Þjóðviljinn - 07.02.1981, Side 2

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Side 2
2 StÐA — ÞJÓ.ÐVILJINN Helgin 7.— 8. febrúar 1981 skammtur Af pólitískum kollskít Margir minna ágætustu vina álíta mig ekki nógu einarðan í pólitikinni, ekki nógu harðan á meiningunni, ekki nógu sannfærðan. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að kalla mig pólitíska— ja, við skulum segja lauslætis- drós, til að nota prenthæft orð. Ég er nú búinn að eyða heilum formiðdegi í að hugleiða þessi mál og held að ef til vill sé best að ég greini hér frá pólitískum ferli mínum yst frá hægri og lengst til vinstri, en þessi frægðarför var farin endur fyrir löngu og var raunar ekki nema dagleið. Ég hef ekki verið ýkja pólitískur síðan ég var í sex eða sjö ára bekk í Miðbæjarskólan- um, en þá gekk ég í f lokk ungnasista í gömlum bárujárnsskúr, sem stóð að húsabaki þar sem nú er bílastæði fyrir þá sem vinna í Happdrætti Háskóla íslands við Tjarnargötu. Já, ég hef einmitt verið sex ára — nei, sjö, því þetta var vorið eftir ólympíuleikana í Berlín, nánar tiltekið 1. maí 1937. Frændi minn hafði einmitt gefið mér myndabók með Hitler í eðlilegum litum, þegar hann kom af ólympíuleikunum í Þýskalandi sumarið áður. Þennan frænda minn áleit ég mestan afreksmann allra þeirra sem ég þekkti, af því hann gat farið með þuluna ,,Ein bóla á tungu minni, engin á morgun'' tuttugu og sex sinnum í striklotu án þess að anda að sér og þar að auki var hann einn af æðstu- prestum nasista á íslandi. Ég er ekki klár á því hvað hann var gamall þegar þetta gerðist, vafalaust eitthvað eldri en ég, hlýtur eiginlega að hafa verið það, ef mið er tekið af því hvað miklum frama hann hafði náð í nasistahreyfingunni á íslandi. Já það var semsagt 1. maí á baráttudegi verkalýðsins, að ég lagði leið mína — sjö ára gamall — inní höfuðstöðvar nasista í báru- járnsskúrnum við Tjarnargötu, til að hitta uppáhaldsfrænda minn að máli. Þarna var mikið um að vera og, ef ég man rétt, allir að leggja á ráðin um það með hverj- um hætti haganlegast væri að limlesta kommúnista og brenna húsið ofanaf austur- rískum fiðluleikara, sem var nýbúinn að eignast barn með konunni sinni. Allir voru þessir vösku nasistamenn í flott- um einkennisbúningum og medalíeraðir frá toppi til táar. Ötrúlega flottir, satt að segja. Þegar f rændi loksins tók ef tir mér sagði hann „Heil Hitler!" og hengdi járnkrossinn um hálsinn á mér. Svo lét hann mig hafa f lagg og borða með skorsteinsmerki Eimskipa- félagsins og skrifaði mig inní flokkinn sem nýnasista, nánar tiltekið í Hitlers júgend. Síðan hef ég aldrei verið flokksbundinn í pólitík, enda er þetta líklega í eina skiptið á hálfrar aldar lífsferli, sem ég hef tekið ábyrga afstöðu til stjórnmála. Satt að segja var talsverður hugur í mér, þegar ég — sjö ára — gekk útúr höf uðstöðvum nasista á íslandi á þessum fagra vordegi verkalýðsins, 1. maí 1937, með hakakross- borða'á handleggnum og þýska þjóðfánann í hendinni, ákveðinn í því að láta nú bolsana og júðana finna fyrir mér. Ég afréð að fara í nasistamúnderingunni vestur á Vesturgötu til ömmu, og sýna henni herlegheitin, en þá var Dilla þar með sellu- fund, en línan var semsagt nýkomin frá Moskvu. Dilla var