Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SJÐA 7 Dagsbrún og Framsókn: Félags- mála- námskeið í sam vinnu við MFA Dagana 23. mars til 6. april munu fræðslunefndir Dagsbrúnar og Framsóknar i samvinnu við MFA gangast fyrir félagsmála- námskeiði. Þetta verður kvöld- námskeið sem mun standa i 6 kvöld. Viðfangsefnið á þessu námskeiði verður framsögn, ræðumennska, fundarstjórn og fundarreglur. Leiðbeinendur verða þeir Steinþór Jóhannsson frá MFA og Baldvin Haildórsson ieikari. Námskeið þessi eru ætluð al- mennum félagsmönnum en þátt- taka hverju sinni er bundin við 20 félagsmenn. Verði þátttaka mikil, er áætlað að skipuleggja annað námskeið strax i kjölfarið. Félagsmenn Dagsbrúnar og Framsóknar eru hvatttir til þess að skrá sig sem fyrst hjá um- sjónarmanni fræðslustarfs félag- anna Lindargötu 9 4. hæð, simi 17996. Nýr flokkur afþreyingabóka Prenthúsið hefur hafið útgáfu nýs flokks afþreyingarbóka, Stjörnurómana, og er nýkomin út önnur bók i þeim flokki, „Þegar ástin ræður”. Fleiri eru væntanlegar á næstunni, segir i frétt frá útgáfunni. Jarðræktar- lögln taka breyt- íngum Jarðræktarlögin eru grund- vallarlöggjöf fyrir isienskan landbúnað. Eðliiegt er að þau taki breytingum i samræmi við breyttar aðstæður. Sérstök milliþinganefnd hefur að undanförnu haft með höndum endurskoðun laganna. Var frum- varp nefndarinnar, sem felur i sér allmiklar breytingar lagt fyr- ir Búnaðarþing ásamt erindum frá stjórn Búnaðarfélagsins og Austur-Húnvetningum. Hér er ekki rúm til að rekja þær breytingar, sem lagt er til að gerðar verði á jarðræktarlögun- um. Búnaðarþing samþykktifyrir sitt leyti frumvarpið og fól stjórn Búnaðarfélagsins að vinna að framgangi þess. Lagði þingið áherslu á að á meðan i gildi eru ákvæði um skerðingu jarðabóta- framlaga „verði aö fullu staöið við verðtryggingarákvæði nefndra laga”. Auka þarf veru- lega leiöbeíningar til stuðnings nýjum búgreinum án þess að dregið sé úr annarri leiðbein- ingaþjónustu. Þá lagði þingið til að veitt verði aukaframlag til endurræktunar túna og stuðning- ur aukinn við skjólbeltarækt á bújörðum. — mhg Nýja heilsugæsiustöðin á Seltjarnarnesi er milli iþróttahússins og Vaihúsaskóla og stendur viö Suöur- strönd. A efri hæöinni er tónlistarskólinn og þar er veriö aö innrétta bókasafn,en i kjaliara vcrður féiagsmiöstöö aldraðra og einnig fyrir unglinga. — Ljósm. —Ella. Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi: Hún getur þjónaö 3-5 þúsund Reykvíkingum Borgarráö samþykkti s.l. föstu- dag aö ieita eftir samningum viö Seltjarnarneskaupstaö um þjón- ustu fyrir Reykvíkinga i nýrri heilsugæslustöð sem þar er i byggingu. Albert Guömundsson greiddi atkvæöi á móti á þeim forsendum að Reykvikingar ættu ekki aö þurfa aö sækja þjónustu Itil annarra sveitarfélaga. Flokks- bróðir hans, Daviö Oddsson, svo og þrir fulltrúar meirihlutans voru á ööru máli,en vegna mótat- kvæðis Alberts veröur borgar- stjórn að fjalla um þetta mál á næsta fundi sinum. Adda Bára Sigfúsdóttir formaður heilbrigðismálaráðs Reykjavikur sagði i samtali við Þjóðviljann að frá upphafi hefði verið gert ráð fyrir að stöðin þjónaði bæði ibúum Reykjavikur og Seltjarnarness, enda væri hún allt of stór fyrir Seltirninga eina. Eðlilegt væri að stööin þjónaði ibúum Vesturbæjar vestan Hringbrautar. Hins vegar sagði Adda að staðsetning hefði mátt vera önnur, en þar sem enginn