Þjóðviljinn - 29.01.1981, Síða 3

Þjóðviljinn - 29.01.1981, Síða 3
Fimmtudagur 29. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Ályktun bæjarstjórnar Sigluffarðar jrá 26. janúar sL Réttlát skipting raforku- verdsins I tilefni af þeim raforkuskorti, sem fyrirsjáanlegur er I vetur, sökum vatnsskorts hjá orku- verum og vegna áforma stjórn- valda um a& láta aöeins fjögur orkuframleiöslufyrirtæki bera þann umframkostnaö sem óhjá- kvæmilega veröur meö keyrslu diselvéla til raforkuvinnslu, gerir bæjarstjórn Siglufjaröar eftirfar- andi ályktun: Bæjarstjórn Siglufjaröar sam- þykkir aö skora á iönaöarráö- herra að sjá um aö kostnaði sem veröur i vetur vegna keyrslu diselvéla sökum vatnsskorts hjá orkuverum landsins verði skipt sem réttlátast milli landsmanna allra. Bendir bæjarstjórnin á eftirfar- andi leiðir i þvi sambandi. 1. Kostnaður veröi greiddur af verðjöfnunargjaldi. 2. Kostnaöur verði greiddur af söluskattstekjum af seldri raf- orku. 3. Kostnaður verði greiddur beint úr rikissjóði. Með einhverri þessara leiöa eöa öllum telur bæjarstjórnin að markmiöi rikisstjórnarinnar, sem fram kemur i stjórnarsátt- mála verði best náð, þ.e. að landsmenn búi viö sem jafnast raforkuverð. Umræða um þingsköp Alþingis Breytingar tímabærar Nokkur umræöa varö á Alþingi I gær um þingsköp Alþingis i framhaldi af framsögu Vilmundar Gylfasonar fyrir frumvarpisem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum Alþýöuflokks- ins þess efnis að ráöherrar njóti ekki eins mikilla forréttinda aö þvi er ræöutfma varðar og nú er. Þeir þingmenn er til máls tóku voru sammála um aö timabært væri aö gera ýmsar breytingar á þingsköpunum, en þær voru slðast geröar að nokkru marki 1972. Svavar Gestsson félagsmála- rdðherra varpaði fram þeirri hugmynd aö formenn þingflokk- anna og forsetar Alþingis könn- uöu hvaöa breytingar á þingsköp- um væri samstaöa um þannig aö leggja mætti fram frumvarp um breytingar næsta haust. Benedikt Gröndal kynnti frumvarp sem hann hyggst flytja um breytingar á þingsköpum og eru þar lagðar til breytingar á þremur þáttum i starfi þingsins, þ.e. meöferö þingsályktana, fyrirspurnum og umræöum utan dagskrár. Um umræður utan dagskrár munu engin ákvæöi I þingsköpum sen slikar umræður hafa þó fariö vaxandi. Fleiri hugmyndir um atriöi er be»tur mættu fara komu fram og minntist Ólafur Þ. Þóröarson m.a. á nauösyn þess aö forsetar gripu inn I mál manna er þeir færu aö ræöa annaö en þaö sem væri á dagskrá. — Þ Þeir svörðuðu spurningum blaðamanna: Klemens Tryggvason, Guðni Baldursson og Magnús Bjarn- freðsson. Ljósm —gel— MANNTAL 1981 „Alþingi aö tjaldabaki” títgáfa í undir- búningi Forsetar Alþingis hafa ákveðið að gefa út þau fjögur erindi sem Benedikt Gröndal alþingismaður flutti I útvarpi fyrir áramót um starfshætti Alþingis, en erindi þessi voru nefnd „Alþingi að tjaldabaki”. Aö sögn Friðjóns Sigurðssonar skrifstofustjóra Alþingis hefur enn ekki verið tekin ákvöröun um upplag ritsins né hversu þvi veröur dreift viða, en óskir hafa komið frá ýmsum skólum um að fá erindi Benedikts Gröndals til notkunar viö kennslu. Engar nærgöngular spurníngar nafnlaus á tölvur Mælt fyrir 4 stjórnarfum vörpum: Klemens Tryggvason hagstofu- stjóri kallaði blaðamenn á sinn fund i gær til að svara ýmsum spurningum sem vaknað hafa I sambandi við manntalið. Sagði hann að eðlilegt væru að nokkur úlfaþytur hlytist