Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.03.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. mars 1981. ÞJöOVILJINN — SIÐA 5 GABRIEL GARCIA MARQUEZ rithöfundur: E1 Salvador er á hvers manns vörum þessa dagana. Bandarikja- menn skófla inn þangað hergögn- um, Alþjóðasamband sósialdemó- krata reynir i senn að miðla mál- um og halda i þann stuðning sem það vill veita flokksbræðrum í vinstrifylkingunni. Erindrekar Bandarikjastjórnar eru á þeytingi um.hinn vestræna heim til að reyna að sýna fram á að borgarastriðið i E1 Salvador sé uppgjör risavelda. Um E1 Salvador hefur kólum- biski rithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez skrifað eftirfar- andi grein. Marquez er nafnkennd- astur rithöfunda sem nú eru uppi i Rómönsku Ameriku; höfuðverk hans, Hundrað ára einsemd, hefur komið út á islensku. Stéttastríð í E1 Salvador Einn af vinum minum kemur heim seint um kvöld og finnur konu sina fyrir framan sjón- varpið. Hún fylgist með villi- mannlegu sjónarspili. Hermenn myrða hóp af körlum, konum og börnum i kirkjudyrum. Margir eru þegar dauðir, aðrir engjast i blóðpollum og þeir sem enn eru óskaddaðir stökkva skelfdir i ýmsar áttir undan vélbyssu- skorthrið. Vinur minn er á móti hryllingsmyndum og ámælir konu sinni fyrir að hún horfir á slika dagskrá. En hún svarar sallaróleg: Þetta er ekki bió- mynd, þetta eru fréttir frá Salvador. Þetta var i byrjun fyrra árs. Það ár féllu tiu þúsundir manna i þessari stöðugu morðhryðju. Ronald Reagan hefur nýlega sagt að hér sé um að ræða borgarastrið þriggja mismun- andi aðila. Hann átti vist við hernaðareinræðið i fyrsta lagi, i öðru lagi morðsveitir hægri- öfgamanna og i þriðja lagi bylt- ingaröflin. En félagsleg stærðfræði i E1 Salvador er enn einfaldari. I raun og veru eru aðeins tveir aðilar að þessu borgarastriði: landeigandi höfðingjastétt og afgangurinn af þjóðinni. 90% af ibúum þessa lands, sem er eitt hið þéttbýlasta undir sólunni, eru indjánar og kynblendingar. Aðeins 10% eru hvitir, en það eru þeir sem halda efnahags- legu og pólitisku valdi i járn- greipum sinum. Þeir dauðu skiptast með sama hætti: 90% þeirra sem drepnir voru 1980 voru úr hinum fátæka hluta þjóðarinnar. Þetta er öðruvisi en i Nicara- gua þar sem Sandinistafylking- unni tókstaðsafna saman öilum þeim sem voru á móti Somoza einræðisherra úr hinum mis- munandi stéttum. 1 E1 Salvador hafa andstæður i samfélaginu brotist út i ósættanlegum árekstri stétta. Þetta skýrir að verulegu leyti hina djúptæku skiptingu i tvær fylkingar i þessu striði, óheyrilega grimmd þess og eindregnar tilraunir aðila til að útrýma hvor öðrum. Hér er um að ræða strið sem hefur lengi staðið. Á árunum 1931 til 1944 mátti landið þola al- ræði Maximiliano Hernandez Martinez hershöfðingja, harð- stjóra sem hafði þann veikleika merkilegastan að hann var geð- bilaður. Hann fann upp töfra- pendúl sem hann hengdi upp fyrir ofan rétti þá sem voru fyrir hann bornir og gat hann fyrir tilstilli pendúlhornsins komist að þvi hvort maturinn var eitraður. Einu sinni reyndi hann að kveða niður skarlat sóttarfaraldur með þvi að breiði rauðan pappir yfir öll götuljós i landinu. Þetta ævintýralega hugarflug, sem eftir öllu að dæma kom ekki við nokkurn þegn, kom þó fram i miklum ósköpum árið 1932 þegar herinn bældi niður bændauppreisn og slátraði 31000 bændum. Ég