Þjóðviljinn - 30.01.1981, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. janúar 1981
Föstudagur 30. janúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
■
stakka-
skiptum
Hreyfing hefur gripið um sig
meðal Seyðfirðinga um að gera
upp og mála gömul hús, sem þar
eru mörg hinar mestu gersemar
og reyndar sögulegar minjar, og
einnig er mikiil áhugi ríkjandi á
að laga til kringum húsin og fegra
og prýða bæði bæjarlandið og
einkalóðir meö gróðri. Bæjaryfir-
völd hafa gengið á undan með^
góðu fordæmi og ber þar hæst að
gert var upp Wathneshúsið stóra,
sem nú ber aftur sinn uppruna-
lega svip og er orðib ráðhús.
— Þú hittir vel á, við vorum
einmitt i dag aö flytja siöustu
kassana hingaö úr gamla staön-
um, sagði Jónas Hallgrimsson
bæjarstjóri þegar blaöamaöur
Þjóðviljans átti tal viö hann i siö-
ustu viku. — Þetta var siðasti bíl-
farmurinn af mörgum sem til-
heyra skrifstofu bæjarins. Við
fengum Grim Helgason magister
hingaö til okkar i viku til að fara
gegnum ýmiskonar skjöl og hann
fann sitthvað merkilegt, t.d.
bækur sem varöa upphaf skóla-
halds i bænum, en á þessu ári eru
einmitt 100 ár siðan það hófst.
— Hvernig atvikaðist það, að
bærinn fékk Wathneshúsiö sem
ráðhús?
— Þetta var simstöð i mörg ár
og þannig i eigu rikisins, en
Safnastofnun Austurlands beitti
sér fyrir þvi undir forystu þáver-
andi formanns, Hjörleifs Gutt-
ormssonar, ásamt bæjarstjórn
Seyöisfjaröar, að bærinn fengi
húsiö og var það afhent 1976 af
þáverandi samgönguráðherra,
Halldóri E. Sigurðssyni.
Húsiö var mjög illa farið og
haföi verið litt við haldið, einsog
gengur með húsnæði sem ekki er
til frambúðar, þannig að bæjar-
yfirvöldum hálfhraus hugur við
1 ii ■ ; ,?**'*'**■ J ■*#****<*. W W i w w II' II II II. w II
SSföSfö ÍSSi.. s ffiS iki a i iT* iTnB
Wathneshúsið, síðan simstöð, nú ráðhús, stolt bæjarbúa, stendur undir Strandatindi
Tanginn. Framnes, prestsetrið lengst til hægri, þá hús sem nú er oft
kallað Kattholt (áður Kristinar Wiums hús?) og Baldurshagi. t baksýn
fjallið Bjólfur.
þessu mikla verkefni. Það brýn-
asta, raflögnin, var samt fljótlega
lagfærð, en siðan lá verkið niðri
þangað til i april á sl. ári að haf-
ist var handa við að breyta og
endurgera húsið.
— Er þetta ekki gifurlega
kostnaöarsamt fyrirtæki?
— Jú, vissulega. Kostnaðurinn
er nú kominn i 45 miljónir Gkr. og
verkinu er ekki alveg lokið. En
það er búið að mála húsið að utan
og endurgera alla neðri hæöina.
Þar voru rifnir veggir og endur-
byggðir, strigalagt, pappalagt og
veggfóörað, allt samkvæmt fyrir-
mælum og ráðleggingum Harðar
Agústssonar, sem hefur reynst
okkur ákaflega vel við þetta verk-
efni. Þetta er ekki sama hús
þegar upp er staöiö, enda fólk al-
Hér sést I grjóthleðsluna sem
Sveinn frá Hallormsstað er að
gera.
mennt ánægt, lika þeir sem van-
trúaðir voru i byrjun. Þetta eru
nú bæði vistleg húsakynni og til-
komumikið hús.
Hörður gerði könnun hér
1966—67 og lagöi þá til, að friðlýst
yrðu sum hús og varðveitt önnur
svoog bæjarhlutar og verður eftir
fremsta mætti reynt að fylgja
þessu. 1 þvi sambandi hefur
okkur bæjarbúum reynst ómetan-
legur Pétur Jónsson trésmiður,
sem er mjög hagur og hefur lif-
andi áhuga á gömlu húsunum.
— Hafa fleiri hús verið gerð upp
á vegum bæjarins sjálfs?
