Þjóðviljinn - 05.03.1981, Síða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. mars, 1981
Fimmtudagur 5. mars, 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Óttast
fordæmið
Við vitum, að Kókakóla varð
fyrir miklum þrýstingi af hálfu
annarra fjölþjóðafyrirtækja, sem
útibú hafa i Guatemala. Þau
sögöu sem svo, að það væri mjög
hættulegt fordæmi að semja við
alþjóðlegt verkalýðssamband og
mundu aðrir koma á eftir. Og það
er einmitt það sem við erum að
reynaað vinnaað —ogbyrjum þá
á fyrirtækjum sem eru á okkar
sviði, en það er i matvæla-
vinnslu, tóbaksiðnaði, hótel- og
veitingahúsrekstri.
Við Kókakólamenn erum held-
ur ekki skilin að skiptum. Við ætl-
um að leggja það til við hluthafa-
fund hjá þeim, sem verður nú i
júni, að þegar þeir selja fram-
leiðsluleyfi, þá séu i sölusamn-
ingum sérstök ákvæði um félags-
lega ábyrgð sem mundu fela það
i sér, að fyrirtækið gæti gripið i
taumana ef að upp koma afbrot
gegn verkafólki svipuð þeim sem
framin voru i Guatemala. Við
erum að reyna að sannfæra
Kókakólamenn um að þetta sé
þeim sjálfum fyrir bestu, að þetta
muni hressa upp á imynd þeirra,
sem hefur látið nokkuð á sjá
meðan á stóð herferð okkar. En
það er nú ekki liklegt að þetta fá-
ist fram i þessari lotu, þaö er eins
og fyrri daginn: menn eru svo
hræddir við fordæmiö.
Fleiri
mál
Við höfum fyrr háð og heyjum
enn svipaða baráttu þótt ekkert
mál hafi orðið jafnstórt og Kóka-
kólamálið, sagði Janice Mantell
ennfremur. Við höfum farið i
vikuherferð gegn matvæla-
hringnum Unilever, vegna þess,
að svartir verkamenn við fyrir-
tæki hans i Suður-Afriku hafa
ekki fengið verkalýðsfelag sitt
viðurkennt. Við höfum skipulagt
herferð gegn túrisma til Guate-
mala. Við erum nú að undirbúa
herferðgegnhóteii einu á Filipps-
eyjum, sem er illræmt fyrir að
reka hvern þann úr starfi sem
minnist á verkalýðsíélag. Það er
að sönnu reglan á Filippseyjum,
en við höfum valið þetta hötel
sem prófmál — það tilheyrir
hótelkeðju sem hefur aðsetur i
Hong Kong.
Alþjóðlegir
kjarasamningar?
Janice var spurð að þvi, hvort
aðgerðir af þessu tagi væru
Lærdómar
, ,kókmálsins”
í Guatemala:
Viðtal við Janice Mantell
frá Alþjóðasambandi
starfsmanna í matvælaiðnaði
Samstaða verkafólks
beygði Kókrisaim
IUF, sem sneri sér til aðalbæki-
stöðva Kókakóla meðkröfu um að
málum yrði kippt i lag. Kókakóla
kvaðst hinsvegar ekki eiga verk-
smiöjuna heldur haía selt henni
einkaleyfi og gæti ekkert að gert.
Gengu að
skilmálum
Alþjóöasamtök starísfólks i
matvælaiðnaði lét ekki segjast að
heldur og efndu til margskonar
mótmælaaðgeröa gegn fram-
leiðslu og dreifingu á Kókakóla.
Þær aðgerðir urðu svo áhrifa-
miklar, ekki sist á Noröurlönd-
um, að Kókakóla neyddist til aö
biðja vægðar. Þeir sendu, sagöi
Janice Mantell, sendinefnd til
höfuöstöðva okkar i Genf i júli i
fyrra og gengu að öllum helstu
kröfum okkar og við ákváðum þá
að hætta frekari aðgerðum. Þeir
i kókinu áttu erfiðast meö að
verða við þeirri kröfu okkar, aö
endurkaupa íyrirtækiö, en svo
varsamtgert. Þá hafa þeir rekiö
fyrri stjórnendur, endurráðið
verkamenn sem reknir voru, rek-
ið lögreglu af verksmiðjusvæð-
inu, lagt niður „gult” verkalýðs-
félag sem áður hafði verið komið
upp og gert samning viö raun-
veruleg samtök verkamanna.
