Þjóðviljinn - 05.03.1981, Síða 13

Þjóðviljinn - 05.03.1981, Síða 13
Fimmtudagur 5. mars, 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 ALÞÝDUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Húsavík Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Húsavik verður haldinn þriðjudag- inn 10. mars i Snælandi og hefst kl. 20.30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði. Fundur verður haldinn i Skálanum fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30. — Kjartan Ólafsson ritstjóri fjall- ar um Þjóðviljann og svarar fyrirspurnum. — Félagar f jölmennið og takið þátt i umræðu um blað- iðokkar.—Stjórnin. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Félagsfundinum sem átti aö vera 25. febrúar er frestað. Nánar auglýst siöar. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Suðurlandskjördæmi Kjördæmisráðsfundur Alþýðu- bandalagsins i Suðurlandskjör- dæmi verður haldinn laugardag- inn 7. mars kl. 14 i Verkalýðshús- inu á Hellu. Fundarefni: Atvinnumál. Framsöguerindi flýtja Guðrún Hallgrimsdóttir og Sigurjón Er- lingsson. Stjórnin Alþýðubandalagið á Akranesi Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn mánudaginn 9. mars kl. 20.30 i Lárusarhúsi. Fundar- efni: Fjárhagsáætlun bæjarins. Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur Fundur verður haldinn I ÞinghóliHamraborg 11 laugardaginn 14. mars n.k. kl. 13.30. Fundarefni verður húsnæðisvandi framhaldsskólans i Kópavogi og m.a. fjallað um hvort ráðist skuli i að reisa nýja byggingu til lausnar honum. Dagskrá verður auglýst nánar innan skamms. Stjórn ABK VIÐT ALSTÍM AR þingmanna og borgarfulltrúa Laugardaginn 7. mars milli kl. 10 og 12 verða til viðtals fyrir borgarbúa á Grettis- götu 3: Ólafur Ragnar Grimsson Sigurjón Pétursson Eru borgarbúar hvattir til að nota sér þessa viðtalstima. Ólafur Kagnar Sigurjón Innheimta félagsgjalda Alþýðubandalagið i Reykjavik minnir þá félagsmenn sem enn hafa ekki greitt útsenda giróseðla að greiða gjaldfallin félagsgjöld nú um mánaðamótin. — Stjórn ABR Forvígismenn skákmóts ihreinu lofti frá vinstri: Ólafur Asgrimsson, Guðfinnur Kjartansson, Ingimar Sigurðsson og Þorvarður örnólfsson. (Ljósm. Ella). Skákmótið í hreinu lofti: Öðru sinni efnt til skákmóts án reykinga Árið 1976 var efnt til skákmóts, þar sem bannað var að reykja i salnum, og var það nefnt „Skák i hreinu lofti”. Það mót vann Helgi Ólafsson i flokki fullorðinna en Jóhann Hjartarson i flokki ung- linga. Taflfélag Reykjavikur, i samvinnu við Reykingavarnar- nefnd, Krabbameinsfélags Reykjavikur og Ábyrgð h.f., gekkst fyrir þessu móti sem þótti takast vel. Nú háfa þessir aðilar ákveðið að efna til annars svona móts, sem hefst sunnudaginn 8. mars nk. og stendur i tvo daga. Tefldar verða 11 umferðir eftir Monradkerfi og verður um að ræða 15 minútna skákir. Há verðlaun verða i boöi, 100 til 2.500 krónur. öllum er heimil ókeypis þátt- taka, meðan húsrúm leyfir, og eru keppendur vinsamlegast beðnir að skrá sig i sima 83540 i siðasta lagi laugardaginn 7. mars. Reykingar eru að sjálf- sögðu bannaðar i keppnissal. Frá Búnaðarþingi — Frá Búnaðarþingi — Frá Búnaðarþingi Viðlagatrygging: Verdi víðtækari Löggjöfin um viðlaga- tryggingu, sem komið var á fyrir nokkrum árum, á tildrög sin að rekja tii eldgossins I Vestmanna- eyjum og snjóflóðanna í Nes- kaupstað. Þótt megintilgangur v ið la gatry ggingarinnar sé að bæta tjön vegna náttúruhamfara þá verða eignir að vera bruna- tryggðar til þess að bætur fáist grciddar. Reynslan hefur og sýnt, að margvfslegt tjón verður af náttúruhamförum, sem trygg- ingin nær ekki til. Má þar nefna tjón á vegum, vatnsveitum og hafnarmannvirkjum af völdum jarðskjálftanna i N-Þingeyjar- svslu. skriðuföll i Fliótsdal, sem ollu tjóni á vegum, skógi og girðingum, skriðufall á vegi og vatnsveitu i Norðfirði, tjón af völdum öskufalls i Skagafirði og viðar. Ekkert af þessum tjónum hefur viðlagatrygging bætt. Ekki bætir hún heldur foktjón. Gunnar Guðbjartsson fór þess á leit við Búnaðarþing að það tæki málið til meðferðar ,,og leiti leiða til breytinga á löggjöfinni svo að hún nái betur tilgangi sinum en hingað til hefur orðið”. Búnaðar- þing afgreiddi erindi Gunnars með eftirfarandi ályktun: I. Búnaðarþing beinir þeirri eindregnu áskorun til rikisstjórn- ar og Alþingis að útvega Bjarg- ráðasjöði tslands fjármagn til þess að sjóðurinn geti veitt lán og framlög vegna hins gifurlega og almenna t jóns, er varð i ofviðrinu 16.