Þjóðviljinn - 07.02.1981, Qupperneq 17
16 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 7.— 8. febrúar 1981
Helgin 7.-8. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Pétur Kjartansson fær allar upplýsingar inn á tölvuskerminn á skrif-
boröinu hjá sér. — Ljósm. —eik—
ÖRTÖLVUBYLTINGIN
breytingar
framundan
á þjónustu-
sviðinu
Fyrri grein
Björg Elisabet Guömundsdóttir stimplar inn unninn fisk og afskuröinn.
Lára Aftalsteinsdóttir f tölvudeild tsbjarnarins. — Ljósm. —eik—.
Tölvustýring
í Isbirninum
Dæmi um notkun tólva í
f ramleiöslu hér á landi er i
frystihúsi Isbjarnarins á
Granda í Reykjavík og er
aö sjálfsögðu til mikils
hagræðis. Það kemur þó í
Ijós þegar skoðað er, að
það er fyrst og fremst
skrifstofukraftur og eftir-
lit sem sparast, fyrir utan
það mikilvæga atriði, að
nýting in verður einsog best
er á kosið, tölvurnar finna
út hvernig best sé að nýta
viðkomandi hráefni hverju
sinni, og i hvaða umbúðir
hagstæðast sé að vinna
fiskinn miðað við
markaðsverð.
Pökkun og snyrting er eftir sem
áöur unnin af verkafólkinu og aö
dæma eftir fjöldanum sem þarna
vinnur hefur varla sparast mikill
starfskraftur viö framleiösluna
sjáifa. En vissulega getur
þróunin oröiö sú er fram i sækir.
Pétur Kjartansson verkstjóri
sýndi blaöamönnum tölvukerfi
hússins. 011 vigt er stimpluö inn,
fyrsti móttökunni, siöan i kössun-
um, og berast þessar upplýsingar
siöan sjálfkrafa til aðaitölvunnar
sem er uppi á lofti og færast þar
inná disk. bá er stimplað inn á
tölvuna af bökkunum sem þerast
frá fiskvinnslukonunum, frágeng-
inn fiskurinn og afskuröurinn og
komast þá inná tölvuna upplýs-
ingar um nýtingu og bónus fyrir
hverja konu. Allar þessar upplýs-
ingar getur verkstjórinn jafn-
framtkallaö fram á tölvuskerm á
skrifborðinu hjá sér.
Auk þessara upplýsinga sem
berast þannig sjálfkrafa til aðal-
tölvunnar eru þar uppi skrifaöar
inn ýmsar aörar upplýsingar
varöandi rekstur, birgöir, sölu
osfrv. Tölvufræðingur Isbjarnar-
ins er Páll Ólafsson.
SJÁ NÆSTU
SÍÐU
örtölvubyltingin svo-
kallaða hefur talsvert ver-
ið til umræðu meðal al-
mennings að undanförnu,
einkum í kjölfar sjón-
varpsþátta um efnið á sl.
vetri, en tölvutæknin er nú
einnig f arin að dragast inn
í kjarasamninga og gerir
það sjálfsagt í auknum
mæli á næstu árum. Hver
sem afstaða okkar annars
er til tækniþróunarinnar er
Ijóst, að henni verður ekki
snúið við, örtölvutæknin
mun á þessum áratug og
þeim næsta breyta æ fleiri
sviðum vinnumarkaðarins
og mannlífsins yfirleitt, til
góðs eða ills eftir því
hvernig á verður haldið.
Páll Theódórsson eðlis-
fræðingur lýsti nýlega ör-
tölvutækninni, þróun henn-
ar og möguleikum í grein i
Rétti sem vert er að vekja
athygli á, og i sama hefti
birtist þýdd grein André
Gorz um ,,gullöld frístund-
anna" í þessu samhengi.
Báðir benda þeir í rauninni
á að hver sé sinnar gæfu
smiður og aðalatriðið sé,
að vinnandi stéttir og
stjórnvöld geri sér grein
fyrireðli tækniþróunarinn-
ar og bregðist við henni á
þann hátt, að alþýða
manna njóti kostanna sem
tæknin býðúr upp á, en
gjaldi ekki annmarkanna.
