Þjóðviljinn - 30.01.1981, Síða 5
Akureyri á sunnudag: '
Föstudagur 30. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Stofnad félag um
jafnréttismál
Nokkrar konur á Akureyri sem
að undanförnu hafa undirbúið
stofnun félags um jafnréttismál
boða nií stofnfundinn nk. sunnu-
dag, 1. febrúar á Hótel KEA kl.
14—17. Hvetja þær til að sækja
fundinn jafnt þá sem áhuga hafa
á jafnréttismálum og hina, sem
ekki hafa hugleitt þau mái til
þessa.
Til þess að starfsemin geti orðið
sem fjölbreyttust, er nauðsynlegt
að sem flestir verði með, og
stjórnmálaskoðanir skipta ekki
máli. Ekki er gp-t ráð fyrir, að
þátttakendur þurfi að kunna að
halda ræður, þar sem ætlunin er
að frjálslegar samræður og hópa-
störf verði meginform fundarins.
Jafnrétti kynjanna i reynd er
fjarlægt markmið tilvonandi
félags, en að finna aðferðir til að
stuðla að þvf verður meginverk-
efnið. Tillögur fundarboöenda
verða settar fram á fundinum auk
þess sem fundarboðendur geta
komiðá framfæri eigin hugmynd-
um og óskum.
Gert er ráð fyrir, að starfsemin
verði tviþætt. Annars vegar verði
fjallað um misrétti i okkar nán-
asta umhverfi, og reynt að hafa
áhrif i jafnréttisátt. Hins vegar
verði fjallað um vandamál kon-
unnar sjálfrar, og reynt að stuðla
að uppbyggingu sjálfstrausts og
sjálfsvitundar hjá þeim, er þess
leita, f þeim tilgangi að nýta betur
þá hæfileika, sem i þeim búa.
Við viljum stuðla að betra
mannlifi fyrir alla, segir undir-
búningshópurinn.
— vh
Alþýöubandalagið í Reykjavík:
Skíðaganga
á sunnudag
Næstkomandi sunnudag ætiar
ABR að efna til skiðagönguferðar
ef snjóalög leyfa — ella drögum
við fram gönguskóna. Vitað er að
fjölmargir félagar eiga göngu-
skíði og iðka skiðagöngu. Nú er
ætlunin að gera tiiraun til þess að
hittast á heiðum uppi. i þessari
fyrstu tilraun er ætlunin að fara
rólega f sakirnar þannig að aliir
geti verið með, þótt ekki séu þeir
þaulvanir. Menn geta farið mis-
langt eftir þörfum.
Ætluninerað ræsa bifreiðarnar
i bænum kl. 10.30 og aka sem leið
liggur upp á Hellisheiði. Ekið
verður framhjá skiðaskálanum i
Hveradölum og upp löngu aflið-
andi brekkuna fyrir ofan skiða-
skálann fyrir Stóra-Reykjafell,
upp á jafnsléttu. Þar verður
numið staðar og stigið á skiðin og
haldið inn veginn milli hrauns og
hliða. Þarna á háheiðinni er yfir-
leitt nægur snjór. Reiknað er með
1—2 tima göngu allt eftir þörfum
og miðað er við að hefja göngu
klukkan 11.15.
Njótum skemmtilegs . félags-
skapar og látum veðrið ekki aftra
okkur. Félagar sameinist um bif-
reiðar og þeir sem eru billausir
eru hvattir til að hafa samband
við þá sem liklegir eru til að fara.
Félagar úr nágrannabyggðum
drifið ykkur með — og gaman
væri að hitta Hvergerðinga og
Selfyssinga á fjallinu.
(Frétt frá ABR)
Valgeröur Bergsdóttir sýmr
Valgerður Bergsdóttir ér þekkt-
ust fyrir grafikverk sin, en á
sýningunni sem hún opnar i dag
eru 14 blýantsteikningar.
i Galleri
Langbrók
Valgerður Bergsdóttir opnar á
hádegi i dag, föstudag, sýningu á
teikningum i Galleri Langbrók,
Amtmannsstig 1.
Á sýningunni eru 14 blýants-
teikningar, flestar unnar árið
1980. Valgerður stundaði nám við
Myndlista- og handiðaskólann
1966—69, og siðar i tvö ár við
Statens Kunstindustri- og Hánd-
værkerskolen i Osló. Hún lauk
teiknikennaraprófi frá MHl 1973.
Valgerður Bergsdóttir hefur
sýntgrafik og teikningar á mörg-
um sýningum hér heima og
erlendis, og hafa mörg söfn, bæði
hér og erlendis keypt verk eftir
hana.
Sýningin i Galleri Langbrók
verður opin virka daga kl. 12—18.
Henni lýkur 20. febrúar.
Herlögregia hefur skipað „grunsamlegum” unglingum að leggjast á grúfu. Einhverjir þeirra munu
ekki sjást aftur á lifi.
Leitað liðveislu
við kúgunar-
stjórn E1
Salvador
Borgarastríðið er um leið
barátta um sálir
evrópskra sósíaldemókrata
heitir hann.
Forsetinn sem situr 1 skjóli
morðsveita: Napoleon Uuarte
Eitt af þvi sem hingaö til hefur haldiö aftur af
Bandaríkjamönnum aö þvi er varðar beina íhlutun i
borgarastyrjöldina i Mið-Amerikuríkinu El Salvador
er afstaöa Alþjóðasambands sósialdemökrata/ en
flestir flokkar innan þess hafa lýst yfir stuðningi við
vinstrifylkinguna i landinu/ en þar er m.a. sósialdemó-
kratiska flokksbræður að finna. Bandaríska utan-
rikisráðuneytið hef ur hinsvegar unnið að þvi á bak við
tjöldin að fá þennan stuðning afturkallaðan.
