Þjóðviljinn - 07.03.1981, Side 2

Þjóðviljinn - 07.03.1981, Side 2
2 SÍÐA — ÞJ6.ÐVILJINN Helgin 7. — 8. mars, 1981. kannske stafað af því hvernig ég væri í laginu. Þetta féllst frændi minn á eftir nokkra umhugsun. Svo sagði hann ábúðarmikill: ,/Ég ætla að senda þig til manneldis- fræðings". Þetta fannst mér þjóðráð, einkum ef þetta væri skemmtilegur manneldisfræðingur. Svo gaf frændi mér bevís og ég skundaði til manneldisf ræðingsins. Það var enginn á biðstof unni hjá manneldis- fræðingnum, svo ég komst strax að. Það var eins og honum sortnaði f yrir augum þegar hann leit á mig. Hann ýtti á takka og sagði: ,,Viljið þið senda hana Ásu inn hingað strax". Ása kom að vörmu spori og brosti til manneldisfræðingsins svona eins og gert er í ,, Læknum í lífsháska", en hann sagði: ,,Ása er næringarf ræðingur og tekur skýrslu af þér". Ása byrjaði á því að spyrja um daglegar neysluvenjur, en ég sagði henni að mér þætti gott að fá ket, kartöf lur og sósu að borða. ,,Við skulum taka þetta grúndígt", sagði þá Ása. „Já, og súkkulaðigraut með rjóma á eftir", bætti ég þá við. „Nei, við skulum byrja á byrjuninni", sagði þá Ása.,, Hvernig byrjar morgunninn?" Og ég sagði henni frá sérbökuðu vínarbrauðunum, rúnnstykkjunum, ostunum, rjómaköffunum og mjólkurglösunum og svo hádegismatnum: bringukollunum, síðubitunum, hnakkaspikinu, augunum og allt það. Nú var Ása hætt að skrifa, en sagði bara eins og læknirinn: „Ekki er það gott". Svo héldum við áfram að rabba svona saman, og ég trúði henni fyrir því, að mér þættu lakkrískaramellur ekki nærri eins hættulegar fyrir plúmbunar í tönnunum eins og ópal, en að f yllt súkkulaði og konfekt væri í raun og veru það langhættuminnsta, sérstak- lega ef mjólkin sem maður drykki með væri vel köld. Þegar hér var komið sögu, sagði Ása „takk fyrir" svona einsog snúðugt, en lét mig að skilnaði hafa þessar leiðbeiningar: Farðu í megrun og matarkúr, mettur er gæfuvana. Hungraður vertu og í sinni súr. Sveltu þig helst til bana. Flosi. Af megrun Ég er að verða leiður á söngnum um það að ég sé ekki eins og ég á að vera og þá einkum og sérílagi í laginu. „Nú", hugsa ég. „Ég er bara þrekinn, samanrekinn, riðvaxinn, jakalegur, helvíti þéttur á velli, vel að manni og talsvert myndarlegur". En þeir sem ég hef ástæðu til aðætlaaðberi einhverja umhyggju fyrir mér, segja: ,, Ertu að hugsa um að éta þig í hel? Ætlarðu ekki að reyna að gera eitthvað í þessu? Djöf ul I ertuorðinn rosalega feitur. Þú lifir þetta ekki af". Einhvern tímann í fyrra var ég orðinn svo langþreyttur á þessum eilífu málalengingum um holdafarið á mér, að ég hringdi í frænda minn sem er læknir og bað hann að taka mig í rannsókn, svona til að reyna að fá úr því skor- ið, hvort ég væri dauðans matur, eða hvað ég ætti langt eftir ólifað svona sirkabát. Þetta var ótrúlega mikið fyrirtæki, sann- kölluð grundvallarrannsókn á líkamlegu ástandi einstaklingsins 2365-6027, svona einsog tólfára klössun á skipi, og tók heila 3 daga. Fyrst var ég baðaður, veginn og mældur, svo varég látinn laxéra og taka inn aðskiljan- legar tegundir af einhverri ólyf jan, síðansett- ur í svelti, látinn pissa i