Þetta á að sjálfsögðu við
um bæði kyn, en sé litið á
málin með konur sérstak-
lega í huga virðist sannar-
lega ástæða til fyrir þá
sem berjast fyrir jafnrétti
kynjanna að staldra við og
íhuga málið nánar, ef
marka má það sem fram
kom á Kvennaáratugsráð-
stefnu Sameinuðu þjóð-
anna í Kaupmannahöfn sl.
sumar.
Mestu
Breytingarnar framundan
verða hinsvegar miklu róttækari
og munu ná til fjölda starfa i
þjónustugreinunum þar sem
sjálfvirkni hefur ekki áður komiö
til greina. Vitnaö er i ýmsar spár
og athuganir i þessu sambandi og
kemur fram aö framleiönivöxtur
með tölvuvæöingu getur leitt til
mikils atvinnuleysis á þessu
sviöi. Ráðstefna Alþjóöasam-
bands verslunarmanna um tölvu-
væöingu benti t.d. á aö 8% vöxtur
á tiu ára timabilí mundi gera
20—25% skrifstofustarfsfólks
óþarft. 5 miljónir af 17—18
miljónum skrifstofufólks i Vest-
ur-Evrópu mundi þá missa vinnu.
I skýrslu Siemens „Office 1990”
er áætlað, að af 2.7 miljón skrif-
stofustörfum i V-Þýskalandi sé
hægt aö staöla 43% og gera
25—30% sjálfvirk. Frönsk skýrsla
(Nora) spáir 30% atvinnusam-
drættihjá bönkum og tryggingum
á 10 árum og áætlað er að 82 þús-
und af 349 þúsund vélriturum i
Frakklandi muni missa atvinn-
una vegna textavinnslutækjanna.
I Bretlandi spá sérfræöingar
verkalýðssamtakanna 20% at-
vinnuleysisaukningu á þessu sviði
uppúr 1990.
Ekki eru allar spár jafn svartar
og gerir t.d. vinnumálaskrifstofa
Bandarikjanna ráð fyrir að hvit-
flibbamönnum i atvinnu fjölgi á
þessum áratug. Breskur
rannsóknahópur álitur ,,raf-
eindaskrifstofuna” enn langt
undan og telur, að atvinnumissir
sem spáð er aö t.d. textavinnslu-
tölvan hafi i för með sér veröi oft
ekki i reynd þar sem starfsfólkiö
sé venjulega nýtt i önnur störf
auk þess sem mikið af skrifstofu-
atvinnu sé á vegum litilla fyrir-
tækja meö einn til tvo ritara og
verði þvi kostnaöur textavinnslu-
tækja að minnka verulega áður
en þau borgi sig fyrir slik fyrir-
tæki. Hópurinn segir, að flest
fyrirtæki sem fjárfest hafa i
textavinnslutölvum hafi gert það
vegna skorts á vélriturum en ekki
til að losna viö þá og að lokum er
þvi haldið fram að fyrirtækin nýti
aukna vinnugetu til að vinna
verkin betur, en ekki hraðar eða
ódyrar. Tölvurnar hafi gert kleift
að vinna verk sem áður heföu
orðið of dýr eöa timafrek.
Varðandi banka og trygginga-
fyrirtæki telur þessi breski hópur
aö hægfara aukning i atvinnu á
þvi sviði muni halda áfram amk.
næstu fimm árin og standa i stað
1985—90, en minnka úr þvi nema
ný bankafyrirtæki verði sett á,
laggirnar. Verði ekki vöxtur á
^rySgingasviöinu muni atvinna
þar dragast saman um 15% á
næstu 5 árum.
