Þjóðviljinn - 07.02.1981, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-8. febrúar 1981 STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI GARÐAR SIGURÐSSON skrifar: Kröflugangur Nú er Krafla nýbúin, eða um það bil að ljúka siðasta kastinu. Hún gerir svo ekki annað næstu vikurnar en að hlaða undir sig á nýjan leik og taka svo eitt kastið enn. Aldrei hafði landið risið hærra en nú fyrir siðasta kviku- hlaup, og svoddan hefur það gengið frá upphafi og alltaf hafa færustu sérfræöingar reiknað, mælt og reiknað og visindað sig i kringum þessa fyrrum undarlegu hegðun en nú reglubundna og sjálfsagða sem allir landsmenn eru orðnir vanir og viljá að þvi er virðist sem minnsta breytingu á. Allt strit og ráðleggingar visindamannanna hafa komið fyrirekki. Vi'xlgangur landriss og sigs með tilheyrandi gosi, kemur með sama reglubundna hættinum og á sér stað i efnahagsmálum. Landristíminn er ámóta og verð- þenslan milli visitöluútreikninga með tilheyrandi hækkana gosum og visindamennirnir reikna og reikna, kannski ekki endilega þeir sömu, en það virðist gilda einu. Verðbólgan hefur sinn gang, Sígandi lukka er best og sannleikurinn er sá, að ekki virðast margirhafa mikinn hug á að breyta þessu ferli, fólk hefur vanist þessu og kann orðið á það og vill máski ekki ýkja mikið á sig leggja til að hverfa út i óvissu veröbólguminna þjóðfélags. Svo má illu venjast að gott þyki. Ótímabær hávaði 1 öllum bænum, enginn má skiija þessi orð svo, að undir- ritaður sé sallarólegur yfir og jafnvel ánægður með efnahags- mál, fjarrí þvi. óðaverðbólga á bilinu frá 50-70% er algjörlega óviðunandi ástand, sem hlýtur að valda hruni i efnahagskerfinu jafnvel fyrr en varir; vextirnir einir i slikri veröbólgu þjarma svo að atvinnurekstrinum og mörgum einstaklingum að stöðvun er ekki ýkja langt undan, ef ekki er verulega að gert. Bráðabirgðalögin, sem nú er mikið fjargviðrastút af m.a. á Al- þingi eru ekki þeirrar náttúru að taki þvi að dismast átakanlega yfir þeim. Sannleikurinn er sá, að þeir sem gera sér sérstakt far um að rifa þau og tilgang þeirra i tætlur, án þess að benda beint á raunhæfar aðgeröir, ráðast aðeins gegn sjálfumsér.A sama hátt gera þeir menn sig að póli- tisku viðundri sem ferðast um og dásama fund hinnar endanlegu úrlausnar efnahags- og verð- bólguvandans með tiilögunum. Bráðabirgðalögin og ráð- stafanir voru hinsvegar nauðsyn- legt fyrsta skref, frestur eöa kannski fyrst og fremst viðspyrna sem gefur tóm og tækifæri til að vinna myndarlega að raunhæfum ráðum sem duga til lengri tima — endanleg lausn er i raun ekki til. í það þarf hins vegar að leggja mikla vinnu (og mikið samráð) — og hefja þá vinnu strax. Að lokum er rétt aö minna á, að þegar stjórnvöld gera ráöstafanir af þessu eöa hinu taginu i efna- hagsmálum, þá ættu þau ekki aðeins að sjá sóma sinn i, heldur að leggja metnað sinn i að gera öllum hlutaðeigandi rétta grein fyrir þvi, hvað hver liður slikra ráðstafana þýðir og kostar og hver skal borga, ekki segja bara: fjárirtagn skal tryggt til að... Pólitískur gosórói og áflog í fjölmiðlum Þaö er viöar