Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. mars 1981. KÆRLEIKSHEIMILIÐ vidtalid Bíllinn gubbaöi og við verðum að bíða þangað til honum batnar. Þú veröur aö venja þig viö þetta, kæri vinur. Hér I fyrirtækinu llöum viöengan kratisma; maöur verður aö læra á lögmái frumskógarins. Fjórtánda- partur Fjölmennasta riki heims, Kina, er um 1/14 af þurrlendi jarðarinnar. Það nær frá 18.—53. stigs norðlægrar breidd- ar og frá 73.—135. stigs aust- lægrar lengdar. Veðráttan á þessu flæmi er að sjálfsögðu ákaflega breytileg. I norðurhluta landsins fer frostið i 40stig á veturna en sumrin eru þurr og heit. í Pekinghéraði er 20stiga frostá veturna en 20—30 stiga hiti á sumrin. Loftslag suðurfylkjanna er heittemprað. Er þar viða vætusamt og heitt. Og i vestri eru eyðimerkurnar. —mhg Beri-beri í Banda- ríkjunum Bandariskur iæknir, dr. Derrish Lonsdale í Cleveland hefur rannsakaö marga ung- linga vestur þar og telur aö ýmsir þeirra séu meö sjúk- dómseinkenni, sem llkist beri- Það eru svo margar leiksýn- ingar i gangi hér i bæ, aö þaö er löngu mái til komiö aö ráöa til starfa fastan áhorfendaskara. Nú, þaö er þá svona, þetta ,,I vinnunni” hjá mömmu... Ljósm. —gel— Rætt við Má Karlsson, Djúpavogi Verðum að fá skip til hráefnis- öflunar Það hefur alltaf verið gert út héöan af Djúpavogi og hlýtur aö vcrða svo áfram i framtiöinni, ekki sist eftir að búiö er að byggja fiskiðnaðinn upp á nýtiskulegan hátt, sagöi Már Karlsson á Djúpavogi i viötali við Þjóðviljann i gær, en einsog fram hefur komiö i fréttum blaðsins hefur verið algerlega atvinnulaust þar hjá konum siðan fyrir jól og sáralitið um vinnu hjá körlum. — Allir aörir, sem byggt hafa upp nýtisku verkun hafa fengið aö kaupa skip i kjölfar hrað- frystihúsa áætlunarinnar, og við höfðum aldrei reiknað með öðru og hefði enda ekki þýtt neitt að fara að kaupa togara fyrst, sagöi Már. En nýja frystihúsið okkar hérna, sem vigt var við hátiðlega athöfn 29. nóvember á sl. ári.hefur ekki fengið ugga af fiski til vinnslu siðan i haust að sildarvertið lauk þangað til Ljósafelliö frá Fáskrúösfirði landaði hér um siöustu helgi. A meðan hefur húsið verið aftengt rafmagni að undanskilinni frostgeymslu og vélasal og kynding verið i lágmarki. Már Karlsson: Getur ekki lengur staðið við svo búið. Nær allt fólk sem unnið hefur hér að fiskverkun undanfarin ár hefur þvi verið að heita má at- vinnulaust i vetur. Nokkrir fjöl- skyldufeður sem fjárfest hafa hér i nýjum og glæsilegum ibúðarhúsum hafa þurft að leita eftir vertiðarplássum i öðrum verstöðvum. — Hafa margir verið á at- vinnuleysisskrá? — Það hefur að visu verið at- vinnuleysisskráning allan tim- ann, en hún segir minnst af sög- unni. Raunin er sú, að fólk hér er ekki hrifið af slikri úrlausn, og mætir þvi sumt ekki til skráningar, enda eru menn hér vanir aö vinna að framleiðslu- störfum og þiggja laun fyrir vinnu sina. 1 janúar voru skráðir hér 380 atvinnuleysis- dagar en i febrúar 498 dagar. Það er þvi engin furöa þótt þungt hljóð sé i fólki hér um þessar mundir. Orsakir þessa hörmulega ástands eru þær að hingað vantar skip til hráefnisöflunar fyrir frystihúsið. bað hlýtur að vera öllum ljóst að stórt og glæsilegt frystihús, sem er búið að vera 9 ár i byggingu, getur ekki staðið lokað yfir há bjarg- ræðistimann. Már sagði, að áður hefðu aflað hráefnis fyrir Djúpavog tveir bátar, gerðir út af hlutafélaginu Búlandstindi, sem rekur frysti- húsið, en nú væri aðeins einn bátur gerður út frá Djúpavogi; hann væri i einstaklingseigu, á loðnu, og landaði á Eskifirði. Við svo búið getur ekki lengur staðið, sagði Már. Héðan fór suður um sl. mánaðamót sendi- nefnd með fulltrúum stjórnar frystihússins, verkalýðsfélags- ins og Búlandshrepps og gerði þingmönnum kjördæmisins, framkvæmdastjórninni og rikisstjórn grein fyrir ástandi mála. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi, t.d. áttum við þess kost að fá keyptan togarann Fylki frá Norðfirði, en fengum það ekki samþykkt. Heima- menn hafa nú lagt til, að Bú- landstindur fái að flytja inn tvö 200 tonna skip frá Bretlandi, sem kosta munu um 5 miljónir hvort. Teljum við það fjárfest- ingu sem við réðum við og kæmi að góðu gagni. Stjórn Byggðasjóðs hefur tekið vel i þessa hugmynd og visaö málinu til rikisstjórnar- innar, og nú biöum við semsé eftir grænu ljósi frá henni til að hægt sé að senda skipaverk- fræðing út til að skoða og leggja dóm sinn á skipin áður en af kaupum verður. bað hefur heldur hresst fólk að fá vinnu við verkun aflans úr Ljósafelli nú, en vist er, að fisk- verkunarfólk hér vill ekki ganga til langframa með hendur i vös- um. bað sem farið hefur burt er enn aðeins lausráðið og biöur eftir lausn hér heima, og ég vil ekki trúa, að hún fáist ekki, svo einföld sem hún virðist. —vh beri. Stafar sá sjúkdómur sem kunnugt er af skorti af B-1 fjör- efni. Fæða þessara unglinga er að vlsu orkurik, en hún er snauð af bæti- og steinefnum. Þeir borða pylsur, hamborgara, kex, kartöfluflögur og kökur og þamba með þessu kóka kóla eða aöra álika drykki. En þeir fá alltof litiö af eggjahvituefnum. Skortur á B-f jörefni getur leitt af sér breytingu á skapgerö fólks. Þvi hættir viö örlyndi og árásargirni, eirðar- og svefn- leysi, jafnvei martröð og fá gjarna maga- og brjóstþyngsli, segir dr. Lonsdale. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.