Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 15
Hringið i sima 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum frá lesendum Frekjan í þessum bíl- stjórum! Vesturbæingur hringdi: — Það er kannski að bera i hakkafullan lækinn að nöldra út af tillítsley si reykviskra bil- stjóra. en ég get ekki á mér setið. Núna upp á siðkastið hefur þeim dottið i hug að leysa stæðisvandamálið i miðborginni með þvi að leggja bilunum sinum þvert yfir gangstéttina framan við Landakotskirkju, og jafnvel langt upp á tún. Gang- andi vegfarendur komast hreinlega ekki niður Túngötuna nema með þvi að fara yfir á hina gangstéttina. Og þetta er ekkert einsdæmi. Hér i Vesturbænum er ástandið mjög viða svipað þessu. Hætt- unni er boðið heim, þvi fót- gangendur verða að gjöra svo vel og fara út á götu til að komast framhjá þessum skrjóðum. Sérstaklega kemur þetta sér auðvitaö illa fyrir gamalt fólk sem ekki á auðvelt með að fóta sig i færðinni einsog hún hefur verið i vetur. Einnig hef ég oft séð konur með barna- vagna lenda i stökustu vand- ræðum vegna þessað einhverjir dónar hafa lagt blikkbeljunum sinum alveg upp að hús- veggnum, þvert yfir gang- stéttar. Er nú til of mikils mælst af bilstjórum að þeir gæti þess að alltaf sé hægt að komast gang- andi og með barnavagn framhjá bilunum, án þess að þurfa að taka á sig krók út á miðja götu? Eins og að éta teiknibólur Mikill er andskotinn. Það er orðið einsog að éta teiknibólur að lesa Þjóðviljann síðan jafn- réttissiðan hætti. Ekki einu sinni að maður fái að sjá neitt efni eftir Kristinu Ástgeirs, sem maður mundi þó glaður kaupa blaðið útá. Allskonar vanahugsun veður uppi i blaðinu. Ætlar Þjóöviljinn að gefa út „plakat” með viðtal- inu við blessað barnið sem ætl- aði að eiga mjög svarthærða konu af þvi einhver verður að laga til? Ég vildi gjarna fá svo- leiðis „plakat” og hengja það við hliðina á reykskynjaranum. Það veitir sannarlega ekki af að hafa eitthvað uppi sem vekur athygli á hættunni af karlveldis- uppeldinu. Og hvaðan kemur þessi fjand- ans staka um kaniakið og kvennafariö? Var farið að sópa undir borðinu hjá Petersen? Mér finnst þessi staka hér alveg eins góð: Á vondum kvöldum viskisopi verma kann einsog að fá i bólið til sin blaðamann. Steinunn Eyjólfsdóttir. ur sem var með gleraugu. Hinir ormarnir kölluðu hann ferauga. Þá fór ormurinn að gráta. Einu sinni þegar orm- moldinni sá hann feitan orm. Þá fór gleraugna- ormurinn að hlæja og gleymdi því sem ormarn- ir kölluðu hann, og svo f ór Síðan sagði feiti ormur- inn honum að hann hefði lent i því sama. Ragnheiður Guðmunds- dóttir 8 ára, Selfossi. Spaug Mamma Söru heyrði eitthvert tuldur innan úr herbergi dóttur sinnar. Hún varð forvitin og gægðist inn fyrir dyrnar. Þá sá hún Söru krjúpa á kné við rúmið sitt og biðja: — Góði Guð, láttu Andesf jöllin vera í Ind- landi. — En góða Sara, af hverju ertu að biðja Guð um þetta? — spurði for- vitna mamman. — Af því að ég skrifaði það á landaf ræðipróf inu í dag, — svaraði Sara. Stjáni kom hlaupandi heim úr skólanum og æpti: — Pabbi, ég fékk fíu á próf inu! — Fínt hjá þér, — sagði pabbinn hreykinn. — Já, ég fékk tvo í reikningi, þrjá í landa- fræði, einn í islensku og fjóra í ensku! Barnahornid Fimmtudagur 12. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Frá Færeyjum. Verkalýðsmál í Færeyjum — Meginefni þáttarins að þessu sinni er verkalýðsmál i Færeyjum, — sagði Kristín II. Tryggvadóttir, sem ásamt Tryggva Þór Aöalsteinssyni sér um þáttinn Félagsmál og vinna i kvöld. — A siðasta námskeiöi i Félagsmálaskóla alþýðu að ölfusborgum var Færeyingur, Jogvan D. Poulsen. Við fengum hann til að rabba við okkur um kjör og starfsskil- yrði verkafólks i Færeyjum og segja frá landinu. Þá veröur einnig rætt við islenskan mann ýC3<. Útvarp srp Ty kl. 22.40 sem starfað hefur við byggingarvinnu i Færeyjum, og gerður samanburður á vinnunni og kjörunum þar og hér. Að venju er pistillinn á dag- skrá, og að þessu sinni flytur hann sjómaöur frá Siglufirði og fjallar um málefni sjómanna. —ih Skáld í útlegð ■ i i —— i i •Útvarp kl. 21.15 Margir ráku upp stór augu þegar þeir heyrðu hver hefði lilotiö Nóbelsverðlaun i bók- menntum 1980, og höfðu aldrei heyrt mannsins getið. Czeslaw Milosz heitir bann, útlagi frá Póllandi, búscttur i Banda- rikj unum. 1 útvarpinu i kvöld sér Arnór Hannibalsson um þátt þar sem Milosz og verk hans verða kynnt.Milosz fæddist árið 1911 i héraði þar sem Pólverjar og Litháar bjuggu saman undir rússneskri keisarastjórn. Czeslaw Milosz Hann lærði i Vilnius, sem nú er i Litháen en var þá pólsk. í striðinu var hann i andspyrnu- hreyfingunni gegn þýska her- náminu og eftir strið gerðist hann starfsmaður utanrikis- þjónustunnar. En 1951, þegar stalinisminn var upp á sitt besta, sagði hann skilið við Pólland og gerðist útlagi. Baumann blæs í hornið • Útvarp kl. 20.30 liermann Baumann heitir maður og ku vera með af- brigöum góður hornablásari. Hann ætlar aö leika einleik með Sinfóniuhljómseit tslands á tón- leikunum i Háskólablói i kvöld, og veröur þeim aö sjálfsögðu út- varpaö. Stjórnandi er aö þessu sinni bandariski hljómsveitarstjórinn Gilbert Levine, sem oft hefur komið hingað til lands og gert þaö gott. Um þau tvö verk efnis- skrárinnar sem við fáum að heyra i stereóinu i kvöld sagöi Leifur Þórarinssoni siöasta sunnudagsblaði: Hornkonsert nr. 2 eftir Richard Strauss „þykir ekki aðeins gullfalleg músik, heldur einn erfiðasti konsert sem saminn hefur verið fyrir ein- leikshljóðfæri. Hann er fullur af Hermann Haumann iifsgleði og sköpunarkrafti, sem auðvitaö má teljast furöulegt, þvi Strauss samdi hann kominn á niræöisaldur... Og tónleik- arnir hefjast með forleiknum að Töfraflautunni eftir Mozart, sem ekki ætti aö fæla neinn frá, þó auðvitað sé hann ekki bein- línis nýnæmi”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.