leiðtogi sellunnar B-5, sem stund- um var kölluð,,Kúltúrdillan". Hún var, þegar hér var komið sögu, að útskýra ástandið og færa það að teoríum Karls Marx. Einhver náði því að segja að systemið hefði klikkað af því að teorían fungeraði ekki í praxís, áður en f undarmenn komu auga á mig, jafn rækilega sem ég var þó auðkenndur sem fulltrúi Hitlersjúgend og hinna afar-, yfir-, ofar-, eða ofur- mennilegu þýsku nasjónal- sósíalista. Og hafi nokkurn tímann komið minkur í hænsnabú, þá var það svo sannarlega þarna. Fundarmenn réðust umsvifalaust á þennan unga stormsveitarmann. Ég var degrader- aður á staðnum, og allar medalíur þúsundára- ríkisins af mér rif nar. Ekki nóg með það,held- ur báru Dillusellumenn og konur á eld í kabyssunni hjá ömmu allar bókmenntir og fræði íslenskra nasista, sem ég hafði undir höndum og hafði blásaklaus ætlað að selja þeim. Vafalaust hefðu þessir herskáu málsvarar öreigabyltingarinnar drepið mig þarna á staðnum, hefði amma ekki bjargað mér með ótrúlegu snarræði og lempað fundarmenn í leiðinni. Amma fór svo með mig á afvikinn stað og útlistaði fyrir mér réttlætið og ranglætið í heiminum, hvað kallað væri vinstri og hvað hægri, hvers vegna þeir sem hölluðust til vinstri væru ekki alltof hrifnir af þeim sem hölluðust til hægri, og omvent. Annars sagði hún að hvað sem sagt yrði um hægri og vinstri, þá væri nú affarasælast að hugleiða daglega hvað væri réttlæti og hvað ranglæti í tilverunni, hvort tveggja væri að finna bæði til hægri og vinstri og „ekki allt á eina og sömu bókina lært," eins og hún orðaði það. Svo tilkynnti hún mér þarna á þessum fagra fyrsta maidegi ársins 1937 að ég þyrfti ekki lengur að fara upphátt með bænirnar mínar. Því, eins og hún sagði: Þó að maður þulið gæti þúsund faðirvor, finnst mér ekki að bænin bæti börn sem deyja úr hor. Flosi. Mikill hávaði varð fyrir um 3 árum þegar borgarstjórn Birgis ísleifs geröi makaskiptasamr.ing við Kristján Knútsson eiganda stórhýsisins á Lækjartorgi og þótti ýmsum byggingin bæði ljót og meögjöf borgarsjóðs til þessa unga athafnamanns fullhá. Skiptu fjárhæðirnar sem hann fékk fyrir sinn snúð m.a. fyrir að hýsa farþega SVR tugum miljóna króna.Nú er Kristján búinn að selja 3/5 hluta hallarinnar og hyggur á nýtt byggingarævintýri. 1 þetta sinn á aö reisa höll á horni Snorrabrautar og Laugavegar á móti Tryggingastofnun rfkisins. Aumingja maðurinn er auövitað blankur og hefur hann þvi óskaö eftir þvi að borgin afskrifi eða gefi sér eftir litiar 17,5 miljónir gkr. sem hann skuldar v. bila- stæða o.fl. Fyrir borgarráði liggur nú samningur þessa efnis, byggöur m.a. á þvi að borgin kaupi fyrir 15 miljónir gkr. stétt- ina undir skyggni hússins. þegar fyrsti heimasmiðaði Volvó- strætóinn var afhentur á dög- Nýi Volvo. unum var mikið um dýrðir. Borgarstjórn var boðið i veislu og auövitað iika i fyrstu ökuferð vagnsins (sem kostaði litlar hundrað miljónir gkr.) Hljótt hef- ur verið um þennan fagnaö (enda var blaðamönnum boðið á öðrum tima ) og enn hljóðara um að nýi strætóinn bilaði tvivegis i reynsluferðinni! Bilunin var ekki stórvægileg og tókst handlögnum viðgeröarmönnum að gera viö hana i bæði skiptin. ökuferðin tókst þvi sæmilega og betur en þegar irsk