samningur hefði verið gerður, hefði Reykjavikurborg ekki verið þar með i ráðum. Sigurgeir Sigurösson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, sagði að fullbyggð ætti stöðin að geta þjónað a.m.k. 12 þúsund manns, en Seltjarnarneskaupstaður á fullbyggður að rúma 6.500 ibúa. Nú búa liðlega 3.200 manns á Nesinu. Sigurgeir sagði að næsta sunnudag yrði auglýst útboð i fyrsta og annan áfanga innrétt- inga, en stöðin var fullgerð að utan 1979. Aætlað er að ljúka fyrsta hlutanum i október—des- ember á þessu ári og öðrum áfanga i mai eða júni 1982. Þá á stöðin að geta þjónað 6-7000 manns en ekki hefur verið tekin ákvörðun um þriðja áfangann. Sigurgeir sagði að allt frá byrjun hefði verið gert ráð fyrir þvi að þessi tvö sveitarfélög sam- nýttu stöðina enda væri það eðli- legt. Um staðsetninguna sagði hann að heilsugæslustöðin lægi mjög vel við almenningssam- göngum og annarri bilaumferð, næsta stoppistöð SVR yrði ekki nema i um 50 metra fjarlægð og nær sveitarfélagsmörkunum gæti stöðin varla verið. Rikið greiðir 85% af stofnkostn- aði heilsugæslustöðva, og við- komandi sveitarfélag 15%. Rikið greiðir siðan laun lækna, hjúkr- unarliðs og ljósmæðra en viðkom- andi sveitarfélag allan annan rekstur. Viðhald og endurnýjun tækja skiptast til helminga. —AI Hvað er taugagreinir? Þessa dagana gengst Bandalag kvenna i Reykjavík fyrir fjár- söfnun i þvi skyni aö festa kaup á svonefndum taugagreini og hyggst gefa hann Endurhæf- ingardeild Borgarspitalans. En hvað er taugagreinir? Hann er tækjasamstæða, sem notuð er til þess að mæla starfrænar truflanir i heila, mænu og tauga- kerfi. Oft er erfitt að meta endur- hæfingarmöguleika lamaðs fólks og átta sig á þvi i hvaða átt eigi að beina þeirri þjálfun, sem völ er á. Með taugagreini fæst nákvæmt yfirlit yfir staðsetningu, umfang og eðli meinsemdarinnar og verður þvi öll endurhæfingar- lækningin markvissari'en áður. Má t.d. nefna sjúkling með þver- lömun eftir mænuskaða. Fætur eru máttlausir og spurningin er hvort unnt sé að þjálfa upp hina lömuðu vöðva eða ekki. Boð frá mænunni, sem taugagreinirinn nemur, gefa svör við þvi. Sé svar- ið á þá leið, að þjálfun vöðvanna sé möguleg, mun henni strax beint að þvi að þjálfa vöðvastarf- semina. Hljóði svarið upp á algera skemmd og að viðkomandi einstaklingur muni alltaf verða lamaður i ganglimunum, er allt kapp lagt á að þjálfa upp hæfni sjúklingsins að öðru leyti. Með þessari nýju tækjasam- stæðu er þannig unnt: Að átta sig fyrr og betur en áður á ástandi stórs hóps endur- hæfingarsjúklinga. Að greina skerðingu i taugakerfi, sem erfitt hefur verið að gera sér grein fyrir með þeim aðferðum, sem notaðar hafa verið hingað til. Að gera sjúkra-, iðju- og talþjálfun mark- vissari en áður. Með þessu móti er hinum fatlaða gert kleift að nýta þá hæfileika, sem hann býr yfir, og stytta má dvöl ýmissa sjúklingahópa á spitölum. Taugagreinir er ekki til á nein- um islenskum spitala og enn sem komið er aðeins á fáum endur- hæfingarstöðvum erlendis. Mikill fengur er fyrir Endurhæfingar- deild Borgarspitalans að fá þetta tæki. Verður það notað bæði fyrir sjúklinga deildarinnar, sjúklinga annarra spitala og göngu- sjúklinga, eftir þvi sem þurfa þykir. — mhg Tónleikar i Garðabœ Tónlistarskólinn i Göröum, Garöabæ, efnir til tónleika annaö kvöld, föstudaginn 13. mars i hinu nýja safnaöarheimili i Garðabæ, og