Þjóðviljinn - 07.02.1981, Side 14

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Side 14
14 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7,— 8. febrúar 1981__ Nýr valkostur fyrir drykkjusjúka Er hœgt að öðlast fullan bata án þess að hœtta að drekka? Fram til þessa hefur eini bati drykkjusjúklingsins falist i algeru bindindi. Eftir aö drykkjuferill hans hefur leitt til drykkjusýki (alkoholisma) á hann engra annarra kosta völ en aö hætta aö drekka — fyrir fullt og allt. Að minnsta kosti hefur því verið trúað fram til þessa segir Jill Goolden, greínarhöfundur Women's Journal, sem afl- aði sér upplýsinga um nýstárlega meðferð fyrir drykkjusjúka í heimalandi sinu, Englandi. Aukin neysla áfengis Svo viröist sem áfengisneysla á niunda áratugnum muni verða meiri en nokkru sinni fyrr. Ógn- vekjandi tölur þessa efnis benda til þess að á Bretlandi einu saman séu nú um 750.000 drykkju- sjúklingar eða allt að helmingi fleiri en fyrir tiu árum siðan. Það sem sérstaka athygli vekur, er að hlutur kvenna i þess- ari aukningu er griðarlega mikill. Goolden gerir enga tilraun til þess að skýra þessa auknu hlutdeild kvenna i áfengisneyslunni. Það er aftur á móti auðvelt að geta sér þess til, að i þessum efnum gæti áhrifa jafnréttisbaráttunnar sem viða annarsstaðar. Meira jafn- ræði kynjanna i atvinnulifinu hef- ur ýmsa og stundum óvænta hluti i för meö sér eins og við er að búast. Greinarhifundur bendir á, að okkur sé talin trú um að aðeins sé um tvennt að velja eftir að farið er að misnota áfengi reglulega sem hressingarmeðal; annað- hvort að drekka sig i svaðið eins og sagt er, eða að safna kröftum og snúa baki við þessurr. þægilega fylgihlut félagslifsins um alla framtið. Þetta er boðskapur miskunnsama Samverjans og margra sjálfskipaðra áhugahópa um áfengismál og annarra hópa sem áherslu leggja á sjálfshjálp. Að auki er þetta trúa margra illa upplýstra lækna segir Goolden. Þetta þykir ef til vill hrellandi boðskapur, en til allrar hamingju erha.,.iekkiendileg£sannur Nýja testamentið um ofdrykkju og áfengismál segir nú að margir drykkjusjúklingar geti öðlast fullan bata og snúið til eðlilegs lifs eftir tiltölulega skamma meðferð og fengið sér i glas stöku sinnum eins og þorri okkar gerir. Þessi rökvislega og mjög svo sann- færandi niðurstaða hefur skotið upp kollinum i öllum gaura ganginum sem fylgt hefur allri umræðu um vandamál sem varða áfengisneyslu. Raunar hafa fáar kenningar um drykkjusýki verið studdar læknisfræðilegum rannsóknum og niðurstöðum. Nýjar hugmyndir Þar til nýlega hafði öll umræða um drykkjusýki, áfengislöngun og likamlega ánetjun að slævandi áhrifum áfengisins á sér goösögu- legan blæ og skilningur á þessum málum verið verulega takmark- aður. Afengisfiknin hefur verið talin sjúkleg og af þvi tilefni veriðrætt um fullgildan sjúkdóm. Við heyrum rætt um að drykkju- sýkin „leggistá fjölskyldur” eða að „sérstök efnaskipti likamans varnimönnum eölilegri umgengni viö áfengi”. Frá þessum bolla- leggingum hefur verið horfið til hugmynda um „persónuleika- kvilla”. En nú bregður svo við, að sýnt hefur veriö fram á, að þeir sem stunda meiri drykkju en teljast mundi hæfileg sam- kvæmisdrykkja eru rétt eins og hverjir aðrir og gætu hæglega verið ég eða þú við réttar aðstæður. Breytingar á viðhorfum i þessum efnum felast einkum i