borgarstjórn tók á dögunum við fyrsta irska strætis- vagninum sinum. Þá gekk allt á afturfótunum og varð að lokum að gripa til einkabilsins til að koma boðsgestum i veisluna á þeim bæ! um daginn kom kona með barn sitt inn i Bókabúð Æskunnar til að kaupa blaö. Barniö spurði mömmu sina hvort hún vildi ekki bók handa sér. Jú, jú, þaö var sjálfsagt. „Hvaöa bók viltu? Viltu kannski Prúðu leikarana?” Barnið var ánægt með þessa til- lögu og bókin var keypt. Þegar búið var að pakka henni inn og þau voru að búa sig til þess að fara útsagði krakkinn: „Kaupum lika bók um Trausta”. Elieser Jónsson flugmaður keypti sér á siðasta ári litla skrúfuþotu, sem tekur sjö farþega. Þetta er ákaf- lega hraðfleygt tryllitæki, og sem dæmi um það er að blaðamenn Þjóðviljans flugu með honum um daginn að gosstöðvunum við Kröflu og var hann rúman hálf- tima á leiðinni þangað noröur, en þaö skal að visu tekið íram aö meðvindur var. Elieser vann Pétur Pétursson: Fyrstur með hugmyndina um minningarlund Þórbergs. mikið aö þvi i sumar með þessari þotu sinni að ljósmynda landið fyrir Landmælingar rikisins. Nú er hann langt kominn meö að afla sér skemmtilegs verkefnis á þessu ári. Nefnilega að ljós- mynda Asiurikið Nepal fyrir landmælingarnar þar. Segiö svo að fslendingar geri ekki viðreist. Mikill hitier nií I stigagöngunum fjórum sem ráða félagslifi I Breiðholtinu þvi fyrir dyrum stendur aðal- fundur I Framfarafélagi Breið- holts. Fremur hefur verið hljótt um aðalfundinn en áætlanir eru uppi um að skipta um formann og láta Gunnlaug Birgi Danlelsson taka við. Gunnlaugur hefur áöur gengt formennsku bæði I iþrótta- féiaginu og Sjálfstæðisfélaginu. Er sagt að iþróttafélagiö hafi leystupp undir hans stjórn og að i Sjálfstæðisfélaginu hafi hver höndin verið upp á móti annarri. Ef áætlunin tekst og Gunnlaugur hreppir Framfarafélagið á hann ekki eftir að reyna við nema eitt félag, — Kvenfélagið og visast að hann leggi það undir sig innan tiðar. í siöustu viku kom Albert Guðmundsson með tillögu um að Þórbergs Þórðarsonar yrði minnst með styttu og lundi i garðinum bak viö fjölbýlishúsið þarsem hann bjó. Þetta er þó alls ekki frumleg tillaga þvi að fyrir 2—3 árum bar Pétur Pétursson útvarpsþulur upp svipaða tillögu hjá Ibúasamtökum Vesturbæjar og var sagt frá henni i dagblöð-. um. Pétur vildi nefna garðinn, Astralplanið og efna til veglegrar samkeppni meðal listamanna um styttu. Hún ætti ekki að vera brjóstmynd heldur t.d. Þórbergur sem spekingur á göngu með staf- inn og hárlubbann og storminn i fangið ellegar þá þau öll þrjú: Sobeggi afi, Mammagagga og Lilla-Hegga. Pétur sagöist þó fagna tillögu Alberts er hann heyröi hana. Þágu- falissýkin fer ekki i manngrein- arálit og hefur hún nú meira að segja heltekiö leiðarahöfund Morgunblaösins eins og berlega mátti sjá i gær. Þar stóö skýrum stöfum mitt i einni svivirðingar- kiausunni um þennan ógurlega mann, Svavar Gestsson: Fleirum langar til að fá svör við þessari spurningu en Morgun- biaðinu. Skráargatið bendir leiðarahöfundum Moggans vin- samlega á að hlusta á Daglegt mál, þar sem Böövar Guömunds- son er einmitt aö kenna mönnum að foröast þessa iUræmdu pest þessa dagana.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.