Þjóðviljinn - 07.02.1981, Page 19

Þjóðviljinn - 07.02.1981, Page 19
Helgin 7.-8. tébrúar 1981 ÞjtoÓVÍLÍÍfcfr — 'SÍÐA 1§ Berkofsky á Akureyri Planovirtúósinn dulspaki, Martin Berkofsky, mun leika fimm sónötur eftir Beethoven, fyrir Tónlistarfélag Akureyrar, i Borgarbló á Akureyri, I dag, laugardaginn 7. febrúar kl. 17. Þetta eru fjóröu tónleikar sem Berkofsky heldur á Akureyri, en hann hefur tekiö mikla tryggö viö þann staö, vegna kynngi- krafta dulrænna, sem þar eru á kreiki dag og nótt. Berkofsky er nú búsettur i Paris, en hann hefur aö undan- förnu haldiö fjölda tónleika I Vln, BUdapest og á Englandi. Martin Berkofsky kemur til Akureyrar á vegum Tónlistar- skólans þar og mun hann, eins- og oft áöur, halda námskeiö fyrir nemendur og kennara skólans. Manúela a Háskóla- tónleikum - Þriöju Há skóia tónleikar vetrarins veröa I Félagsstofnun stddenta viö Hringbraut laugar- daginn 7. febrúar 1981 kl. 17.00. Flytjendur eru Manuela Wiesler fiautuleikari og Julian Dawson- Lyell píanóleikari. Á efnisskránni er frönsk tón- list frá upphafi þessarar aldar og eiga tónverkin það sameigin- legt að vera fyrst og fremst til skemmtunar, bæöi flytjendum og áheyrendum. Sumt af tónlist- inni mætti flokka sem skemmti- tónlist eða kaffihúsatónlist. Flutt veröa verk eftir F. Borne, G. Fauré, J. Mouquet, A. Roussel og P.A. Génin. Þau Manuelu Wiesler og Julian Dawson-Lyell þarf ekki aö kynna fyrir íslenskum tón- leikagestum en þau hafa bæði komiö fram á fjölda tónleika hér á landi og erlendis. Þau hafa einnig leikið mikiö saman á undanförnum árum og má nefna tónleika þeirra á Lista- hátið I Reykjavik 1978, i Wigmore Hall i London 1979 og tónleikaferð til Noregs á s.l. hausti. Viðtökur hafa verið mjög góöar. var sýnd 1814, I Vin, og gekk sæmilega, þó langt sé frá að hún yröi höfundi sinum sá stórsigur á framabrautinni, sem hann haföi vonaö. Umhyggja sú og vonir sem Beethoven batt viö þetta mikia verk, sést best á si- fellri endurskoðun og umskrift- um þess. Og hann samdi alls fjóra forleiki aö óperunni sem allir eru vinsæl „konsert- stykki”. Upphaflegi forleikur- inn sem fluttur var 1805, er nú þekktur sem nr. 2. Nr. 3 er frá 1806, en Leonoraforleikur nr. 1, sem er allmiklu öðruvisi en hinir I allri gerö sinni, var sam- inn fyrir sýningar sem áttu aö veröa I Prag, 1807, en var aflýst af ókunnum ástæðum. Cheru- bini, sem aldrei botnaði mikiö i meistara Beethoven sagöist ekki finna neina grundvallar - tóntegund i forleik nr. 3, sem væri ruglingslegur. Hvort Beet- hoven tók eitthvert mark á þvi skal látið ósagt en hann haföi allavega orö um aö forleikirnir væru ,,of þungirá sér” og samdi þann fjóröa, sem nú er einn kallaöur Forleikurinn aö Fide- lio”. Þó Fidelio innihaldi ógrynni af fegurð frá „músik- ölskum” sjónarmiöum séö, þá hefur hún aldrei komist i raöir vinsælustu ópera. Þó er svo sannarlega ekki hægt aö neita Beethoven um dramatiskan kraft og skilning. En hvaö er þaö þá sem vantar? ófeimnir myndu áreiöanlega segja að Beethoven heföi litinn skilning á leikhúsi. Bornar saman viö Mozart eru persónulýsingar hans i músik satt aö segja næsta ógreinilegar og jafnvel handahófslegar. Tökum tildæmis hinn fræga kvartett i fyrsta þætti, þar sem allar persónurnar f jórar eiga ab túlka sinar dýpstu tilfinningar: keöjusöngur, þar sem allir syngja i rauninni sama lagiö. Og Beethoven haföi ekki lag á að koma snilli sinni til skila meö mannsröddinni á sama hátt og meö hljóðfærum einum, þvi fer fjarri. Þaö eru margir annars- flokks komponistar sem semja áhrifameiri „söngmúsik” en Beethoven, I þaö minnsta ef maöur skoðar aðeins yfirboröið. Og þaö er einmitt mergur málsins i leikhúsinu. Þar er nefnilega enginn timi til aö dást aö dýpstu og dýrustu tónlistar- pælingum. Allt veröur að hitta i mark á stundinni. Ætli sé i raun- inni til voðalegri staður fyrir ærlegt tónskáld en einmitt leik- húsið sem þau sækja þó sýkntog heilagt I af óviöráðanlegum og óskiljanlegum orsökum. En viö skulum samt muna, að flest ef ekki