þvi að sá læknisfræðilegi kvarði sem drykkjusýkin hefur verið metin eftir hefur verið lagður til hliðar. Áður en rann upp ljós fyrir meðferöaraöiljum var þvi almennt haldið fram, að ýmist drykki maður eðlilega, væri drykkjusjúkur eða óvirkur drykkjusjúklingur sem gæti aldrei framar neytt áfengis áhættulaust. Svo virtist sem eng- in tengsl væru á milli þessara þriggja dilka og að engra áhrifa gætti á milli þeirra. Eftir miklar deilur virðist nú sem kenning þessi muni lúta i lægra haldi fyrir I annarri sem eyðir þessari skipt- 1 ingu. Þar er gert ráð fyrir þvi að I allir sem á annað borð neyta j áfengis hafi jafnar likur á þvi að | verða drykkjusýkinni að bráö, : sem merkir einnig að um sam- fellu er að ræða á milli „hóflegrar neyslu áfengis”, „drykkjusýki” J og „óvirkrar drykkjusýki”. Sumir neytendanna missa smám saman tökin á drykkju sinni og ganga i hirð Bakkusar. Strætisvagn Bakkusar Þessari nýju kenningu er einfaldlega fundin hliðstæða og húti siðan útskýrð með henni. 1 raun og veru eiga allir fulltiða einstaklingar sér einhverjar drykkjuvenjur ef þeir neyta þá ekki áfengis af trúarlegum, heilsufarslegum eða siðferðis- legum ástæðum. Þessar venjur geta verið bundnar við sherryglas á jólunum eða nokkra litra af biói á kránni á hverjum degi Hverjar sem.drykkjuvenjurnarikunna að’ vera má likja þeim við daglega ferö með strætisvagni. 1 þessari samlikingu okkar er upphafspunktur ferðarinnar með strætisvagninum sá staður þar sem farþeginn tók fyrsta sopann. Endastöðin er sá staður þar sem hann finnur sig staddan i andlegu og likamlegu niðurbroti vegna drykkjuskapar. Þessar tvær biðstöðvar i sam- likingu okkar eru að sjálfsögðu dæmigerðar öfgar, en vitanlega er um margar „biðstöðvar” strætisvagnsins að ræða á leiðinni milli þessara tveggja punkta. Meö tilliti til drykkjuvenjanna yf- irgefa flestir farþeganna strætis- vagninn á fyrstu eða annarri biðstöð. Sumir meiriháttar drykkjumenn fara þennan rúnt með strætisvagninum hvern ein- asta dag, en fara út á þriðju eöa fjórðu biðstöð eða ferðast eitt- hvað lengra endrum og eins. Eftir þvi sem fleiri biðstöðvar eru að baki á degi hverjum munu þeir sem fastast sitja njóta ákveðins félagsskapar hver af öðrum og hinir sem fara alltaf snemma úr vagninum (þ.e. drekka i hófi) fara að verða leiðinlegir i þeirra augum. Og svo er, að þvi lengur sem setið er i vagninum verður erfiðara að safna þreki til að yfirgefa vagninn við næstu biðstöð og einn eða tveir farþeganna (þ.e. mjög litiö hlutfall allra farþeganna) munu fara ferðina til hinna hörmulegu endaloka. Hve skaðlegt er á f engi? Það er ekki við neinar tilteknar krossgötur sem áfengisneyt- andi verður drykkjusjúkur. Likamlegri framvindu viö tiða neyslu áfengis mætti lýsa svo: Fyrsta beina löngunin i áfengi — eöa fyrsta glasið — getur leitt til aukins þols gagnvart þvi. Til þess að endurheimta aftur þau velliðunaráhrif sem gerðu vart við sig við fyrsta glas þarf að auka skammtinn. Og þgnnig stig- ur þolið og áfengisskammturinn þar til þolmyndunin er komin á þaö stig aö likaminn gengur bókstaflega á fullum skammti. Sé aftur á móti dregið úr magn- inu munu fráhverfiseinkenni (timburmenn) gera vart við sig. Fyrst sem skjálfti og önnur van- liðan, þá ofskynjanir og loks delerium tremens eða krampi. En þetta er einasta likamlega ánetjunin sem um er að