Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 16
DJÚÐVIUINN Fimmtudagur 12. mars 1981. Þau voru hugsandi á svip, krakkarnir sem komu út af kynningu SAA um áfengismál I Austurbæjarbiói i gær. Þessa dagana fer fram fræ&sla á þessu sviöi fyrir alla nemendur úr 7., 8. og 9. bekkjum grunnskól- anna i Iteykjavík, sem SAA sjá um i samvinnu við fræösluyfirvöld. — Ljósm. —eik— Skráðum atvinnuleysls dögum hefur fækkað Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað i febrúar miðað við mánuðinn á undan. I febrúar voru skráðir atvinnuleysisdagar á öllu landinu 14.585, sem svarar til þess að 673 hafi verið á at- vinnuleysisskrá i mánuðinum. í janúar sl. voru skráðir atvinnuleysisdagar aftur á móti 18.851, sem svarar til þess að 879 hafi verið atvinnulausir. Sem hlutfall af mannafla var skráð atvinnuleysi i febrúar 0,7% en 0,8% i janúar. Skráöir atvinnuleysisdagar voru i febrúar langfæstir á Vest- fjörðum, aðeins 33 og á Véstur- landi 135. Flestir voru þeir á höf- uðborgarsvæðinu, 5.104 en næst flestir á Austurlandi 1.408. Mest fækkaði skráðum atvinnuleysis- dögum á Norðurlandi eystra i febrúar eða um 2000, sem stafar af þvi að fiskvinna var þá aftur hafin á Húsavik. Ef gerður er samanburður á milli ára voru i febrúar 1979 skráðir 13.371 atvinnuleysisdag- ur, 1980 voru þeir 8.712 og f ár sem fyrr segir 14.585 á landinu öllu. — S.dór. Tillaga 10 þingmanna: Ríkid hætti vínveitingum Tíu þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram á Aiþingi tillögu um afnám vinveitinga á vegum ríkis- ins. í tillögunni er skorað á ríkisstjórnina að hætta vínveitingum i veislum sin- um. 1 greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn að mjög mikilvægt sé að rikisvaldið hætti að veita áfengi og sýni þannig i verki, að án þess sé hægt að vera Slikt ætti að hafa áhrif á þá sem séu svo hégómlegir að telja það fint og viðeigandi að hafa áfengi um hönd. Flutningsmenn benda á að i Sviþjóð hefur rikisstjórnin fellt niöur vinveitingar i veislum með þeim árangri að i fyrsta skipti i langan tima hefur orðið þar veru- legur samdráttur i neyslu áfengis. Norðmenn munu einnig ætla að hætta vinveitingum i opinberum veislum. Flutningsmenn tillögunnar eru Jón Helgason, Helgi Seljan, Salóme Þorkelsdóttir, Karvel Pálmason, Stefán Valgeirsson, Pétur Sigurðsson, Haraldur Ólafsson, Arni Gunnarsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Alexander Stefánsson. h Afgreitt hjá rikisstjórn i dag: Beðið um bensín- hækkun A fundi rikisstjórnarinnar i dag verður m.a. tekin fyrir bensinhækkun, sem Verð- lagsráð hefur lagt til, sem nemur 30 aurum á hvern litra. Síðan bætist við sjálf- virk hækkun á bensingjaldi og verður hækkunin þvi 50 til 55 aurar og þá hækkar bensin i 6.50 til 6.55 kr. hver litri. Ósk oliufélaganna um hækkun á bensini no, þrátt fyrir þá staðreynd að bensin og olia hefur farið lækkandi á Rotterdam-markaði er oliu- kaupasamningur sá sem knúinn var fram i fyrra við Breta en verðið á oliuvörum þaðan er mun hærra en Rotterdamverðið. Siðustu fregnir herma að óliklegt sé að bensinhækkun verði látin koma til framkvæmda nú. —S.dór Stelngrímur Pálsson er látinn Látinn er Steingrimur Pálsson fyrrum alþingismaður, sem lengi gegndi embætti umdæmisstjóra Pósts og sima að Brú i Hrútafirði. Steingrimur Pálsson var fæddur 1918 i