af þvi að opinber aðili krefði fólk um upplýsingar er varða einkahagi þess, og hefði borið nokkuð á þvi nú, að menn óttuðust að upplýsingarnar yrðu misnotaðar. — Afstaða Hagstofunnar til framkominnar gagnrýnier sú, aö á eyðublöðum manntalsins sé ekki um að ræöa neinar spurningar er geti verið nærgöngular persónu- högum fólks, — sagði Kiemens, — og aö þær upplýsingar sem fram koma veröi ekkihægtað nota fólki til óhags eða skaöa. Klemens var spurður hvers- vegna nöfn manna þyrftu endi- lega að koma fram á eyðublöö- unum, og sagöi hann þaö vera eingöngu til þess að hægt væri að ganga úr skugga um að enginn hefði fallið undan skráningu, annaöhvort á þjóðskrá eða mann- tali. Aö öðru leyti hefði Hagstofan engan áhuga á nöfnum manna, og yrðu þau felld niöur þegar upp- lýsingarnar yrðu settar I tölvu- vinnslu. — Það sem viö höfum áhuga á eru samtölur og hóp- flokkanir, — sagði Klemens, — einstaklingurinn er aðeins liöur i heild. 1 manntalinu nú eru nokkrar nýjar spurningar, sem ekki hafa verið meö áður, og þaö eru aöal- legá þær sem hafa vakið gagn- rýni. Spurningin um heimilisfang manna á mismunandi timum er tekin meö vegna tilmæla Reykja- vikurborgar og annarra sveitar- félaga I nágrenninu i þeim til- gangi að kanna flutninga fólks milli byggðarlaga og innan sveitarfélaga, en upplýsingar þar að lútandi vantar. Spurt er hvort menn séu i vigöri eða óvigöri sambúö, og kvaö Klemens það vera gert vegna þess að óvigö sambúö heföi færst mjög i vöxt á undanförnum árum en upplýsingar um þetta nýja sambúðarform væru ekki fyrir hendii þjóðskrá. —Fólk er aöeins spurt hvort það sé i óvigðri sam- búð, og ákveður sjálft hvort það telur að svo sé, viö leggjum engan dóm á slikt, — sagöi Klemens, — en þaö hlýtur að vera þeim i hag sem búa i óvigðri sambúð að fyrir hendi séu sem gleggstar upplýs- ingar sem hægter aö byggja á við gerö löggjafar, til þess að tryggja réttindi þessa fólks. Klemens taldi spurningarnar um atvinnu manna mjög þýðingarmiklar, einnig um húsa- kost og menntun, en ekkert af þessu kæmi fram i þjóöskrá. Þetta er m.a. nauðsynlegt til að hægt sé að bera upplýsingarnar saman við alþjóölega staðla frá stofnunum einsog SÞ, ILO, OECD ofl. — Viö héldum 1970 að við kæmumst hjá þvi að taka mann- tal hér vegna þess að viö höfum þjóöskrána, en svo reyndist ekki vera, sagöi hagstofustjóri. Magnús Bjarnfreðsson og Guöni Baldursson voru hagstofu- stjóra til aðstoöar við aö svara blaöamönnum og sagöi Magnús m.a. að spurningarnar um heimilisstörf hefðu valdiö mis- skilningi, fólk héldi að þetta væri eitthvert „jafnréttiskjaftæði”. Hér væri i raun um þaö að ræöa að finna heimilisstörfin, kanna hversu umfangsmikil þau væru til þess að hægt væri að meta þessi störf, en það er ekki hægt án þess að hafa slikar upplýsingar. Ætti það án efa að vera heimavinnandi húsmæðrum fagnaðarefni. Talsvert var rætt um það á fundinum hvernig unnt yrði að tryggja að upplýsingar manntals- ins yrðu ekki misnotaðar, og kom m.a. fram að allir sem vinna að manntalinu eru bundnir þagnar- skyldu, og að Hagstofan lætur engum aðila upplýsingar I té fyrren búið er að koma þeim á tölvu, nafnlausum, og þá aðeins viðurkenndum rannsóknar- stofnunum. Kostnaðurinn við manntalið er áætlaður hálfur miljarður gam- alla króna, og er þá meðtalin úr- vinnsla gagna og útgáfu- kostnaður. — Það er augljóst að ekki væri fariö út i þennan mikla