allt, sem gekk á leikhús- unum I Vin á dögum Beet- hovens, er löngu gleymt og grafiö að eilifu, nema Fidelio. Hingaö koma i næstu viku á vegum sinfóniunnar fjórir söngvarar og ætla aö syngja aöalhlutverkin I Fidelio eftir Beethoven, einni af fáum óper- um sem fjalla um hjónaástir og tryggö. Engin framhjáhöld þar, takk fyrir. Þeir koma frá Þýskalandi. Raunar er einn söngvaranna fæddur I Danmörku en starfar nú mest i Þýskalandi: Bent Norup, baritón, sem veröur þarna i hlutverki fangelsisstjór- ans Pizzaro. Meö hlutverk hjón- anna. Leonóru og Florestans, sem ganga i gegnum mikil harmkvæli og eiga aö sanna okkur í eitt skipti fyrir öll aö hjónabandstryggöin borgar sig best þrátt fyrir allt, fara Astrid Schirmer og Ludovic Spiess. Þau eru þekktir Wagnersöng- varar heima hjá sér, en slikt þykir hápunktur menningar I þvi ágæta landi, aö frágengnu peningaspili og fótbolta. gbass- inn Manfred Schenk veröur svo illmenniö Rocco, en hann hefur sungiö öll helstu bassahlutverk sem slægur er I á bestu óperu- sviöum Evrópu. Þaö má þvi buast viö aö þetta veröi all- mögnuö uppákoma hjá sinfón- iunni á næstu fimmtudagstón- leikum, sem Jean-Pierre Jacquillat mun stjórna, vonandi af myndarbrag, þvi hann er sagöur óperustjóri af betri sort- inni. Beethoven á Fidelioárunum Aö Beethoven var snillingur i aö setja saman dramatiska tón- list liggur svo I augum uppi, aö þaö er kannski hálf kjánalegt aö minnast á það frekar. Hann sannaöi heiminum þaö þegar i sinum fyrstu verkum, ekki sist i planósónötunum, þar sem „pathetique” ber sterkari keim harmleiks en flest sem áöur hafði verið samiö af hreinni hljóöfæratónlist. Krists-myndin i Ollvufjallinu er kannski að margra áliti ofhlaöið „drama- tik” I þaö minnsta fyrir óratórió, en getur nokkur neitað áhrifamætti hennar? Promeþeifs-tónlistin frá sama tima er lika einhver sterkasta leikhústónlist sem samin var á fyrrihluta 19. aldar, en hún var reyndar samin á fyrsta ári hennar og var eina tilraun Beet- hovens við ballettformiö. Hún er gerö viö „ballettlibretto” Salvatore Viganó sem var stór- merkur brautryöjandi á ballett- sviöinu I Vin á sinum tima, og fékk fyrirtækið feikna góðar undirtektir og gekk við metað- sókn allan veturinn 1801—2. Þetta haföi þær afleiðingar aö Beethoven fór alvarlega aö hugsa um aö semja óperu, sem þá, einsog oft siöan, var bein- asta ef ekki einasta leiö tón- skálda til veraldlegra efna svo nokkru næmi. En ekki gekk alltof vel að finna ,,góðan” texta. Beethoven var I meira lagi vandlátur og móralskur i hugsun. Hann neitaði alfariö aö taka til greina ærsla- og léttúöarsögur, eins og t.d. Figaro, sem hann haföi á megn- ustuandstyggð, en kraföist ein- hvers sem innihéldi „sannar og djúpar tilfinningar”. Þær þótt- ist hann finna i Léonore, ou L’Amour conjugal, eftir franskan „librettista” J.N. Bouilly, sem starfaöi mikiö meö Cherubini, italsk-franska tón- skáldinu sem Beethoven dáöi fremur en aöra samtimamenn sina. Og Leonora (eða Fidelio einsog hún var kölluð seinna) var samin og sett á sviö i Theater an der Wien 1805. Frumsýningin var i nóvember, aöeins fimm dögum eftir að herir Napoleons héldu innreið sina i höfuðborg Habsborgara- veldisins. Vinabúar hafa þvi ekki verið I neinu sérstöku leik- hússkapi, létu sig i þaö minnsta vanta á sýningar Fidelio, sem urðu aðeins þrjár, fyrir hálf- tómu húsi. Beethoven tók nú óperuna til rækilegrar endurskoðunar, stytti hana úr þrem þáttum I tvo, og samdi nýjan glæsilegan forleik. Þannig átti aö sýna hana áriö eftir. Beethoven þurfti þá endilega aö lenda i þrasi viö leikhúsforstjórann von Braun, útaf miðaveröi og prósentum, og endaöi þaö meö 1 aö sýningum var frestaö um óákveðinn tima. Þaö var ekki fyrr en átta ár- um seinna, eftir aö Beethoven haföi endurskoöaö Fidelio sundur og saman, og enn samiö nýjan forleik, aö hún fékk ein- hvern leikhúsbyr aö ráði. Hún tónbálkur Umsjón: Leifur Þórarinsson FIDELIO ópera um hjóna- tryggð Ludovic Spiess

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.