Fólksfækkun hjá
Pósti og síma
I spám um atvinnu i póst- og
simaþjónustu kemur fram, að
tölvustýröar póstsamgöngur eru
enn á tilraunastigi, en munu hafa
áhrif á atvinnuhorfur á næsta
áratug, Samkvæmt könnun i V-
Þýskalandi er áætlað að störfum
viö pósthús þar fækki um 1920 á
ári vegna tölvutækni, en á móti er
gert ráð fyrir að til veröi um 1240
ný störf á ári uppfrá 1990 i alls-
kyns fjarskiptaþjónustu. A þvi
sviöi hefur störfum yfirleitt fjölg-
að að undanförnu i Evrópu nema i
Þýskalandi og Bretlandi. Sjálf-
virkni i simaþjónustu hefur þó
valdið þvi að t.d. i Austurriki hef-
ur talsimastarfsfólki fækkaö um
25.2%, i Danmörku um 12.6%,
ítaliu um 16.1%, i Hollandi um
6.2% og Bretlandi um 32.3%. Þá
mun þörfin á viðhaldsþjónustu
minnka að mun.
Erfitt hefur verið aö meta áhrif
tæknivæðingarinnar á verslunar-
sviðinu vegna þess aö hún hefur
haldist i hendur viö aðrar breyt-
ingar einsog kjörbúðakerfiö og
aukin hlutastörf i verslunum.
Mikill samdráttur hefur þó orðið i
atvinnu i verslun i V-Evrópu og
má kenna tölvutækninni hluta
hans. Atvinna i smásöluverslun i
V-Þýskalandi minnkaði t.d. um
5.9% 1972—77, á Italiu um 12.5 á
einu ári, 1975—76, og i Belgiu um
2.7% á sama tima.
Svokölluð ,,Point-of-sale”
(POS) afgreiðsla, þ.e. algerlega
tölvustyrð, verður æ algengari i
stórverslunum. 1 Japan eru nú
komin upp 1600 slik vöruhús á
móti 80 i Bretlandi og 300 i V-
Þýskalandi. Reynslan er misjöfn
POS-afgreiösla er t.d. talin spara
um 20% starfskrafts i búöunum
sjálfum i Bandarikjunum, en hef-
ur litil áhrif haft i Bretlandi. Er
reiknað með að i sambandi við
verslun muni áhrifa tölvuvæð-
ingarinnar gæta meira i skrif-
stofustarfinu en i afgreiðslunni,
t.d. i pöntunum og birgðaeftirliti.
0 —vh.
1) Réttur, 3. tbl. 1980
2) Technological Change and
Women Workers: The Develop-
ment of Microelectronics.
A/Conf. 94/26.
Ahrif örtölvuþróunar-
innar á lif kvenna og atvinnu-
möguleika þeirra var eitt af
mörgum málum sem þar voru
tekin til athugunar og rædd, i
skýrslu sem lögð var fram af
undirbúningsnefnd og unnin und-
ir stjórn sériegs ráöunautar
Marit Hultjþarer niöurstaðan sú
að full ástæða sé til að óttast að
konur muni sem hópur verða sér-
staklega fyrir baröinu á neikvæð-
um hliðum tæknibreytinganna
framundan. Er lögð áhersla á að
stjórnvöld og aðrir ráðandi aðilar
i þjóðfélögum verði að gripa til
sérstakra aðgerða til aö koma i
veg fyrir óhagstæð áhrif tækni-
þróunarinnar á konur og skorað
er á konur að vera vel á verði og
taka fullan þátt i umræðum og
stefnumótun um tækniþróun.
Afleiðingar tækniþróunarinnar
á atvinnumöguleika kvenna hafa
ekki áöur verið ræddar á alþjóöa-
vettvangi, en konur viöa um heim
hafalátiði ljós áhyggjur og bent á
þörf rannsókna og umræðna.
Þótt skýrslan sem unnin var
fyrir Kvennaáratugsráöstefnuna
byggist eðlilega fyrst og fremst á
ástandi og veruleik iðnvæddu
landanna þar sem örtölvubylting-
in hefur þegar hafið innreið sina
er jafnframt á það bent, að tækni-
þróun þar hefur um leið áhrif á lif
kvenna I þróunarlöndunum.
Kom t.d. i ljós i athugun
sem Iðnþróunarstofnun S.Þ.