Borgarastriöið i E1 SAlvador
hefur um margt likst styrjöld-
inni i Vietnam. Þyrlur hafa flog-
ið yfir þorp og akra og brennt
með bensinhlaupi hús og upp-
skeru til þess að taka fyrir
vistaöflun skæruherja. Reynt
hefur verið að loka svæðum þar
sem skæruliðar hafa sig mest i
frammi og flytja ibúana nauð-
uga á brott — að öðrum kosti
verða þeir fyrirfram lýstir
stuðningsmenn skæruherjanna
oe drepnir begar færi gefst.
Aætlanir af þessu tagi voru kall-
aðar „friðunaraðgerðir” i Viet-
nam, enda stjórna þeim banda-
riskir sérfræðingar, sum kunna
fagið.
í borgunum hafa svo öryggis-
sveitir þær sem i fréttum heita
„sveitir hægrisinnaðra öfga-
manna” myrt nokkra tugi
stjórnarandstæðinga á degi
hverjum, eða þá mannréttinda-
fólk, eða blátt áfram þá sem
einhver samviskulaus maður
vill losna við: það nægir að
hringja i ákveöin simanúmer og
segja: hr. NN hefur samúð með
þeim rauðu.
Fyrir utan litinn hægriarm
Kristilegra demókrata, eru
flestöll pólitisk öfl i landinu i
andstöðu við stjórnina: frá
kristilegum, til sósialdemö-
krata og byltingarsinnaðra
skæruliða. Kirkjunnar menn
hafa einnig tekið þátt i andófinu
gegn stjórn hinna riku. Þessi
samsteypa, FDR., Lýðræðis-
lega byltingarfylkingin, hefur
hvaðeftir annað fariö þess á leit
að Bandarikin hætti stuðningi
sinum við stjórn E1 Salvador —
og meðal þeirra sem undir þá
kröfu taka eru ýmsir helstu
sósialdemókratarnir i Evrópu.
Fróðlegar
áætlanir
Bandariska stjórnin heiur ab
sinu leyti reynt ýmislegt til að fá
m.a. vesturþýska sósialdemó-
krata til að taka aðra afstöðu og
hagstæðari valdhöfum i E1
Salvador, einnig spænska,
portúgalska og breska sósial-
ista. Sá sem stendur að þvi að
senda „óháða óbreytta borg-
ara” I áróðursferðir i þágu
stjórnar E1 Salvador og styrj-
aldar hennar gegn eigin þjóð
heitir William Bowdler, sér-
fræðingur utanrikisráðuneytis-
ins i málum Rómönsku Amer-
iku. Bowdler hefur unniö ýmis-
leg fróðleg störf: hann hefur
unnið að skipulagningu við-
skiptabanns á Kúbu eftir bylt-
inguna þar, að þvi að steypa
vinstristjórn i Guatemala 1954
og að innrás bandariskra land-
gönguliða i Dóminiska lýðveld-
inu 1965.
Einn af höfundum þeirrar
áætlunar, að senda „fjóra óháöa
menn” i Evrópureisu heitir
Constantine C. Menges, sem
hefur starfað við ihaldsvirki það
sem kallast Hudson Institute.
Menges er höfundur áætlana um
það, hvernig megi með hófleg-
um umbótum i sveitum Róm-
önsku Ameriku koma i veg fyrir
sókn vinstrihreyfinga þar i álfu.
Meðal þeirra sem Menges
mælti með við Bowdler var
Michael Hammer. Hann hefur
starfað i E1 Salvador fyrir
AIFLD, (Ameriska stofnun um
þróun frjálsra verkalýösfé-
laga), sem er almennt álitin úti-
bú frá CIA, og hefur einkum það
verkefni að koma á fót i álfunni
„gulum” verkalýðsfélögum,
sem þægilegri séu i meðförum
en þau „rauðu”. Annar er Roy
Prostermann, sem kom við sögu
„hreinsunaráætlunarinnar”
Fönix i Vietnam: kostaði sá
hernaður 45 þúsundir manns
lifið. Það er rakið til hans, aö
þegar fitlað var við jarðnæðis-
skiptingu i E1 Salvador i fyrra,
þá var helstu kaffibarónum
landsins hlift.
//Yfirsjón"
Menges hefur i samtali við
vesturþýska vikuritið Stern
komist svo að orði, að SPD
(Sósialdemókrataflokkurinn
þýski) fremdi „mikla yfirsjón
er hann gengur i bandalag við
óvini lýðræðis, framfara og
Bandarikjanna” — og á þar við
vinstrifylkinguna i E1 Salvador.
„Ef að þessu heldur áfram, þá
getur það leitt til alvarlegra
vandamála i samskiptum
Þýskalands og Bandarikj-
anna”.
Og þetta var, vel á minnst,
sagt áðuren Ronald Reagan tók
við völdum og þeir ráðgjafar
hans og ráðherrar sem hafa hátt
um að „við skulum meöhöndla
óvini sem óvini”. En hitt er vit-
að, að enn hefur Alþjóðasam-
band sósialdemókrata ekki
horfið frá fyrri afstöðu: i gær
mátti lesa það i Alþýðublaðinu,
að alþjóðasambandiö „skorar á
allar erlendar stjórnir að hætta
öllum stuðningi, beinum og
óbeinum við stjórn Duartes” i
E1 Salvador. Og itrekaði i leið-
inni stuðning við þjóðfrelsisöflin
1 landinu — áb.
— ih