Þjóðviljinn - 29.01.1981, Side 6

Þjóðviljinn - 29.01.1981, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVtLJINN Fimmtudagur 29. janúar 1981 Hvað er manntal? Manntal er annaö og meira en talning mannfólksins á landinu. Manntal er hagfræðileg úttekt, sem hefur fólkið i landinu að við- fangsefni. Meginatriði sérhvers manntals má telja þrjú: 1) Hvað starfar fólkið i landinu? Þau störf, sem hver þjóð innir af hendi, sd vinna, sem lögð er fram i samfélagi fólks, er þriþætt: at- vinna, heimilisstörf og nám. 2) Hvernig skipar fólkiö I landinu sér I frumhópa samfélagsins, fjölskyldur og heimili? 3) Viö hvaða aðbúnað býr fólkið i landinu, að þvi er varðar húsa- kost og fleira. Manntalið þáttur i alþjóðlegu samstarfi Manntalið 1981 er hið 22. I röö svokallaðra aðalmanntala á Islandi. bað er tekiö samkvæmt lögum nr. 76. 19. desember 1980. Manntöl eru svo mikilvæg undirstaða allrar vitneskju um stöðu þjóöar, að bæði Þjóða- bandalagið gamla og arftaki óhlutvandri meðferð upplýsing- anna veitt i þeirri lögvernd, er trúnaöarskylda manntalslaganna kveður á um, og skýrð var hér að framan. Liöur i þeirri vernd er það, aö enginn nema fram- kvæmendur manntalsins, þ.e. teljarar og aðrir trúnaðarmenn sveitarstjórna, og starfslið Hag- stofunnar við úrvinnslu mann- talsins, hefur aðgang að frum- gögnum manntalsins þ.e. þeim eyðublöðum, þar sem manntals- atriðin eru skráð. Eftir úrvinnslu liggja upplýsingarnar fyrir sem slikar, sviptar öllum einstakl- ingsauðkennum, þannig að úti- lokað er að rekja þær til nafn- greindra manna. 1 þriðja lagi felst trygging i við- teknum hefðum við hagskýrslu- gerö, en þar er nafnleynd varð- andi upplýsingagjafa og hagi þeirra grundvallaratriöi, enda brýnt hagsmunamál fyrir þá stofnun, sem að hagskýrslugerð- inni stendur. Störf Hagstofunnar byggjast öðru fremur á þvi, að stofnanir, fyrirtæki og almenn- ingur geti treyst henni fyrir upp- lýsingum. Þetta gildir um mann- tal ekki siöuren aðra upplýsinga- MANNTALIÐ 1981 þess, Sameinuðu þjóðaimar, hafa staðið fyrir alþjóðlegu samstarfi um manntöl: til hvaða efnis skuli taka, hvernig ýmis hugtök skuli skýrgreind, o.s.frv. og siðast en ekki sist hvenær þau skuli fara fram. í samræmi við tillögur hag- stofu Sameinuðu þjóðanna eru manntöl tekin i flestum löndum heims 1980 eða 1981. Manntal var t.d. tekiö I Bandarfkjunum 1. april i fyrravor, I Sviþjóð, 15. september, i Noregi og Finnlandi 1. nóvember siöastliðinn, og manntal verður tekið I Efnahags- bandalagslöndunum i vor. 1 einungis fimm rikjum heims hefur allsherjarmanntal aldrei fariö fram. Þessi riki eru Eþió- pia, Ginea og Miðafrika I Afriku, og Laos og Óman I Asiu. T rúnaðarsky Lda manntalsaðila 9. grein manntalslaganna hljóðar svo: „Upplýsingar skráðar á manntal um einkahagi manna eru einvörðungu ætlaðar tilhagskýrlugerðar og er óheimilt að láta aðila utan Hagstofunnar fá vitneskju um þær. Heimilt er þó að láta viðurkenndum rann- sóknaraðilum og opinberum stofnunum i té upplýsingar skráðar á manntal, enda sé þá nöfnum og auðkennisnúmerum einstaklinga sleppt. Orvinnslu manntalsskýrslna skal Hagstofan ein annast, óg hlutaðeigandi starfsmenn hennar skulu bundnir þagnarskyldu. Teljarar við manntaliö og starfsmenn sveitar- félaga, sem vinna að framkvæmd þess, eru einnig bundnir þagnar- skyldu.” Manntalsupplýsingar ekki hægt að nota neinum i óhag Engar upplýsingar, sem ein- staklingar gefa um sig og sina hagi, veröa notaðar á neinn hátt viðkomandi eða öörum i óhag. Trygging fyrir þessu er i fyrsta lagi eðli manntalsatriðanna: Ekkert þeirra varðar fjármuni eöa eignir, nema að þvi er tekur til húseignar. Spurt er um eiganda ibúðar, en slikar upplýs- ingar eru I öðru samhengi ekki trúnaðarmál, samanber vottorð úr veðmálabókum. Upphæð tekna kemur ekki fram i manntali, né hvernig einstaklingar eða heimili verja tekjum slnum. Manntals- skráning getur