glas og gera fleira, sem ég hirði ekki um að nef na hér. Ég var lát- inn drekka hálfpott af sykurvatni og síðan dælt úr mér blóðinu, settur uppá þrekhjól og látinn stíga það, þangaðtil ég örmagnaðist. Þá voru pumpaðar upp i mér garnirnar — jafn- skemmtilegt og það er nú — og ég myndaður svona vindþembdur í bak og fyrir og tekið við mig viðtal. Loksins var ég svo sendur heim, en sagt að koma aftur eftir þrjá daga til að fá úr því skorið hvenær ég mundi endanlega geispa gol- unni. Þegar ég svo kom eftir þrjá daga hitti ég lækninn góða, frænda minn, og sá strax á hon- um, að dagar mínir væru taldir. Ég spurði hann hvort ég hefði tíma til að gera erfðaskrá. Hann gaf svosem ekkert útá það en tók fram þriggja metra langan tölvu- strimil. Á honum var hvert líffæri tiltekið og merkt við með orðunum „positiv" og „negativ". Það hýrnaði nú svona heldur yfir mér, því þarna virtist eitt og annað pósitíft, en frændi minn tók engan þátt í þessari gleði minni. Hann sagði bara: „Ekki er það gott". Svo bætti hann við: „Veistu að þú ættir eigin- lega að vera tveir metrar og f jórir sentímetr- ar á hæð?" „Nújá", sagði ég, af því að mér datt eigin- lega ekkert annað í hug að segja. „Þú átt að vera sjötíu kíló, en ert níutíuogtvö", sagði hann ásakandi. Mér fannst þetta svona einsog að segja: „Þú átt að vera með blá augu, en ert með brún", svo að ég sagði eitthvað á þá leið að það gæti Vigdis: Breytir Bessastööum i Jón: Blindisleikur kemur út á þágu fatlaöra. hijómplötu Geir: Vill fresta iandsfundi Daviö: Erfiöir dagar i borgar- stjórn Forseti Islands, Vigdis Finnboga- dóttir, leggur nú kapp á þaö aö húsakynnum á forseta- setrinu á Bessastöðum veröi breytt þannig aö fatlaðir geti farið um húsiö án teljandi erfið- leika og þeim breytingum verði lokið áður en ári fatlaðra lýkur. Ýmislegt þarf að gera t.d. breikka dyr milli hátiðarsalar og bókhlöðu, afnema þröskulda og breyta salernum. Húsameistari rikisins vinnur nú að málinu. r A ráðstefnu Kvenréttindafélags íslands s.i. haust mun talvert hafa verið um það rætt i bak- sölum að rétt væri að koma með sérstakt kvennaframboð viö næstu borgarstjórarkosningar og sumir segja jafnvel að leynileg samþykkt hafi verið gerö um málið. Töluverð undiralda hefur siðan verið í málinu i hinum ýmsu hópum kvennréttindahreyfingar- innr. Talið er liklegt að mál þetta verði t.d. til umræðu á ráðstefnu Rauðsokkahreyfingarinnar nú um helgina. Þetta minnir á það þegar konur höfðu i fyrsta sinn kosningarétt til sveitarstjórna árið 1908. Þá var borinn fram sér- stakur kvennalisti i Reykjavik og voru hvorki fleiri né færri en 4 af þeim lista sem náðu kjöri. Hafa aldrei siðan setið jafn margar konur i borgarstjórninni. Síðumúlinn hefur oft verið kallaður Blað- Siðumúli vegna þess að þar eru til húsa ritstjórnarskrifstofur allra dagblaðanna nema Morgunblaðs- ins og að auki Vikunnar og Úrvals. Einnig eru þar 3-4 prent- smiðjur, fjölritunarstofur og eitt af stærstu bókaforlögum — Orn og örlygur. Þar að auki eru þar orðin fjölmörg önnur þjónustu- fyrirtæki og hefur sárlega vantað veibngastað við götuna fyrir allt það fólk sem þar vinnur. Nú er liklegt