Nú seint i janúar var smiðs-
hnútur rekinn á þetta með þvi að
við fengum i hendur afrit af nýj-
um samningi við verkalýðsfélag-
ið. Kaupið hefur hækkað verulega
Gæti orðið
mikils vísir í
stéttabaráttu
við fjölþjóða-
fyrirtæki
svonefnd
og framleiðni lika svo allir mega
vel við una.
— Er Kókakólaverksmiöjan þá
ekki orðin með þessum sérstæða
hætti einskonar eyland undan-
tekningarástands i landi þar sem
réttleysi verkafólks er reglan?
— Jú, ástandið hefur sifellt far-
ið versnandi i Guatemala, sagði
Janice Mantell. En við höfum
gert það sem við gátum. Lögregl-
an og varðhundarnir eru farnir af
verksmiðjusvæðinu, þar er allt
með eðlilegum hætti — en við get-
um þvi miður ekki tryggt það að
fólk sé ekki myrt utan verk-
smiðjudyra.
Og við skulum heldur ekki
gleyma þvi, að við höfum íengið
þvi framgengt, að fyrirtækið hef-
ur stofnað sérstakan sjóð til
styrktar og framfærslu fjölskyld-
um þeirra tólf verkamanna sem
myrtir voru meðan á ógnaröld-
inni stóð i Kókverksmiðjunni i
Guatemala.
Kannski hefur það
farið fram hjá fleirum
en skyldi, að eitthverju
merkasta prófmáli i
verkalýðsbaráttu sl.
ára, Kókakólamálinu i
Guatemala, lauk með
sigri. Janiee Mantell,
sem er einn af svæðis-
stjórum IUF, Alþjóða-
sambands starfsmanna
i matvælaiðnaði og
skyldum greinum, kom
við hjá ASÍ, og sagði i
viðtali að hér gæti verið
um að ræða mikilvægt
fordæmi i verkalýðs-
baráttu við fjölþjóðleg
fyrirtæki.
Aðdragandi málsins var i
stystu máli sá, að verksmiðja i
Guatemala sem l'ramleiddi Kóka-
kóla varö illræmd m jög i þvi landi
fyrir morð, mannrán og ofsóknir
á hendur þeim sem dirfðust að
reyna að skipuleggja verkalýðs-
félag þar. Málið kom til kasta
Janice Mantell: Við reynum að útskýra það fyrir Kókakólaköriunum hvað þeim er sjáifum fyrir bestu..
(ljósm.—eik).
Tónlist, sjón-
hverfingar og
góður matur
í kvöld verður búlgarskt kvöld i
Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, og
hefst þar með Búlgariukynning,
sem heldur áfram að Hótel Loft-
leiöum á morgun og lýkur þar á
sunnudagskvöldið. Að kynning-
unni standa Ferðaskrifstofa
Kjartans Helgasonar, Flugleiöir,
Ferðamálaráö Búlgariu, flug-
félagið Balkan Airlines og Hótel
Loftleiöir.
Ferðaskrifstofa Kjartans
Helgasonar hefur nú um
nokkurra ára skeið staöið fyrir
Búlgariuferöum, sem hafa öðlast
vinsældir islenskra sóldýrkenda,
enda baðstrendur góðar við
Svarta-hafið og margt að skoða i
þessu gamla menningarlandi. 1
sumar veröur óvenju mikiö um að
vera i Búlgariu, þvi á þessu ári er
þess minnst að 1300 ár eru liðin
frá stofnun slavnesks rikis i land-
inu.
A Búlgariukynningunni geta
væntanlegir Búigariufarar tekið
út forskot á sæluna og bragðað á
búlgörskum þjóðarréttum, skolað
þeim niður með ljúfum búlg-
örskum veigum við undirleik
búlgarskra hljóðfæraleikara og
horft á þjóðdansara og frábæran
sjónhverfingamann, svo eitthvað
sénefnt. Þeir sem þegar hafa gist
Búlgariu geta rifjað upp kynni sin
af landi og þjóð, og allir hinir geta
lika verið með og notið góðs af þvi
sem fram er borið.
Blaðamenn fengu sitt forskot á
sæluna i fyrradag. Við inngang-
inn i Vikingasal Hótels Loftleiða
tók á móti þeim kona i skraut-
Ilópurinn sem kom frá Búlgariu til að kynna land sitt. Með Búlgörunum á myndinni eru Emil Guðntunds-
son hótelstjóri (lengst t.v.), Kjartan Helgason forstjóri (lengstt.h.) ogSoffia Pétursdóttir veitingastjóri
(fremst t.h.). Ljósm. — Ella.
legum búlgörskum þjóðbúningi
og bauð þeim að brjóta brauð og
dýfa þvi i salt að þjóölegum sið,
og drekka rauðvin úr leirkrús.
