Þjóðviljinn - 07.03.1981, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 07.03.1981, Qupperneq 6
(i SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. — 8. mars, 1981. MOÐVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Uinsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlööversson Rlaöainenn: Allheiöur Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. iþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Þingfréttaritari: Þorsteinn Magnússon. Útlit og höiinun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgrciðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Sigurðardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir/Sigriður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. Ekki mannréttindi — aöeins vígbúnaö • Á forsiðu Morgunblaðsins í gær gefur að líta þrjár fréttir, sem allar fjalla um athafnir hinnar nýju ríkis- stjórnar Reagans Bandaríkjaforseta. Engin skoðun kemur fram hjá blaðinu á þessum fréttum. • Fyrsta fréttin er um það að forseti Bandaríkjanna stefni að því að auka hernaðarútgjöld um 38% á skömm- um tíma, og að líkur séu á að bandaríska þingið muni fallast á þessa stefnu. • Hér er um meiri aukningu hernaðarumsvifa Banda- rikjamanna að ræða heldur en þekkst hef ur á f riðartim- um um langt skeið, en á sama tíma boðar hin nýja Bandaríkjastjórn stórfelldan niðurskurð á hvers kyns félagslegri þjónustu, sem þó hefur verið í lágmarki í Bandaríkjunum.Þannig hyggst stjórn Ronalds Reagans skera ráðstöfunarfé opinberra aðila í Bandaríkjunum niður um 500 miljarða dollara á þessu kjörtimabili, en færa alla þá fjármuni í hendur fyrirtækjanna, og þá fyrst og fremst þeirra auðhringa, sem mestu ráða í bandarísku atvinnulifi. • Öllum er kunnugt að bæði risaveldin ráða nú þegar hvort um sig yfir kjarnorkuvopnabúnaði, sem dugar margfaldlega til þess að leggja veröldina í rúst á örfáum minútum og eyða öllu mannlífi. Þannig er talið að heildarsprengikraftur núverandi birgða af kjarnorku- vopnum sé um það bil einni og hálfri miljón sinnum meiri en eyðingaraf I þeirrar sprengju sem varpað var á Hiróshima í Japan í stríðslok 1945. • Önnur fréttin frá Reagan á forsíðu AAorgunblaðsins í gær var um það að ríkisstjórn hans vildi nú fresta undir- ritun hins langþráða haf réttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna, sem reiknað hafði verið með að nú yrði loks undirritaður í vor. • Svo sem kunnugt er hefur á síðari fundum hafréttar- ráðstefnunnar mest verið deilt um réttinn til auðlinda hafsbotnsins. Þar má ætla að um gifurleg auðævi sé að ræða. Hin fátæku þróunarríki hafa viljað tryggja sér nokkurn rétt yf ir þessum auðæfum, en átt þar að mæta harðvítugum gróðasjónarmiðum hinna f jölþjóðlegu auð- hringa. Nú var þó loks von á samkomulagi sem þróunar- löndin gætu sætt sig við, en þá sýnast Ronald Reagan og kumpánar hans ætla að grípa inn i og slökkva líka þessa von. • ,,Haft er eftir ýmsum fulltrúum á ráðstefnunni, að stjórnir þróunarríkjanna, sem nú mynda hóp 121 ríkis á ráðstefnunni, séu æfar af reiði yfir þessum málatilbún- aði Bandaríkjastjórnar", segir í þeirri AP-frétt, sem AAorgunblaðið birtir. • Þriðja fréttin frá Reagan á forsíðu AAorgunblaðsins í gær er líka frá hinni alþjóðlegu fréttastof u AP, og f jallar um áhrif stefnu hinnar nýju Bandaríkjastjórnar í Suður- Ameríku. • Þar er til þess vitnað, að hinn nýi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Haig fyrrum hershöfðingi, hafi nýlega látið svo ummælt að stjórn Reagans ætlaði að ,,draga úr þeirri áherslu, sem verið hefði á