Þjóðviljinn - 19.05.1981, Side 9

Þjóðviljinn - 19.05.1981, Side 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1!>. mai 1981 Þriðjudagur 19. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „Blessuð sértu sveitin min”. „Mývatn á að geta fætt I flestum ám svo stóran stofn að hann þyldi 1—2 hundruft þús. silunga veiði á ári. Vonandi tekst okkur að ná þvi marki innan fárra ára. Það verður þó ekki ef megin hiuta af botnleöju Mývatns veröur dælt á land og selt I pokum til út landa en eftir skilið bert hraunið á botninum. Þá er ein hin dýrmætasta og margslungnasta lifkeðja, sem finnst á tslandi úr sögunni”, segir Starri I Garði. Eitthvað þarf 1 ölmusugj af irnar Þorgrfmur Starri: „Það, sem áður hét auðvald eða kapitalísmi heitir nú frjálshyggja. Það, sem áður hét sósíalismi heitir nú félagshyggja. Fint skal það vera”. Fyrir nokkru náðum við sambandi við Þorgrím Starra, bónda í Garði í Mývatnssveit og gripum tækifærið til þess að inna hann frétta af mannlífinu umhverfis AAývatnið. Og það stdðekkert í f réttunum hjá Starra. — Og það er nú i mér svo mikill sveita- maður, sagði hann, að ég byrja á því að tala um veðrið. Og hér voraði vel. Vorið kom snemma, eftir einn mildasta vetur, sem ég man. En snurða hljóp á þráðinn snemma i mai, kuldakast, þtítt skammvinnt yrði, en jörð fraus, á versta tima fyrir tdn, sem byrjuð voru að lifna, sem orsakaði rótarslit. Þar af leiddi, aö tUn voru hér viða stór- skemmdaf kali. Þó mun sjálfsagt eitthvað af þessu kali hafa átt rætur að rekja til svellalaga um . veturinn. Grasspretta var mikil, bæði á tUnum og Uthaga, þar sem kalskemmdir komu ekki til, og grös sölnuðu óvenju seint, þrátt fyrir langan sprettutima. Heyfengur varð bæði mikill og góöur hjá þeim, sem ekki urðu illa Uti vegna áðurnefnds kals i tunum. En það voru alltof margir, sem urðu fyrir bUsif jim af þess völdum. Hinsvegar var heyskapartið fremur erfið mikinn hluta sláttarins, vegna stopulla þurrka og regndembur ekki skornar við nögl. Veturinn var kaldur og umhleypingasamur, snjóléttur en svellalög og hjarn. Sitt af hverju um búskapinn — Já, þU ert nú búinn að skýra vel og skilmerkilega frá veður- farinu og heyskapnum en hvað viltu svo segja um bUskapinn að öðru leyti? — Hér er, held ég, engin þurrheyshlaða i hreppnum án sUgþurrkunar, og sú sUgþurrkun er notuð til hins ytrasta, þ.e. blás- ið stöðugt þar til heyið er orðið þurrt, aldrei látið hitna i heyinu, grænverkað, hafi það ekki hrakist áður en það komst i hlöðu. Votheysgerð er hér aftur á móti fremur litil. Skepnuhöld munu hafa verið góð, það ég best veit. Hinsvegar hefur riðuveikin, sá vágestur, gert usla hjá tveimur sauðfjár- bændum undanfarin ár, og þriðja sauðf járbUið bættistþar i hópinn i haust. Fargaði sá bóndi bústofni sinum þegar hann sá hvernig komið var. Ætli við segjum ekki að vænleiki dilka hafi verið i góöu meðallagi. — Eru bUin aðallega blönduð eða eru einhverjir ýmist -með sauðfé eða kýr einvörðungu? — Hér býr enginn einvörðungu með kýr, þrettán eða f jórtán með kýr ásamt sauðfé en hin buin eingöngu með sauðfé, og eru þau um það bil helmingi fleiri. — Er eitthvað um félagsbU? — Mér telst til að um helmingur bUanna séu