Siðan var boðið upp á ýmsa ljúf-
fenga rétti:fyllta tómata og papr-
ikur, ost og margt fleira sem
undirrituð kann vart að nefna.
Skemm tikraftarnir sem
komnir eru til landsins af þessu
tilefni eru tiu talsins, allt úrvais-
fólk á sinu sviði. Fjórir ungir og
liprir dansarar sýna bráðfjöruga
þjóðdansa, trió leikur fyrir danski
og söngkona syngur búlgörsk lög.
íé dagskrá
Berglind
Gunnarsdóttir
f v» *** * ; y *,
Kókakóla vel kælt — götumynd frá Guatemala: og nú skapast sú
einkennilega staða, að verksmiðjan illræmda verður eins og vin i
eyðimörk...
kannski undanfari þess, að al-
þjóðleg samtök verkafólks i ýms-
um greinum reyndi að gera eins-
konar heildarsamninga við fjöl-
þjóðafyrirtæki, sem hafa stundað
það að flytja f ramleiðslu frá lönd-
um þar sem laun eru sæmileg og
til þróunarlanda þar sem laun eru
léleg og verkalýðsfélög einatt
bönnuð.
Þessi ágæti fulltrúi IUF kvað
það óliklegt, enda væri það alls
ekki gefið, að verkalýðssambönd
i einstökum löndum vildu reyna
slika heildarsamninga. En við
reynum að l'ylgjast með fjöl-
þjóðahringunum, sagði hún,
safna upplýsingum, vara félaga
okkar við þvi, að þeir hafi einhver
áform sem koma skjólstæðingum
okkar illa. Við höfum t.d. i takinu
mál ávaxtahrings eins, sem hefur
flutt sig frá Hawaiieyjum, þar
sem laun eru góð, og til Thailands
og Filippseyja, þar sem allur að-
búnaður verkafólks er hinn
skelfilegasti. Við reynum að
hjálpa þeim samtökum sem eiga i
vök að verjast. Við reynum
stundum að styðja við bakið á
samúðarverkföllum ef einhver
aðildarfélög eiga i verkfálli. En
öðru fremur rekum viö upplýs-
ingastarf.
Dýrmæt
reynsla
Þá var það og dýrmæt reynsla
sem við fengum i Kókakólamál-
inu, að ná sambandi við aðra
hópa ýmisskonar — kirkjuhópa
sem hafa rannsakaö starfshætti
auðhringa og mannréttindahópa.
Þeir hefðu ekki komist langt einir
og við ekki heldur. Niöurstöður
þessa máls hafa aukiö okkur
sjálfstraust. En þær auka lika á
vanda okkar að þvi leyti að ekki
höfum við ein lært okkar lexiu af
þeim viðtæku aðgerðum, heldur
hafa íjölþjóðaíyrirtækin einnig
lært sina og búast sjálísagt til
gagnaðgerða.
Alþjóðasamband starfsfólks i
matvælaiðnaði hefur innan sinna
vébanda 170 verkalýðsfélög i 61
landi. Meðlimir eru um 1800 þús-
undir. Hér á landi eru þaö aðeins
kjötiðnaðarmenn sem eiga beina
aðild að sambandinu.
—áb—
Búlgaríukynning
á Akureyri
og í Reykjavík
Loks eru svo herra og frú Koev,
sem sýna jafnvægis- og sjón-
hverfingaatriði sem leikmönnum
virðast með öllu óframkvæman-
leg. Var það mál manna að margt
gætu verðbólgupindir tslendingar
lært af Koev, þvi hann er m.a.
snillingur i að margfalda
peningaseðla og martini-flöskur.
En sjón er sögu rikari!
Verðiö er kr. 167 fyrir manninn,
og er innifalið i þvi matur og
skemmtidagskrá. Gestir fá
númeraða matseöla og verður
dregið úr þeim á hverju kvöldi.
Vinningarnir eru gripir frá Búlg-
ariu. Siðasta kvöldið verður svo
dregiö úr öllum matseðlum og er
vinningur þá ferð til Búlgariu á
vegum Ferðaskrifstofu Kjartans
Helgasonar.
Þetta er i fimmta sinn sem efnt
er til Búlgariukynningar á
tslandi, en i fyrsta sinn sem farið
er með kynninguna út á land, þvi
Búlgariukynning veröur i Sjálf-
stæöishúsinu á Akureyri i kvöld,
sem fyrr segir. — ih
Spurningin er sú, hvort þaö sé aö veröa
einhver lenska aö gefa út hálfköruð verk.