ræða. „Það sem knýr meiriháttar drykkjusvelgi áfram við drykkju sina ætti þvi fremur aö vera bundið hugrænu en ekki likam- legu ástandi þeirra”, segir greinarhöfundur og bætir þvi við að huganum megi kenna, eitt og annað. Fram til þessa hefur áfengi gagnvart drykkjusjúkling verið litið sömu augum og heroin gagnvart heroinneytanda. Eitt litið tár inn fyrir varirnar og þú ert flæktur i netinu aftur. Tilraunir sem gerðar hafa verið i vernduðu umhverfi hafa þó óvart leitt annað i ljós. Einföld tilraun Hópur ofdrykkjumanna sem fengið höfðu sina „afvötnun” var fenginn hver sinn vitaminbætti svaladrykkurinn. 1 helming glasanna var bætt sem varaði einföldum skammt af vodka, en engu var bætt út i hin glösin. Helmingi „tilraunadýranna” var sagt (og stundum ranglega) að áfengi hefði verið bætt i drykkinn þeirra, en hinum helmingnum var sagt að engu hefði verið bætt i drykkinn (og þá einnig haft rangt við stundum). Niðurstöður þessarar tilraunar gáfu til kynna, að áfengið eitt sér gæti ekki vakið upp frekari vín- löngun. Sá hluti hópsins sem orð hafðiá auknum áfengisþorsta var ekki sá ér fengið hafði áfengi. Þvert á móti og öllum á óvart var það sá hluti hópsins sem hafði verið sagi að áfengi væri i glösurr þeirra en ekkert höfðu fengið i raun og veru. Hér virðist þvi sem lausn vandans sé aö finna innan sálarfræðinnar frekar en læknis- fræöinnar. A grunni þessara niðurstaðna hefur nokkrum endurhæfingar- stöðvum viða um England tekist að snúa mörgum fyrrum „von- lausum” drykkjusjúklingum til eðlilegs lifs á ný eftir stutta meðferð. Með eðlilegu lifi er hér átt við það, að þeim sé kleift að fá sér i gl&s endrum og eins eða stunda s\o kallaða samkvæmis- drykkju. Meöferdin Newington endur- hæfingardeildin i Sussex á Englandi er ein þeirra sem tekur mið af þessum breyttu viðhorf- um. Þar eru öll vandamál sem tengd eru neyslu áfengis með, einum eða öðrum hætti undir smásjánni. Meginmarkmiö meðferðarinnar er ekki að hafa menn ofan af drykkjuskap sinum i eitt skipti fyrir öll. Miklu fremur felst endurhæfingin i þvi að öðlast stjórn á áfengisneyslunni á ný. Reynt er að brjóta til mergjar hváð sé að ske i lifi sjúklingsins og minni áhersla á það lögð hvernig drykkju hans hafi verið háttað. Við komu gengst sjúklingurinn undiralmenna læknisskoðun bæði hjá lækni og geðlækni. Þarna er sagt frá þvi, að allar tilraunir til að ráðst gegn áfengisvana séu ámóta gagnslausar og að byrgja brunninn eftir að barnið hefur dottið ofan i hann. Drykkjusýki eöa áfengis- ánetjun hefur áhrif á öll svið mannlifsins þ.á m. samskipti við annað fólk, vinnuna, heimilislifiö og vinfengi, en áhrif þess eru einkenni tiltekins ástands en ekki orsök þess. Allir sem misnota áfengi hafa á einn eða annan hátt leiðst út i misnotkun þess fyrir einhverjar sakir. Allir kannast við gamla viðkvæöið „hún kom honum til að drekka”. Þvi miður er þetta viðkvæði réttmætt i mörgum tilvikum. Aörar algengar orsakir misnotkunar er að finna i uppeldi manna. Sumir hafa alist upp við mikinn drykkjuskap i nánasta umhverfi sinu, aðrir mæta þrýstingi á vinnustaðnum o.s.frv. Ekkert eitt i aðstæðum manna knýr þá til misnotkunar áfengis, heldur er um samverkan margra þátta aö ræða. Hér er komið að kjarna málsins. Kryfja þarf aðstæður hvers og eins með það fyrir aug- um að breyta þeim. Newington meðferðin — sem varir