Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.01.1981, Blaðsíða 16
E VOÐVIUMN Föstudagur 23. janúar 1981. Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná I afgreiðslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Góð loðnu- veiði Aö sögn Andrésar Finnboga- sonar hjá Loðnunefnd, var góð loðnuveiði i gær og fyrradag, því að á einum og hálfum sólarhring tilkynntu 22 skip um afla, samtals 13,200 lestir. Aflinn fékkst af Langanesi. Þetta er eiginlega fyrsta loðnan sem veiðist á þessari vetrarvertið. Um siðustu áramót voru eftir um það bil 95 þúsund lestir af loðnukvótanum, sem ákveðinn var fyrir siðustu haustvertið og þessa vetrarvertlð. Andrés taldi vist, að einhver skip sem ættu enn eftir af sinum kvóta myndu biða með veiðar þar til hrognafrysting hefst, enda er margfallt hærra verð greitt fyrir loðnuna til hrognatöku en til bræðslu. Eins og skýrt var frá i Þjóðviljanum i gær, hefur verið samið um sölu á 1200 lestum af loðnuhrognum i ár til Japans. —S.dór Skipuð bygging- arnefnd Ríkis- útvarps- ins Ég á vorí á að við komum sam- an sem fyrst i næstu viku og tel sjálfsagt, að hafist verði handa úm útvarpsbygginguna eins fljótt og aðstæður leyfa á þessu ári, sagði formaður nýskipaðrar byggingarnefndar Kikisútvarps- ins, Hörður Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri, i viðtali við bjóð- viljann i gær. Menntamálaráðherra skipaði auk hans i nefndina þá Vilhjálm Hjálmarsson form. útvarpsráðs, Ólaf R. Einarsson varaformann þess og Benedikt Bogason verk- fræðing. Verkefni nefndarinnar er að hafa á hendi framkvæmda- stjórn og yfirumsjón með bygg- ingu útvarpshússins. _______________—vh Herþyrla naudlentí í Mýrdal Þyrla frá hernámsliðinu á Kefíavikurflugvelli nauðlenti I gær skammt frá bænum Litla Hvammi i Mýrdal. Hún skemmdist ekkert og ekki urðu slys á mönnum, en 6 hermenn voru i vélinni. Að sögn Björgvins Salómons- sonar, bónda á Ketilsstöðum i Mýrdal, mun gir hafa bilað i þyrl- unni og þvi þurfti hún að nauð- laida. Björgvin sagði, að með i vélinni hefði verið viðgerðar- maður og hefði hann gert við bil- unina án utanaðkomandi aö- stoðar. Vélin var ekki farin i loftið um kvöldmatarleytið i gær. Veöur var vont i Mýrdal en þó taldi Björgvin það ekki svo slæmt að vélin kæmist ekki á loft þess vegna. —S.dór Afgreiðsla Kókverksmiðjunnar: — Heilli vakt sagt upp Fjöldauppsagnir í gosdrykkjaiön- aðinum Þriöjungur starfsfólks Coca Cola fékk uppsagnarbréf Sextiu manns eða um þriðjungur starfsfólks hjá Coca Cola verksmiðjunni eða Vifil- felli hf. fengu uppsagnarbréf í gærmorgun og eiga að hætta að vinna um næstu mánaðamót. Kennt er um samdrætti i fram- leiðslunni og geysilegu tapi verksmiðjunnar að undanförnu. Aðrar gosdrykkjaverksmiðjur, hérlendis, ölgerð Egils Skalla- grimssonar og Sanitas/Sana, hafa einnig undirbúið uppsagnir hjá sér. Samkvæmt okkar útreikning- um hefur orðið 27% samdráttur i sölunni og 25—30% hjá hinum verksmiöjunum tveim, sagöi Pétur Björnsson forstjóri Vifil- fells hf. i viðtali við Þjóðviljann i gær. Hann sagði, að þessi mán- uður sýndi þegar geysilegt tap, það sama væri fyrirsjáanlegt i febrúar, en desember hefði ver- ið skárri, enda hæsti sölumán- uður samkvæmt venju. Hjá fyrirtækinu vinna að jafn- aði 160—200 manns. Unnið er á tveim vöktum i verksmiðjunni og hefur nú verið sagt upp heilli vakt ásamt öllum sem henni fylgja, þ.e starfsfólki á lager, við akstur osfrv.. Sagði Pétur, að fólkinu hefði verið skýrt frá þessu munnlega i fyrradag, en fengið skriflegar uppsagnir i gær. Fyrirtækið hefði i siðasta mánuði tilkynnt Vinnumála- deild að svona kynni að fara. Gosdrykkjaframleiðendur sóttu um hækkun til verðlags- yfirvalda siðla árs 1980 og átti að taka beiðni þeirra og fleiri fyrir á fundi daginn fyrir gamlársdag. Hætt var við fund- inn og hafa framleiðendur endurnýjað beiðni sina, sem hljóðar upp á 27 1/2% hækkun og er einungis vegna kostnaðar við framleiðsluna, sagði Pétur Björnsson. Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, vissi ekki i gær, að fólk i gos- verksmiðjunum hefði fengið uppsagnarbréf, hinsvegar væri búist við þeim, sagði hann. Trúnaðarmenn félagsins i verksmiðjunum héldu fund i gær og munu næstu daga boða fundi með verkafólki hver á sin- um vinnustað. —vh Frá þvi að þessi mynd var tekin hefur heldur betur syrt iálinn i atvinnumálum á Djúpavogi. Ljósm. — gel Alvarlegt ástand í atvmmimálum ,,Hér á Djúpavogi rikir mjög alvarlegt ástand i atvinnumálum. Hér er enginn bátur gerður út og fólk er farið að koma sér til ann- arra staða i leit að vinnu”, sögðu þeir Jóhann Alfreðsson og Óli Arnarson sem báðir vinna i frystihúsinu Búlandstiiuli á Djúpavogi. A siðustu vertið voru þrir bátar gerðir út frá staðnum á troll, net og linu, en siöan voru tveir þeirra seldir og loönuskip keypt i staðinn sem ekki leggur upp á Djúpavogi. Nú um áramótin var siðasti bát- urinnleigöurburt. Forsvarsmenn á staðnum hafa verið að reyna að fá bát keyptan og höfðu samning- ar tekist um kaup á bát frá Nes- kaupstað, en þegar til kom fékkst engin fyrirgreiðsla. Að sögn þeirra Jóhanns og Óla var nýtt frystihús tekið i notkun i nóvem- ber, en sáralitil atvinna hefur verið i boði frá þvi i haust, og margir farið i burt i atvinnuleit. Þeir félagar lýstu miklum áhyggjum yfir ástandinu, en svo virtist sem enginn vissi af þvi eða þá menn létu sér fátt um finnast utan héraðsins. Við svo búið mætti ekki standa. —ká Tillögur íhaldsins um niðurskurð felldar: Gátu ekki bent á hvar ætti aö skera Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar Reykjavikurborgar i gær lögðu Sjálfstæðismcnn til 2.5 miljarða niðurskurð og miðaði hann að þvi að lækka útsvarsálagninguna i 11%. Tillögur þeirra voru allar felldar. Meginuppistaðan i þessum til- lögum var ótilgreindur niður- skurður um 5% i öllum byggingar framkvæmdum borgarinnar og gatna- og holræsagerð. Þá lögðu þeir til að fjárveiting til viðgerða á Dillonshúsi yrði felld niður, styrkur til Torfusamtakanna yrði strikaður út, ótilgreind áhalda- kaup yrðu felld niður, framlag til Bæjarútgerðarinnar yrði lækkað svo og framlag til rekstrar SVR, auk þess sem ekki yrði gert ráð fyrir eins miklum launahækkun- um og jafn miklum vanhöldum á innheimtu gjalda og fjárhags- áætlunin tilgreindi. Adda Bára Sigfúsdóttir vakti athygli á þvi að tillögur ihaldsins einkenndust mjög af hinum nýja stil Bandarikjaforseta sem kynntur hefði verið, — að minnka umsvif hins opinbera og lækka skatta, en hins vegar væri engin grein gerð fyrir þvi hvaða þjón- ustu og framkvæmdir ætti að skera niður. Hún sagði að slikar tillögur gætu eflaust gengið i ein- hvern hóp manna og kannski færu þær vel i fyrirsögnum, en i borgarstjórn yrði að gera kröfu til þess að menn vissu hvað þeir væru að leggja til og samþykkja. Staðreyndin væri sú að ekkert af þessum framkvæmdum mætti missa sin og það vissu Sjálf- stæðismenn vel, enda gætu þeir greinilega ekki bent á neitt. Nánar verður skýrt frá ein- stökum framkvæmdaliðum i Þjóðviljanum siðar svo og um- ræðum um áætlunina. —AI Framtals- eyðublöö í næstu viku Fram talsfrestur einstaklinga rennur út 10. febrúar Margir hafa verið að velta fyrir sér undanfarið hvenær von sé á framtalseyðublöðunum. Að sögn skattstjórans i Reykjavik, Gests Steinþórssonar, verður þeim dreift i Reykjavik i næstu viku. Mjög litlar breytingar verða á eyðublöðunum frá i fyrra. Eina umtalsverða breytingin varðar vaxtafrádráttinn, en nú gilda þær reglur eins og kunnugt er, að ein- ungis eru frádráttabærir þeir vextir sem tengdir eru öflun ibúðarhúsnæðis til eigin nota. Framtalsfrestur einstaklinga sem ekki stunda atvinnurekstur rennur út 10. febrúar nk. Einstaklingum sem atvinnu- rekstur stunda ber að skila 15. mars og lögaðilum eða félögum fvrir 31. mai. Bó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.