— Og gæti þá svariö legið i þvi hve
stutt er frá einum jólamarkaði
til annars, eóa eru höfundar of fjarri
viöfangsefnum sínum?
Jólabækur og gagnrýni
Það hlýtur að vera vandasamt
verk að vera bókmenntagagn-
rýnandi með þvl óhjákvæmilega
valdi sem þvi fylgir að eiga að
velja og hafna bókmenntaverkum
fyrir aðra. Ekki síst þegar menn
hafa próf upp á það að pakka
skáldmennum saman eða blása
þau út uns við sjálft liggur að þau
springi.
Þetta flaug mér i hug eftir að
hafa lesið ritdóm Dagnýjar Krist-
jánsdóttur um nýjustu bók Auðar
Haraldsdóttur, Læknamafian, nú
um siðustu jól. Þótt Auður sé ekki
alfullkomin fannst mér fulllangt
gengið af félaga i baráttunni að
hylja hana svo skarni að vart sást
i auðan blett. Þaðer til dæmis litil
sanngirni i þvi að heimta að
Auður Haraldsdóttir skrifi á la
Dea Trea Mörk, hvað svo sem
hennar ágæti liður, þegar það
virðist augljóst að hún er ekki að
reyna að skrifa eftir annarri upp-
skrift en sinni eigin og dregur
ekki dul á það væntanlega. (Enda
er það endemisþvæla að Auður
þurfi að skrifa sjúkrasögu allra
sjúklinganna á spitalanum til að
trúa megi og sannfærast um
raunir þeirra. Kannski ætti bara
að taka upp „statistik” sem
mælikvarða á raunsæi i bók-
menntum?)
Hvað snertir gamansaman stil
(þó of lausbeislaðan) Auöar hefur
mér alltaf fundist það fremur
augljóst að þegar fyndnin er sem
mest er oft styst i sársaukann
undir niðri. Snýst þá „fyndnin”
upp i andstæðu sina og er það
kallað „irónia” eða kaldhæðni aö
þvi ég best veit. Það er raunar
ákaflega sérstæður eiginleiki
Auðar sem rithöfundar aö koma
til skila erfiöri perósnulegri
reynslu og ádeilu á þann hátt sem
jafnframt gerir meiri kröfur til
lesenda en ef hún skrifaði um
hlutina „eins og þeir gerast”.
Læknamafian ristir hins vegar
ekki bóka dýpst og raunar virðist
mér það einkenna skáldverk
ungra rithöfunda siðustuárin, svo
mörg sem þau nú eru (ég tek það
strax fram aö ég hef ekki lesið
þau öll). Og þá langar mig aðeins
að láta fljóta með nokkra leik-
mannsþanka um siðustu bók
Ölafs Gunnarssonar, Ljóstoll.
Efnið i þeirri bók er nýstárlegt,
karlmaður (ungur strákur) sýnir
inn i hatramman karlmannaheim
þar sem hugleysi, ótti og siðleysi
ræður rikjum. Til að sleppa vel
fra þessu hefði sagan til að
mynda þurft aö vera talsvert
lengri. Höfuðgalli bókarinnar
finnst mér vera sá að aðalpersón-
unni i sögunni eru ekki gerð nægi-
leg skil. Hún er fremur dauf og
yfirborðskennd miðað við það
umhverfi sem hún hrærist i. T.d.
gefa ýtarlegar lýsingar á við-
bjóöslegum móralnum á vinnu-
staðnum og hins vegar sú dálitið
óljósa mynd af kuldalegu og sam-
bandsfátæku heimilislifi (sbr.
viðhorf stráks til móður sinnar)
tilefni til miklu sterkari andsvara
hjá aðalpersónu en lýst er i
bókinni og yfirleitt nánari inn-
sýnar i hugarheim og tilfinningar
hans. En hugsanlega er ekki auð-
velt að skapa skýra mynd af
óhörðnuðum ungling i svo ein-
hliða neikvæðu umhverfi þar sem
i raun engum andstæðum er teflt
fram (aö minnsta kosti ekki mjög
skýrum), allir eru meira og
minna samdauna skitnum. Eitt
það lærdómsrikasta við söguna er
þó hve kirfilega höfundur leitast
viðað sýna fram á vanmátt karl-
manna aö sanna yfirburði sina
sem „karlmennskuidol”, þar
lenda fleiri undir en ofan á i mis-
kunnarlausri samkeppninni.
