Þjóðviljinn - 07.03.1981, Page 8
8 Úfák — ÞJóbVlLÍtðto riélgin 7. — 8. mars, 1981.
Reykiavik
Hafnarf jörðu
Banvænt geislavirkt úrfelli myndi
dreifast um allt höfudborgarsvæðið
miðað við ríkjandi háloftavindaátt
Hafnir
A þessari teikningu er
dregin upp mynd af áhrif-
um 100 kilótonna atóm-
sprengju. Skýringar við
teikninguna er að finna i
texta greinarinnar.
'V - »<
m ■
i- : '' f
- ,, '„"t V* 'i,
... ■
Sennilegast stærð
atómsprengju á herstöðiná ér 100 kílótonn
8 sinnum stærr! en
Hiroshima-sprengjan
Æ f leiri eru þeirrar
skoðunar að viðbót við það
forðabúr atómvopna sem
til eru i heiminum, um 50
til 60 þúsund sprengjun
með samanlagðan sprengi-
kraft sem jafngildir 400
tonnum af TNT á hvert
mannsbarn á jörðinni/
muni ekki tryggja aukið
öryggi.heldur þvert á móti
aukna tortimingarhættu.
Þeirri skoðun vex einnig
fylgi að kjarnorkuvopna-
laus Evrópa tryggi öryggi
og líf íbúa álfunnar betur
heldur en nýjar tegundir
árásarvopna og atóm-
sprengja.
1 takmarkaðri kjarnorku-
styrjöld í Mið-Evrópu, þar sem
einungis hernaðarmannvirki
yrðu sprengd meö atómsprengj-
um, myndu tólf sinnum fleiri al-
mennir borgarar farast heldur er)
hermenn. Samkvæmt varfærnum
áætlunum mundi slik atóm-
styrjöld deyöa 6 til 7 miljónir al-
mennra borgara og 400 þúsund
hermenn.
Einvígi í Evrópu
Þetta er niðurstaöa úr skýrslu
sem gerð var á vegum Sameinuöu
þjóðanna um kjarnorkuvopn og
lögö var fram á s.l hausti. Ef að
striösaðilar beindu sprengjum
sinum aö borgum og þéttbýlis-
stöðum yröu tölur um mannfall
að sjálfsögðu af allt annarri og
enn hrikalegri stærö. Þannig er
þaö ekki í þvi dæmi sem sett er
upp i skýrslunni. Gert er ráö fyrir
aö báöir aöilar reyni aö hlifa al-
menningi eftir þvi sem unnt er.
í forsendum skýrslunnar er
miöaö viö aö striðsaöilar i Evrópu
hafi hvorir um sig á að skipa 50 til
100 hersveitum. Kjarnorkuvopnin
nota aðilar fyrst og fremst til þess
aö granda atómherstöðvum
báöum megin viglinunnar. Þetta
er semsagt einvigi milli tveggja
kjarnorkuvopnaherja.
100 kílótonn
á herstöðvar
Atómsprengjum er miðað á
stórskotaliðssveitir sem skotið
geta atóm-,,handsprengjum”, á
eldflaugasveitir, á flugvelli þar
sem eru staðsettar flugvélar er
grandað geta atómflaugum. Þvl
til viðbótar er ráðist á skriö-
drekasveitir andstæðingsins og
herstjórnarbækistöðvar hans
með atómvopnum.
1 dæmi Sameinuðu þjóða
skýrslunnar nota striðsaöilarnir
tveir 1700 kjarnorkusprengjur.
Þeim er misskipt milli aðilanna.
Annar, það er aö segja NATÓ,
notár 1000 sprengur sem eru að
meðalstyrkleika 1 kilótonn (en
það jafngildir þúsund tonnum af
TNT). Varsjárbandalagiö brúkar
hinsvegar 500 atómbombur sem
hver um sig er að meðaltali 5 kíló-
tonn (samsvarar 5 þúsund tonnur
af TNT). Þessu til viðbótar brúka
hvorir tveggja 100 atómsprengj-
ur, sem eru 100 kilótonn (eöa 100
þúsund tonn TNT) fyrst og fremst
til árása á herstöövar.
Gjöreyðingar-
stríð
1 siðari heimsstyrjöldinni voru
notaðar svokallaðar hverfis-
sprengjur upp á 500 kiló. Ein ein-
asta kjarnorkusprengja upp á 1
kilótonn er 2000sinnum orkumeiri
en þessar bombur frá seinni
heimsstyrjöldinni. I dæmi Sam-
einuðu þjóöanna tekur hið tak-
markaða kjarnorkustrið tæpa
viku, og samtals eru notuð 23.5
megatonn i sprengjukastið, eða
sem svarar 23.5 miljónum tonna
af TNT. En þetta er aðeins örlitið
brot af þvi atómsprengjumagni
sem risaveldin hafa yfir að ráða i
forðabúrum sinum. 1 Sameinuðu
þjóða skýrslunni eru látnar i ljós
mjög eindregnar efasemdir um
að hægt sé að halda atómstyrjöld
innan einhverra marka, til að
mynda eins og þeim sem gefnar
eru upp i forsendum dæmisins.
Helst hallast sérfræðingar þeir
sem unnu skýrsluna að þvi að slik
takmörkuð „átök” myndu magn-
ast upp i endanlega hólmgöngu
risaveldanna — gjöreyðingar-
striö.
