi, hvaða aðferðum endurskoðend- urnir beittu i skýrslu sinni fyrir árið 1974 til að fá fram hið eðli- lega og sanngjarna súrálsverð i viðskiptum óskyldra aðilja og þeir telja að ISAL ætti að njóta frá móðurfyrirtæki sinu. Heimsmarkaðsverð ekki til 47. töluliður I skýrslu C&L frá 29. ágUst 1975 hljóðar svo: „Svo sem gerð er grein fyrir I 14. tölulið hér framar I skýrsl- unni, gerir gr. 27.04 i aðalsamn- ingi ráð fyrir þvi að nettóhagn- aður ISALs byggist á „hlutlægum mælikvarða á viðskiptaháttum milli óskyldra aðilja, að þvi er varðar öll viðskipti ISALs”. Sem afleiðing af samtengdri skipu- lagsgerð áliðnaðarins þar sem hráálsframleiðendur hafa i mikl- um mæli aðgang að eigin forða- bUrum báxits, og þar með sUráls, er ekki um neitt „heimsmarkaðs- verð” á sUráli að ræða með sama hætti og á áli. Viö höfum gert vissar athuganir á þvi, hvað sanngjarnt markaðsverð fyrir súrál, þar með einnig viðkomandi farmgjöld, hefði numið á árinu 1974. Við birtum niðurstöður þeirra i töluliðum 48 til 72 hér á eftir”. Dýrasta súrálið til íslands I skýrslu sinni telja Coopers & Lybrand upp 9 heimildir um súr- álsverð i viðskiptum annarra aðilja en ALUSUISSE og ISALs á árinu 1974. I sumum heimildun- um er greint meðalverð ársins, i öðrum verð á ákveönum árstima, ellegar hámark og lágmark þess sem gengur og gerist. Verðiö er miðað viö bandarikjadollara á tonn sUráls, og tölurnar eru gerðar sambærilegar hvað snertir flutningskostnað, þegar það á við. Fyrst er að telja það verð sem ISAL var látið greiða móðurfélagi sinu ALUSUISSE fyrir sUrál, inn- flutt til Islands á árinu 1974. Þetta er fortakslaust hæsta verðið sem endurskoöendurnir finna á markaðinum, hvar sem þeir leita um heiminn. 1 hér hjálagðri töflu sýnast þö tvö tölugildi fara upp fyrir ISAL-verðið. Annað þeirra, talan 130 I 2. dálki töflunnar, á við verð i september og er þá 10% undir ISAL-verði, en hitt tölu- gildiö, talan 160 i 3. dálki er raun- verulega hærra en ISAL-verð. Þarna er hins vegar um að ræða mat ónefnds sérfræöings sem vill ná upp fyrir allar hugsanlegar verðsveiflur og þá einnig hið háa verð innan ALUSUISSE- samsteypunnar. 1 öðru lagi er um að ræða þá ágiskun á sUrálsverð sem kemur UtUr skiptahlutfalli sUráls og hrá- áls (hráál er sem sé meö skráð heimsmarkaðsverð, en sUrál ekki). Tekið er fram að ISAL hafi látiö gera tiSlu um þetta hlutfall hjá sér. Hins vegar bera endur- skoðendurnir formælanda sér- fræðiritsins Metal Bulletin fyrir þvi, að litið mark sé takandi á upplýsingum ritsins um slik skiptahlutföll haustiö 1974. Skiptahlutfall samkvæmt Metal Bulletin bendir til þess aö sUráls- verð sé nokkuð hátt á árinu 1974, en þó eru þar tilgreind tölugildi sem eiga við september og nóvember það ár, nokkru lægri en samsvarandi tölugildi ÍSAL- verðsins. I þriðja lagi er tilgreint dæmi um sUrálsverð frá fyrirtækinu Alcan (Queensland) Pty. i Astraliu. Er það i hærra lagi miðað við önnur dæmi um verð- lágið, en þó verulega miklu lægra en ISAL-verðið. C&L taka mark á tölum verslunarskýrslna I fjórða lagi eru upplýsingar um innflutningsverð i 6 löndum samkvæmt opinberum hagstofu- skýrslum þeirra landa um milli- rikjaverslun með sUrál. Lægst er innflutningsverðið til Japans, þá Bandarikjanna og Noregs. Hærra og jafnt er verðið til Bretlands og Kanada og hæst til Vestur-Þýska- lands, og er þar um kennt hágengi þýska marksins þetta ár. Jafnvel það háa verð er þó 12—19 dollur- um undir ISAL-verðinu, en Jap- ansverðið er 56 dollurum undir verðinu til ISALs. I fimmta lagi eru upplýsingar um Utflutningsverð i 2 löndum samkvæmt opinberum hagstofu- skýrslum þeirra landa um milli- rikjaverslun sina. Það er sU margnefnda Astralia