mannréttindamálum", en beita sér í stað þess gegn ,,hryðjuverkamönnum". • í fréttinni segir: — „Ýmsum mannréttindahreyf- ingum ber saman um að stefna Reagans Bandarikjafor- seta í mannréttindamálum hafi þegar orðið til þess, að herforingjastjórnir i S-Ameríku hafi hert á klónni. Er m.a. bent á handtökur baráttumanna fyrir mannréttind- um i Argentinu nýlega, handtöku Nóbelsverðlaunahafa og dóm yfir verkalýðsleiðtoga i Brasilíu nýlega staðhæf- ingu þessari til stuðnings." — Já, nú hæfir ekki að nefna mannréttindi í höfuð- stöðvum „hins frjálsa heims". Og þvi örsnauða fólki sem byggir Suðurheim skal sýnt betur en nokkru sinni fyrr hvar Davíð keypti ölið, hver það er sem á allan rétt á þessari jörð, og hver engan. Og sérhver sá sem ekki unir skiptingu heimsins milli örbirgðar hinna mörgu og allsnægta hinna fáu, — hann skal heita réttlaus og rétt- dræpur hryðjuverkamaður. • AAorgunblaðið fagnaði ákaft kjöri ,,frjálshyggju- mannsins" Reagans Bandaríkjaforseta, og lýsti fyrir- fram mikilli aðdáun á stefnu hans. Enn hafa ritstjórar AAorgunblaðsins ekki látið í Ijós nokkurn minnsta vott efasemda um réttmæti þeirra viðhorfa til mannréttinda og til allrar jafnréttisbaráttu, sem stefna núverandi Bandaríkjastjórnar byggist á. • Oft hefur verið kvakað af minna tilefni á þeim bæ. Stundum talar þögnin reyndar hærra en mörg orð.—k. * úr aimanak inu Ronald Reagan hefur engu gleymt og ekkert lært. öfgafullur hægrimaður i sæti innanríkisráöherra, James Gaius Watt. Nú má smáfólkið fara að vara sig þvi aö tröllin hafa risið upp og skekja vopn hvert aö öðru. Einhver mestu ótiðindi um margra ára skeið bárust út um heimsbyggðina i nóvermber i fyrra er það varö ljóst að gám- all karlfauskur austan úr Kaliforniu hafði verið kosinn i valdamesta embætti heimsins. Sá heitir Ronald Reagan og sit- ur nú vestra sem forseti Bandarikjanna. Hann er fulltrúi þeirra afla sem Eisenhower forseti varaði Afturgöngur kalda stríðsins við i siðustu ræðu sinni i embætli árið 1960 að gætu oröið lýðræðinu hvaö hættulegust. Það er bandalag hernaöarafla og stóriðju. Eftir að Reagan tók við embætti hafa viðsjár i heim- inum stóraukist. Hernaður og hótanir eru i fyrirrúmi en allt sem horfir til velferðar og betra mannlifs er sett til hliöar. Ronald Reagan er eins og fleiri óþokkar sem hafa komist til mikilla valda misheppnaður listamaður. Hann var leikari sem sló ekki i gegn. Siðan fór hann út i pólitik og gekk til liös við öfgasinnuð hægriöfl með út- belgda þjóðernis- og stórveldis- hyggju á stefnuskrá sinni. Hann tók þátt i herferð hins illræmda McCarthy gegn „kommúnista- samsærinu” i byrjun 6. ára- tugarins (var þar á sama báti og Nixon) og hafði sig i frammi fyrir ýmis önnur öfgaöfl. Árið 1962 var hann kosningastjóri ná- unga að nafni Lloyd Wright sem bauð sig fram i Kaliforniu og heimtaði tafarlaust striö gegn Sovétrikjunum. Arið 1964 var hann stuðningsmaður Barry Goldwater, sem var forseta- frambjóðandi Republikana- flokksins, og haföi það m.a. á stefnuskrá sinni aö beita kjarn- orkuvopnum i Vietnam. Þegar Reagan náði kosningu sem rikisstjóri Kaliforniu árið 1966 var það upplýst að meðal öflug- ustu stuðningsmanna hans voru leiðtogar Ku Klux Klan. Þetta er maöurinn sem kom- inn er á forsetastól i Bandarikj- unum og hefur liklega enginn jafn sótsvartur setið þar á þess- ari öld nema ef vera skyldi vinur hans Richard Nixon. Og vist er um þaö að Ronald Reagan hefur engu gleymt og ekkert lært. Hann er dæmi- gerður fulltrúi þeirra manna sem blómguðust i kalda striðinu fyrir aldarf jóröungi siðan, afturganga