að Ur þessu rætist á nokkru þvi á fundi borgarráðs Reykja- vikurborgar hefur verið sam- þykkt beiðni Svavars Höskulds- sonar um að fá að breyta inn- réttingu 1. hæðar hússins nr. 3-5 við Si'öumdla og setja þar upp grillsjoppu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður skv. lögum flokksins i vor og hugsa margir flokksmenn með hryllingi til hans þar sem hver höndin er upp á móti annarri og ekki hægt að sjá neina lausn á forustu- og klofningsvandamálum hans. Munu nU Geir Hallgrimsson og fleiri fylgismenn hans vera að þreifa fyrir sér um það hvort ekki sé hljómgrunnur fyrir þvi að fresta fundinum til hausts til að vinna tíma. Bak við þetta liggur meðal annars sú von að Gunnar Thoroddsen geri nú eitthvað af sér við stjórnvölinn i vor eða haust en eins og er hafa þeir næsta fátt upp á hann og skoðana- kannanir sýna að stjórn hans nýtur trausts þjóðarinnar. Kosningaskjálfti hefur gert vart við sig i borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokks- ins og eru ekki allir tilbúnir til að lúta forystu Daviðs Oddssonar á þeim vettvangi. Einkum ber mikiö á ágreiningi milli hans og Alberts Guömundssonar, sem ýmsir flokksmenn, m.a. Eggert Haukdal hafa bent á sem væn- legasta borgarstjóraefni flokks- ins. Hefur samstöðuleysis gætt i sivaxandi mæli hjá borgar- stjórnarflokkunum eftir að Birgir tsl. Gunnarsson lét þar af forystu. Hann sést nú varla á borgar- stjórnarfundum og ólafur B. Thors er sjaldséður lika. Þeirra i stað sitja oftast Ragnar Július- son, Sigurjón Fjelsted og Elin Pálmadóttir fundina. Er eins,- dæmi ef allir 7 borgarfulltrúar flokksins eru á einu máli i af- greiðslum borgarstjórnar og jafnvel i borgarráði þar sem flokkurinn á aðeins tvo fulltrúa er hvor höndin upp á móti annarri. Það skýrir kannski nokkuð að þessir fulltrúar eru Albert og Davið. Blindisleikur Jóns Asgeirssonar hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og annarra áheyrenda og áhorfenda. Nú hefur skráargatið frétt að af- ráðið sé að tónlistin komi Ut á hljómplötu Það erá almanna vitorði að ráðherrar Alþýöubandalagsins eru mergur- inn og blóðið i núverandi rikis- stjórn. Það var þvi að vonum að þingmenn, rikisútvarið, Morgun- blaðið og síðdegisblöðin fylltust öryggisleysi, þegar það fréttist að enginn ráðherra Alþýðubanda- lagsins væri i landinu, og það ástand gæti hugsanlega varað i einn eða tvo daga. Svo mikil var stjórnleysistilfinningin að hver um annan þveran lýsti sárum söknuði. Sannast enn að aldrei er hætishót að marka málflutning núverandi stjórnarandstöðu. Þó svo bUið sé að hrópa i allan vetur um nauðsyn þess að losna við Al- þýðubandalagið úr stjórn ber svo við að þegar ráðherrar flokksins bregða sér af bæ dagstund að ekki hefst upp annar söngur á þem- anu: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.” Og Þennan fundum við i fundargerð almannavarnarnefndar Revkia- vikur: 1 „Mánudaginn 16. febrúar 1981 kl. 21.00 kom Almannavarnar- nefnd Reykjavikur saman til fundar og stjórnunaraðgerða vegna fárviðris i stjórnstöð al- mannavarna rikisins i Lögreglu- stöðinni i Reykjavik.”

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.