ekki orðið sönnunargagn um neins konar fjárhagsleg málefni, enda trúnaðarskyldan tekin fram á eyðublaðinu. Ekkert manntalsat- riðanna getur talist nærgöngult persónulegum högum fólks, enda alls ekki spurt um tómstundir fólks, áhugamál eða skoðanir. í öðru lagi er trygging gegn söfnun. Enn fremur má benda á, að manntalslög frá 1920 voru endurskoðuð 1980 og ný lög sett, meðal annars sérstaklega i þeim tilgangi að tryggja rétt einstak- lings við manntal. Skipulag manntalsins Manntalinu er nú hagað á nokkuð annan hátt en áður. 1960 og fyrr fóru manntöl þannig fram, að teljarar gengu I hús og skrifuðu sjálfir niður eftir fyrir- sögn heimilismanna allar upplýs- ingar um fólkiö, Ibúðir og hús á eitf og sama eyðublaöiö fyrir allt húsið. Við þetta manntal er fólki ætlað að fylla sjálft út skýrslu sina. Formi eyðublaöanna er breytt þannig, að viðfangsefni mann- talsins er skipt á þrjú blöö: Ein- staklingsskýrslu, sem gera skal um alla 12 ára og eldri um siðustu áramót, ibúöarskýrslu og hús- skýrslu. Svokallað krossaprófs- kerfi er notaö, en það gefur færi á að orða spurningar nákvæmar og einhlitar en annars, og auö- veldara verður að svara. Þessi aðferð er nú notuð viö manntöl I flestum löndum. T.d. getur gamall maður, sem er hættur að vinna og stundaði ekki nám eftir fermingu, útfyllt sina ein- staklingsskýrslu einvörðungu með þvi að setja krossa, nema hvaðhannþarf að skrifa heimilis- fang i 1. lið, og heiti lifeyrissjóðs, ef það á við. Sama á við alla aðra, sem stunda ekki atvinnu, hvort heldur þaö eru unglingar, hús- mæður, öryrkjar eða aörir — þeir geta svarað einstaklingsskýrsl- unni á þennan einfalda hátt. Orvar á eyöublaöinu visa, hvernigsvara skal, og hverju má sleppa, þegar svo ber undir. Auk þess sem hægt er aö nota „krossapróf” leiðir sú tilhögun, að hver maður gerir sina ein- staklingsskýrslu, til þess, að allir geta fyllt út skýrsluna samtimis, eftir leiðbeiningum i fjölmiðlum. Föstudagskvöld 30. januar kl. 21.15 verður 30 minútna þáttur i sjónvarpinu, þar sem farið verður yfir spurningar einstakl- ingseyðublaðsins i þvi skyni, að hver og einn útfylli þaö fyrir sig eftir leiðbeiningum I þættinum. Hann verður endurtekinn I sjón- varpi kl. 16 á laugardag 31. janúar. Leiðbeiningar um gerð einstaklings- skýrslu Einstaklingsskýrslu á að gera um alla, sem fæddir eru 1968 eða fyrr. Hana þarf hver og einn að gera sjálfur, eöa aðrir fyrir hann, þar sem hann á sólarhringsdvöl 31. janúar. Fyrir þá, sem dveljast annars staöar en á lögheimili sinu, þarf annaö heimilisfólk að gera einstaklingsskýrslu. Sérstök áhersla er lögð á, aö einstaklings- skýrsla skal ekki gerð á dvalar- staö fyrirþá, sem liggja i sjúkra- húsi til timabundinnar dvalar, og er þvi nauðsynlegt, aö heimilis- menn, sé um þá að ræöa, vandi til einstaklingsskýrslugeröar fyrir þá, sem eru fjarverandi vegna sjúkrahúsdvalar. Gera skal einstaklingsskýrslu um alla Islendinga, sem eru I skólanámi eða öðru námi erlend- is, svo og fjölskyldu þeirra nema fyrir liggi, að þeir séu alfluttir til útlanda. A sama hátt skal skrá aðra tslendinga erlendis, ef talið er, aö þeir muni setjast aftur að á tslandi. Nánustu venslamenn tslendinga erlendis gera ein- staklingsskýrsluna fyrir þá. Sam- kvæmt eöli máls er ekki krafist tæmandi útfyllingar einstaklings- skýrslublaðsins fyrir þá, sem dveljast erlendis; t.d. þarf engu aö svara, sem varðar vikuna 24.- 30. janúar 1981. Auðkenning skýrsl- unnar, heimilisfang Eins og eyðublaðið ber með sér skal skýrslan auðkennd viðkom- andi einstaklingi efst með nafni hans og fæðingardegi. 1 linuna, sem merkt er „Staður”, skal skrifa dvalarstaö einstaklingsins, nema skýrslan sé gerð af öðrum en honum sjálfum vegna fjarveru hans frá lögheimili 31. janúar; þá skál rita lögheimiliö þarna. Séu fleiri en ein ibúð i húsi, þarf að til- greina hvaöa ibúð skýrslan til- heyrir, t.d. 2. hæö til hægri eða þess háttar. 