(UNIDO) gerði, að fjölþjóðafyrir-
tæki á örtölvusviðinu hafa byggl
dvergrásaframleiðsiu sina á
ódýru vinnuafli kvenna i
Rómönsku Ameriku og Suðaust-
ur-Asiu. Sjálfvirkni tölvutækn-
innar hefur á hinn bóginn jafn-
framt þau áhrif að jafna út lág
laun þróunarlandanna i alþjóð-
legri samkeppni. Þannig hafa t.d.
fyrirtæki i fataiðnaði, sem á sin-
um tima fluttu framleiðsluna til
þróunarlanda til að njóta ódýrs
vinnuafls, flutt hana til baka til
þróaðra landa þarsem sjálfvirkni
kemur nú i stað ódýra vinnu-
aflsins. Rýrast þannig enn at-
vinnutækifæri meðal fátækra
þjóða.
Skiptar skoðanir
Hluti skýrslunnar fjallar um
þróun örtölvutækninnar til aö
sýna fram á hvilik bylting hér er
á ferð og hve djúp áhrif hún á eftir
að hafa. Vil ég enn benda á grein
Páls Theódórssonar i þvi sam-
bandi. Skoðanir um hvort áhrifin
verði mannkyninu til góðs eða ills
eða um afleiöingar i atvinnulifinu
skiptast öfganna á milli. Annars
vegar er bjartsýni rikjandi, þ.e.
að aukinni framleiðni og minni
framleiðslukostnaði i kjölfar
tæknibreytinganna fylgi hagvöxt-
ur og þarafleiðandi meiri at-
vinna. Bjartsýnismenn benda á,
að þetta sé hvorki fyrsta tækni-
bylting mannkynssögunnar né
fyrstu áhyggjurnar af atvinnu-
leysi vegna tæknivæðingar. Sjálf-
virkni hafi alltaf getið af sér
fleiri störf en hún hafi útrýmt.
Þessa skoðun aðhyllast m.a.
bandarisk stjórnvöld og byggja
þar á tölfræði vinnumálahagstofu
sinnar. Telja þau framtiðinni
stafa meiri ógn af takmörkun
hagvaxtar, orkukreppu og verð-
bólgu en tæknibyltingunni. Meðal
bjartsýnna eru einnig talin upp
verkalýðssamtök Norðurlanda,
sem lita svo á, að tæknibreytingin
feli i sér grundvöll fyrir betri
efnahagsafkomu og þar með
hærri kaupkröfur. Reyndar
benda samtökin jafnframt á að
skilyrði þess að tæknin verði not-
uð i þágu almennings en ekki til
að tryggja enn frekar núverandi
vaidastöðu sé að verkalýðssam-
tökin hafi lykilaðstöðu i uppbygg-
ingu og notkun örtölvukerfa.
Á móti kemur svartsýnis-
skoðunin, að einkum i staðnandi
efnanagskerfi þýði örtölvutækn-
in hærra atvinnuleysishlutfall en
nokkru sinni fyrr, þar sem lagöar
verðiniðurheilu starfsgreinarnar
án þess að aðrar nýjar veröi til.
Fram að þessu hafi hin nýja
tækni boðið upp á m jög fá ný störf
og þegar nú sé lika komið að
tæknivæðingu þjónustugrein-
anna, sem hingað til hafi tekíð
við þeim sem misst hafi vinnu i
framleiðslugreinunum og við
byrjendum, muni vinnu-
markaðurinn ekki geta tekið við
öllum þeim sem leita atvinnu.
Svartsýnir benda á að einfaldur
útreikningur á nýjum störfum og
útrýmdum sé ekki einhlitur, held-
ur komi hér einnig til hvernig
flytja eigi verkafólk milli starfs-
greina og svæða. Að lokum leggur
þessi hópur áherslu á, að þótt
örtölvutæknin muni hafa i för
meö sér nokkuð af nýjum störfum
á stigi æðri menntunar leiði hún
jafnframt til að ekki verði krafist
neinnar starfsþjálfunar eða
menntunar i rútinuvinnunni og
þetta verði til að skipta vinnandi
fólki i fámenna, tæknimenntaða
yfirstétt og fjölmenna stétt
ómenntaðs verkalýðs við firrta
Verða konur
sérstaklegafyrir
barðinu á
neikvæðu
hliðunum?
likamlega vinnu eða alls enga.
