Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 1
UOmiUINN
Fimmtudagur 12. mars 1981 —59. tbl. 46. árg.
/
SIS heldur upp
á körfuboltann
Samband islenskra samvinnufélaga hefur
ákveöiö aðveita 90 þúsund krónum til Körfu-
knattleikssambands Islands. Styrkur þessi er
veittur landsliðinu i körfuknattleik vegna
þátttöku i C-riðli heimsmeistarakeppninnar i
þessari iþrótt.
I >
, Arni Reynisson
framkvæmdastjóri
Náttúruverndarráðs:
Okkar
að meta
náttúru-
minjar
,,Þa,ð er utan við verksvið
Náttúruverndarráðs að meta
atriðisem varða landnýtingu
og auðlindir. Okkar hlutverk
var að kanna hvort sér-
stæðar náttúruminjar væru
á svæðinu sem fer undir vatn
ef af virkjun Blöndu verður.
Náttúruverndarráð fól þeim
Helga Hallgrimssyni og
Herði Kristinssyni náttúru-
fræðingum að kanna svæðið
og umsögn Náttúruverndar-
ráðs var byggð á niðurstöð-
um þeirra.” Þannig fórust
Arna Reynissyni orð i sam-
tali við Þjóðviljann i gær.
Náttúruverndarsjónar-
Imið, skert landnýting, og
röskun lifrikis eru þau rök
sem andstæðingar Blöndu-
virkjunar hafa haldið á lofti,
andstætt þeim rökum sem
norðanmenn báru fram og
kynnt voru i blaðinu i gær.
Náttúrufræðingarnir sem
áður voru nefndir birtu grein
i Mbl. sl. laugardag þar sem
þeir halda þvi fram að
virkjun Blöndu i núverandi
hönnunarformi verði álitin
meiri háttar slys i framtið-
inni frá vistfræðilegu sjónar-
miði.
Þá vaknar sú spurning á
hverju Náttúruverndarráð
byggði þá umsögn sina að
ekki bæri að leggjast gegn
virkjunaráformunum, þar
sem ekki væri i húfi sérstæð
eða fágæt vistkerfi.
t umsögn Náttúruverndar-
ráðs sem samin var i mars
1978 segir: „Almennt séð
virðast framkvæmdir þær
sem frumáætlunin gerir ráð
fyrir ekki þurfa að raska
þeim svæðum eða stöðum
sem frá náttúrufræðilegu
sjónarmiði bæri helst að
varðveita á virkjunarsvæð-
inu og ekki virðast heldur
vera i húfi sérstæð eða fágæt
vistkerfi. Á hinn bóginn er
ljóst að mjög mikil eftirsjá
er i þvi viðfeðma gróðurlandi
og beitarlandi sem fer undir
vatn á stæði hins fyrirhugaða
miðlunarlóns”. Þá er bent á
að almennt sé óæskilegt að
ganga stöðugt á náttúruleg
og frjósöm lifkerfi vegna
umsvifa mannsins. Stungið
er upp á þvi að jafnframt
verði horft til annarra virkj-
unarkosta i landshlutanum,
sem kalla á minni skerðingu
lifrikis. Náttúruverndarráð
benti einnig á ýmis vanda-
mál sem virkjunin kynni að
skapa eins og jarðvegsfok,
áhrif langra veituskurða,
rask vegna vegargerðar,
áhrif á veðurfar, isstiflur og
flóð neðar i ánni eins og gerst
hefur við Þjórsá.
Meginniðurstaðan varð sú
að leggjast ekki gegn
virkjuninni.
Árni Reynisson tók fram
að álit náttúrufræðinganna
sem fram kom i grein þeirra
væri þeirra eigið mat;
Það lyftist á mönnum brúnin I gær við vorlegt veður. Þessir ungumenn hafa bersýnilega ekki farið varhluta af bjartsýninni og viðra farkosti
sem áður komust ekki úr húsi (Ljósm.: eik).
Norðanmenn og fulltrúar RARIK ræða Blönduvirkjun
Leitum friðsamlegra lelða
— Ekki samningar, sagði
Tryggvi Sigurbjarnarson
Viö erum að reyna aö finna virkjunar-
leiöir sem skapa frið og veröa ekki allt
of dýrar" sagði Tryggvi Sigurbjarnar-
son í samtali viö Þjóðviljann í gær.