i 3 til 4 vikur — er sniðin að þessu mark- miði. Hún byggir á fræðslu og lausn þeirra vandræða sem knúðu menn til ofneyslu. Hver siúkling- ur er meðhötidfeöursem einstak- lingur þvi eins og haft var á orði við Goolden af einum meðferðarfulltrúa: „Lausn vandans væri auðveld ef allir drykkjusjúklingar væru rauðhærðir myndhöggvarar búsettir i Djúpuvik”. En það eru þeir einmitt ekki. Ofneytendur áfengis eru mjög sundurleitur hópur og jafn blandaður að sam- setningu til eins og hver annar þverskurður þjóðfélagsins. Þvi er þörf á einstaklingsmeðferð eða öllu heldur einstaklingsbundnum markmiðum með meðferðinni. Hverjir eiga möguleika? Sumir þurfa þó á álgeru bindindi að halda. Órækar sannanir staðfesta skaðsemi ofnotkunar áfengis á likamann og það sem er verra, er að erfitt er að greina þann skaða sem áfengið hefur valdið fyrr en af hefur hlot- ist óbætanlegt heilsutjón. Lifrin er i sérstakri hættu hvað þetta snertir, þvi fæstir finna til óþæginda vegna skaddaðrar lifrar fyrr en hún er orðin mjög illa farin. Heilinn er einnig mjög viðkvæmur fyrir mikilli neyslu áfengisog hætta er á óbætanlegu tjóni á vitsmunum. Minni-og einbeitingarhæfni fer til dæmis stöðugt hrakandi með langvinnri ofnotkun áfengis. t raun og veru eru þessi vandamál mun djúpstæöari en mögulegt er að gera sér grein fyrir i fljótu bragði. Þeir sem eru likamlega illa farnir (sem athuga má með blóðsýni) eiga þess vegna ekki annarra kosta völ en að hætta áfengisneyslu fyrir fullt og allt. Þeir sem tekst aö beisla lævisa vinhneigð sina i tæka tið munu eiga þess kost að „fá sér i glas” endrum og eins sér að skaðlausu. Langur vinnudagur Fyrst þurfa þeir þó að fara i „afvötnun” sem framkvæmd er með aðstoð róandi lyf ja á um það bil vikutima. Þvi næst fara þeirá fræðslunámskeið sem byggt er upp með fyrirlestrum, kvik- myndasýningum, leikrænni tjáningu og röklegum „heila- þvotti” sem fram fer i einrúmi með aðstoð myndsegulbands. Við þetta stranga fyrirkomulag er svo aukið einskonar nýsköpunar- meðferð sem fólgin er i þvi að fjölskyldunni er haldið i tengslum við umheiminn. Bæjarferðir. hádegisverður á vinveitingastað og heimsókn á hádegisbarinn eru hvað erfiðustu æfingarnar, en innan um eru þægilegri aðgerðir á borð viö leikhúsferð og hljóm- leika. A meðan á meðferðinni stendur og sex mánuði þeim tima til viðbótar er ætlast til algers bindindis á vinföng. Að þeim tima loknum er byrjað að slaka á reglunum og menn geta innan vissra marka farið á ný að fikra sig áfram með samkvæmis- drykkju ef þeir kæra sig um. Megináhersla er þó lögð á „tak- markaða” neyslu og „sam- kvæmis”- eða „félagslega” drykkju. Ef sjúklingurinn hefur einhvern timann þjáðst af vandræðum ofneyslunnar mun hann aldrei geta tamið sér kæru- leysislegt viðhorf aftur gagnvart neyslu áfengis ef vel á að fara. Honum eru i raun og veru settar verulega þröngar skorður hvað þetta varðar meðan á eftir- meðferð stendur. Þeim tima sem varið er til drykkju og þvi magni sem innbyrgt er þarf aö gefa sér- stakan gaum. 011 sterk vin eru útilokuð og leyft er að nota áfengi aðeins til að liðka félagsleg sam- skipti við sérstök tækifæri. Sá er snýr sér aftur að flöskunni til að slá á neikvæðar tilfinningar eða sem meðal við þunglyndi mun ávallt missa stjórn á neyslunni. Skiptar skoðanir Það hlýtur að vera ákaflega mikilsvert fyrir þá