Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. mars 1981. NAMSAÐSTAÐAN Mjög misjöfn Það er kunnara en frá þurfi að segja, að nemendur i grunnskól- um jafnt sem framhaldsskólum búa við mjög misjafna námsað- stöðu einkum eftir búsetu. A fundi fréttamanna með forráðamönn- um Kennarasambandsins og Skólamálaráðs kom fram, að eftirgreind atriði m.a. valda þessum aðstöðumun: Skortur á skólahdsnæði og van- búnir skólar. Kennaraskortur og ör kennara- skipti, einkum i dreifbýli. Skert skólaseta fjölda nemenda i dreifbýli og ekki fer fram lög- bundin kennsla i iþróttum, handa- og myndmennt, tónmennt og heimilisfræði vegna skorts á að- stöðu og sérmenntuðum kennur- um. Skólasöfn eru ekki fyrir hendi. Hamlar það eðlilegu skólastarfi og kemur m.a. i veg fyrir að teknar séu upp nýjungar og fjöl- breyttari kennsluhættir. Sálfræðiþjónusta og stuðnings- og sérkennsla er viða i ólestri. Alltof fjölmennir skólar i ibúða- hverfum i uppbyggingu, einkum i fjölmennustu bæjunum. Kostnaðarsamt framhaldsnám er sækja verður utan heima- byggðar. Þá var og bent á, að niður- skurður á fjármagni til skóla- mála 1979 bitnaði einna alvarleg- ast á forskóladeildum, einkum i dreifbýlisskólum með fáa nem- endur. Um 400 6 ára börn eiga þess enn ekki kost að ganga i for- skóla. Fram kom og, að á undanförn- um árum hafa fjárveitingar stjórnvalda til námsgagnagerðar verið það naumar, að ekki hefur tekist að sjá nemendum grunn- skólans fyrir nauðsynlegum náms- og kennslugögnum. Ljóst er, að hér þarf úr að bæta og stór- auka fjárveitingar til hinnar nýju Námsgagnastofnunar rikisins, þannig að hún geti sinnt lög- bundnu hlutverki sinu og skyldum gagnvart nemendum. Þarf ekki orðum að þvi að eyða hversu ótækt er að námsgögn, sem nota þarf við kennslu þegar i upphafi skólaárs, eru ekki tiltæk fyrr en langt er liðið á kennslutimabilið. — mhg Undirbúningsnefndin: Frá v.: Kristján ólafsson, Guðrún Lára Ás- geirsdóttir, Mælifelli, Arni Guðmundsson, Asgeir Guðmundsson. Mynd: Ella. Undirbúin stofnun Landssambands foreldrafélaga Síöastliöinn þriðjudag var haldinn í Reykjavík fundur til undirbúnings stofnunar Landssamtaka foreldrafélaga. Kemur sá Fjáröflun til með- ferðar- heimilis einhverfa Usjónarfélag einhverfra barna hefur frá stofnun 1977 stefnt að stofnun meðferðar- heimilis fyrir einhverf (geðveik) börn, sem flest þurfa ævilanga meðferð sem foreldrar geta ekki veitt. Hefur rfkið nú fest kaup á húseigninni Trönuhólum 1 þar sem fyrsta meðferðar- heimilið verður starfrækt. Umsjónarfélagið er að hluta til ábyrgt fyrir loka- framkvæmdum við heimilið og aflar til þeirra fjár með ýmsu móti. Nk. sunnudag heldur félagið köku- og blómabasar aö Hallveigar- stööum og það hefur fengið viðurkenningu skattyfir- valda á skattfrelsi framlaga til heimilissjóðsins. Giróreikningur félagsins er 414808 fundur raunar i kjölfar annars, sem haldinn var 17. nóv. í vetur og sóttur var af fulltrúum frá 16 foreldrafélögum. Ákveðið var að hvetja til stofn- unar fleiri foreldra- og kennara- félaga, samtaka þeirra i fræðslu- umdæmunum og landssambands. Kosinn var 7 manna starfshópur til að hrinda málinu i framkvæmd. Hann samdi siðan bréf og spurningalista, sem sent var öllum skólastjórum, fræðslu- stjórum, skólanefndarformönn- um og þeir foreldrafélögum, sem vitað var um. Nú hefur verið ákveðið að boða til stofnfundar Landssambands foreldrafélaga við grunnskóla þann 26. mars, n.k. Verður fundurinn i Fossvogsskóla i Reykjavik og hefst kl. 20.30. Þar verða flutt framsöguerindi um starfsemi foreldrafélaga, skýrt frá störfum undirbúnings- nefndar, rætt um drög að samþykktum fyrir sambandið, kosin stjórn og önnur þau mál rædd, sem á góma kann að bera. Nokkur hreyfing komst á stofn- un foreldrafélaga um 1950. Frem- ur mun þó hafa orðið stutt i starf- semi þeirra. En um 1970 var aftur hafist handa og nú eru allmörg foreldrafélög starfandi; einkum i þéttbýlinu. Vitað er þegar um 30 félög, sem áhuga hafa á að gerast aðilar að hinu væntanlega lands- sambandi. Tilgangur foreldrafélaganna er m.a. sá, að skapa betri skóla. Til þess að það megi takast þarf að auka og efla samstarf foreldra og kennara, sögðu fundarboðendur. — mhg