félagsbU, og fleiri en tveir eigendur að sum- um þeirra. Kannski eru fá þessara félagsbúa lögformlega skrásett sem slik en i reynd eru þau engu að siður félagsbU. Áhugalausir um aukabúgreinar — Hafa menn hug á auka- bUgreinum? — Ekki hef ég orðið var við áhuga hjá bændum hér i sveit á þeim. Það er guðsþakkavert meðan sá óþrifnaður, sem mest er hampað af forkólfum bænda, þ.e. hrædýrarækt, sem ég kalla svo, (refur og minkur), berst ekki inn i hreppinn. Það hlýtur lika hver meðalgreindur maður að sjá, að slikt á ekkert erindi upp til sveita. Slikt ber auðvitaö að stað- setja Ut við sjó, i nánd viö fisk- vinnslu og sláturhUs. Þaðan kem- ur ætiö I þessi hrædýr. Allt annaö er fjarstæða. Nýting hlunninda, þ.e. veiöi i Mývatni og Laxá, telsthér ekki til aukabUgreina. Slikt hefur veriö snar þáttur i bUskap á þeim jörðum, sem land eiga að Laxá og Mývatni, frá ómunatið. Mývatn er nU i ,,lægð”, strangar veiöitak- markanir, enda stofnstærð ekki nema brotaf þvi, sem áður var og vatnið getur borið. Orsökin, það ég best fæséð, ofveiði með nýjum og fullkomnum lagnetum og skefjalausri sókn. Mývatn á að geta fætt i flestum ám svo stóran stofn að það þyldi eitt til tvö hundruð þUsund silunga veiði á ári. Vonandi tekstokkur að ná þvi marki innan fárra ára. Sé til lengri tima litið fær þó slikt ekki staðist, ef megin hluta af botn- leðju Mývatns verður dælt á land og seld i pokum til Utlanda, (Kisiliðjan), en eftir skilið bert hraun á botninum. Þá er ein hin dýrmætasta og margslungnasta liíkeðja, sem finnst á Islandi, Ur sögunni. Henni yrði þá breytt i peninga en bróðurpartur þeirra lendir i gróðaklóm erlends auðhrings. Það virðast nógu margir á voru landi i dag, sem hrópa húrra fyrir slikri búmennsku. — Fækkar eða fjölgar býlum og ibUum i sveitinni eða helst i horfinu? — IbUar eru nú á milli 540 og 550 og hefur fækkað frá árinu áður um nálega 20. Segirþað litla sögu þvi fólk sem flyst hér inn til starfa við Kisiliðjuog annarra starfa i Reykjahliðarþorpi hefur oft skamma viðdvöl. Getur oft munað miklu á fjölskyldustærð hjá þeim, sem burtu flytja og hinna, er koma i staðinn. Þótt bændum fækki hér gerist það ekki með þeim hætti að þeir flytji burt úr hUsum sinum á jörðunum, heldur sækja þeir vinnu i Kísiliðju eða við byggingaframkvæmdir og þessháttar i þéttbýlinu hjá Reykjahlið. Þó eru til undantekn- ingar, sumir fara beint til himna- rikisán viðkomuá áöurgreindum stöðum. Gleðigjafi? — Hvað um framkvæmdir i sveitafélögunum? — Ef þU átt við bændur þá man ég aldr'ei eftir slikri deyfð i þeim efnum allar götur frá þvi um 1970. Hlýtur það að vera mikið gleði- efni þeim pólitikusum og ráöa- mönnum i landbúnaði, sem hæst mhg ræðir við Þorgrím Starra, bónda í Garði í Mý- vatnssveit um landbún- að, pólitík og sitthvaðfleira hafa galað um samdrátt i búskapnum og lagt á ráðin um þá óheillaþróun. Menn hljóta ætið að gleðjast þegar þeir sjá sinar hjartfólgnustu hugsjónir rætast. Framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins voru þær helstar, að haldið var áfram við hið mikla sundlaugarhUs i Reykjahliðar- hverfi, sem liklega verður eilifð- arverkefni. Þá voru byggð tvö íbúðarhUs á vegum hreppsins þar i' þéttbýlinu og