11. spurningalið á að tilgreina, hvar viðkomandi átti heima á til- teknum timum. Séu menn i vafa um, hvernig skulli svara þessu, t.d. vegna þess aö þeir dvöldust annars staöar en á lögheimili sinu, eöa muni ekki nákvæmlega, hvenær þeir fluttust, nægir að svara eftir bestu trú, enda er alls Upplýsingar frá Hagstofu íslands ekki ætlast til fullrar samsvör- unar með þvi, sem þarna er ritað, og skráningu I þjóöskrá á sinum tima. Sambúð, hjónaband 1 2., 3. og 4. lið einstaklings- skýrslunnar eru spurningar, sem lúta að fjölskyldugerð. Hlutverk 2. og 3. liðs er fyrst og fremst aö leiða I ljós umfang ó- vigðrar sambúðar á Islandi. Talið er, aö hún hafi farið I vöxt undan- farin ár, en eins og kunnugt er mun óvigð sambúð hafa tiðkast I meiri eða minni mæli mjög lengi hér á landi. Undanfarin ár hefur löggjafinn reynt að tryggja rétt- indamál þeirra, sem eru I óvigðri sambúð, og er hún þvi nú laga- lega viðurkennd að nofckru leyti sem hjónabandsform. Það er mikilvægt að fá fram, hve margt fólk telur sig nú vera I óvigðri sambúö á Islandi, og hve lengi sú sambúð hefur staðið. Ýmislegt bendir til þess að óvigð sambúð sé oft undanfari vigðrar sambúöar, þ.e. hjónabands I heföbundinni merkingu. Einmitt þess vegna er spurt um upphafsár bæði sam- búðar og hjónabands, þar eð þá kemur fram, hvort óvigð sambúð er undanfari hjónabands, og hve lengi hún stóð. Athugið sérstaklega, að einung- is er spurt um sambúö og hjóna- band, sem er við lýöi manntals- daginn. Ekkert skal upplýsa um sambúð og hjónabánd, sem nú er lokið, hvort sem það varð við and- lát maka eða skilnað. Allir þeir, sem eru ekki i hjónabandi 31. janúar, ógift fólk, fráskiliö fólk, ekkjur og ekklar, segja „Nei” i 3. lið. Veitið þvi enn fremur athygli, aö viðkomandi aðilar meta það sjálfir hvort sameiginlegt heimilishald þeirra er með þeim hætti, að það teljist óvigð sam- búð. Þó mun verða aö líta svo á, að fólk, sem byr saman i Ibúð og hefur eignast barn saman, en er ekki gift, sé i óvigðri sambúð. Að sjálfsögöu er barn ekki skilyrði þess, aö fólk teljist vera I óvigðri sambúð. Manntalsupplýsingar má alls ekki nota til neins annars en hag- skýrslugerðar. Þjóðskráin, sem er deild i Hagstofunni, fær þvi ekki aðgang að neinum upplýs- ingum úr manntalinu um óvigöa sambúð. Kunnugt er, að margt fólk vill ekki, af fjárhagsástæðum eða af öðrum orsökum, að sam- búð þess sé skráð i þjóðskrá. Sambúðarfólk á þvi allt að geta tilgreint sina sambúð óhikað, enda hagsmunamál þess, að óvigð sambúð sé ekki vanmetin sem fjölskylduform hér á landi. 1 úrvinnslu manntalanna 1950 og 1960 var fólk taliö i óvigðri sambúð eftir sérstökum reglum Hagstofunnar. Nú þótti hins vegar rétt, að hver og einn mæti þetta sjálfur, eins og áður sagði. Börn Það er öllum kunnugt, hve miklar breytingar hafa orðið á fjölskyldugerð I tið núlifandi fólks. Einn mikilvægasti þáttur- inn I þessum breytingum er tengdur tölu barna, sem konur eignast. Upplýsingum kvenna i 4. liöer ætlaö að leiða I ljós, hverjar breytingar hafa orðið á barnatöl- unni með nýjum kynslóðum. Sams konar spurningar gáfu góða raun 1950 og 1960, en þá voru þær nokkru ýtarlegri. Nám, skólaganga, próf í 5., 6., 7. og 8. liö eru spurningar, sem varða yfirstand- andi nám og skólagöngu, nám, sem menn hafa stundað, og próf, sem þeir hafa lokið. Efnisinnihald spurninganna er nokkurn veginn það sama og var 1950 og 1960. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst sá, að leiöa i ljós, hvaða þjóðarauður liggur i menntun Islendinga, hvernig hún er nýtt I atvinnuvegunum, og hvaða námi menn eru i nú. Nám er vinna, og eitt þeirra starfssviða fólks, sem manntalier ætlað að upplýsa um. Athugiö, að hafi menn hætt i námi áður en prófi var lokiö, skal engu aö siður tilgreina skólann og ártaliö I 5. lið. Sé um skóla I út-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.