Kennslustund I Seljaskóla — Ljósm. — gel — Stórauka þarf: Fjárveitingar til skólamála í dag gekkst Evrópuráð Al- þjóðasambands kennarafélaga fyrir mótmælaaðgerðum i Strass- borg i þvi skyni að andmæla niðurskurði á framlögum til skólamála i Evrópu. Þátttaka evrópskra kennara i þessum að- gerðum mun hafa verið mjög mikil, þótt ekki kæmu islendingar þvi við að mæta i þeim hópi. 1 niðurlagi yfirlýsingar frá Ev- rópunefndinni segir: Það er kominn timi til að stöðva niðurskurðinn og auka fjárfest- ingu i menntun. Við mótmælum að dregið sé úr tækifærum til menntunar. Við mótmælum minni kröfum til menntunar, það er of dýru verði keypt fyrir börn okkar. Á fundi sem forráðamenn Kennarasambands Islands og Skólamálaráðs héldu með frétta- mönnum, vöktu þeir athygli á þessum mótmælaaðgerðum og bentu jafnframt á, að þær beind- ust m.a. gegn niðurskurði á ýms- um þáttum skólastarfs, sem enn hafa aðeins að takmörkuðu leyti komið til framkvæmda i islensk- um skólum. Má þar m.a. nefna samfelldan vinnudag nemenda, starfsemi utan stundaskrár og starfsaðstöðu fyrir nemendur i skólum. Allt um það hafa Islend- ingar sem aðrar Evrópuþjóðir mátt þola niðurskurð á fjárveit- ingum til skólamála á undan- förnum árum. Telur Kennara- sambandið að komið sé nú á fremstu nöf með þann niður- skurð. Þörf sé einmitt á stóraukn- um fjárveitingum, m.a. til þess að lög um grunnskóla komist að fullu i framkvæmd, sett verði lög um samræmdan framhaldsskóla og þau framkvæmd sem fyrst. Skal einkum bent á eftirfarandi þætti sem úrbóta þarfnast: Auka þarf fjárveitingar til skólabygginga, sem er grund- vallarforsenda fyrir einsetnum skóla. Viða eru skólar hér tvi- og jafnvel þrisetnir og háir það mjög öllu eðlilegu skólastarfi. Vegna skorts á skólahúsnæði er viða ógerlegt að skipuleggja stundaskrár nemenda þannig að vinnudagur þeirra verði sam- felldur. Húsnæðisskorturinn veldur og þvi, að nær hvergi er vinnu- og mötuneytisaðstaða fyrir nemendur, einsog þó er gert ráð fyrir i grunnskólalögum. Lögin segja og að veita skuli hverjum nemanda kennslu við sitt hæfi. Þvi markmiði verður ekki náð m.a. vegna of fjöl- mennra bekkjardeilda. Ber þvi að stefna að fækkun i hverri deild og fari hámarksnemendafjöldi i al- mennum bekkjardeildum ekki yfir 24. Kennarafélag Islands tekur heils hugar undir þær kröfur Al- þjóðasambandsins að leggja beri aukna áherslu á stuðning við nemendur með sérþarfir, þ.e. nemendur með likamlega eða andlega fötlun eða slæmar félags- legar aðstæður og nemendur, sem skara fram úr i námi. — mhg Frá v.: Guðmundur Arnason, varaform. Kennarasambands tslands, Valgeir Gestsson, form. Kennara- sambandsins, Kristin Tryggvadóttir, form. SkóiamálaráOs, Ragnar Gislason, varaform. Skólamála- ráðs, Guðni Jónsson, skrifstofustjóri Skólamálaráðs. Mynd: EUa. I--------------------------1 Jóhann Hjartarson sigradi j í „Skák í hreinu lofti” j Fjölmennasta skákmóti Ivetrarins lauk siðastliðið þriðjudagskvöld, hinu svokall- aða ,,Skák í hreinu lofti”. Til- urðar þessa móts má leita fimm Iár aftur i timann, en þá efndi sigarettufyrirtæki til sams konar móts og var reyklausa mótið haldið til að andæfa þvi. Sá sem stóð upp sem sigurveg- ari á þriðjudaginn var Jóhann Hjartarson en hann hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum. Jóhann var i fararbroddi allt frá upphafi og var vel að sigrin- llsHák ' Umsjón: Helgi Ólafsson um kominn. i 2.-4. sæti urðu Helgi Ólafsson, Jón L. Arnason og Elvar Guðmundsson allir með 9 vinninga. Þess má geta að Jóhann Hjartarson vann þetta mót i unglingaflokki þegar það var haldið fyrir fimm árum. Nú sigraði Arnór Björnsson i unglingaflokki. Keppendur þá voru litlu færri en nú eða hátt i tvö hundruð manns. Alls hófu 122 keppnina á sunnudaginn en eitthvað færri luku henni. Um næstu helgi verður haldið á Sauðárkróki helgarmót tima- ritsins „SKÁKAR”, hið niunda i röðinni. Mót þessi hafa vakiö mikla athygli viða um land og að þessu sinni verður bætt nokkuð við 1. verðlaun eða flug- farseðli til og frá New York eða á einhverri annari leið Flug- leiða ef sigurvegarinn vill með það hafa. Jóhann Hjartarson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.