með 23—53 dollara mismun á tonn miðað við lSAL-verðið (þarf að taka það fram -að Utflutningsverðið frá Astraliu er vitanlega þetta miklu lægraen innflutningsverðið til ISALs á Islandi?), og Grikkland sem er með sambærilegt verð og Astralia. Jamaica meiri til kostjiaður, lægra verð! I sjötta lagi er skýrsla frá Oppenheimer & Co um fram- leiðslukostnað súráls i sUráls- verksmiðju tiltekinnar stærðar. Tölugildið er talsvert undir ISAL- verðið. I sjöunda lagi er mat rann- sóknarstofnunar i London (Com- modities Research Unit) um súr- álsverð á Jamaicu sem verk- smiðjur þar þyrftu að hafa til að þær bæru sig, lægri tala frá gamalli verksmíðju og hærri frá nýrri, en báðar langt undir ISAL- verði. Tekið fram að i Astraliu væri framleiðslukostnaður lægri. I áttunda lagi mat fram komið um mitt ár 1975 i tilefni af verð- þrætu á milli Reynolds Metals Co sem seljanda og Anaconda sem kaupanda, þar sem talið var að framleiðslukostnaður súráls væri 100—120 dollarar á tonn, en þar væri innifalinn sérstakur skattur til Jamaicu-stjórnar. (Ekki i töfl- unni). I niunda lagi óháð ráðgjafar- fyrirtæki, ónefnt, sem taldi fram sérstaklega lágt verð á súráli, og var það verð alveg niður undir innflutningsverðinu til Japans samkvæmt fjóröa lið. Meira að segja „spottprís” er lægri 1 tíunda lagi upplýsingaöflun Coopers & Lybrand i London I júni 1974: Verðið á súrálstonni væri innan markanna 110—160 dollarar, en einkennandi verð væri 125—130 dollarar. (Þessi heimild virðist tilgreina ytri mörk þess verðs sem ,,er”, og þar meö einnig tölu sem er aðeins yfir þvi hámarki verðs sem ISAL sætir á árinu. 1 þessum mánuði, júni, var ISAL krafið um 135 doll- ara fyrir súrálstonnið, og er það samanburðarhæft við það sem þessi heimild kallar „einkenn- andi verð”)t 1 einni heimildinni var þess getiö að tilfallandi verö, „spot price” á súráli árið 1975 (þegar súrál hafði hækkað talsvert frá árinu áður) væri 135—150 dollarar á tonn, og var þá átt við söluverð á litlu magni i einu. / Alyktunarorð endurskoðendanna Að öllum þessum upplýsingum samandregnum, segja Coopers & Lybrand: „Svo gott sem allar þessar heimildir visa á súráls- verð sem er undir þvi verði sem ISAL greiddi fvrir súrálskaup sín á árinu 1974, einnig þótt tekinn sé með i reikninginn afsláttur sem ISAL fékk. Þetta leiðir okkur til þeirrar niðurstöðu og ályktunar, að verðið sem ISAL þurfti að sæta árið 1974 hafi verið yfir þvi verði sem búast mætti við i samningi milli óskyldra aðilja”. „Þar af leiöir að viðteljum upphæð skatt- inneignarkröfu ALUSUISSE ekki réttmæta”. Innan sanngirnismarka? Haustið 1975 gengu islensk yfir- völd á Coopers & Lybrand og inntu þá eftir þvi, hve miklu þeir teldu muna á milli sanngjarns súrálsverðs, og þess sem ISAL var látið sætahjá móðurfyrirtæki sinu 1974, þvi áþreifanleg tölu- gildi um þetta væru nauðsynleg til að hægt væri að gera ákveðnar kröfur um hærri skattgreiðslu af hálfu ÍSALs og þar með minni skattinneign. Endurskoðunarskrifstofan brást vel við þessari málaleitan og gaf skýr svör i bréfi 3. október 1975. Sögðust þeir vilja nefna eftirfarandi verötölur sem sann- gjarnar: A fyrsta ársfjórðungi 1974 105 dollarar á tonn súráls, á 2. ársfjórðungi 115 dollarar, á þriðja ársfjóröungi 120 og á fjórða ársfjórðungi 130 dollarar á tonn. Þetta gerir að meðaltali 117 doll- arar á árinu i staðinn fyrir meðal- talið I innkaupum ISALs 137 doll- arar á tonn. Mismunur er 20 doll- arar eða 17,4% sem ÍSAL er krafið um meiri greiðslur en Coopers & Lybrand teíja eðiiiegt. Munurinn fer vaxanai ettir pvi sem liður á árið þannig að á haustförmunum munar 25—28 dollurum á tonn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.