seld einstakl- ingum. Unnið við viðbótarbygg- ingu félagsheimilisins Skjólbrekku. — Hvað er að frétta af félags- lifinu? . — Æ —, þar settir þú mig nú i vanda, MagnUs minn. Gamlir skrattar eins og ég miöa gjarna við það, sem var i þeirra ungdæmi og eru oft ekki rétttæmir um nýja siði og hætti. Ætli menn hljóti ekki að stunda hér félagslif eftir sinum smekk og þörfum? Ekki vantar aðstöðuna, hUn er betri en áður var. — Skólamál? — Myndarlegt skólahús er i grennd við félagsheimili okkar, SkUtustaöaskóli, skólastjóri Þráinn Þórisson. Þangað er börn- um og unglingum ekiö allsstaöar að Ur sveitinni. Frá Skútustaða- skóla er rekið UtibU i Reykjahlið fyrir yngstu nemendurna úr hverfinu þar og nágrenni þess. Þá er starfandi hér tónlistar- skóli i' sambandi við barna- og unglingaskólann. Skólastjóri og aöalkennari er Sigríður Einars- dóttir. Hér er um aö ræöa merka og þakkarverða nýung i fræðslu- málum. Sími, samgöngur, rafmagn, læknisþjónusta — Er ekki allt i sómanum meö simann? — JU, ætli það ekki. Sjálfvirkur simi er I Reykjahliðar- og Voga- hverfum og SkUtustaðaskóla. Slmstöð í Reykjahlið en þann tima, sem hdn er ekki inni, annast HUsavik þjónustu við okkur. — Og samgöngurnar bæri- legar? — Samgöngur hafa tekið hér miklum framförum i seinni tið. Þó er óviðunandi vegasamband við nokkra bæi norðan Mývatns, og brýnt aö sá vegarkafli verði byggður upp. Einnig er mjög áriðandi að ljUka uppbyggingu vegarins yfir Mývatnsheiði. — Hvað viltu segja um raf- mangsmálin? — Rafmagn höfum við auövit- að frá samveitu og erum viðskiptavinir Rafmagnsveitna rikisins. Margir þeir, sem búa utan hitaveitusvæöisins, þ.e. Reykjahliðar- og Vogahverfis, hita hissfn meörafmagni. Það er hroðalega dýrt, enda þarf einhversstaðar að safna fé i ölmusugjöfina til Alusviss og járnblendisins. — Hvernig er læknis- þjónustan? — Læknisþjónustan er frá Læknamiðstöðinni á HUsavik og hefur læknir þaðan viðtalstima hér uppi I sveit hálfsmánaðar- lega. Þá er og starfandi héraðs- hjúkrunarkona i sveitinni. Aldrei verra síðan í kreppunni — Hvernig hugsa bændur til framtiðarinnar? Vill unga fólkið setjast að hjá ykkur? — Ég held að bændur hér séu ekkert á þeim buxunum aö gefast upp meðan sjúkdómur eöa elli setur ekki stól fyrir dyr. Annars þykir mér óliklegt að bændur hér liti framtiðina sérlega björtum augum. Ég er persónulega þeirr- ar skoðunar, að fjárhagslega hafi aldrei veriö eins erfitt að reka búskap og nU, sföan á kreppuár- unum upp Ur 1930. Ég held, að ég treysti mér til að rökstyðja þá fullyrðingu, ef á þarf að halda. Ungt fólk, sem hér er upprunn- ið, hefur ætið kosið helst að eiga hér sitt framtiðarheimili og svo er enn. Sumtungt fólk frá bænda- heimilum er þátttakendur i félagsbUi heimilisins og vinnur þá gjarnan að einhverju leyti utan þess i þéttbýlinu hjá Reykjahlið, en fram að þessu hefur verið næg atvinna þar. En hvað af þessu fólki kann að taka við búskap foreldra sinna er erfitt að sjá eða um að spá. Mér sýnist að nUverandi stefna i landbúnaðar- málum sé beinlinis sett til höfuðs þessu unga fólki. Stórhættuleg starfna — Hvað segirðu um þær ráð- stafanir, sem gerðar hafa verið til þess að takmarka framleiðslu á búvörum? — Ég