Þjóðviljinn - 30.01.1981, Page 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. janúar 1981
fÚTBOЮ
Tilboð óskast i að byggja undirstöður
geyma á Grafarholti, 2. áfanga, fyrir
Hitaveitu Reykjavikur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
Frikirkjuvegi 3, Reykjavik.
Tilboðin verða opnuð á sama stað mið-
vikudaginn 18. febr. kl. 11.00 f.h..
INNKAUPASTOFNUNREYK3AVIKURBORGAR
Fnkirk|uvegi 3 — Sími 2S800
• r
um
Alþýðubandalagið i Reykjavik boðar til almenns féiagsfundar
um nýsamþykkta fjárhagsáætiun Reykjavikurborgar og starfið
að borgarmáium til loka kjörtimabilsins.
Fundurinn veröur á Hótel Esju þriðjudaginn 3. febrúar og hefst
hann klukkan 20:30 stundvislega.
DAGSKRA:
1. Sigurjón Petursson, forseti borgarstjórnar flytur framsögu
um nýsamþykkta fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar.
2. Umræöuhópar starfa. Að loknu framsöguerindi veröur fundin-
um skipt upp i 4—6 umræðuhópa sem fjalla munu um megin-
málaflokka borgarmála. i þessum hópum munu fulltrúar
félagsins i nefndum og ráðum borgarinnar sitja fyrir svörum
um sinn málaflokk og taka við ábendingum fundarmanna um
starfið framundan.
Fundargerðir þessara umræðuhóða
Fundargerðir þessara umræðuhópa verða siöan sendar
borgarmálaráöi félagsins til umfjöllunar.
3. Almennar umræður. Að loknu starfi umræðuhópa verða siðan
almennar umræður um borgarmálin.
Fundarstjóri: Hörður Bergmann
Félagar fjölmennið og Velunnarar og stuðningsmenn
takið meðykkur gesti Alþýðubandalagsins eru
velkomnir.
Stjórn Alþýðubandalagsins I Reykjavik
Sigurjón Pétursson
Hörður Bergmann,
Staöa heyrnarfræðings
(sérkennara sérmenntaðs I heyrnar-
kennslu)
er laus til umsóknar við Heyrnar- og tal-
meinastöð íslands.
Staðan veitist frá 1. april 1981.
Usóknarfrestur er til 1. mars n.k..
Umsóknir sendist stjórn Heyrnar- og
talmeinastöðvar íslands, Háaleitisbraut
1, Reykjavik, pósthólf 5265. Simi 83855.
Skúrkarnir yfirheyrðir. A þessari
mynd má sjá hvernig sviðið hefur
verið byggt fram I salinn á þrem-
ur pöllum. — Ljósm.: —gel.
Herranótt
ber og allir lenda i sinu rétta
hjónabandi.
Þegar Þjóðviljinn skrapp út á
Seltjarnarnes á þriðjudagskvöld
stóð yfir fyrsta raunverulega
búningaæfingin. Verið var að
leggja siðustu hönd á sköpunar-
verkið, — sviðsmynd, búninga,
ljós og annað smálegt. Æfingin
hafði staðið frá kl. 14 þegar
skólanum lauk og bjuggust menn
við að halda áfram langt fram á
kvöld. Þannig hafa undanfarnar
vikur liðið á þeim bæ.
Nemendur hafa sjálfir unnið
við búninga- og tjaldagerð en
tjöldin útfærði Friðrik Erlingsson
nemandi i Myndlista- og handiða-
skólanum með aðstoð Karls
Aspelund. Smiðum stjórnaði
Guðmundur Magnússon og Vala
Gunnarsdóttir saumaskap, en
saumastofan var lengst af heima
hjá leikstjóranum.
Of langt mál yrði að telja upp
alla aðstandendur sýningarinnar
og leikendur og látum við þvi
myndirnar tala sinu máli. Þær
tók ljósmyndari Þjóðviljans
— gel.
Sýningar verða sem hér segir i
Félagsheimilinu á Seltjarnar-
nesi: 1 kvöld, frumsýning, á
sunnudagskvöld, mánudags-
kvöld, þriðjudagskvöld og mið-
vikudagskvöld og hefjast þær
allar kl. 20.30. Miðasala er i Casa
Nova, nýbyggingunni á lóð
Menntaskólans i Reykjavik—AI.
Aðalfundur
Samlags skreiðarframleiðenda
fyrir árið 1979 verður haldinn i Lækjar-
hvammi að Hótel Sögu i Reykjavik föstu-
daginn 13. febr. n.k. og hefst kl. lO.f.h.,
Dagskrá:
Samkvæmt félagslögum og lagabreyting.
Stjórnin.
Berta Arsælsdóttir i hlutverki hirðmeyjar.
Hér má sjá sendiboöa tilkynna komu aðalsmanns tii borgarinnar,
hirðmeyjar, lagskonur og hefðarmeyjarnar tvær Beatrice og Hero
fylgjast með.
i kvöld frumsýnir Herranótt,
leikfélag Menntaskólans i
Reykjavik, gamanleikinn Ys og
þys út af engu eftir William
Shakespeare i þýðingu Helga
Hálfdanarsonar. Leikstjóri er
Andrés Sigurvinsson en leikendur
eru milli tuttugu og þrjátiu talsins
og úr hinum ýmsu bekkjum
skólans. Sýnt er i Félagsheim-
ilinu á Seltjarnarnesi.
Eins og fleiri klassiskir gleði-
leikir er Ys og þys út af engu vel
við hæfi ungra áhugaleikara en
Helgi þýddi leikritið fyrir um það
bil tiu árum fyrir Kennaraskóla
Islands. Mun það vera eina skipt-
ið sem það hefur verið sýnt hér.
Erlendis er þetta leikrit mikið
sýnt, m.a. sömdu Rússar ballett
upp úr þvi og var hann sýndur hér
af islenskum dönsurum á sinum
tima.
Söguþráðurinn i Ys og þys út af
engu er flétta af misskilningi á
misskilning ofan og auðvitað allt
út af ástarmálum. Við sögu koma
aðalsmenn og skúrkar. hefðar-
meyjar og lagskonur. Að lokum
sigrar auðvitað ástin eins og vera
Erna M. Kojic eða Milu eins og
hún er kölluð situr hér við sauma,
en hún fer einnig með
hirðmeyjarhlutverk i leiknum.