Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 1
UOWIUINN
Föstudagur 23. jan. 1980 18. tbl. 46. árg.
Ýmsir mála -
vextir rijjaöir
upp — Sjá
síöur 6 og 7
Þessi mynd var tekin I álverinu iStraumsvik í gær. — Ljósm. gel.
139 fóstrur
hafa sagt upp
í fyrradag tók Bergur Feiixson,
forstöðumaður Dagvistar barna i
Reykjavik,á móti uppsögnum 139
fóstra. Koma uppsagnirnar i kjöl-
far óánægju meö niöurstöðu sér-
kjarasamninga og of fáa undir-
búningstima og taka þær gildi 1.
febriiar n.k..
Bergur Felixson sagöi i gær, aö
i þessum hópi væru nokkrar for-
stööukonur, kennarar og þroska-
þjálfar sem eru i störfum fóstra
og umsjónarfóstrur meö dag-
vistun á einkaheimilum. Fóstrur
hjá borginni eru um 160 og lætur
því nærri að 20 þeirra hafi ekki
sagt upp störfum. Þá hafa 13
fóstrur á dagheimili Borgar-
spitalans sagt upp störfum.
Uppsagnarfresturinn er þrir
mánuöir en Bergur sagði aö sam-
kvæmt lögum um opinbera
starfsmenn gæti borgin frestaö
framkvæmd uppsagna i þrjá
mánuöi.
Björgvin Guðmundsson, for-
maöur launamálaráðs borgar-
innar.sagði i gær, aö á borgar-
ráösfundi s.l. þriðjudag heföi
undirbiíningstlminn veriö til
umræöu en borgarstjórn visaöi
ákvöröun um fjölda þeirra til
borgarráös. Þá hefði Magnús
Óskarsson vinnumálastjóri
borgarinnar lagt fram yfirlit um
hversu marga launaflokka
fóstrur hefðu fengiö til hækkunar
I sérkjarasamningunum, en á
borgarstjórnarfundinum var
dregið I efa að þeir væru jafn
margir og samkomulag hafði
náðst um. A.I.
Fjárhagsáætlun borgarinnar samþykkt:
Raunhæf áætlun en
ekki loforðalisti
Þetta er vönduð f járhagsáætlun
og likleg til að standast út árið
eins og fyrri áætlanir þessa
meirihluta ef ekki verður koll-
steypa i þjóðfélaginu, sagði
Sigurjón Pétursson m.a. i umræð-
um um fjárhagsáætlun Reykja-
vikurborgar sem samþykkt var i
gær. Sigurjón visaði á bug tiilög-
um Sjálfstæðisflokksins um stór-
felldan niöurskurð á útgjöldum
borgarinnar, sérstaklega tiliögu
Si ómannaveridall boðað
, , ... ........
þann 9. febrúar á togurunum og 16. febrúar á bátunum
— Svo sannarlega förum við
ekki út i þessar aðgerðir með
glöðu geði, en hin ósvifna fram-
koma forráðamanna LtÚ i
Framfærsluvísi-
talan 1. nóv. til
1. janúar
Hækkun
12,5%
Hagstofa íslands hefur sent
frá sér fréttatilkynningu um
vísitölu framfærslu-
kostnaðar þann 1. janúar s.l.
og reyndist hún hafa hækkað
um 12,49% frá 1. nóvember.
1 bráöabirgðalögunum
sem sett voru á gamlársdag
var m.a. kveðið á um þaö, að
framfærsluvisitala skyldi
reiknuð Ut miðaö við verölag.
i byrjun janúar 1981, og að
visitalan yrði sett á 100 frá
þeim tima.
Það er vegna þessa laga-
ákvæöis sem framfærslu-
visitalan var reiknuö Ut sér-
staklega nú, þótt ekki væru
liðnir nema tveir mánuðir
frá siðasta Utreikningi, en að
jafnaði er hækkun fram-
færslukostnaðar mæld á
þriggja mánaða íresti.