sveiflukennt en i Gjástykki og gangi efnahags- mála. Fjölmiölar landsmanna, einkum dagblöðin, hafa lika til- einkað sér Kröfluganginn. Sér- staklega er þetta i tengslum við pólitiska atburði, sem við- komandi flokkur og blað vilja nýta sér til hins ýtrasta, eða mikil upphlaup, sem valdið geta hinum verstuflogum (grand mal) og vill þá stundum lokast fyrir hæfi- leikann til að greina milli aðalat- riða og aukatriða, svo ekki sé minnst á óhæfilega fullyrðinga- semi. Stundum er farið meö sliku offorsi, aö varla er einu sinni hirt um hvort forsendur séu réttar fyrir öllu talinu, stundum glenna sumir þátttakendur i grúbbu- flogum af þessu tagi, svo sundur skoltana að maður óttast að þeir detti hreinlega út um kjaftinn á sér. Þetta á að sjálfsögðu ekki allt við um öll slik mál, en ekkert blaðið er laust við þessa áráttu. Það skal auk þess tekið fram að oft ganga þeir lengst i ofboðinu, sem senda hugverk sin rit- stjórnum blaðanna, sumir beint úr rennusteinunum. í blaðinu okkar, sem ég læt mig vissulega miklu mest skipta, höfum við orðið illþyrmilega vör við slik köst. Má þar minna á að þegar málefni farandverkafólks voru á dagskrá gekk svo mikið á, að enginn þótti maður með mönnum, nema hann væri farandverkamaður, annað verka- fólk fyrirfannst hvergi á siðum blaösins þessa dagana. Hálæröir bókmenntafræðingar lýstu mikil- fengleik þeirra texta, sem öskraðirvoru með gúanórokkinu, allur annar skáldskapur hvarf i skuggann. Auðvitað voru ritaðar ágætar greinar um það mál, man ég eftir hófsömum greinum Arna B. og skáldsins Jóns Óskars, umræðan spannaöi sem sagt allan skalann, allt frá þessum ágætu mönnum ofan i' einhvern Kristján, sem réðist að skáldinu og óð flórinn i hné. t svokölluðu Jan Mayen máli hefðum við lika getað sparað dálitið púður, en það lognaðist út af tiltölulega fljótt, blaðið jafnvel komið með skjögur, þegar Flug- leiðasprengjan sprakk. Og þá var aldeilis fýrverkeri. Þar opnuðu ýmsir mætir menn svo ginið að tæplega er þaö komiö i samt lag enn. — . Stundum eru orð dýr. Jafnvel i hinum lærðustu mönnum, sem stundað hafa pólitiska sjáfsfróun i sviðsljósabaðinu á kostnað annarra i málum af ýmsu sliku * tægi, virðist hafa gleymst hið fornkveðna, aö ei verður tvennt aftur tekið, töluð orð og tapaður meydómur. Gervasonimálið bókstaflega hratt allri þjóðfelagsumræðu af siðum blaðsins i lengri tima. Forsiða, baksiða, dagskrár- greinar og alls kyns lesendabréf fjölluðu um fransmanninn af mikilli tilfinningu og stundum heift. Leiðarinn var lika helgaður hinu heilaga striði, og man ég eftir einum slikum eftir aðalrit- stjórann okkar, þar sem slegið var af list á flesta hrifnæma strengi ibrjóstum landans af þvi- likri innlifun og málsnilld að fáir íslendingar geta stilað betur. Einar Karl klippti og skar daginn út og inn af mikilli fingrafimi og gætti þess jafnframt að engin rödd heyrðist önnur en sú er féll eins og flis við hans skoðanarass. Allt var þetta auðvitað gott og blessað, en verst þótti mér að menn tóku allir sama pól i hæðina um forsendur fyrir öllu saman. Þegar raunveruleikinn var sjálfur ekki