hef frá upphafi verið andvigur ráðstöfunum, sem miða að samdrætti i landbúnaðar- framleiöslu og sannfærist æ betur með hverjum degi sem liður að þar hef ég rétt fyrir mér. Hér á ég fyrst og fremst viö hinar hef ðbundnu búgreinar, sem byggja á landsins gæðum. Mér sýnistþað auðskilin staðreynd, að ef landbúnaðurinn á að sjá þjóð- inni fyrir matvælum, sem frá honum komaá hverjum tima, svo og þvi iðnaðarhráefni og þjón- ustu, sem þúsundir og aftur þús- undir manna i þéttbýlinu byggja afkomu sina á, þá verður land- búnaðurinn um leið að vera Ut- flutningsatvinnuvegur að stórum hluta. Framkvæmdastjóri Stéttar- samb. bænda hefur nú látið svo um mælt, að til að fullnægja iilendum þörfum þurfi ekki fleiri bú en svo af lifvænlegri stærð, 400 ærgildum, að ofaukið væri nú á annað þúsund búum. Slikt myndi þýða að byggð legðist af i stórum landshlutum. Nýjar bUgreinar, sem nU er mjög rætt um, eiga ekki að taka viö af þeim hefðbundnu, heldur að koma þeim til viðbótar. Fólki þarf og á aðfjölga i sveitunum, en ekki fækka. Við skulum hafa það i huga, aö þeir, sem hæst gala um að ekki sé hægt aö sélja landbún- aðarafurðr á viðunandi verði til Utlanda, hafa aldrei fært mark- tækar sannanir fyrir fullyrðingu sinni. Það er pólitiskt mál að leysa þau markaðsmál, og það hlýturað vera hægt. Það er miklu meira verk en svo, að rUmist i þessumviðtalsþætti, að gera þessum málum skil. Það stendur óhaggað, að þessi samdráttar-. stefna er stórhættuleg og alröng. — Það þarf þá vist ekki að spyrja að þvi hvaða skoðun þU hefur á áróðrinum gegn bændum. — Hann er svivirðilegur og hef- ur valdið bændum ómældu tjóni. Það er sama hver stendur fyrir þessu hverju sinni, hvort hann heitir Jónas eöa Gylfi, Pétur eða Páll, alltaf skin i gegn algjört skilningsleysi og vanþekking á landbUnaðarmálum, enda ekkitil gangurinn að leysa nein vanda- mál, þvert á móti. Mér hefur oft dottiö i hug að þessi dæmalausi áróður sé beinn atvinnurógur gegn bændum, og þaö sé yfirsjón að hafa ekki látið reyna á það fyrir dómstólunum. Hvað heldur þú? — Eigum við aö leggja i að vikja eitthvaö að þjóðmálunum, svona almennt? — Þjóðmálin i dag? Þau eru fUl. Mikið helviti eru þau fúl. Það er krata-, framsóknar- og Ihalds- fýla samblönduð Ur hverjum krók og kima. Þaðer nú ljótifnykurinn, MagnUs. Og Alþýðubandalagið okkar, það er að verða samdauna, eins og viö er að bUast. Það eru ekki lengur neinar hreinar linur i þessari pólitik. Það, sem áður hét auðvald eða kapitalismi heitir nU frjáls- hyggja. Það, sem áður hét sósialismiheitir nU félagshyggja. Fint skal það vera. NU snýst allt um afleiðingar, ekki orsakir. Gunnar Thor er orðinn að þjóðhetju, ef ekki dýrlingi, og engir tigna hann meir en Allaballar, sýnist mér. Óli Jó fer sinu fram og vinnur að þvi á allan hátt, eins og dyggum Nató- þjóni sæmir,að gera Atómstöðina i Keflavik æ þýöingarmeiri i brjáluðu vigbúnaðarkapphlaupi risaveldanna. Allir vitibornir menn sjá, að lífsháski þessarar þjóðar vex i réttu hiutfalli við vöxt þessarar Atómstöðvar. Jafnt fyrir þvi sýnist Alþbl. ætla að sitja áfram I stjórn með þessum þokkapilti. Ætli þeir kipptust nokkuð við þó að Óli Jó veitti, ásamt öðrum Natoforkólfum, Reagan