— Ekki eins, en sumariö 1979
var húsið Steinholt gert upp i
samstarfi viö Tónlistarfélag
Seyðisfjarðar. Það er nú aftur
orðið bæjarprýði og er Tónlistar-
skólinn þar til húsa. En þetta er
erfitt fjárhagslega, bæöi fyrir
opinbera aðila og einstaklinga.
Nú er búið að flytja þingsálykt-
unartillögu um lánveitingar i
slikum tilfellum, en það er alveg
nauðsynlegt að þau mál lagist ef
fólk á að ráða við þetta. Það sem
þyrfti að koma næst hjá okkur er
að púkka upp á hin Wathneshúsin
lika og gömlu vöruhúsin og það er
á áætlun aö halda áfram upp-
byggingu gömlu húsanna eftir þvi
sem fjármagn leyfir.
Fleirihafa tekið til hendinni, td.
hefur Framnes, prestsetrið, veriö
gert upp af biskupsembættinu ,
og nýtur sin nú mjög vel sem
forðum úti á Tanganum. Á þvi
svæði hefur meira verið gert, td.
hefur klóakið sem þarna fór út i
lónið verið fært og verið er að
hlaöa upp grjótblokkum með 611-
um fjörukambinum hringinn i
kringum Tangann.
Þvi verki á að vera lok-
ið á næsta ári, en þessi hleösla
setur mjög skemmtilegan svip á
þetta svæði auk þess sem þarna
er lika kominn gróðurreitur i
kring. Þaö er Sveinn Einarsson
frá Hallormsstað sem sér um
þessa hleðslu með aðstoð ann-
arra.
— Þaö er viða um bæinn verið
að gera upp gömul hús. Er þaö
fordæmi bæjarstjórnar sem
smitar út frá sér?
— Ætli það sé ekki gagnkvæmt.
Það er mjög mikill áhugi meðal
bæjarbúa, bæði á að flikka uppá
gömlu húsin og eins að lagfæra
íóðir og fegra umhverfið almennt.
Það er óhætt að segja, að bærinn
allur hefur tekið stakkaskiptum.
— vh
Steinholt. Þar er nú Tónlistarskólinn til húsa.
Kirkjan hefur nýlega verið máluð og lagfærð. Fyrir framan hana sést minnis-
merkiðum Inga T. Lárusson tónskáld. Tilhægri húsið Skálanes.
Stórfallegt hús sem búið er að gera upp
Aður Turninn eöa Kráin. Þarna haföi Harald Jóhansen verslun, enhúsið
er illa einangrað svo það er nú notað sem lagarhúsnæöi.
Bréiabók hreppsins írá 1875
Það er nú kannski fullmikið sagt, að ég hafi fundið einhver skjöl, þvi þau
voru náttúrlega ekki týnd, sagði Grimur Helgason magister um athugun sina
á skjölum Seyðisfjarðarbæjar.
— En það kom sitthvað merkilegt i ljós, td. bók með reikningshaldi fyrir
skólann 1882-95 oguppgjöri um skólabygginguna, sem var hús fengið tilsniðið
frá Mandal i Noregi. Ein fundargerð er lika i þessari bók, sem er færð á
islensku, en titillinn utaná er á dönsku.
Svo var þarna bréfabók hreppsins frá 1875-1895,þe.framaðkaupstaöarstofn-
un, en áður en kópiutæknin kom til voru útsend bréf endurritúð i svona "bækur.
Einnig komu fram tvær viðskiptabækur hreppsins frá svipuðum tima. Það
þykir alltal merkilegt að finna hreppsgögn frá svo gömlum tima, sagði
Grimur. —vh
á dagskrá
Það er sama hve mikla vinnu
þú leggur á þig, þú færð ekki
borgað, nema þú náir
vissum lágmarksárangri.
Stefán Jóhann
Stefánsson
formaður
Námslán: Sultarlaun
Fyrir skömmu voru birtar á
dagskrá Þjóðviljans tvær greinar
sem fjölluðu um kjaramál
islenskra námsmanna. Þá fyrri
skrifar össur Skarphéðinsson,
námsmaður f Englandi, en sá
seinni Þorsteinn Vilhjálmsson,
formaður stjórnar Lánasjóðs
islenskra námsmanna. Grein
Þorsteins er nokkurs konar svar
við grein össurar. Báðar fjalla
greinarnar þvi efnislega um
sömu atriðin og ætla ég þvi ekki
að tiunda þau hér. Hins vegar
ætla ég að gera að aðalumtalsefni
minu annan þátt kjaramála
námsmanna, en það er sá kapituli
sem snertir framfærslueyri
þeirra.