Geislavirkt
úrfelli
Tvennt vekur athygli íslend-
ings sem les um skýrslu Samein-
uöu þjóðanna. Annarsvegar að
stærðargráða atómsprengja sem
ætlað er að granda herstöðvum er
álitin vera 100 kilótonn eins og áð-
ur sagði. Til samanburöar má
geta þess að kjarnorkusprengjur
þær sem varpað var á Hiroshima
og Nagasaki voru 12.5 og 20 kiló-
tonn. Hér er þvi um 5 til 8 sinnum
stærri sprengju aö ræöa, en mun
minni en t.d. dr. Agúst Valfells
reiknaði með i sinni skýrslu.
Astæöan kann að vera þróaðri
miðlunartækni, en að sjálfsögðu
skal ekkert um það fullyrt hér
hverslags bombur það eru sem
herstöðinni I Keflavik er ætlað, og
hvort sömu örlög biðu Stokksnes-
stöðvarinnar i atómstrlði. Hitt er
almennt álitiö aö herstööin á Mið-
■nesheiði sé forgangsskotmark i
kjarnorkuvopnaátökum.
Hitt kemur og fram i skýrslunni
aö slikum bombum sem ætlað er
að leggja herstöðvar i rúst er ætl-
að aö springa á jörðu niðri, en við
það eru þaö geislunarahrifin fyrst
og fremst, sem skapa hættu er frá
dregur skotmarkinu. Manntjón af
völdum loftsprengingar myndi
hinsvegar aðallega stafa af högg-
og hitaáhrifum, en geislavirks úr-
fellis litt gæta, gagnstætt þvi sem
væri við yfirborðssprengingu.
Suðurnesja-
menn fyrstu
fórnarlömbin
A korti sem hér er dregið upp
eru sýndarhugsanlegar afléiðingai
100 kilótonna sprengju sem
spryngi i miöri herstöðinni á Miö-
nesheiöi. Innan innsta hringsins
yröi eyðileggingin algjör og innan
ytri hringsins yrði engu lifi eirt.
tbúar Keflavikur og Njarðvikur,
færust allir af völdum þrýstings,
hita, bráðrar geislaveiki eða ann-
arra geislunaráhrifa.
Utan hringjanna yrðu óveru-
legar eða engar skemmdir og
myndu Hafnir og Sandgeröi
sleppa tiltölulega vel ef vindur
væri þeim frástæöur. Rikjandi
háloftavindátt á þessu svæði er
vest-suð-vestur og þvi er ekki frá-
leitt að ætla að geislunarkeilur út
frá sprengingunni teygöust I átt
til Reykjavikur, yfir Arnessýslu
og inn á miöhálendiö.
Geislun innan hálf-
tíma í Reykjavík
Afarskær eldsúla yröi fyrsta
sjáanlega tákn sprengjunnar, en
inni i henni væri þrýstingur sem
nemur miljónum loftþyngda og
tugmiljóna gráða hiti. Eftir
10 sekúndur yröi eldhnötturinn
mun stærri en sólin og minnsta
kosti 100 sinnum bjartari til að sjá
úr Reykjavik, og allir þar Og i ná-
grenni sem litu i átt til Keflavikur
myndu blindast.
Eldsúlan færi marga kilómetra
I loft upp og háloftavindar sæju
um aö dreifa mekkinum um land-
ið. Þeir ráða mestu um stefnu og
stærð geislageiranna, en vindátt
og vindhraði i neðri loftlögum
hefði áhrif á breidd þeirra. Miðað
viö 60 km vindhraða og rikjandi
háloftavindátt, vsv, myndi
geislavirks úrfellis fara að gæta i
Reykjavik innan hálftima. Hætt-
an af geislun vegna geislavirks
úrfellis er tviþætt. Annars vegar
bráð veikindi, geislaveiki, vegna
mikillar geislunar á skömmum
tima, og hins vegar siðbúnar af-
leiöingar litillar geislunar um
lengri eða skemmri tima, svo
sem aukin tiöni illkynjaöra æxla,
og erfðagalla.
Gífurleg
geislunaráhrif
Engir spádómar skulu hafðir
uppi um þaö hér hversu margir
tugir þúsunda Islendinga týndu
lifi ef 100 kilótonna atómbombu
yrði varpað á Keflavikurflugvöll.
Aðeins skal á það bent að 1000
rem geirinn (rem er eining sem
er jafngildi röntgeneiningar og
tekur mið af mismunandi tegund-
um geislunar) nær yfir stóran
hluta Reykjavikur, Kópavogs og
Mosfellssveitar. Fólk sem býr á
þessu svæði ætti mjög erfitt með
að verjast geislunaráhrifum jafn-
vel i húsum sinum. I 500 rem
geiranum deyja allir af völdum
geislunar sem eru utanhúss og
nær hann m.a. yfir Hafnarfjörð,
hluta Kópavogs, Breiðholt og Sel-
tjarnarnes. í 300 rem geiranum
ferst um helmingur þeirra sem
eru utanhúss, en sá geiri spannar
allt höfuðborgarsvæðið og teygir
sig um Þingvallasveitina og
lengra upp um Árnesssýslu.
Upplýsingar þær sem þetta
dæmi um áhrif atómbombu er
byggt á eru fengnar úr skýrslu
sem Visindastofnun sænska hers-
ins gerði fyrir Dagens Nyheter,
en þar er m.a. lýst afleiðingum
100 kilótonna atómsprengingar á
Skurup herflugvöllinn á Skáni.
(DN —22. febr. ’81).
—ekh