Mig langar aö nefna hér eina
bók til sem tekur fyrir mjög
áhugavert efni en á sama hátt
ófullnægjandi og yfirborðskennd-
an en það er bókin Göturæsis-
kandidatar eftir Magneu
Matthiasdóttur sem kom út fyrir
tveimtilþrem árumsiðan. Þartil
dæmis samsamast aðalpersónan
nokkuð átakalaust gjöróliku um-
hverfi og aðstæðum án nógu
sannfærandi aödraganda. Ýmis-
legt I þeirri bók sýnir þó ótviræða
rithæfileika höfundar. Fleiri
bækur veröa ekki nefndar hér
enda á þetta ekki að vera nein
fræðileg Uttekt.
Eftir lestur afurðanna á jóla-
bókamarkaðnum undanfarin ár
situr eftir sú tilfinning að það
vanti dypt eða breidd i skáldsög-
urnar nema hvort tveggja sé og
efnismeðferð skorti einhvern
veginn þann snert af snilli eða
galdri, sem einkennir góðar bók-
menntir. Spurningin er sú hvort
það sé að verða einhver lenska að
gefa út hálfköruð verk . Og gæti
þá svarið legið i þvi hve stutt er
frá einum jólamarkaði til annars
eða eru höfundar of fjarri
viðfangsefnum sinum? Eða
(vonandi reynist það ekki hið
sanna i málinu!) skortir unga
skáldsagnahöfunda einfaldlega
þann „sanna” neista sem gerir
skáldsögu að listaverki?
Berglind Gunnarsdóttir
Rauðsokkahreyfingin með ráðstefnu 8. mars
Hvar stendur kvenna-
baráttan á íslandi?
Koev bregst ekki bogalistin — neðsta glasið
stendur á örmjóum pinna.
Er eitthvert
ráðabrugg
í bígerð?
Rauðsokkahreyfingin efnir til
ráðstefnu næsta sunnudag, en þá
rennur upp alþjóðlcgur baráttu-
dagur kvenna, 8. mars. Ráðstefn-
an sem verður til húsa i Félags-
stofnun stúdenta ber yfirskrift-
ina: Hvar stendur kvennabarátt-
an á islandi?
A ráðstefnunni verða ýmis mál
reifuð, en þær Rauðsokkur segja
að ætlunin sé ekki aö geta á eftir
hampað bunka af ályktunum og
tillögum, heldur að heyra hljóðið i
konum, hvað þeim finnist um
stöðu mála i dag og hvaða verk-
efni séu brýnust á næstu árum ef
eitthvað á að þokast i jafnréttis-
átt.
Ráðstefnan hefst kl. 10 að
morgni og stendur fram eftir
degi. Byrjað verður á stuttum
framsögum, siðan hefjast al-
mennar umræður og skipað verð-
ur i umræðuhópa sem hefja starf
eftir hádegið. Eftir kaffihlé verða
niöurstööur hópanna kynntar og
Hclga ólafs-
dóttir
Bjarnfríður
Leósdóttir
Vilborg Harð-
ardóttir
Hjördis
Iljartardóttir
almennar umræður um þær og
annað þaö sem brennur á vörum
verða fram undir kvöldmat.
Umræðuefnin á ráðstefnunni
verða öll fjölbreytt. Bjarnfriður
Leósdóttir og Helga Ölafsdóttir
ræða um konur og verkalýðs-
hreyfingu, Vilborg Harðardóttir
fjallar um konur og tölvubylt-
inguna, jafnréttishópur Háskól-
ans hefur framsögu um konur og
menntun, Hjördis Hjartardóttir
fjallar um fjölskyldupólitik og
fulltrúar frá Kvenréttindafélag-
inu og Rauðsokkahreyfingunni
segja álit sitt á stöðu kvenna-
baráttunnar, hvað sé veriö að
gera og hvað beri að gera.
Rauösokkar segja að mörgum
konum svelli hugur i brjósti og
vilji fara að gera eitthvað til þess
að bæta stöðu kvenna, enn drottn-
ar karlveldið á nánast öllum svið-
um þrátt fyrir mikla umræðu.
„Þar þarf meira til að koma en
oröin ein og aldrei að vita hvaða
tillögur og hugmyndir dúkka upp
á þinginu”, sagði ein þeirra
Rauðsokka sem Þjv. ræddi við og
var dularfull á svip.
Ráðstefnan er öllum opin og
hefst sem áöur segir hinn 8. mars
kl. 10 aö morgni. —ká