Aður en lengra er haldiö vil ég
aðeins itreka það, að frumvarp
það um námslán og námsstyrki
sem þeir össur og Þorsteinn vitna
til hefur ekki verið lagt fram á
Alþingi ennþá. Þeir sem vilja
kynna sér efnisatriöi þess frum-
varps gætu flett upp i siöustu tölu-
blöðum Stúdentablaðsins fyrir
áramót, auk þess sem upplýsing-
ar er hægt að fá hjá námsmanna-
samtökunum. Einhverja viðbót
gætu menn fengið af lestri greina
össurar og Þorsteins, þótt þær
fjalli um mjög afmarkaða þætti,
og grein össurar sé sérstaklega
ómálefnaleg.
Niðurstaöa Stúdentaráðs um
frumvarpiö var sú að þetta frum-
varp væri ekki gott, heldur þolan-
legt, þegar litiö var á málið i
samhengi og öll atriði tind til. Það
virðist hins vegar ekki öllum
ljóst, og þar á meðal össuri
Skarphéðinssyni, að ef náms-
menn ætla að sækja eitthvaö til
rikisvaldsins, þá veröa þeir oftast
aö sækja þaö eftir þeim leikregl-
um sem stjórnarfyrirkomulagiö
setur okkur. Fjöldaaðgerðir I ein-
hverri mynd eru að sjálfsögðu
góður grundvöllur kröfugerðar,
en oftast næst ekki árangur fyrr
en námsmenn hafa sest að samn-
ingaborði, fyrr en þeir hafa komiö
málum áleiðis i nefnd. Og i nefnd
þar sem viösemjendur mætast
með ólfk sjónarmið er tilgangslit-
ið fyrir námsmenn að setja fram
harðar kröfur og hvika I engu frá
þeim, nema fjöldastuðningur við
þær sé þeim mun meiri. Undan-
tekningalaust verða einhverjir að
slá af. Það kemur ekki hvað síst i
hlut námsmanna þvi oftast er
valdastaöa þeirra næsta veik.
Nám er full vinna...
Þá kem ég að aðalefni þessarar
greinar. Ég get tekið undir það
með Þorsteini Vilhjálmssyni og
öðrum sósialistum, að nám er
vinna.hvernig sem á það er litið.
Og það semmeiraer:Nám er yfir-
leitt full vinna. Því valda ýmsar
námstakmarkanir. Nám er þó
ekki launuö vinna i venjulegum
skilningi. Og ekki nærast náms-
menn af lestri bóka. Þeir þurfa
einhverja aðstoö til að framfleyta
sér á. Einhverjir fá þá aðstoð i
heimahúsum og einstaka eru i
þeirri aðstöðu að eiga kost á góöri
sumarvinnu, geta t.d. fengið upp-
gripavinnu I einhverri mynd,
þannig að þeir geta lifaö af
sumarhýrunni mestan part vetr-
ar. Ef engir aðrir en þessir ættu
þess kost að fara i langskólanám
væru nemendur sjálfsagt meir en
helmingi færri en þeir eru nú.
Væri það fyrirkomulag I hæsta
máta óréttlátt.
Lánasjóður islenskra náms-
manna gegnir þvi hlutverki að
jafna aðstöðu til menntunar, með
þvi að aðstoða þá fjárhagslega
sem að öðrum kosti fengju ekki
notið menntunar. Aðstoð sjóösins
felst i þvi að lána námsmönnum
framfærslueyri á meðan á námi
stendur. Ekki fá þó allir lán er
vilja. T.d. ekki menntaskólanem-
ar og nemendur viö ýmsa aðra
framhaldsskóla.
... en illa borguö ...
Ariö 1979 sóttu tæplega 4000
námsmenn um lán, flestir i láns-
hæfu námi. Aöeins 3300 hlutu náð
fyrir augum sjóösins. En hvaða
framfærslueyri skyldi lána-
sjóöurinn úthluta þeim?
Opinbert mat, sem námsmenn
telja reyndar úrelt og allt of lágt,
segir að einstaklingur við nám á
tslandi, sem býr utan foreldra-
húsa, þurfi nýkr. 3026.- á mánuöi
til framfærslu. Sjóðurinn úthlutar
honum þó einungis 90% af fjár-
þörfinni, eða nýrk. 2723.-,gamlar
krónur tvö hundruð sjötiu og tvö
þúsund og þrjú hundruð.