Ekki er enn séð hvað verð-
bætur á laun munu hækka
þann 1. mars. 1 þeim efnum
er i fyrsta lagi eftir að sjá
hverjar verðhækkanir verða
i janUarmánuði og eins
liggur ekki fyrir enn hver
verða áhrif skerðingar-
ákvæða ólafslaga, en þau
ákvæði munu lækka verð-
bætur á laun i siðasta sinn á
þessu ári þann 1. mars.
Hitt er ljóst að hverjar svo
sem verðhækkanirnar
reynast frá 1. nóv. s.l. til 1.
febrUar n.k. þá verða það
sjö visitölustig, sem falla
niður i' verðbótum þann 1.
mars vegna setningar
bráðabirgðalaganna á gaml-
ársdag. Aðrar hækkanir
verða bættar i kaupi þá
þegar.
samningamálunum hreinlega
hrekur okkur til að boða verkfall,
sagði Óskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambands islands, i
samtali við Þjóðviljann i gær,
eftir að sambandsstjórn og samn-
inganefnd sambandsins hafði
samþykkt að skora á aðiidarfélög
Si að boða verkfall. Stefnt er að
verkfalli á togurunum þann 9.
febrúar en á bátaflotanum þann
16. febrúar.
óskar sagði, að það hefði verið
alger einhugur á fundinum i
málinu. Astæðuna fyrir þvi, að
verkfall hefst ekki samtimis á
bátum og togurum, er fyrst og
fremst sú, að öll aðildarfélög
Sjómannasambandsins hafa enn
ekki aflað sér verkfallsheimildar,
einkum eru það sjómannafélögin
á Austfjörðum.
Þá er þess að geta, að sjómenn
á Vestfjörðum verða ekki með i
Óskar Vigfússon, formaður
mannasambandsins.
verkfallinu, vegna þess að þeír
eru með sérsamninga við vest-
firska Utgerðarmenn, og þeir
samningar eru ekki lausir.
Kristján Ragnarsson fram-
kvæmdastjóri Llú hefur látið
hafa það eftir sér, að verkfall
komi útgerðarmönnum ekkert
illa. Þar á hann við veiðitak-
markanir þær, sem ákveðnar
hafa verið og myndu koma inni
dæmið ef flotinn stöðvast vegna
verkfalls. Óskar VigfUsson sagði
um þetta atriði, að það væri i raun
sama hvenær ársins sjómenn
boðuðu verkfall vegna þessa
atriðis, en aftur á móti væri staða
sjómanna sterk nú, vegna
vertiðarbáta.
— Við erum tilbúnir til samn-
inga hvenær sem er og vonum
auðvitað að ekki þurfi að koma til
verkfalls, það er algerlega undir
Utgerðarmönnum komið hvort til
þess kemur eða ekki, sagði Óskar
Vigfússon að lokum. _
—S.dór
Ríkisverksmiðjudeilan:
Verkfalli frestað
Um miðnætti sl. þegar Þjóðviljinn hafði samband við menn á sáttafundi i rikisverksmiðjudeilunni
hafði samkomulag ekki náðst, en virtist i augsýn, eins og einn samningamanna orðaði það.
Verkfall átti að skella á i rikisverksmiðjunum um miðnætti sl. en talið var öruggt að þvi yrði frestað,
þar sem samkomulag virtist i augsýn. En jafnvel þótt menn yrðu sammála taldi sá,er Þjóðviljinn talaði
við, svo mikla vinnu eftir við samningsgerðina en henni lyki tæplega fyrr en I dag. —S.dór
Kockum í Svíþjóð:
1500 sagt upp
Þangað fóru fjölmargir íslendingar til vinnu 1967-1969
i sænska stórblaðinu Dagens
Nyheter er skýrt frá þvf, að
skipasmiöastöðin Kockums i
Malmö, þar sem tugir ef“ ekki
hundruö íslendinga fengu vinnu á
kreppuárunum hér 1967 til 1969,
þegar landflótti var sem mestur,
neyðist til að segja upp á næst-
unni 1500 starfsmönnum. Og þetta
mun þýða að um 4 þúsund manns
missi atvinnu sina á Skáni, segir
DN.
