Þjóðviljinn - 07.02.1981, Side 13

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Side 13
Helgin 7.-8. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJÍNN — SIÐA 13 IWmit Óskar Þóröarson frá Haga skrifar: Óveðursskýin hrannast upp s mrn0i - 1. Þeim Islendingum sem nú eru ofan viö miöjan aldur, er enn f minni sá mikli áhugi sem Þjóö- verjar höföu á Islandi og Islend- ingum á árunum þegar nas- istar voru aö hrifsa völdin i Þýskalandi. Þjóöverjar flykkt- ust til feröalaga um byggöir og óbyggöir íslands undir yfirskini visinda- og menningaráhuga. Þeir tóku sér jafnvel fasta búsetu á tslandi i ákveönum tilgangi. Kafbátar þeirra og herskip komu i kurteisisheimsóknir. T.d. kom þýska herskipiö Emden til Reykjavikur i ágúst- mánuöi 1938 og einnig um voriö 1939. Allt þetta brölt þeirra var hlekkurikeöjumargra atburöa, sem leiddu af sér styrjöld, hörmulegar fórnir á islensk- um mannslifum, hernámi íslands, Bretavinnu og röskun á þjóöarhögum. I heimabyggö minni i Borgar- fjaröarsýslu leiddu menn ekki hugann aö þvi sem undir bjó, eöa létu sig þaö engu varöa, meöan óheillastundin færöist nær og nær. Sveitin var friösæll staöur þrátt fyrir kreppuástand i landinu og allir unnu þar höröum höndum. Þó man ég vel aödáun sumra ungra manna á Þjóöverjum og nasismanum, en ég lenti aldrei i neinskonar pólitiskum úti- stööum viö þessa pilta. En minnugur var ég fréttanna af Spánarstyrjöldinni sem var mjög umtöluö á skólaárum min- um I Reykholti 1936—38. Þar kynntist ég skoöunum skóla- bræöra minna, bæöi þeirra sem voru lengst til vinstri og hinna sem voru lengst til hægri og kölluöu sig Þjóöernissinna. En I sveitinni fylgdu menn Framsóknar- eöa Sjálfstæöis- flokknum aö málum, nær undantekningarlaust, lásu mál- gögn þeirra Tímann og ísafold og Vörö og dáöu foringja þess- ara flokka takmarkalitiö. Þeir sem leyföu sér aö hafa aörar stjórnmálaskoöanir voru álitnir óheillafuglar, sem annarleg öfl höföu leittafvega. Þetta átti viö jafnaöarmenn og þó alveg sér- staklega viö kommúnista. Einn og einn slikur skaut upp kollin- um I Borgarfiröi á þessum árum. Ég man eftir einum sem kom langt aö og geröist bóndi á örreytiskoti og stóö vel fyrir sinu. En hann var kommúnisti og fór ekki dult meö skoöanir sinar. Manngildi, greind og dugnaöur gat ekki bætt upp slik ósköp. Ekki lögöu menn trúnaö á hættuna af nasistum, sem kommúnistar i Reykjavik vör- uöu sifellt viö, en trúöu þvi aö höfuöóvinurinn væri annarrar ættar. Þó voru þeir andsnúnir hverskonar ofbeldi, og til voru þeir sem fannst nóg um þegar Þjóöverar lögöu undir hramm sinn eitt landiö af ööru. En I raun var afstaöa manna hlut- laus, enda næg nærtækari verk- efni en heimsmálaþras aö fást viö. Og almenningur vissi ekki aö i marsmánuöi 1939 ritaöi Sveinn Björnsson sendiherra Islands I Kaupmannahöfn Islensku rikis- stjórninni 3 bréf sem öll vöruöu viö njósnum Þjóöverja á tslandi. Þau bréf voru leyndar- mál I höndum rikisstjónarinnar. 2. Seint á sumri áriö 1938 kom feröalangur einn útlenskur aö sveitabæ nokkrum i dal frammi. Þegar hann bar aö garöi var byrjaö aö rökkva. Hér var á ferö ungur piltur, gat veriö um það bil tvitugur aö aldri, kannske eilitiö eldri. Hann kvaöst vera þýskur háskólamaður, en gat ekki um erindi sitt. Talsverö skil kunni hann á íslenskri tungu og gat gertsig allvel skiljanlegan þeim sem ekkert mál kunni, nema sina islensku. 