Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.— 8. febrúar 1981 Flytjendur voru kallaðir margoft fram á sviðiö I lok tónleikanna og þeir klöppuöu f lokin fyrir áhorfendum sem allan timann höföu óspart látiö i ljós hrifningu sina. Siguröur Skúlason flutti eigið ljóö og þýöingu á textanum Imagine. Eini ljóöurinn á þessum annars frábæru tónleikum var sú framkoma Jóhanns G. aö troöa upp i hermannabúningi og syngja: All you need is iove. Sl. þribjudagskvöld voru haldnir minningartónleikar um John Lenn- on. Þar komu fram flestir okkar fremstu tónlistarmanna á dægur- lagasviðinu og spiluðu mörg af vinsælustu lögum Bitlanna, og þá sérstaklega þau er John var höfund- ur að. Hugmyndina að hljómleikum þess- um átti Óttar Felix Hauksson. Sá hann einnig um framkvæmd þeirra og undirbúning ásamt þeim er fram komu. Allir aðilar eiga sérstakt hrós skilið íyrir hversu vel framkvæmd Hann Egill Ólafsson getur bókstaflega allt. Hann flutti lagið Working class hero snilldarlega. öll tókst og er það mál manna að ekki hafi verið á annað betra kosið. Þó var eitt atriði er var mörgum tónleikagestum sem hnefahögg i andlitið, en það var sá lágkúruháttur Jóhanns G. Jóhannssonar að syngja lagið ,,A11 you need is love”, i minn- ingu friðarsinnans John Lennon, iklæddur hermannafötum; — ljótur blettur á annars frábærum tónleik- um. Alls komu um 1600 manns á þessa tvenna hljómleika, og i kass- ann hjá Geðverndarfélagi Islands u.þ.b. 60.000 nýkr. Björgvin Haildórsson söng lagiö Beautiful boy af mikilli innlifun. Þaö var þröng á þingi I Austurbæjarbiói og komust færri aö en vildu. I athugun er hvort unnt sé aö endurtaka hljómleikana ennþá einu sinni vegna þeirra fjölmörgu er þurftu frá aöhverfa. Þorgeir Astvaldsson var kynnir og vakti oft kátinu fyrir hnyttnar athugasemdir. Gunnar Þóröarson var pottþéttur. aö vanda og flutningur hans á laginu Julia er með þvi eftir- minnilegasta frá tónleikunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.