hefjast þeir kl. 20.30. Tveir kennarar skólans, Gisli Magnússon pianóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari, leika verk eftir Vivaldi, Schubert, Beethoven og Brahms. Tónleik- arnir eru þeir fyrstu i röð tón- leika, sem þeir Gisli og Gunnar hyggjast halda viðsvegar um • landið á næstunni. Gisli Magnússon og Gunnar Kvaran. • I_________________________________________________________________________________________________________________I Herstöðvaand- stæðingar á ísafirði um Helguvíkur- áætlun: Lymskuleg tilraun til að stækka herstöðva- svæðið Samtök herstöövaand- stæöinga á tsafiröi hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun og brýningu: „Herstöövaandstæöingar á isafiröi lýsa yfir áhyggjum vegna stigvaxandi vigbúnaöar stórveldanna i vestri og austri, og þeirrar hættu sem í kjölfariö fylgir fyrir lslendinga vegna herstöövanna hér á landi og aðildar tslands aö hernaöar- bandalagi: Þessa aukna vig- búnaðar hefur ekki einasta gætt i Noregi og nálægum Nató- rikjum, heldur einnig hér á landi, meö áformum hersins um að reisa sprengjuheld flugskýli á Kcflavikurflugveili og áætlun um stórfellda aukningu elds- neytisbirgða meö byggingu oliugeyma i Helguvik. Ef af þessum hernaðarfram- kvæmdum verður, eykst hernaðargildi herstöðvarinnar og um leið hættan á þvi að Island dragist inn i hugsanlega styrjöld stórveldanna, með hörmulgum afleiðingum fyrir land og þjóð. Þá felst i Helgu- vikur-áætluninni lymskuleg til- raún til að stækka enn her- stöðvasvæði Bandarikjamanna i landinu og draga Suðurnesja- menn i vinnu við hernaðar- mannvirki. Herstöðvaandstæðingar á Isafirði draga mjög i efa blessunarrik áhrif þessara stór- framkvæmda fyrir atvinnulif á Reykjanesskaga en telja stjórn- völdum sæmra að hraða at- vinnuuppbyggingu þar syðra og gera atvinnulif á Suðurnesjum óháð herstöðinni og hermangi öllu. Ennfremur er utanrikis- ráðherra gagnrýndur harðlega fyrir upplýsingaleynd i sam- bandi við byggingu flugskýl- anna og vald það sem hann hyggst taka sér með þvi að ákvarða einn um svo áhættu- samar framkvæmdir sem hér um ræðir. Það má enn teljast furðulegt að ráðherra skuli samþykkja byggingu sprengju- heldra flugskýla, á sama tima • og almannavarnakerfið i land inu er nánast ekki til og engin sprengjuheld ibúðarhús á Suðurnesjum. Herstöðvaandstæðingar á ísafirði skora á samherja sina, utan þings og innan, að koma i veg fyrir hernaðarframkvæmdir þessar og allar tilraunir til að gera Islendinga háðari veru hersins en þegar er orðið. Sér- staklega mótmæla herstöðva- andstæðingar hugmyndum um að Bandarikjamenn borgi fyrir aðstöðu sina hér á landi með þvi að herinn taki að sér ákv. framkvæmdir, s.s. flugvalla- gerð, vegalagningu og flug- stöðvarbyggingu. Slik þátttaka hersins i islensku efnahagslifi myndi óhjákvæmilega hafa af- drifarikar afleiðingar i för með sér fyrir efnahagslegt og póli- tisifettsjálfstæði þjóðarinnar. Ennfremur skora herstöðva- andstæðingar á Isafirði á al þingi og alþingismenn áð ná samstöðu með öðrum Noröur landaþjóðum um tillögu þess efnis að lýsa Norðurlöndin öll kjarnorkuvopnalaust svæði. Það er skoðun herstöðvaand- stæðinga að eina umtalsverða vörnin gegn styrjaldarhættunni sé aö herstöðvar verði lagðar niður hér á landi og tslendingar segi skilið við Atlantshafs- bandalagið.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.