endurtek töluna með bókstöf- um: þrjátiu og eitt þúsund bændum. Siðan hafa allskonar herforingjastjórnir gengið hjá i E1 Salvador og hin ójafna styrjöld milli fátækra og rikra haldið áfram án þess aö nokkru sinni yrði hlé á. Aldagömul tregða viö að lúta þessu valdi hefur nú um stundir komið fram i vopnuðum hreyf- ingum i pólitiskum andstöðu- flokkum og i fjöldahreyfingum, sem loks náðu þeirri samstöðu sin i milli að stofna Lýðræðis- legu byltingarfylkinguna. Menn telja að hún ráði fyrir um það bil 5000 mönnum, sem bera meðalþung vopn og allt að 3000 „varaliðum", sem hægt er að beita i þeirri lokasókn sem boðuð hefur verið. Þeir sem hafa heimsótt E1 Salvador að undanförnu vita, að hér er um að ræða alþýðuher sem er allsstaðar. Lénsvaidið reiðir sig hinsvegar á stuðning Bandarikjanna og hefur mjög vel vopnuðum her á að skipa. Ennfremur notfærir það sér sveitir leigumorðingja, sem annast þau óþverraverk, sem stjórnin ekki getur unnið ef hún vill komast hjá þvi að sýna sitt rétta andlit. Ennfremur styðst þetta vald við brot úr kristileg- um demókrötum sem hafa gleymt Kristi og sýnast á þeim buxum að þyrma engum kristn- um manni. 1 þessum hópi er for- setinn sem nú situr, Napoleon Duarte, sem enginn hefur kosið en er útnefndur af herklikunni við erfiðar aðstæður til að gefa henni borgaralegt yfirbragð. Þessi afstaða kristilegra demókrata á sér hliðstæður annarsstaðar. Hún er liður i við- tækri stefnu sem Luis Herrera Campins, forseti Venezúeli^ er helstur forsprakki fyrir. Mark- Vel vopnaðar sveitir sem treysta á bandarlska aftstoð. Þetta er alþýftuher sem gestur hittir fyrir hvarvetna. mið hans er að binda endi á framsækið lýðræði i Karibahafi og Mið-Ameríku undir þvi yfir- skini að unnið sé gegn áhrifum frá Kúbu. Hingað til hefur hon- um tekist að safna stjórnum Andesabandalagsins gegn frelsishreyfingunni i E1 Salvador, öllum nema Jaime Roldós, forseta Ecuador, sem er alveg vafalaust framfarasinn- aður maður. Meistarastykki hans er að hafa tekist að fá Napoleon Duarte boðið sem al- vöruforseta til 500 ára ártiðar Simons Bolivars, en það er hátið sem einræðisherra Boliviu er ekki boðinn til. Rétt eins og sá sé verri harðstjóri, blóðugri og siður réttnefndur forseti en sá sem situr i E1 Salvador! Þetta er sú mynd sem blasir við Ronald Reagan. Forseti Mexikó hefur opinberlega ráð- lagt honum að efna ekki til ihlutunar i Rómönsku Ameriku og virða þau lönd sem leita nýrra leiða og geta vel annast mál sin sjálf. En samkvæmt heimildum frá utanrikisráðu- neytinu i Washington hefur bandarisk ihlutun i E1 Salvador verið undirbúin i smáatriðum, bæði pólitiskt og hernaðarlega. Það var Carter forseti sem undirbjó hana og Reagan þarf ekki annað en þrýsta á hnapp- inn. Rétt eins og þegar John F. Kennedy fann innrás á Kúbu undirbúna af Eisenhower þegar hann kom til valda fyrir 20 ár- um. Máltak segir, að ekki skuli gelda hund tvisvar. I þessu til- viki er hættan sú, að um tvo ólika hunda er að ræða. ábsneri. Brúkunarleikhús Nemendaleikhúsiðsýnir: PEYSUFATADAG eftir Kjartan Ragnarsson Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Magnús Pálsson Til er sú gerð tónlistar, sem þýskir kalla Gebrauchsmusik og mætti ef til vill heita brúkunar- tónlist á islensku. Það er sú tónlist sem er samin sérstaklega til notkunar á einhverju ákveðnu samhengi, t.d. i sýningu