leyfi til að hefja framleiðslu á nifteindasprengj- unni? Hvað heldur þU? Mér heyrist á ^Þjóöviljanum okkar og þingmönnum að þeir gangi út frá þvi að allir góðir Alla-ballar styðji þessa rikisstjórn, ekki endilega fyrir það að hún sé svo góð, heldur fyrir það að annars fengjum við enn verri stjórn, og má það Ut af fyrir sig satt vera. Finnst þér þetta ekki alveg hrifandi hugsjón? Hvar er tillagan hans Stefáns míns? Og svo er það nú verkalýðs- hreyfingin okkar blessuð og önn- ur samtök launafólks. Um hvað snýst þeirra starf og barátta i dag? Mér sýnist það alltganga Ut á það, hvernig félagsmönnum þessara samtaka skuli mismunað i launum. Hafa þeir ekki eina 30 launaflokka eða svo i takinu til þessara hluta? Nei, það er nU ekki aldeilis að þar berjist einn fyrir alla og allir fyrir einn, heídur stendur slagurinn um það, hver skuli vera settur upp fyrir hinn. Erekki svoh'tið kapitalisk ólykt af þessu? En vel á minnst: Hvar er nú niðurkomin ein sú nýtilegasta til- laga, sem fram hefur komið á Alþingi hin siöari ár, tillagan hans Stefáns mins Jónssonar, sem hann hefur flutt þing eftir þing, þess efnis, að það skuli bundiö með lögum, aö enginn megi taka hærri laun á tslandi en tvöföld verkamannalaun? Ég hef ekki heyrt þessarar tillögu getið á Alþingi þvi, er nú situr. Er það kannski ástæðan, að hún gangi efnislega eitthvað á skjön við stjórnarsáttmálann? Spyr sá, sem ekki veit. — mhg á dagskrá En meira vit væri að huga nánar að því óbætanlega tjóni, sem fyrirhuguð Blönduvirkjun kemur til með að valda, ef ekki verður breytt um tilhögun við vatnsmiðlun. Guöriður B. Helgadóttir, Austurhliö- Landspjöll og landvemd Þaö er oröið alþjóð kunnugt að skoðanir eru mjög skiptar um fyrirhugaða virkjun Blöndu. Hitt ætla ég að lýðum sé ekki jafn ljóst, um hvaö styrinn stendur. Blönduvirkjun, og Fljótsdals- virkjun hefir verið stillt upp i pólitiskri refskák og valdapoti af hneykslanlegu ábyrgðarleysi. Héraðarigur og togstreita mögnuö upp, landeyðing reiknuð út i litt vinsælum ærgildum til þess aö leiða hugann frá blygð- unarlausri landeyðingu og málið látiö lita þannig út að hér sé um að ræða sérhagsmunaþver- móðsku örfárra bænda, sem land eiga að viricjunarsvæöinu og vilja græða á þvi. Þessuvilég mótmæla harðlega sem alrangri forsendu. Málið er miklu stærra, vlðfeðmara og af- drifari"kara en svo. Ef um fámennan þrýstihóp bænda væri að ræða sem ekki tækjust samningar við, þá yrði landiö einfaldlega tekið eignar- námi. Fyrir þvi eru ótal fordæmi. Einnig vilég benda á að lögfróðir menn og dómstólar hafa verið látnir fjalla um eignarrétt bænda á afréttum, og léttur vandi að flækja þetta mál á svipaðan veg. Þar aö auki hafa nokkrir bændur, sem málið snertir lýst sig samvinnufúsa um virkjun! Svo þessi alhæfing fellur um sjálfa sig og er marklaust hjal. Aðalatriði málsins og það sem alltannað snýst um, er það hvort sökkva skuli undir vatn, glata og eyðilcggja að eilifu um 80 ferkm gróins lands. Neð köldu blóði og vitandi vits! Vitandi það einnig, að vatn sem flæmt er Ut um lautir og grunnar lægðir upp á hálendi Islands, hlýtur að bindast sem is einmitt á þcim timum, sem þörfin er mest fyrir aukna orku. En valkosturinn