Þessi framfærslueyrir er meö
þvi lægsta sem gerist á Islandi I
dag. Athugun sem fór fram s.l.
sumar sýndi að jafnvel þótt
námsmenn fengju lánað fyrir
fullri fjárþörf, þá væri lánið lægra
en laun fyrir 40 stunda vinnuviku
skv. 2. taxta Dagsbrúnar. Þaö
sem stúdentar fá er einnig lægra
en fullur ellilifeyrir þeirra er
búa i heimahúsum. Er þá meðtal-
in tekjutrygging og heimilis-
uppbót.
... og sumir fá ekki borgað.
Það er kannski ekki öllum ljóst
að ekki fá allir lán er vilja. Það er
fyrst og fremst tvennt sem
ákvarðar hvort námsmenn fá lán
eöa ekki: Námsafköst og tekjur.
Allar tekjur dragast frá náms-
lánum. Námsmönnum er þvi á
vissan hátt refsað fyrir að vinna.
Hvað varðar námsafköst, þá
miðar sjóðurinn aðallega viö þær
reglur sem hver skóli eða skóla-
deild setur. Til að vera „lánshæf-
ur” þarf nemandi ekki eingöngu
að ná lágmarkseinkunn i hverri
grein, eða i hverju námskeiði,
hann þarf lika að hafa lokið viss-
um fjölda námsgreina eða nám-
skeiöa. I flestum tilfellum þarf
nemandi að ljúka frá 70—100% af
námsefni hvers námsárs. Þeir
nemendur, sem einhverra hluta
vegna (oft vegna bágra félags-
legra aðstæðna) ná ekki þessum
tilskyldu námsafköstum, fá ekki
lán.
Oft kemur upp sú staöa milli
íveggja nemenda sem vinna svo
til jafnmikið i námi, að aöeins
annar fær námslán vegna þess að
hann fékk 5,5 i meöaleinkunn, en
hinn 4,5, þ.e. annar var rétt yfir
lágmarkseinkunn en hinn rétt
undir.
Af þessu má sjá að „námslána-
kerfið er óréttlátara en nokkurt
bónuskerfi. Það er sama hve
mikla vinnu þú leggur á þig, þú
færð ekki borgaö nema þú náir
vissum lágmarksárangri.”.Ef um
fjöldatakmarkanir eða timatak-
markanir i námi er aö ræða, þá er
það aldrei nema hluti nemenda
sem nær þessum lágmarks-
árangri.
Að lokum vil ég beina orðum
minum til Þorsteins Vilhjálms-
sonar: Ég og fleiri námsmenn
biöa spenntir eftir gagnrýni þinni
á skriffinnskuna kringum Lána-
sjóöinn, sem þú ætlaðir að láta
flakka i dagskrárgrein þinni i
Þjóðviljanum, en ekki vannst
rúm til. Skriffinnska sjóðsins
veldur ýmsum námsmönnum
miklum erfiðleikum, ekki sist
þeim sem stunda nám erlendis.
Vænti ég þess að ritstjórár Þjóð-
viljans ljái gagnrýni þinni rúm.
Búnaðarfélag Lundareykjadalshrepps:
Söfnun vegna tjóns
af skriðuhlaupi
Eins og kunnugt er af
fréttum varð bóndinn í
Lundi í Lundarreykjadal,
Þorbjörn Gíslason, fyrir
þungum búsifjum af
skriðuhlaupi þann 26. jan.
sl. Enda þótt tryggingar
bæti f yrir hús og gripi,taka
þær engan þátt í kostnaði
við björgunaraðgerðir, né
bæta tekjumissi og annan
skaða sem af þessu hlýst.
Því hefur Búnaðarfélag
Lundareykjadalshrepps
ákveðið að leita eftir
f járhagslegum stuðningi
við Þorbjörn hjá fólki sem
kynni að vilja hlaupa undir
bagga. ( þvi skyni hefur
verið opnaður reikningur
hjá Sparisjóði Mýrasýslu,
sparisjóðsbók no 13101,
sem leggja má inn á hjá
öllum sparisjóðum og
einnig með gíróseðlum um
banka og pósthús. Söfn-
unarlistar verða og látnir
ganga i næstu sveitum.
Einnig tekur Guðmundur
Þorsteinsson, Skálpa-
stöðum, á móti framlögum
fyrir hönd Búnaðarfélags-
ins.