Engin leið er að afla upplýsinga
um hve margir íslendingar vinna
enn hjá Kockum, en að sögn
þeirra er gerst vita munu þeir
vera fáir sem þar vinna ennþá.
Flestir tslendinganna voru ráönir
til ákveðinna verkefna, en að
þeim loknum fóru þeir annað.
Astæðuna fyrir þessum upp-
sögnum segir DN vera þá, að tap
fyrirtækisins á siðasta ári hafi
numið hálfum miljarði sænskra
króna og fyrirsjáanlegt sé enn
meira tap i ár. Þá var fyrirtækinu
veittur rikisstyrkur sem nam 1.1
miljarði s. króna og átti hann að
duga til ársins 1984, en ljóst er að
hann verður upp urinn I árslok
1981.
—S.dór
um að lækka framlag til launa-
hækkana úr 3 i 2,5 miljarða
g.króna. Hann sagði að þessi upp-
hæð ásamt öðrum ráðstöfunum
sem i áætluninni væru væri
trygging fyrir þvi að ekki þyrfti
að skera niður áætlunina á miðju
sumri eins og reglan hefði verið
meðan Sjálfstæðisflokkurinn fór
með stjórn borgarinnar.
Það er sanngjarnt og rétt, að
fjárhagsáætlunin segi Reykvik-
ingum satt um það, hvað á að
framkvæma á árinu.frekar en að
hún sé loforðalisti, sem ekki er
staðið við þegar til kastanna
kemur, sagði Sigurjón og minnti á
að niðurskurður Sjálfstæðis-
flokksins á miðju sumri heföi
venjulega bitnað hvað mest á
byggingu dagvistarheimila.
Aætlunin var samþykkt með 8
atkvæðum meirihlutans. Sjá frétt
á baksiðu og lista yfir styrkveit-
ingar á bls. 3. —AI
Skoðanakönnun
Dagblaðsins:
Fylgis-
hrun hjá
Krötum
Dagblaðið birti i gær
niðurstöður skoðanakönnun-
ar sinnar um fylgi stjórn-
málaflokkanna. Af þeim 600
sem spurðir voru sögðust um
45% vera óákveðnir, neituðu
að svara eða sögðust engan
flokk styðja. Af hinum sem
lýstu fylgi við fiokkana
kváðust 45,6% styðja Sjálf-
stæðisflokkinn, 23,9% Fram-
sóknarflokkinn, 18,3% AI-
þýðubandalagið og 10,7% Al-
þýðuf lokkinn, en 1,5%
kváðust styðja aðra.
Samkvæmt þessum niður-
stöðum er fylgi Alþýðu-
bandalagsins og Fram-
sóknarflokksins mjög svipað
og i siðustu alþingiskosning-
um. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur hins vegar bætt viö sig
verulegu fylgi úr 37,3% i
45,6%, en Dagblaðið hefur
enn ekki birt beinar upp-
lýsingar um það hvernig
þetta fylgi skiptist milli
stjórnar og stjórnarand-
stöðu. Út frá niðurstöðum i
skoðanakönnun Dagblaðsins
á dögunum um fylgi og and-
stöðu við rikisstjórnina er þó
augljóst aö a.m.k. um helm-
ingur þeirra sem telja sig
Sjálfstæðismenn og þátt tóku
i skoðanakönnuninni lýsa
stuðningi viö rikisstjórnina.
Athygli vekur, að sam-
kvæmt niðurstöðum
skoðanakönnunarinnar
hefur Alþýðuflokkurinn
tapaö um 40% af fylgi sinu i
siöustu alþingiskosningum,
og fengi samkvæmt þvi að-
eins 6 þingmenn, ef nú væri
kosið til alþingis.