-17. febrúar 1981. Búnaðarþing leggur áherslu á, að verksvið Við- lagatryggingar tslands verði gert mun viðtækara en nú er. Þvi beinir þingið þvi til stjórn- skipaðrar nefndar, sem nú vinnur að endurskoðun laga um Viðlaga- tryggingu tslands, að verksvið þeirrar tryggingar verði aukið verulega og eftirgreindir þættir falli þar undir: 1. Tjón af völdum óveðurs. 2. Tjón á orkuverum og dreifi- kerfi raforku ásamt tilheyrandi mannvirkjum. 3. Tjón á hafnarmannvirkjum, vatnsveitum, hitaveitum, skolp- veitum o.fl. hliðstæðum mann- virkjum. 4. Tjón á landi vegna eldgosa, kals, vatnsskemmda, skriðufalla, snjóflóða o.fl. 5. Tjón á búfé og heyi vegna eldgosa og annarra náttúruham- fara. 6. Eignatjón af völdum hafiss. Felur Búnaðarþing stjórn Búnaðarfélagsins að kynna þetta mál nefnd þeirri er að framan greinir og fylgja málinu þar eftir eins og tök eru á. —mhg Viöleitni til að lœkka Byggingarkostnað Geysilegur kostnaður liggur I gerð Utihúsa I sveitum og skiptir þvi miklu máli að unnt sé að lækka hann án þess að notagildi húsanna rýrni að sama skapi. Fyrir Búnaðarþingi lágu tvö erindi, sem lúta að þessum málum. Annað frá Búnaðarsam- bandi Austurlands, hitt frá Agli Bjarnasyni og Gunnari Oddssyni. Búnaðarþing afgreiddi þessi erindi með þvi, að fela stjórn Búnaðarfélagsins að leita eftir samvinnu við Bútæknideild Rala og Byggingarstofnun Iand- búnaðarins um vandlega athugun á þvi með hverjum hætti unnt væri að lækka kostnað við bygg- ingu útihúsa i sveitum. Skal athugun þessi i upphafi beinast aö mismunandi gerð fjárhúsa, hey- og áburðargeymslum og bygg- Vinstri þróun Framhald af bls. 5 vægs undansláttar. Leiðtogar vinstri sinnaðra verkalýðsfélaga hafa tekið höndum saman við hægri sinnaða verkalýðsforingja og hafa ákveðið að freista þess að breyta ýmsum ákvörðunum sem fært hafa flokkinn i vinstri átt. Þar má m.a. nefna ákvörðunina um að láta verkalýðsfélögin hafa stærst ákvörðunarvald i kjöri for- manns, sem vakti svo mikla úlf- úð. Fleira kynni að fylgja. Þá hafa fjölmiðlar magnað sannkallaða gerningahrið á hend- ur „hinna rauðu herdeilda Tony Benn” sem þeir segja hafa lagt undir sig flokkinn með vélum. Fjölmiðlar hægri manna af öllum sortum eiga greiða leið að eyrum almennings, og frammistaða þeirra hefur enn eflt þann þrýst- ingsem liggurá leiðtogum vinstri manna um sáttargjörð. Vinstri menn eiga þvi heldur á brattann að sækja i Verkamanna- flokknum nú um stundir. Þegar klofningurinn og tilheyrandi áróðursorrustur eru yfir gengnar kemur i ljós hvort hinum kratisku flóttamönnum hefur endanlega tekist að skjóta byttu undir vinstri lekann i Verkamanna- flokknum. —ÖS útihusa ingum yfir loðdýr. Jafnframt er stjórninni falið að hlutast til um að landbúnaörráðherra skipi nú þegar ráðgjafarnefnd Byggingar- stofnunar landbúnaðarins. mhg Skákin Framhald af bls. 12 37. Df5+-Kb8 33. ...-Kd8 38. Dd7-Dbl+ 34. Dg5 + -Kc8 39. Kh2-IIg8 35. Rxb3-Dxb3 40. Hhg7-Hc8 36. Hfxf7-Ha7 (Auðvitað ekki 40. — Hxg7?? 41. Hf8+ Kb7 42. Dc8 mát!) 41. He7-a2 42. He8-Hxe8 44- Hg8-Ka6 43. Dxe8 + -Kb7 45- De5 — og hvitur gafst upp um leið. Einfaldaster 45. —Dbl o.s.frv. & SKIPAÚTGt R8 RIKISINS H/S Baldur fer frá Reykjavik þriðjudaginn 10. þ.m. til Breiðafjaröarhafna. Vörumöttaka alla virka daga til 9. þ.m..

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.