er: 56 fa"km. miðlunarlón við Refbjarnar- bungu. Vatnið leitt um 22 km leið gegnum lagfærða farvegi, skurði og vötn eins og Þristiklu, Smala- tjörn og Austara Friðmundar- vatn. Hækkun vatnsborðs i öllum þeim vötnum um 1 metra og inn- takslón i' kjarngresislægðinni bak við Þramarhaug að flatarmáli a.m.k. 5 ferkm. Auk þess jarðrask, vegalagnir og önnur mannvirkjagerð, sem slik umsvif Utheimta. ,,Ef þið samþykkið ekki möglunarlaust, þá verður bara virkjað fyrir austan. Þar verða miklu meiri landspjöll. Og þar verður sett upp stóreflis málmbræðsla, það vita vistnUorðið allirhverjir hafa bést tök á að fjármagna þær”. Svona vinnubrögð eru ekki hugsandi fólki sæmandi'. En meira vit væri að huga nánar að þvi óbætanlega tjóni, sem fyrir- huguð Blönduvirkjun kemur til meö að valda, ef ekki verður breytt um tilhögun við vatns- miölun. Vatn það er þarna yrði safnað saman, félli yfir gróður- sælustu og gróskumestu lægðir og lækjsædrög afréttanna. Þvi yrði veitt I gegnum veiðivötn full af silungi. Vannýtt að visu nú, en breytir engu um þá gullkistu og forðabdr, sem þarna mætti rækta upp ef rétt væri að staðið. Allt lif i þessum vötnum myndi eyðast og hverfa, ef isköldu og gruggugu jökulvatni yrði veitt þar i gegn. Þetta vatn, sem hér um ræðir er aö miklum hluta rennslisvatn Blöndu, sem þá á löngum kafla og aö miklu leyti gæti glatað gildi sinu sem uppeldisá fyrir lax og þá um leið viðkunnum og eftirsóttum laxveiðihlunnindum. Að þvi er ég best veit, þá hefir ekki verið rannsakað svo nokkru nemi, laxagengd i Blöndu um Blöndudal og fram til heiða, en vitaö er að lax gengur I þverár Blöndu lengst fram á heiði s.s. Haugakvisl og sést umtalsvert magn af laxi. Og margt bendir til að klakstöövar geti verið viöa þar fremra. Þetta eru ekki fallvaltar ærgildisafurðir, heldur verö- tryggt sparife, geymt i náttúru jarðarinnar, ásamtmörgu fleiru, sem enn er ótaliö. Háð sömu lög- málum og annar jarðargróði hvar sem erá jarðkringlunni, mönnum nýtist aðeins það sem þeir kunna með að fara og i beinu hlutfalli við þekkingu, skilning og reynslu. 011 sóun og tortiming er glæpur, sem kemur niður á okkur og niðjum okkar um ófyrirsjáanlega fram- tiö. Þess vegna tel ég það mikið glapræði að eyðileggja land og önnur náttúruverðmæti, jafnvel þó I fljótu bragði sýnist eitthvað vinnast I verðlitlum krónum. Umreikningur gróðurlendis á heiðum uppi i ærgildisafurðir er rangt mat og mjög villandi. A hálendi íslands, þar sem upp- blásturinn herjar miskunnarlaust eru gróðurvinjar i lægðum og lækjardrögum, viða einu útverðir lifs. Þær draga til sin og geyma jarðvegsrakann, miðla honum til fjölbreytts og fádæma harðgerðs gróðurs, sem heldur sandfokinu i skefjum. Uppgræðslu- og áburðargjöf þar sem hærra ber, getur aldrei komið i staðinn. Það getur engin þjóðargjöf, hvorki fyrr né siðar, bætt fyrir afglöp sem orðin eru. En tækni, mannvit og velvilji eiga að geta komiö I veg fyrir yfirvofandi slys, sem séð verða fyrir og varað við I tima. Og við verðum að finna hagkvæmari vatnsforðabúr. Það hefir lengi verið bjargföst sann- færing min að ísland væri þeirrar gerðar, að hnattstöðu og náthiru- fari, að það ættiað varðveita sem nokkurskonar