Þriðji skoðanahópurinn fer svo
bil beggja og leggur áherslu á
óvissuþáttinn, bendir m.a. á að
örtölvutæknin muni ekki aðeins
koma i stað handiðnaðar og véla-
vinnslu en einnig útreikninga og
ákvarðanatöku, — þ.e. ekki að-
eins i stað vöðvaaflsins heldur
lika heilans
Þjónustusviðið
Sú niðurstaða skýrslunnar að
konur verði verst úti vegna tölvu-
væðingarinnar sem nú er fram-
undan byggist á þeirri staðreynd
að flestar konur á vinnumarkaðn-
um starfa við þjónustugreinarn-
ar, en þar er örtölvubyltingin tal-
in munu koma harðast niður á
næsta áratug.
Til stuðnings þeirri skoðun er i
fyrsta lagi bent á að hlutfall
þeirra sem vinna beint að fram-
leiðslu (þá að frádregnum verk-
stjórum, eftirlitsfólki, skrifstofu-
og stjórnunarliði, sem i raun til-
heyra þjónustuhliðinni), er til-
tölulega lágt,— innan viö 20% i
flestum iðnvæddum löndum — og
auk þesshefur athygli og viöleitni
til að auðvelda breytinguna aöal-
lega beinst að þessu sviði vegna
fyrri reynslu af sjálfvirkni. Að-
lögun þeirra sem vinna við þjón-
ustuhliðina, skrifstofustörfin og
annað þessháttar, verður hins-
vegar nýtt vandamál.
I öðru lagi hefur þegar verið
fjárfest talsvert i sjálfvirkni og
tölvuvæðingu i framleiðslugrein-
unum, en eftir er að gera það i
þjónustugreinunum, þannig að
þar er fyrirsjáanleg örasta breyt-
ingin á næstunni. Á sama tima og
framleiðni á hvern verkamann i
framleiðslugreinunum hefur auk-
ist margfalt siðustu tvo áratugina
hefur skrifstofu- og stjórnunar-
kostnaður stöðugt vaxið án þess
að það sem gert er hafi aukist að
vöxtum miðað við fjölda starfs-
fólks. Þótt tölvurnar sjálfar verði
æ ódýrari þýðir það ekki endilega
að tölvuvæðingin sé ódýr. Þetta
gildir fyrir framleiöslusviðið, en
á þjónustusviðinu er kostnaður-
inn orðinn slikur miðað við fram-
leiðni að þrýstingur á sjálfvirkni
þar verður æ meiri.
Ahrif örtölvutækni á þjónustu-
sviðinu verða varhugaverðari
fyrir þá sök, að viss tilhneiging
hefur veriö til að koma þar fyrir
fólki sem misst hefur eða ekki
fengið störf við framleiðsluna,
þannig að bara hagræðing eða
jöfnun á þessu sviði gæti valdið
gifurlegri aukningu atvinnu-
lausra.
Þótt sjálfvirkni i þjónustu-
greinunum sé langt á eftir fram-
leiðsluatvinnuvegunum hefur
tölvuvinnsla samt tiðkast þar þó
nokkur ár. Sum störf hafa þannig
horfið, önnur orðið til og enn önn-
ur breyst af þessum sökum. Um
200 þúsund manns vinna nú við
tölvuiðnað i löndum Efnahags-
bandalagsins og um 800 þúsund
vinna þar við tölvuvinnslu. Þvi er
spáð, að á miðjum þessum áratug
muni 400 þúsund starfa þar i
tölvuiðnaðinum, en 1.5 miljón við
tölvuvinnslu.
Annars eru áhrifin óljós. Tölvu-
vinnsla á skrifstofum i Sviþjóð
reyndist hafa sparað 1% af
heildarvinnukraftinum og i Bret-
landi hafði hún dregið úr þenslu i
verslunar- og skrifstofustörfum,
en ekki fækkað fólki i þeim. Sum-
ar athuganir benda til, að aukin
eftirspurh eftir skrifstofuþjón-
ustu hafi bætt upp neikvæð áhrif
tölvuvæðingar það sem af er.