kostnað, fyrir nú utan alla fyrir- höfnina, ef ekki væri talin brýn nauðsyn á þessu manntali, — sagði Klemens. p.......... j Nýþingmál 1 i | Jöfnun kostnaöar \ vegna olíunotkunar I i ■ I ■ I i ■ I ■ I L Tvö ný þingmál voru lögð fram á Alþingi i gær. Hið fyrra er fyrirspurn til iðnaðarráð- herra um jöfnun raforkukostn- aðar og eru fyrirspyrjendur þeir Helgi Seljan og Skúli Alex- andersson.Fyrirspurn þeirra er svohljóðandi: „Hvernig hyggst rikisstjórnin bregöast við þeim vanda, sem blasir við Rafmagnsveitum rikisins, Orkubúi Vestfjarða og fleiri aðilum vegna mikils kostnaðar við raforkufram- leiöslu með oliu á þessum vetri?” Bensíngjöld ríkisins bein krónutala Siðara þingmálið sem lagt var fram i gær er frumvarp sem Birgir Isl. Gunnarsson og Albert Guðmundsson flytja um aö- flutningsgjöld og söluskatt af bensini. 1 greinargerð með frumvarpinu segir að það sé flutt i þeim tilgangi að koma til móts við það sjónarmið að óeðli- legt sé að rikið hagnist sérstak- lega á verðhækkun á bensini er- lendis. Meginefni frumvarpsins sé þvi að ákveða að aðflutnings- gjöld og söluskattur séu ákveðin krónutala er miðist við kg aö þvi er aðflutningsgjöld snertir, en við litra af þvi er söluskatt snertir. Til þess að hlutur rikis- sjóðs verði hins vegar ekki um of fyrir borð borinn sé ákvæði i frumvarpinu þess efnis, að krónutala, sem nú veröi ákveðin, sé grunntaxti er heim- ilt sé að hækka i samræmi við hækkun byggingarvisitölu. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir að grunntaxtar aðflutningsgjalda og söluskatts miðist við verðið eins og það er i dag. I i ■ I ■ I i ■ I i — Þ ■ Vaxtafrá- dráttur hjóna verður 7,2 miljónir g.kr. Fjármálaráöherra Ragnar Arnalds mælti i gær fyrir frum- varpi til breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt. Felur frum- varpið i sér tvenns konar breyt- ingar. t fyrsta lagi er gert ráð fyrir að hámarksf rádráttur vegna vaxtagjalda einhleypings utan atvinnurekstrar hækki i 3 miljónir og 625 þúsund gamlar krónur og að hámark þetta verði 7 miljónir og 250 þúsund gamlar krónur fyrir hjón. Þessar tölur miðast við að skattvisitala verði 145 við álagningu á árinu 1981. Þá er i frumvarpinu gert ráð fyrir að kostnaður launþega i lög- giltum iðngreinum vegna kaupa á handverkfærum verði frádráttar- bær frá tekjum. Er það i sam- ræmi við yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar frá þvi i okt. s.l. i tengslum við gerö kjarasamninga þá. Dómsmálaráðherra Friöjón Þórðarson mælti fyrir þremur frumvörpum i gær. Fyrsta frum- varpiö fjallar um breytta með- ferð einkamála i héraði og hefur það verið lagt fram tvivegis áður án þess að hljóta afgreiðslu. 1 tengslum við þaö frumvarp mælti ráöherra fyrir ööru frumvarpi sem felur i sér að sjó- og versl- unardómur veröi lagöur niður og að dómarar i bæjarþingi eða aukadómþing fari með prófin. Þriðja frumvarp dómsmála- ráðherra fjallaði um sérstaka meðferð mála vegna rangrar notkunar stöðureita fyrir öku- tæki. Frumvarp þetta hefur verið flutt tvivegis áður en ekki hlotið afgreiðslu. Frumvarpið miðar að þvi að létta störfum af dómara- fulltrúum og lögregluyfirvöldum hvað varðar stöðumælasektir. Birgir Isl. Gunnarsson tók til máls um frumvarpið og taldi þaö til bóta en gerði þó tvær athuga- semdir við það og tiltók atriði er hann taldi að breyta þyrfti.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.