rannsóknarverk- efnastöð i þágu visindanna. Jarð- sögu landsins má lesa eins og á opna bók, ef ekki er minjum spillt. Við vitum sögu byggðar þess frá landnámi norrænna vikinga, studda sönnunargögnum fornminja. Við höfum heimildir fyrir þvi, að hér var þá gróðurfar svo fjölbreytt og gróskumikið að undrum sætir. Við vitum að skammsýni manna og lifshættir lögðust á eitt við að eyða þvi gróðurlendi. Við höfum nú tækni Dg þekkingu til að bæta að nokkru það tjón, ef viijann vantar ekki..Ég bendi á verkefni fyrir: mannfræðinga, liffræðinga, eld- fjallafræðinga, náttúrufræðinga, fiskifræðinga og ótal aðrar fræði- greinar, sem of langt yrði upp að telja. Þeim fækkar óðum land- svæðunum á þessum litla hnetti okkar, sem ennþá eiga óspjallaöa náttúru, tært vatn, gagnsætt loft með norðurljósum og miðnætur- sól og þessa unaðslegu möguleika til heilnæms, þroskandi og mann- bætandi lifs. En vaidahrokinn. guliæðið og græðgin herja alls staöar á og eira engu, hvorki dauðu né lifandi, menningu né mannhelgi, en æða áfram i blindu skrýmslisgervi auðhringa og hernaöarbrölts. Við erum það fámenn þjóð að viö gætum haft fullkomna stjórn- un á bUsetu um landið og nýtingu þess án þess að skerða hlut þegn- anna til frelsis og lifsafkomu i neinu. Þetta er aðeins spurning um skipulag og forsjálni, sam- takamátt og vilja. Og spurningin um það hvort við sniöuni okkui stakk eftir vexti, eða veðjum á flottræfilshátt og mála hjá út lendingum. Þetta er spurningin um sjálfstæði islands og endur- reisn. Spurningin um það hvort við bjóðum tortímingunni heim með upptendruðu skotmarki á Mið- nesheiði, itökum i Helguvik og herflugstöð við Sauðárkrók eins og þegar hefir verið nefnt, upp- hátt. Eða hvort við stöndum saman, sem frjáls þjóð i fullvalda riki og krefjumst viðurkenningar heimsins á rétti okkar sem slik. Eittervist. Framtiðin mun aldrei fyrirgcfa þeim mönnum, sem spilla náttúru tslands að óþörfu, eða selja það undir dauöadóm erlendrar auðhringastefnu og hernaðarvitfirringar. Skrifað 1. sumardag 1981 Guöriður B. Helgadóttir Austurhlið Utflutningsuppbætur: Ríkissjóður 120 milj. — og bændur 41 milj A vegum Framleiðsluráðs hef- ur nýlega verið gerö áætlun um þörf á Utflutningsbótum fyrir verölagsárið 1980—1981. Sam- kvæmt áætluninni er gert ráð fj’r- ir aö rikissjóður komi til með að greiða rúmlega 120 milj. kr. Er þá miöaö við að heildarverðmæti landbúnaöarframleiðslunnar á verðlagsárinu 1. sept. 1980-31. águst 1981 nemi rúmlega 1,2 miljörðum kr. Miöað viö áætlaðan útflutning og það verð, sem gert er ráö fýrir aö fáist fyrir afuröirnar, þurfa bændur aö taka á sig 41 milj. kr. halla af Utflutningnum. Stærstur hluti þessa Utflutnings hefur þeg- ar átt sér staö. Þó er gert ráö fyr- ir aö greiöa þurfi meö þeim af- urðum, þ.e.a.s. kindakjöti og ost- um, sem fluttar verða Ut á næstu mánuðum, um 37 milj. kr. BUist er viö að mjólkuframleið- endum verði endurgreiddur veru- legur hluti þess verðjöfnunar- gjalds, sem haldiö var eftir á sið- asta ári. Aætlað er að greiða 1000 milj. gkr. af fóðurbætisgjaldinu. Gætu þá orðið eftir 400—500 milj. gkr., sem bændur fá ekki endur- greiddar. — mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.