nægilega traust undirstaða var bara búin til forsenda i hans stað, sú að maðurinn væri pólitiskur flótta- maður vegna þess að hann hafi neitað að bera vopn á annað fólk. Menn eru alls ekki dæmdir fyrir slikt i Frakklandi, þar eiga menn, sem ekki vilja gegna herþjónustu þess kost, að vinna annað i þess stað. Það er eins og pilturinn hafi ekki áttað sig á þvi, eða kannski ekki viljað. Það er min skoðun að offorsið i málsmeðferðinni hafi miklu fremur skemmt fyrir þessum umkomulausa pilti en hitt. Það er að minum dómi afar leitt til þess að vita, að ýmsir skríbentar þurftu endilega að nota tækifærið og niða prúð- mennið Friðjón Þórðarson niður og jafnvel hnýta i fjölskyldu hans. Ein grein bar vissulega af öllum i málsóðahætti. Þar voru á feröinni þvilik firn af ókræsi- legum fúkyrðum og svivirðingum að engu tali tekur og er varla hafandi eftir. Hér eru aðeins sýnishorn: Undirlægjuháttur, glæpur, okkar ærulausa Alþingi, hugleysingjar, framagosar, afturhaldslýður, hroki og sjálfs- ánægja, svivirðilegur, aðeins einn þingmaöur af 60 meö hugsjón, út- sendarar andskotans, bókstafs- þrælar og hrokagikkir og svo framvegis. Dómsmálaráð- herrann fær einkunnina meðal- mennið ásamt öðru og telur höfundurinn, sem er orðglyöra nokkur hér i bænum, honum það til lasts. Já, kannski er hann bara meðalmaöur, þvi trúi ég varla að kona þessi nái. Hins vegar má fullyrða, að Friðjón Þórðarson er enginn meðalmaður i ljúf- mennsku, kurteisi og sámvisku- semi i sinum störfum, heldur miklu meira. Ég held að hún Guörún okkar ‘Helgadóttir hafi eins og margur annar haft bjagaðar forsendur bak við eyrað i vanda þessa hrjáða pilts og ruglað stundum óþægilega saman aðalatriöum og aukaatriðum. Ekki vil ég hnýta i hana. Guðrún Helgadóttir er heit manneskja og lét tilfinningar ráðaferðinnieins og oft gerist hjá slikum manneskjum. Vonandi rætist svo úr fyrir þessum margumtalaða pilti, að hann geti orðið frjáls ferða sinna og valið sér bústað að vild sinni. Sunnudags hugleiðing um aðferð Lesandi góður, nú er eiginlega nóg komið af þessum texta i sunnudagshugleiðingastil. Hins vegar hef ég þá afsökun, að min orð koma ekki oft fyrir augu lesenda þessa blaös, og þegar aðalritstjórinn býður mér af sinni miklu vinsemd aö eiga orða- stað við þá, nýti ég það fremur til rabbs af þessari skúffu, en til pólitiskra útlistana með prósentureikningi, kannski er allnokkuð af þvi á markaðinum. Þessi sami ritstjóri man ég að notaði einhvers staðar i siðasta árgangi blaðsins talsháttinn: sfgandi lukka er bezt. Ég er sama sinnis. Ég kynni betur við, aö þessi hugsun réöi meira feröinni i störfum stjórnmálamanna en raun ber vitni og fjölmiðla i stað upphlaupa og ofboös. Ég hef einnig tilhneigingu til aö hlaupa ekki hugsunarlaust út I straum almenningsálits, sem oft er myndað i sliku ofboði, af misjafnlega heiðarlegum hvötum, án sjálfsgagnrýni og mengað ruglandi. Ég tel það farsælla, þegar til lengdar lætur, að segja meiningu sina, þó hún sé hvorki i takt við rauðvinspressuna né kynlifs- siðuna, fremur en tala alltaf i eyru hvers manns eins og hann vill heyra Það er