á ein- hverju sérstöku leikriti eða þess háttar. Á sama hátt mætti einnig tala um brúkunarleikrit. Peysúfatadagur er i þessum skilningi brúkunarleikrit. Það er samið sérstaklega fyrir þann nemendahóp Leiklistarskólans sem flytur það og gert með það fyrir augum að hver nemandi fái aðspreytasig á tveimur mismun- andi hlutverkum og þeir fái auk þess að nota sina margvislegu tónlistarhæfileika. Verkið ber auðvitað glögg merki þessarar tilurðar sinnar, skrifað i mörgum stuttum atriðum og dálitið sund- urlaust framan af, en Kjartani tekst að safna þráðunum saman i lokin i löngu og spennuþrungnu veisluatriðinu og ná þannig fram býsna góðri heild. Peysufatadagur dregur upp mynd af nokkrum ungmennum i Verslunarskólanum árið 1937 og þvi félagslega og pólitiska um- hverfisem þauhrærast i. Kjartan leiðir fram skarpar andstæður rikisdæmis og fátæktar, borgar og sveitar, kommúnisma og fas- isma. Við finnum i verkinu mjög sterklega fyrir þeim grimmilegu og blóðugu átökum sem fram undan eru, fyrir þvi að stjórn- málin eru enginn leikur á þessum timum heldur er um lif og dauða að tefla. Eins og oft áður tekst Kjartani vel að halda jafnvægi milli gam- ans og alvöru og samtöl hans eru viðasthvar lipur og leiftrandi. Ég býst við að flestir höfundar hafi gott af þvi að skrifa brúkunar- leikrit vegna þess aðhalds sem slikt verkefni veitir og þeirrar tæknilegu glimu sem það kostar. I uppsetningunni fer Kjartan leið einföldunar. Tiðarandinn er imarkaður af búningum, sem raunar voru mjög haganlega gerðir, og allt annað umhverfi skorið niður eftir föngum. Sviðsetningin er hreinleg, skipt- ingar snöggar og öruggar, yfir- bragðið létt og leikandi. Leikendur eru svo sjö manna hópur á siðasta ári i Leiklistar- skólanum, fimm karlar og tvær konur. Þaustanda sig öll af prýði og bera skóla sinum fagurt vitni. Svorrlr Hólmarsson skiffar um HBP ■ Kjartan Ragnarsson. Þau sýna að þau hafa fengið mjög góða alhíiða þjálfun, framsögn þeirra er skýr og falleg, likamstækni þeirra er yfirleitt örugg og markviss, þau syngja öll prýðilega og spila heilmikið á hljóðfæri. Og það er hinn stóri kostur þessaverks sem brúkunar- leikrits, að það veitir hópnum öllum tækifæri til að sýna hvað i honum býr á hinum ýmsu sviðum. Ég tel ekki ástæðu að gefa ein- staklingum einkunnir, en þessi hópur hefur liklega lyft Nemendaleikhúsinu hærra en það hefur áður komist. Sverrir Hólmarsson Metsölu- skáldsaga James Michener heitir banda- riskur höfundur metsölubóka, sem hefur hlotið óhemju vin- sældir fyrir þykkar sögulegar skáldsögur þar sem reynt er aft hlaupa yfir sögu þjófta og landa meft frásögnum af mörgum kyn- slóðum ætta, sem meft nokkrum hætti eru dæmigerftar fyrir þær þjóöir sem frá er sagt. Nýjasta metsölubók Micheners heitir The Covenant—Sáttmál- inn. Þar hleypur höfundur yfir 15 þúsund ár i sögu Suður-Afriku, en mest er sagt frá seinni timum eins og vonlegt er. Þrjár ættir tvinna saman örlög sin i þessum 800 blaðsiðna ianga doðranti, ein ensk, önnur hollensk (Afrikaner) og hin þriðja svört. Mikið segir frá Búastriðinu. Sagan endar á vangaveltum um þá þrjósku af- komenda hinna hollensku land- nema sem eru sannfæröir um að guð almáttugur hafi sjálfur lagt drögin að þeirri kynþáttastefnu sem fyrr en siðar mun hleypa Suður-Afriku i bál og brand.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.