1 baöstofunni breiddi hann út kort sín af Islandi, þar sem brugðið hafði veriö upp fyrir hann kertaljósi og spuröi vendi- lega til vegar. Og hann svaf af nóttina, en hélt. aö morgni áfram göngu sinni á vit fjall- anna, I átt til Þingvalla. Einn vetur leiö. Aftur kom sumar. Sumariö 1939. Júni. A stórbýli einu I neöanverðum Borgarfiröi knúöu tveir ferða- langar dyra og beiddust gist- ingar. Hér voru á ferð kornung „hjón”, norskrar ættar. — Brúðkaupsferö sögöu þau. Hann var hávaxinn, ljós yfirlit- um, nýkominn frá námi I þýskum háskóla, klæddur óaöfinnanlegum sportklæönaöi og I hnéháum leöurstigvélum. Hún var þrekleg, einnig I hærra lagi á vöxt. Háriö ljóst og mikið, yfirbragöiö norrænt. Ariar. Aö morgni voru þeim lánaöir hestar, aö beiöni þeirra. Og þar sem þau voru stigin á bak Islenskum gæðingum, vopnuö landakortum, forlátum mynda- vélum og sjónaukum, kusu þau ei aö þræöa troönar götur lág- sveitanna til náttúruskoöunar, heldur lögöu á brattann, þangaö sem útsýni er hvaö best yfir byggöir Borgarfjaröar og nælægra héraða. Fáa grunaöi þá og allra sist islenskan sveitapilt, aö eftir aöeins þrjá mánuöi brytist út geigvæn styrjöld, sem ekki lauk fyrr en nærri sex árum siöar. 3. Sumariö 1939 veröur lengi I minnum haft á Suöurlandi. Veöurfar var mjög gott til allra hluta og ekki sist til heyskapar. Sólfar var mikiö, hlýindi meiri en venjulegt var og þurrkar góöir. Raki var þó nægur til grassprettu, og eftir heita daga lööraöi dögginá hverju strái um nætur. Kaup<amannskaup var 40 krón- ur á viku, afburöaduglegir menn fengu meira. Vélvæöingin hafði ekki enn átt sér staö I landbúnaöi. A betri bæjum voru i notkun sláttuvélar og jafnvel rakstrarvélar, sem hestum var beitt fyrir. En orfiö og ljárinn, ásamt hrifunni, voru enn algengustu verkfærin. Svo fjarri var tæknin og öll hagræðingin, til aö létta heyskaparstörfin, aö á jöröum sem taldar voru i tölu stórbýla var allt hey bundið i bagga á túni og flutt i hlöðu á reiðingshestum, ,,á klökkum”, eins og þaö var kallaö. Vinnustundir hvers dags voru margar og þrátt fyrir óvenju hagstætt tiöarfar höföu bændur almennt ekki lokið heyskap, aö fullu, fyrr en i septembermán- uði. En hey voru mikil og góö og búandmenn ánægöir og bjart- sýnir. Góöviöri og hlýindi héld- ust fram eftir hausti meö mikilli berjasprettu og vænu fé af fjalli. Frá þvi' snemma um vorið, um sumariö og framundir lok ágústmánaöar vann ég á Grund 1 Skorradal, fyrst aö almennum vorverkum og siöan i kaupa- vinnu. Pétur Bjarnason bjó þá á Grund með konu sinni Guörúnu Daviösdóttur. Auk þess aö vera gildur bóndi og hreppstjóri Skorradalshrepps var Pétur at- hugull og glöggur maöur og haföi fastmótaöar skoöanir á innanlandsmálum. Hann fylgdi Sjálfstæöisflokknum. Við ræddum ýmsa hiuti, eins og gerist og gengur, og 1 umræöun- um var hann jafnan veitandinn, enda kom þar til aldursmunur okkar, staöa hans, þekking og reynsla. Hann var friösamur maöur, orövar og frábitinn þvi aö troöa skoðunum sinum upp á aöra og ég flikaöi ekki minum róttæku skoöunum. Samtöl okkar uröu rabb um dægurmálin og ekki minnist ég þess, að við ræddum nokkurn- tima þann möguleika aö friöslit yröu meö stórþjóöunum og hættaværiá heimsstyrjöld. Mér fannst síðar slik varfærni tákn- ræn fyrir afstööu manna i sveit- inni; annaöhvort trúöum viö ekki að slikt gæti oröið, eöa, aö viö treystum okkur ekki til aö láta þaö álit i ljós. Og þaö heföi þótt mikil hrak- spá ef einhver heföi slegið fram þeirri fullyröingu, aö styrjöld væri óumflýjanleg, og hrein fáviska að ímynda sér aö ísland ætti eftir aö koma þar svo mikiö viö sögu sem raun varö á. En úti i hinum stóra heimi voru válynd veöur á lofti. Gifurleg pólitisk átök áttu sér staö og fyrstu daga september- mánaðar, nánar tiltekiö 3. september, uröu þau hernaöar- leg. Bretar og Frakkar sögöu Þjóöverjum striö á hendur. Heimsstyrjöldin siöari, sem svo er kölluö, var skollin á.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.