frá liðinni tið. Ekki þarf annað en lita á ráð- herralista hans til aö sjá hvers kyns er. Það er afskaplega gæfuleg hjörö. Utanrikisráð- herrann er Haig hershöfðingi, að sjálfsögöu með annan fótinn I Pentagon, sem löngum hefur veriö eins og riki i rikinu. Nú fá herforingjarnir langþráða ósk sina uppfyllta um ótakmarkað fé til hermála þó aö hernaðar- mátturinn sé orðinn svo gifur- legur að hægt er að eyða öllu lifi á jörðinni svo að segja i einu vetfangi. Bak við stendur hernaðariðnaðurinn. Byrjað er að hóta til allra átta og jafnvel gefa út yfirlýsingar um beina ihlutun i málefni annarra rikja. Þar er E1 Salvador besta dæmið og reyndar prófdæmi á hina nýju stefnu. Engu máli skiptir þó að herforingjastjórnin þar sé einhver sú illræmdasta i heimi og ekki heldur hvaö ibúar lands- ins vilja. Þar ætlar hákarlinn að ráða. Ausið er fé i herforingja- stjórnina svo aö hún geti haldið áfram að berja á ibúunum og reyndar er þegar kominn dulbú- inn bandariskur her til hjálpar. Þá er gefið grænt ljós á nýtt kjarnorkuvopnaæði sem hæg- lega getur leitt til þiiöju heims- styrjaldarinnar áður en varir. Varnarmálaráðherrann heitir Caspar Weinberger og hann hefur orðað umbúöalaust hvað fyrir bandalagi hernaðar og iðn- aðar vakir. Hann segir: „Trúin á þaö að minni útgjöld til varnarmála séu efnahagslifinu holl er röng vegna þess að hún dregur úr mætti og virðingu Bandarikjanna og grefur undan ýmsum iöngreinum sem eru burðarásar efnahagslifsins”. Einhver ógæfulegasti náung- inn i þessari stjórn er innan- rikisráðherrann, James G. Watt. Hann er frægur fyrir and- stöðu sina við umhverfisvernd og hefur verið i forustu félags- skapar efnaöra kaupsýslu- manna sem nefnist „Mountain States Legal Foundation”. Þetta ihaldsfélag hefur einkum haft á stefnuskrá sinni aö beita sér gegn þvi sem Watt nefnir „öfgafull umhverfisverndar- sjónarmið sem hafa komið i veg fyrir eðlilega nýtingu landsins i þágu atvinnuveganna”. Og nú hefur Ronald Reagan mótað efnahagsstefnu sina. Hún er i stuttu máli andstæð öllu þvi sem lifsandann dregur en hliö- holl öflum dauðans. Stóraukin eru útgjöld til hermála, eins og fyrr segir, en fjárveitingar til velferðar og þurfandi manna á að skerða um 14—15 miljarða Guðjón Friðriksson skrifar Hershöfðinginn Haig i sæti utanrikisráðherra. dollara á þessu ári, 40—50 milj- arða dollara á næsta ári og enn meira árið 1983. Það á að taka matarmiða af fátæklingum, stórskerða útgjöld til niður- greiðslna á mat á dagvistar- stofnunum i og skólum, stór- minnka greiðslur rikisins á lækniskostnaði fátæklinga og draga úr atvinnubótum. Einnig verður dregið úr hagkvæmum lánum til bænda og dreifbýlis- fólks. Þá verður stórdregiö úr mengunarvörnum, framlög til lista og mennta minnkuð um helming, lagðir verða niður námsstyrkir til barna verka- manna sem eru á eftirlaunum, örkumla eða látnir. Þá má einn-- ig nefna að dregið verður mjög úr greiðslum til öryrkja. Þarf frekari vitnanna við og er nokkur furða þó að heimur- inn skjálfi á beinunum um þessar mundir? Meðan þessu fer fram lifir Ronald Reagan og hyski hans i dýrlegum föginuði i Hvíta húsinu. En það eru viöar nátttröll við völd en vestur i Washington D.C. Bak við Kremlarmúra hýr- ist gamalmennaklúbbur og bruggar launráð sin. Skuggar kalda striðsins risa nú hærra en þeir hafa gert um langt árabil. 1 þeim hildarleik sem fram undan er verður hver ærlegur maður að halda ró sinni og skynsemi og standa fast á mannréttindum fyrir sig og aðra. í þvi liggur von okkar allra.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.