Tryggvi á sæti í viðræðunefnd þeirri sem
nú f jallar um kosti og galla Blönduvirkj-
unar.
Tryggvi.
og rækilega.
Þá var Tryggvi spurður
álits á þeirri fullyrðingu
náttúrufræðinganna Helga
Hallgrimssonar og Harðar
Kristinssonar sem fram kom i
grein Mbl. sl. laugardag að frá
vistfræðilegu sjónarmiði yrði
seinna meir litiö á Blönduvirkjun
sem slys. Tryggvi sagðist ekki
hafa kynnt sér rök þeirra, en
minnti á að Náttúruverndarráð
hefði lagt blessun sina yfir virkj-
unaráformin. Tryggvi bætti þvi
við að þaö væri ekki rétt að samn-
ingar færu fram i nefnd
norðanmanna og fulltrúa RARIK;
þeirra hlutverk væri að finna
friðsamlegar leiðir og leggja álit
sitt siðan fyrir þann aðila sem
nefndin vinnur fyrir, iðnaðar-
ráðuneytið.
Nefndin heldur áfram störfum i
dag og mun vinna áfram að könn-
un virkjunarkosta viö Blöndu.
— ká
Viðræðunefndin sem skipuð er
sex fulltrúum hreppanna sem
eiga land að Blöndu og fjórum
fulltrúu-m RARIK virkjunar-
aðilans, kom saman til fundar i
gærmorgun. Tryggvi sagði að á
fundinum hefði verið farið i gegn-
um ýmsar skýrslur og álit sér-
fræðinga t.d. frá Landgræðslunni,
Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins og verkfræðingum þeim
sem unnið hafa að hönnun virkj-
unarinnar. Mestur hluti fundarins
fór i að kanna gögnin, en siðdegis
fóru norðanmenn austur að
Búrfelli til að kynnast virkjuninni
og til að ræða við sveitarstjórnar-
menn þar eystra um áhrif
Búrfellsvirkjunar á sveitirnar og
reynslu heimamanna af nábýli
við orkuverið.
Tryggvi var að þvi spurður
hvort öll sjónarmið kæmu fram i
nefndinni og svaraði hann þvi til
að norðanmönnum væri fullljóst
um hvað þeir væru að fjalla. Það
væri margt að athuga og skiljan-
legt að bændum væri sárt um
landið. Spurningar eins og þær
hvort hægt væri að minnka það
landsvæði sem færi undir vatn og
hvort hægt væri að græða upp
land i staðinn yröu kannaöar vel
; Björgun skipa og skipshafna:
n
Hin miklu peninga-
sjónarmið hvimleið
Segja 4 þingmenn sem vilja breyta
ákvæöum siglingalaga um þessi efni
L
Þingmenn úr öllunt flokkum
hafa lagt fram á Alþingi tiltögu
þar sem skorað er á rikisstjórn-
ina að undirbúa breytingu á
þeim ákvæðum siglingalaga,
sem lúta að björgun skipa og
skipshafna, með það að mark-
miði, að skipstjórnarmenn þurfi
aldrei að veigra sér við, kostn-
aðarins vegna, að biðja um þá
aöstoö, sem þeim sýnist að
mestu gagni mætti koma I
hverju tilviki.
1 greinargerð með tillögunni
benda flutningsmenn á að
ákvæöi siglingalaga um
greiðslur vegna björgunar skipa
og skipshafna séu á margan
hátt úrelt orðin, enda margra
áratuga gömul. Akvæðin leiði
oft til þess, að skipstjórnarmenn
þurfi að hugsa sig um oftar en
einu sinni áður en beöið er um
aðstoð, sem þeim sýnist að
mestu gagni mætti koma i
hverju tilviki. Þá segja flutn-
ingsmenn að hin miklu peninga-
legu sjónarmiö, sem i málin
blandast að óbreyttum lögum,
séu mjög hvimleið, að ekki sé
meira sagt.
Flutningsmenn tillögunnar
eru Magnús H. Magnússon,
Guðmundur Karlsson, Garðar
Sigurðsson og Halldór As-
grímsson.
d