Norður-Dakota i Bandarikjunum. Hann lauk loft- skeyta- og simritunarprófi 1941, starfaði sem simritari og kennari við simritunarskóla þar til hann tók við starfi umdæmisstjóra 1952. Hann átti sæti um tima i stjórn Félags islenskra sima- manna sem ritari og formaður. Steingrimur var kjörinn á þing fyrir Alþýðubandalagið á Vest- fjörðum 1967 og sat á þingi eitt kjörtimabil, en hafði verið vara- þingmaður frá 1963. Kona hans var Lára Helgadóttir. STUDENTARAÐSKOSNINGARNAR: j Vinstrimenn báru sigur úr býtum • Kosningar stúdenta i Háskóla I Islands til Stúdentaráðs og * Háskólaráðs fóru fram i gær og I' sem fyrr reyndust vinstrimenn öflugasti hópurinn innan skólans, þrátt fyrir að nýr listi svo nefndra miðjumanna kæmi nú fram i J fyrsta sinn um langt árabil. L_. ___. .................... Úrslitin urðu sem hér segir: Kosning til Stúdentaráðs: A-listi Vöku, félags hægri manna: 557 atkv. 31% og 4 fulltrúa kjörna. B-listi vinstrimanna: 690 atkv. 39% og 5 menn kjörna. C-listi miðjumanna: 512 atkv. 29% og 4 menn kjörna. Kosning til Iláskólaráðs: A-listi Vöku félags hæri manna: 574 atkv. 32% og 1 mann kjörinn. B-listi vinstrimanna: 635 atkv. 36% og 1 mann kjörinn C-listi miðjumanna 489 atkv. 27% og engan mann kjörinn. Að þessu sinni var aðeins kos- inn helmingur fulltrúa til Stúdentaráðs og er ráðið nú skipað þannig að Vaka hefur 12 fulltrúa, vinstrimenn 14 og miðjumenn 4. — S.dór. Björgun h.f. keypti Sigurbáru á strandstað Vörugjald á gosdrykki lœkkað Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra segistætla að beita sér fyrir þvi á Alþingi að vörugjald af gosdrykkjum verði lækkað fyrir mánuðina mars og april úr 30% i 25%. Er hér um að ræða samkomulag milli hans og for- ystumanna ASt og er þetta gert til að tryggja atvinnuöryggi starfsfólks i gosdrykkjaverk- smiðjum. Aftur á móti getur svo farið að gjaldið verði aftur hækkað i 30% • Fulltrúar / Islands á Hafréttar- ráðstefnu Nýr fundur er hafinn á Ilaf- réttarráðstefnu Sameinu þjóð- anna og var ráðgert að ljúka gerð nýs hafréttarsáttmála á þessum fundi, sem siðan y rði undirritaður ICaracas. En nú hefur kúrekinn i Hvitahúsinu snúið við blaðinu og ætlar að endurskoða afstöðu Bandarikjanna til sáttmálans og þvi er alls óvist að samkomulag takist á þessum fundi. Fulltrúar Islands á þessum fundi verða Hans G. Andersen formaður isl. sendinefndarinnar, Guðmundur Eiriksson þjóð- réttarfræðingur varaformaður, Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri, Már Elisson fiskimálastjóri, Jón Jónsson forstöðumaður Hafrann- sóknarstofnunarinnar, Gunnar Schram prófessor, Benedikt Gröndal alþingismaður, Eyjólfur K. Jónsson aiþingismaður, Lúðvik Jósepsson fyrrum ráð- herra og Þórarinn Þórarinsson ritstjóri. Þessihópur mun skipta með sér setu á ráðstefnunni,en ekki vera þar allir i einu. — S.dór Björgun h.f. hefur keypt tog- skipið Sigurbáru VE á strandstað á Skógasandi og mun ætla að reyna að koma skipinu á flot. Eru menn á vegum Björgunar h.f. farnir austur og munu þeir byrja á því að þrifa skipið og vélar þess og freista þess að koma vélunum i gang. Siðan á að reyna að þétta skrokk skipsins og draga það á flot. Takist þetta allt saman, þá er ljóst að smiða verður nýjan skrokk neðan sjólinu, ef gera á skipið haffært á ný. —S.dór Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.