skammgóður vermir að pissa i skóinn sinn. BHM, kjaradómur “„bráðabirgðalög” Margútblásin niðurstaða kjaradóms olli mörgum heilsu- spillandi hugarangri sem fékk siðan útrás i skrifum af mis- jöfnum gæðum. Umfram allt fengu nú Alþingismenn það sem endranær óþvegið, enda borgara- leg skylda, eins og kunnugt er að ófrægja þá og þingið þegar tæki- færi gefst. Að þessu sinni stóð raunar þannig á, sem fmargir skrif- finnarnir kærðu sig auðvitað ekkert um að vita, að þingmenn höfðu nefnilega misst glæpinn. Þeim kom ákvörðun kjaradóms ekkert við, enda ákvöröun um launamál þeirra verið endanlega af þeim tekin með þvi að fela þau kjaradómi. Sjálfur forsætisráðherrann okkar, hinn siungi öldungur, hafði gengið fram fyrir skjöldu til að koma þvi svo fyrir. Það fyrir- komulag höfðu þingmenn sam- þykkt samhljóða, þótt sumir þeirra yrðu dálitið hissa á að sjá sinar eigin niðurstöður i lögum þeim, sem lögöu málið i hendur kjaradóms. Eins og fyrri daginn var ruglað saman ýmsum hlutum i þessu máli eins og öðrum, sem valda umtalsverðri sveiflu. Hin mikla hækkun á launum þingmanna, sumra, var tvi- samansett. 1 fyrsta lagi, var um að ræða hækkun upp á cirka 16%, sem var breyting til samræmis við þá sem á sinum tima voru settir i sama launaflokk og þingmenn, og höfðu fyrir mörgum árum hækkað i launum, flestir meira þá en þing- menn nú eftir sjö ár. Kjaradómur hefur að likindum haft þetta i' huga. ■ Kannski hafa þeir spurt sem svo: Hvað er launaflokkur? Ég vil á engan hátt leggja neinn kvarða á efnislega niðurstöðu kjaradóms hvað þetta snertir, enda er hér um endanlegan úrskurð hlutlauss dóms að ræða, en nú eru þingmenn meö svipuð laun og þeir sem settir voru hér fyrr meir i sama launaflokk, þ.e.a.s. þeir sem eru heldur i lægri kantinum. Hins vegar var um hækkun að ræða sem nam 6%, sem féll til allra, sem taka laun samkvæmt samningum eða úrskurði fyrir BHM. Engan dóm vil ég heldur leggja á það. Það sem mér finnst alvarlegast i þessu máli var hversu hratt og umhugsunarlitið (laust) fjár- málaráðherrann okkar brást við niðurstöðunum. Aðeins um tvær vikur voru til þings. Samt sem áður hljóp hann upp með „bráðabirgðalög”, „bráða- birgðalög”. Burt meö dóminn. Hinir tveir ráðherrarnir fylgdu með af skyldurækni. Þjóðverjarnir segja: „Zwei Seelen und ein Gedanke, zwei Herzen und ein Schlag”, sem mætti utleggja: Tvær samhuga sálir, tvö hjörtu i takt. Hér voru þau þrjú. „Drei Herzen in ein Vierteltakt”. Það er slæmt er myndarlegur ungur maður eins og Ragnar, gerir vanhugsaða hluti, án þess einu sinni að kanna hverjar undirtektir væru. Ekki trúi ég þvi að hann hafi verið að gera tilraun til að slá sig til riddara i augum launafólks, sem sérstakur vara- maður þess og unnandi. Ég trúi þvi ekki heldur að hann hafi til að bera þá einræðiskennd, sem óneitanlega væri hægt að lesa út úr þessu bráðlæti, ef vilji væri fyrir hendi. Ég ætla ekki að segja hér hvað fjármálaráðherrann i Israel gerði, enda sinn siöur i landi hverju. Ég hef fyrirgefið Ragnari. Dýragarði, 05, 02, 1981 Garðar Sigurðsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.