sem misst hafa stjórn á áfengisneyslu sinni að eygja von um að geta tekið upp hóflega drykkjusiði á ný. En um þetta atriði eru mjög skiptar skoðanir meðal þeirra sem um málefni drykkjusjúkra fjalla. Þessi þrönga smuga sem virðist vera til staðar fyrir fyrr- verandi ofneytendur áfengis er ákaflega umdeild. Þegar þekktur sérfræðingur hóf meðferð af þessu tagi árið 1962 skiptust menn mjög i tvö horfn um ágæti meðferðarinnar og fékk þetta framtak hans mjög óvinsamlegar viðtökur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Algert bindindi hefur verið alls- ráðandi markmið fyrir drykkju- sjúka og við það hefur setið. Raunar hafa málsvarar þessara nýju kenninga haft vit á þvi að fara varlega i að gagnrýna hið ágæta starf sem unnið hefur verið i farvegi bindindisstefnunnar (sem þrátt fyrir allt virðist vera eina lausnin fyrir svo marga). En nú hefur veriö vakið máls á öðrum meðferðarmarkmiðum og verður það að teljast mjög hvetj- andi fyrir ofdrykkjumenn að vita til þess, að þeir geti hamið áfengisneyslu sina ef þeir gripa nægjanlega snemma i taumana. Þeir sem trúa þvi staðfastlega að eini valkostur þeirra sé raunar engin lausn (þ.e. að hætta fyrir fullt og allt) forðast þvi oft i lengstu lög að leita sér aðstoðar, eða þar til það er orðið um seinan. Þessu mætti likja við að umgangast krabbamein i brjósti á þann heimskulega hátt, að orða sjúkdóminn ekki við nokkurn og horfa á hann grafa um sig þar til i óefni er komið og óhjákvæmilegt verður að leita læknis, sem þá á ef til vill engra annarra kosta völ en að fjarlægja brjóstið. En hér lýkui þessari samlikingu, þvi drykkju- sýki er ekki eins auðvelt að henda reiður á eins og þykkildi i brjósti. Áhrif drykkjusýkinnar eru á yfir borðinu félagsleg en dýpri rætur hennar eru leyndar. Og hvað sem öðru liður missir ofneytandinn mjög fljótt hæfni sina til þess að meta aðstæður. Hver er þróunin? Greinarhöfundur spuröi eitt sinn lækni sem stundaði drykkju- sjúkling hvort ekki væri i sjón- máli handhægt tæki fyrir almenn- ing til þess að sjá skaðsemi mis- munandi magns áfengis á likam- ann þannig að menn gætu sjálfir séð hvernær mál væri að hætta hverju sinni. „Með öllu ónauðsynlegt” svaraði hann. „Allir sem eru orðnir nægjanlega gamlir til að drekka áfengi kunna að telja upp að fjórum.” Svo virðist sem verulega ströng mörk séu höfð um likamleg „öryggis- mörk” hvað áfengisneyslu varðar. Ef þú drekkur ekki meira en sem svarar tveimur lítrum af bjór, einni flösku af léttvini eða einum pela (1/3) af sterku áfengi hverju sinni er óliklegt að þú munir þurfa að striða við lang- vinnar likamlegar afleiðingar af drykkju þinni. Engan veginn er þó verið að mæla með slikum drykkjuvenjum. Goodlen segir að tvimælalaust muni konur gerast æði þaulsetnar i strætisvagni Bakkusar, en ef þessi nýju viðhorf festa rætur er full ástæða til þess að gera sér vonir um að æ fleiri muni safna kjarki til að yfir- gefa vagninn i tæka tið. Það er of snemmt að fella ein- hverja dóma um þessa nýju tegund meðferðar sem stunduð er við Newington þvi hún hefur aðeins verið starfrækt i um það bil eitt ár. En til allrar hamingju virðist hin hæga þróun siðustu tuttugu ára skila okkur eindregið i framfaraátt. (Þýtt og endursagt úi „The Woman’s Journal” október 1980) Jóhann Hauksson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.